Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 14
SKOÐA N I R
14 PRESSAN
Miðvikudagurinn 16. júní 1993
PRESSAN
Utgefandi Blaö hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO
en 750 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 230 krónurí lausasölu
Þegar eftirlit
bregst
I PRESSUNNI í dag eru rakin tvö skýr dæmi um embætt-
ismenn sem geta ekki sinnt störfum sínum. Annar vegna
veikinda, hinn vegna misbrests í siðferðismati. I sjálfu sér er
það ekki aðalmálið heldur hvernig hið opinbera stendur sig í
eftirliti með þessum mönnum.
Það blasir við að eftirlitið hefur klárlega brugðist í hvorum
tveggja tilfellunum. Landlæknisembættið og heilbrigðisráðu-
neytið hafa setið með hendur í skauti á meðan sá, sem hafði
þó manndóm í sér til að benda á vandann, var hrakinn ffá
vegna hreppapólitíkur sem ekkert átti skylt við kjama máls-
ins.
Misbrestir í eftirlitshlutverki dómsmálaráðuneytisins eru
engin ný tíðindi. Landsmenn hafa horft í forundran á alls-
konar uppákomur í kringum dómstóla landsins þar sem
dómsmálaráðuneytið virðist heyra síðast allra um augljósa
vanrækslu og vanhæfni. Á tímabili virtist meðferð fíkniefha-
mála vera dottin upp fýrir án þess að eftirlitsmenn í dóms-
málaráðuneytinu tækju eftir því. Almenningur hefur undan-
farið orðið vitni að tiltekt á þessu sviði, sem er vel, en um leið
hefur það vakið áleitnar spurningar um hvað fór ffam áður.
Það dugar ekki að benda á mannlegan breyskleika, einfald-
lega af því að við státum af kerfi sem á að duga.
Nokkur dæmi hafa einnig komið upp í kringum sýslu-
mannsembætti landsins, þótt engin séu eins sláandi og það
sem nú er að gerast á Siglufirði. Þar virðist um skeið hafa ríkt
ástand sem enginn þekkir hliðstæðu um hér á landi án þess
að eftir því hafi verið tekið af effirlitsaðilum í dómsmálaráðu-
neytinu.
Nýlega var sagt frá uppákomu í kringum sýslumannsemb-
ættið á Eskifirði. Þó að hún virðist mun smærri í sniðum er
það sammerkt með báðum þessum málum að hvorugt
þeirra komst upp fýrr en ábending barst utan ffá um að ekki
væri allt með felldu. Eftirlitsaðilamir geta þannig ekki þakkað
reglubundnu eftirliti sínu.
Þetta hlýtur að leiða hugann að því hvort ekki sé þörf á að
endurskoða eitthvað málin inni í dómsmálaráðuneytinu
sjálfú. Það virðist ekki duga að skipta um ráðherra og aðstoð-
armann hans með reglulegu millibili. Kerfið virðist lifa það
allt af. Það er reyndar áleitin spurning hvort það er rétt kerfi
að láta embættismenn fýlgjast hvem með öðrum. Sagan segir
okkur að það ber ekki tilætlaðan árangur.
BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guðmundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jón Óskar
Hafsteinsson útlitshönnuOur, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijós-
myndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Pálmi
Jónasson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Örn Benediktsson
Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson.Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Listir: Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, mynd-
list, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bók-
menntir, Martin Regal Ieiklist.
Telkningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason
Snorri Ægisson
Setning og umbrot: PRESSAN
Rlmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
STJÓRNMÁL
Ráðið í haustdjobb
„En að öllu gamni slepptu. Erþetta nokk-
ur aðferð til að ráða menn í vinnu: Að
líta fyrst á flokksskírteinið ogsíðan á
aðra þá eiginleika, sem maðurinn kann
að hafa til brunns að bera til að gegna
því starfi sem hann er ráðinn til að gegna
- - oftar en ekki til œviloka?“
Fyrir tæpum áratug geyst-
ust kratar um landið og
spurðu landslýð spurningar-
innar „Hver á ísland?“ Núna í
vikunni var þeirri spurningu
svarað: Auðvitað kratar. Eða
að minnsta kosti það sem þeir
kæra sig um af því. Hratið
geta aðrir fengið. Komnir eru
á kreik gamlir brandarar ffá
Viðreisnarárunum, eins og
hvort kratar muni endalaust
eiga mannskap til að fýlla allar
þær stöður sem þeir eiga
ráðningarvald á? Svarið er já.
