Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 29
SKALDIN KVEÐAST A
Miðvikudagurinn 16. júní 1993
PRESSAN 29
staddur“
Skáld yrkja til skálda
reynst ráðholl.“
Verðlaunaskáldið Linda
Vilhjálmsdóttir hefur einnig
ort til Hrafhs Jökulssonar. í
því ljóði segir skáldkonan frá
því hver viðbrögð hennar
muni verða finni hún skáldið
uppi á lofti syrgjandi sjálfan
sig. Þá:
lýt ég höfði og tuldra í
barminn
eitthvað skáldlegt
eins ogþað sé líka óham-
ingja
í minni fjölskyldu.
„Mér þykir þetta skemmti-
legt ljóð, enda ekki vísað í
minni mann en Jón Helga-
son,“ segir Hrafn. „Komi sú
stund að Linda finni hjá sér
þörf til að tuldra um óham-
ingju af einhverju tagi skal ég
vera góður áheyrandi.“
„Ljóöið bjargaði lífi
mírtu“
Linda Vilhjálmsdóttir hefur
einnig ort til Illuga Jökulsson-
ar og systurinnar, Elísabetar. I
ljóðinu til Elísabetar segir:
við skulum setjast í túnið
og bródera
blóðheitar stelpur
sem krjúpafallega
Elísabet er stolt af þessu
ljóði, segir að þótt í Ijóðinu
felist ákveðinn broddur sé það
um leið fullt af væntumþykju.
Elísabet segir að þetta ljóð hafi
bjargað lífi sínu, því á sama
tíma og Linda sat við að semja
ljóðið hné Elísabet niður og
var flutt á spítala. „Ég dó ekki
og því held ég að þetta ljóð
hafi bjargað lífi mínu,“ segir
Elísabet, hrukkar síðan ennið
og bætir við íhugul, „nema
Linda hafi verið að kveða mig
niður.“
Þessi umfjöllun hefur verið
einskorðuð við ljóð sem ort
eru til skálda, en það er ekki
langur gangur frá skáldi til
fræðimanns og því fá Mörður
Árnason og Halldór Guð-
mundsson nöfn sín hér inni.
Linda Vilhjálmsdóttir orti á
sínum tíma Þingvallaljóð
undir fomyrðislagi. Sambýlis-
maður hennar, Mörður Árna-
son íslenskufræðingur, að-
stoðaði hana við formið sem
virðist meir í stíl Marðar en
Lindu:
Skuggar skálda
skuggafáka
höggva í hamra
hófaskelli.
Linda tileinkaði Merði ljóð-
ið sem þakklætisvott fyrir
veitta aðstoð. össur Skarp-
héðinsson mun hafa haft á
orði að í þungum og hörðum
hljómi þessa ljóðs væri að
finna hina fullkomnu karakt-
erlýsingu á Merði Ámasyni.
Ljóð veldur misskiln-
ingi
Og í lokin saga af því þegar
tileinkun sem sprottin er af
velvild og virðingu er misskil-
in.
Þegar Linda Vilhjálmsdóttir
kom í fyrsta sinn á fund út-
gáfustjóra Máls og menning-
ar, Halldórs Guðmundssonar,
spurði hann hana hvort hún
hefði nokkru sinni reynt við
sonnettuformið. Nokkrum
ámm síðar heyrði Linda Hall-
dór segja í útvarpsumræðum
um módernisma að þótt
þjóðin ætti mörg góð skáld af
yngri kynslóð efaðist hann um
að nokkurt þeirra gæti komið
saman sonnettu.
Linda orti sonnettu, gaf
henni nafn og hljóp með
hana, glöð í bragði, á fund út-
gáfustjóra síns. Hann var ekki
mættur til að taka við fagnað-
arerindinu, en skáldkonan
skellti blaðinu á borð hans og
fór út. Einn starfsmanna Máls
og menningar, hinn mesti
ljúflingur, átti erindi inn á
skrifstofu útgáfustjórans og
rak þar augun í ljóðið. Yfir-
skriftin var: „Ég bið að heilsa
Halldóri Guðmundssyni11 —
og lokalínumar:
Ég er kvenkynsskáld og
nœstum því orðin að nom
og nenni ekki að leita að
vegi sem virðist beinn,
fer mína leið eins og köttur-
inn —farvel í lokin.
Starfsmaðurinn leit á þetta
sem lokakveðju skáldkonunn-
ar til forlagsins, dró hana af-
síðis og leitaði fregna af
rimmu hennar og útgáfustjór-
ans.