Þótt skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar fýrir Morg-
unblaðið leiði í ljós að aðeins
30 prósent þeirra, sem kusu
krata síðast, hyggist kjósa þá
næst, þá er samt mikið flæði
til Alþýðuflokksins, einkum
frá Sjálfstæðisflokknum. Því
væri ffekar ástæða til að efast
um að til væru stöður handa
öllum þessum mannskap sem
virðist eiga leið um hlaðið hjá
Alþýðuflokknum. En þá bár-
ust líka þær gleðifféttir að nú
er íslenskur eðalkrati að setjast
í ffamkvæmdastjórastól hjá
EFTA. Þar kunna því að vera
að opnast upp endalausar
gresjur guðdómsins, sem
verulega gætu létt beitarálagið
á átthögunum. Þar gætu stór-
ar kratahjarðir gengið sjálfala
sumar sem vetur, enda drýpur
smjör af hverju strái í EES,
eins og allir vita.
Það er sagt að Jesús hafi á
tímum kraftaverkanna mettað
fimm þúsundir með tveimur
fiskum og fimm brauðum.
Hér hefur tekist að skapa
endalausa röð atvinnutæki-
færa úr því eina djobbi, sem
losnar við brottför JóhanúesáT
Nordals úr Seðlabankanum.
Auðséð er að ef kratarnir fá
frjálsar hendur verður þeim
eldd skotaskuld úr að útrýma
atvinnuleysinu á nó tæm.
Einum kunningja minna
varð að orði, þegar hann sá
hinn stórfenglega kapal krat-
anna ganga upp frammi fýrir
augum spenntrar alþjóðar, að
þar með hefðu kratar endan-
lega meldað sig út úr pólitík
og ákveðið að renna saman
við stjórnsýsluna í landinu.
Kæmust einhverntíma aðrir
flokkar í ríkisstjórn yrðu þeir
að láta sér það hlutverk lynda
að verkstýra krötunum í
toppembættunum. Þetta er
náttúrulega misskilningur, því
að alltaf má beita þeirri að-
ferð, sem nú þegar er í tísku,
að tvöfalda í hverri stöðu:
senda þá í frí, sem fýrir eru,
ffamhaldsnám eða í „sérverk-
efhi“. Þannig gætu flokkarnir
endalaust látið kjósa sig á víxl
til að útrýma fjárlagahallanum
og skellt svo liðinu á beit í
sjóðum Hins opinbera. Og
þótt lítt gengi á fjárlagahallann
með því móti mætti þó smám
saman vinna bug á atvinnu-
leysinu. Og hver nennir að
rexa í fjárlagahalla, sem hefur
vinnu á annað borð?
En að öllu gamni slepptu.
Er þetta nokkur aðferð til að
ráða menn í vinnu: Að líta
fýrst á flokksskírteinið og síð-
an á aðra þá eiginleika, sem
maðurinn kann að hafa til
brunns að bera til að gegna
því starfi sem hann er ráðinn
til að gegna — offar en ekld til
æviloka?
Forsætisráðherrann sagði í
sjónvarpsviðtali í fýrradag, að
þetta væri nú einu sinni hin
gamla íslenska aðferð. Eini
munurinn væri sá að nú hefði
störfum verið ráðstafað
óvenjumörgum á einu og
sama brettinu. Síðan kom
hinn gamli sultarsöngur pólit-
íkusanna, að erlendis ættu
stjómmálamenn um margt að
velja að loknum stjórnmála-
ferli, en hér væru menn settir
á guð og gaddinn. Af því mátti
skilja að ráðstöfúnarvald pól-
itíkusanna á hæstu sem lægstu
stöðum á vegum hins opin-
bera yrði áfram að vera í
þeirra eigin höndum. Til að
koma í veg fyrir að þeir og
fjölskyldur þeirra yrðu svelt í
hel af vanþakklátum almenn-
ingi.
Það er rétt hjá forsætisráð-
herra að þetta er liin gamla ís-
lenska aðferð. Menn þurfa
ekki nema líta yfir sýslu-
manns- og skattstjóraembætt-
in til að sjá að þau hafa um
langt árabil verið einkaeign
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks. Og ótal embætti önn-
ur. Til skamms tíma gilti það
sama um allar meiriháttar
skólastjórastöður. Sums stað-
ar hefur þó reglan verið á
undanhaldi. Útibússtjórastöð-
ur bankanna og stöður hér-
aðslækna munu ekki lengur
taldar eign stjórnamálaflokk-
anna til ráðstöfunar fyrir
tryggð og vel unnin flokks-
störf. Því taldi maður að að-
eins væri farið að rofa til í
þessum efnum. Ungt, vel
menntað og hæfileikaríkt fólk
gæti fengið störf á sínu sviði,
án tillits til þess hvort það
hefði snefil af áhuga á pólitík,
og án þess að þyrfti að ganga
upp í gegnum ffamakerfi eins
eða annars stjórnamálaflokks:
stuttbuxnadeild, háskólapólit-
ík, flokksfélög, fulltrúa- og
kjördæmisráð. Hætt er við að
margir muni jafnvel frekar
vinna til að starfa erlendis en
að vinna það til að ganga und-
ir pólitískt jarðarmen tíl þess
eins að fá embættisgengi sitt
viðurkennt. Auk þess sem
auðvelt er að misreikna sig á
því hvaða flokkur er hentug-
astur til að tryggja ffamgang í
starfi.
Er nú ekki kominn tími til
að taka upp háttu annarra
þjóða í þessu efni? Hæfúipróf-
un fyrir fólk sem leitar starfa
hjá því opinbera? Framgangs-
kerfi í höndum óvilhallra
nefnda, sem lúta ströngum og
þröngum starfsreglum? Skil-
greiningu á þeim störfum,
sem mega teljast herfang
þeirra flokka sem völdum ná
hverju sinni, enda losni þær
stöður þá um leið og valda-
tíma þeirra er lokið? Og ein-
hverjar lágmarksreglur um
mannasiði við embættisveit-
ingar?
Það er athyglisvert, að
stjórnarandstöðuflokkarnir,
sem nú fara hamförum gegn
subbuskap kratanna í þessum
efúum, varast að nefna það að
taka upp aðra hætti, þegar —
og ef — kjósendur skola þeim
upp í stjómarstólana. Hitt er
líldegra að þeir hugsi krötum
þegjandi þörfina með því að
ganga sjálfir feti lengra þegar
færi gefst. Svona til að jafna
metin. Það er gamla sagan um
apann og ostbitann._________
Höfundur er biaðamaður.
SIGURJÓN
PÉTURSSON
ÁLIT
ÞOR
SIGFÚSSON
SIGURÐUR L.
SKARPHÉÐINSSON
KRISTIN A.
ÓLAFSDÓTTIR
JULIUS
HAFSTEIN
Fréttir þess efnis að
breyta ætti Strætisvögn-
um Reykjavíkur í hlutafé-
lag hafa vakiö mlklar
dellur í borginni og sýnist
sitt hverjum um afleiöing-
arnar fyrir neytendur og
starfsfólk.
breyta SVR í hlutafélag?
Er rétt að
Þór Sigfússon hagfræðingun
„Ég hef trú á að þessi breyting
leiði til þess að áframhald
verði á umbótum í rekstri
fýrirtækisins. Hlutafélags-
formið hefur yfirburði yfír
önnur rekstrarform, það hef-
ur sýnt sig um allan heim. Að
mínu mati er alveg ljóst að
þessi breyting getur gert það
sama við þetta fýrirtæki og
það hefur gert við önnur fýr-
irtæki annars staðar; leitt til
aukinnar skilvirkni í rekstri,
fært stjórnendum aulcna
ábyrgð um leið og sjálfstæði
þeirra er aukið, komið pólit-
íkinni út úr rekstrinum og
gert starfsfólk og viðskipta-
vini ánægðari."
Sigurjón Pétursson borgar-
fulltrúi:
„Eins og þetta er hugsað, ef
Reykjavíkurborg á að eiga öll
hlutabréfin, þá er enginn sjá-
anlegur tilgangur með þessu.
Ekki nolckur einasti. Því er
lofað að starfsmenn haldi
störfúm sínum, óbreyttum
launum og starfskjörum og
óbreyttum lífeyrissjóði. Það á
semsagt engu að breyta nema
nafnmuThf., og svo hinu, að
borgarstjóri einn mun skipa
alla stjórnina í stað þess að nú
er hún kjörin með lýðræðis-
legum hætti í borgarstjórn.
Og ef einhver heldur því ffam
að Markús öm Antonsson sé
ópólitískur, og þarafleiðandi
verði stjómin ópólitísk, er ég
því algerlega ósammála."