Þegar sonnettan birtist á
bók hafði naíni hennar verið
breytt og hún hét nú Farvel í
lokin. Það kom ekki í veg fýrir
að einhverjir sæju í henni
merki þess að árekstrar hefðu
orðið milli skáldkonunnar og
útgáfustjórans og töldu loka-
línurnar lítt dulbúna hótun
skáldkonunnar um að yfirgefa
forlagið og leita hófanna ann-
ars staðar.
Ekkert lát virðist ætla að
verða á hollustu- og virðing-
arsendingum skálda til ann-
arra skálda. I fjórum nýjum
ljóðabókum, þeirra Braga Ól-
afssonar, Geirlaugs Magnús-
sonar, Jóns Stefánssonar og
Óskars Árna, er að finna ljóð
tileinkuð öðrum skáldum,
eins og minnst var á fyrr í
greininni. Frá Elísabetu Jök-
ulsdóttur er væntanleg bók
með stuttum sögum sem hún
segir vera handa skáldunum
Einari Benediktssyni, Sigfúsi
Daðasyni, Stefáni Herði
Grímssyni og Lindu Vil-
hjálmsdóttur.
POPP
Meðalmennskan uppmáluð
UPSTICK LOVERS
MY DINGALING
LIPSCHITZ / STEINAR
★ ★
Út um allan bæ eru bíl-
skúrar fullir af hljómsveitum
eins og Lipstick Lovers.
Hljómsveitum sem naga sig í
handarbökin á hverjum degi
yfir því að vera ekki staddar í
Los Angeles, þar sem hár-
prúðir töffarar mæla göturn-
ar, spila rokk og bíða eftir því
að verða jafnstórir og Guns
’N’ Roses. Lipstick Lovers
gefa skit í þjóðerni sitt; „hel-
vítis ísland“, hugsa þeir ör-
ugglega á hverjum degi, „ekk-
ert hægt að gera hérna af
viti.“ Þess vegna syngja þeir
allt sitt efhi á ensku og spila
rokk sem stendur í litlum
tengslum við íslenska rokk-
sögu, heldur sækir allt sitt til
Ameríku fyrir 1977; Aero-
smith, Stones og jaíhvel smá-
blús á köflum. Lipstick Lo-
vers er ekki íslensk hljómsveit
frekar en Jet Black Joe, Deep
Jimi and the Zep Creams og
allar hinar sem eru að springa
út úr bílskúrunum. Þessar
hljómsveitir eru tímaskekkja,
þótt sumar þeirra séu vinsæl-
ar. Það er ekki nóg með að
þær hafi selt frá sér þjóðernið
í dapurri von um að verða
næstu alþjóðlegu stórstjörn-
urnar, heldur hefur tónlistin
oftast lítið nýtt ffarn að færa
og er stundum bara sviplaus
endurtekning á gömlum
lummum.
Stundum hafa þó upp-
vakningar „gullaldarrokks-
ins“ eitthvað nýtt fram að
færa. Ég nefni Black Crowes,
frá Ameríku, sem vefa nýjan
og ferskan þráð í gömlu
rokkrýjuna. Lipstick Lovers
hafa svo sem lítið nýtt fram
að færa, en það þýðir ekki
endilega að þeir séu slæmir.
Þeir eru bara ekki mjög
áhugaverð hljómsveit. Þessir
drengir kunna ágætlega á
hljóðfærin sín og geta vel bar-
ið saman þokkaleg lög. Það er
líka ágætt rennsli á frumsmíð
þeirra, sem er nokkuð sann-
færandi rokkpakki án byrj-
endabrags. Það sem vantar
einna helst er hærra ris, sterk-
ari lög, kraftmeiri melódíur
— hér rís nefnilega lítið yfir
meðallag, en sígur reyndar
aldrei undir meðallag heldur.
Það eru tólf lög á plötunni,
öll samin í hópvinnu af sveit-
inni, utan tvö, sem Sigurjón
heitinn Axelsson, stofnandi
sveitarinnar, samdi. Eins og
áður segir renna flest lögin
eftir margtroðnum klisjuslóð-
um rokksins — meðal-
mennskan uppmáluð — en
stundum glittir þó í örlitla
snilligáfu. „Sad Boy“ er til
dæmis pottþétt ballaða með
bítlalegu ívafi og „Let’s make
hate“ er best af rokkinu, lag
sem grúfar vel. Platan er vel
unnin, hljómur góður og ým-
is aukahljóðfæri fríska lögin.
Þannig eiga t.d. Óskar Guð-
jónsson saxófónleikari og
Hörður Bragason farfísumað-
ur fín tilþrif. Lfmslagið er
nokkuð smekklegt og mynd-
irnar hafa vakið uppþot í
gagnfræðaskólum bæjarins.
Það er bara þetta með
ensku textana. Ég hljóma
kannski eins og Silja Aðal-
steinsdóttir, en ég bara þoli
ekki þessa tregðu margra
rokksveita í dag við að takast
á við móðurmálið. „Já en
enskan er móðurmál rokks-
ins!“ Bull! Ef litið er á texta-
gerð Lipstick Lovers má vel
sjá hvers vegna þeir syngja á
ensku. Þeir hafa ekkert að
segja og með því að bulla eitt-
hvað á ensku kemst enginn
að neinu, því fáir hlusta eftir
enskum textum. Svona einfalt
er það nú.
Myndlist
• Ámi Ingólfsson sýnir í ölf
um sölum Nýlistasafnsins.
Lýkur á sunnudag. Opiö dag-
lega kl. 14-18.
• Björg Atla sýnir málverk
frá þessu ári í Galleríi Úm-
bru. Opið þriðjudaga til laug-
ardaga kl. 13-18 og sunnu-
daga kl. 14-18.
• Sjö Gilfélagar halda sýn-
ingu á verkum sínum í TiF
raunsal Gilfélagsins á Akur-
eyri. Þeir eru Dröfn Friðfinns-
dóttir, Erlingur Valgarösson,
Freyja Önundardóttir, Guö-
rún Pálína Guðmundsdóttir,
Jóris Rademaker, Jón Lax-
dal og Ólöf Siguröardóttir.
Lýkur á sunnudag. Opiö dag-
lega kl. 14-19.
• Elísabet Haraldsdóttir
sýnir verk sín í Geysishús-
inu. Lýkur á sunnudag. Opiö
virka daga kl. 9-17 og um
helgar kl. 11-18.
• Ragnhildur Ragnarsdóttir
sýnir grafíkverk í Stöðlakoti.
Lýkur á sunnudag. Opiö dag-
lega kl. 14-18.
• Eggert E. Laxdal sýnir
málverk i Galleríi 11. Lýkur
17. júní.
• Mary Ellen Mark, einn
þekktasti fréttaljósmyndari
heims, sýnir Ijósmyndir á
Kjarvalsstööum. Opiö
10-18 daglega.
• Gnmur Marínó Steinþórs-
son, Helgi Gíslason og
Sverrir Ólafsson sýna högg-
myndir sínar i Ráöhúsinu í
Reykjavík.
• Ásmundur Sveinsson.
Vfirlitssýning í tilefni aldar-
minningu hans. Verkin
spanna allan feril hans, þau
elstu frá 1913 og þaö
yngsta frá 1975. Opið alla
daga frá 10-16.
• Jóhannes Kjarval. Sumar-
sýning á verkum Jóhannesar
Kjarvals á Kjarvalsstöðum,
þar sem megináhersla er
lögö á teikningar og mann-
eskjuna í list hans.
• Tamús sýnir málverk og
skúlptúr í Portinu. Sýningin
er opin alla daga kl. 14-18.
• Sally Mann, einn þekkt-
asti og umdeildasti Ijós-
myndari Bandaríkjanna, sýn-
ir myndir á Mokka. Lýkur á
sunnudag.
• Róska sýnir málverk sín í
Sólon íslandus.
• Ásgrímur Jónsson. Skóla-
sýning stendur yfir í Ásgríms-
safni þar sem sýndar eru
myndir eftir Ásgrím Jónsson
úríslenskum þjóðsögum.
Opiö um helgar kl.
13.30-16.
• Orka & víddir — Borealis
6. Samsýning íslenskra og
erlendra listamanna í Lista-
safni íslands. Lýkur á
sunnudag.
• Manuel Mendive, Alberto
Gutierrez, Mario Reis og
Ragna Róbertsdóttir sýna
verk sín í Plafnarborg á
Listahátíö í Hafnarfirði.
Kúbumaðurinn Mendive er
af mörgum talinn einn at-
hyglisverðasti myndlistar-
maður Suöur-Ameríku og
Mexíkómaðurinn Gutierrez
er einn af þekktari lista-
mönnum þjóöar sinnar. Reis
er meðal þekktustu framúr-
stefnulistamanna Þjóöverja
og Ragna hefur unnið verk
sérstaklega fyrir þaö rými
sem hún fær til umráða í
safninu. Sýningin stendur út
júnímánuð. Opiö kl. 12-18,
lokað á þriðjudögum.
• Mariana Yampolsky og
Jorge Huft sýna verk sín í
listamiðstöðinni Straumi á
Listahátíö Hafnarfjarðar.
Yampolsky er af mexíkósk-
um ættum og sýnir Ijós-
myndir af byggingarlist í
Mexíkó og heldur ennfremur
fyrirlestra um listræna Ijós-
myndun. Arkitektinn J. Huft
sýnir byggingarlist frá Suður-
Ameríku. Sýningin stendur
útjúnímánuð.