Kristín Á. Ólafsdóttir borg-
arfulltrúi:
„Ég lít svo á að þessi tillaga
sem von er á og hefur verið
útskýrð sé óheiðarleg blekk-
ing og ásetningur sjálfstæðis-
manna sé að einkavæða
strætisvagnana þótt þeir vilji
fresta því framyfír kosningar.
Ég er á móti einkavæðingu
strætó vegna þess að ég er
sannfærð um að það mun
þýða annaðhvort lakari þjón-
ustu eða miklu hærri fargjöld,
nema hvort tveggja verði. Ef
ekld væri meiningin að einka-
væða strætó, heldur einungis
gera það sem þeir hafa boðað
í tillögu, þá er það að mínu
mati óskiljanlegt mgl. Þá fýrst
og fremst í því ljósi að þeir
segja að þrátt fýrir hlutafélag-
ið eigi borgaryfirvöld, í gegn-
um nýja nefnd og borgar-
stjóm, að ákveða bæði tekju-
hlið fyrirtækisins, það er að
segja fargjöld og framlög
borgarinnar, og útgjaldahlið,
þar sem borgaryfirvöld og
þessi nýja stjórnarnefnd eiga
að ákvarða um leiðakerfi og
þjónustu vagnanna. Þannig
að dæmið gengur hvergi upp.
Eina breytingin í rauninni
væri að í staðinn fyrir að
borgarstjórn kjósi fulltrúa til
að stjóma strætó á einn mað-
ur, sem er pólitískur oddviti
sjálfstæðismanna, að skipa
menn í þessa stjórn og það
sýnir milda tilhneigingu til
einræðis en ekki lýðræðis.
Það er milcilvægt að borgaryf-
irvöld hafi fulla stjórn á al-
menningssamgöngum í
borginni. Meðal annars til að
geta spornað gegn þessari
miklu einkabílavæðingu, en
höfuðborgarsvæðið hér hefúr
álíka mikla einkabílaumferð
og 300.000 manna samfélög
annars staðar.“
Sigurður I. Skarphéðinsson
gatnamálastjóri:
„Þetta er mjög fjarri því sem
ég er að gera dags daglega og
ég hef enga skoðun á því.
Þetta er fýrst og fremst pólit-
ísk ákvörðun, sem ég legg
elckert mat á. Það skiptir mig
í starfi mínu því engu máli
hvort Strætisvagnar Reykja-
víkur eru reknir sem einka-
fýrirtæki eða borgarfýrirtæki.
Þetta er fýrst og fremst spum-
ing um að setja leikreglur, og
svo lengi sem menn geta sett
leikreglur sem em viðunandi,
bæði fýrir þá sem reka og þá
sem nota fyrirtækið, sé ég
ekkert athugavert við að
breyta því í hlutafélag. Það er
einungis hægt að líta á þetta
sem pólitíska ákvörðun og ég
get ekki séð að það eigi að
leiða til verri þjónustu, svo
lengi sem leikreglurnar sem
menn setja sér eru í lagi.“
Júlíus Hafstein borgarfull-
trúi:
„Ég sé ekkert nema gott við
það að breyta Strætisvögnum
Reykjavíkur í hlutafélag og er
því fylgjandi. Það verður auð-
vitað að gerast með þeim
hætti að starfsfólki séu tryggð
sömu réttindi og það hefúr í
dag. Fyrirtækið og rekstur
þess eru sett í hlutafélag, en
aftur á móti verður hin pólit-
íska ákvörðun borgarinnar
um almenningssamgöngur í
sérstakri stjómarnefnd sem
heyrir beint undir borgarráð.
Það er því ekki rétt þegar sagt
er að hér sé einungis um
nafnbreytingu að ræða. Auð-
vitað er verið að hugsa til
framtíðar. Með þessum hætti
er hægt að gera meiri kröfúr
til frekari arðsemi þegar ffarn
líða stundir. Við erum ekki
að hugsa um að láta fýrirtæk-
ið af hendi að svo komnu
máli, en ég sé ekki annað en
mjög góða hluti gerast í
kringum þetta mál. Það má
heldur elcki gleyma því að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft á stefnu sinni og sagt
kjósendum, fýrir hverjar
kosningar, að þessa leið vilji
flokkurinn fara. Því þurfa
menn ekkert að verða undr-
andi og gera úlfalda úr mý-
flugu þegar við tökum okkur
til og framfylgjum stefnu
okkar flolcks."