Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 10
10 PRESSAN
FÍKNIEFNI Á ÍSLANDI
Miövikudagurinn 16. júní 1993
Fíkniefnahelmurinn verður
æ harðsvíraðri og betur
skipulagður með mikilli
hagnaðarvon
Talið er að nálcegt 300 kílóum affíkniefnum sé árlega
flutt ólöglega inn til landsins og söluverðmceti efnanna
sé nálcegt hálfum milljarði króna. Öll viðskipti með
fíkniefni og neysla þeirra er ólögleg en það kemur ekki í
vegfyrir blómleg viðskipti. Hagnaðarvon innflytjenda
mcelist í milljónum ogjafnvel tugmilljónum ogþví er
mikið í húfi. Hagsmunirnir eru miklir ogþeir eru varð-
ir með kjafti og klóm í orðsins fyllstu merkingu. Ofbeldi
fcerist stöðugt í vöxt í fíkniefnaheiminum ogvcendi
virðist óhjákvcemilegur fylgifiskur. Fjárþörf fikniefna-
neytenda er gífurleg ogþví mikið um auðgunarbrot.
Milljónahagnaöur inn-
flytjenda
Innflutningur á fíknieíhum
getur verið mjög ábatasamur.
Eins og annars staðar kemur
fram berst langstærstur hluti
fíkniefnanna til landsins frá
Hollandi og stærstu sending-
arnar koma sjóleiðina með
frakt- og fiskiskipum. Ekki er
óalgengt að efnunum sé kast-
að frá borði áður en komið er
til lands og smærri bátar látnir
sækja efnið að næturlagi, þeg-
ar löggæsla er lítil eða engin.
Innflytjandi í góðum sam-
böndum getur keypt kílóið af
hassi á 150-200 þúsund krón-
ur í Hollandi en söluverðmæti
þess magns á götunni hér
heima er ein og hálf milljón
króna. Áhættan er hins vegar
fyrst og fremst í smásölunni
og þvr er algengast að innflytj-
andinn losi sig við efnið í stór-
um skömmtum eða í heilu
lagi til dreifingaraðila. Þá
verður hann vitanlega að slá af
verðinu. Algengt verð á 100
grömmum eða meiru er um
750-900 krónur á hvert
gramm. Kílóið, sem keypt er á
150-200 þúsund, selst því án
mikillar áhættu á um 850 þús-
und. Sjaldgæft er að hass sé
drýgt hérlendis, enda nokkr-
um erfiðleikum háð og land-
inn góðu vanur hvað gæði
hassins varðar. Langalgengast
er að efnið sé frá Marokkó.
Magnið getur þó verið mun
meira en kíló. f málningar-
fötumálinu svonefnda höfðu
verið flutt inn sjötíu kíló í
samtals níu sendingum. Mið-
að við þetta verðdæmi gæti
ágóðinn hafa verið nálægt 45
milljónum króna.
Áhættusöm hagnaöar-
von í amfetamíni
Mun meiri hagnaðarvon er
í innflutningi á amfetamíni,
en áhættan er einnig meiri.
Fyrir mann sem þekkir vel til í
GUÐJÓN MARTEINSSON
Þaö hefur enginn oröiö ríkur á
Innflutningi og sölu fíkniefna
fíkniefnaheiminum er kíló-
verð af 80-90 prósent hreinu
efni í Amsterdam um
300-500 þúsund. Þegar það er
komið á götuna hér heima er
algengt að búið sé að „kötta“
það niður í allt að 20 prósent
hreinleika. Kíló af mjög
hreinu efni væri því orðið að
3—4 kílóum sem seldust á
15-20 milljónir króna. Vilji
innflytjandinn losna við
áhættuna sem felst í dreifingu
og sölu efnisins getur hann
selt dreifingaraðila það gegn
afslætti en samt haft nálægt
sjö milljónum króna upp úr
krafsinu. Algengt verð til
heildsala á ódrýgðu amfetam-
íni, eða „hraða“ eins og efhið
er kallað, er um 7.000 krónur
á grammið, en ef hann hefúr
drýgt grammið til helminga
gæti hann fengið 3.500-4.000
krónur fýrir það. Verðið er
hins vegar mjög sveiflukennt
og getur farið allt niður í 2.500
krónur ef mikið ffamboð er af
„hraða“ í bænum.
Lánsviöskipti og tapaö
fé
Allar þessar tölur miðast
hins vegar við að allt gangi
upp og enginn kostnaður er
meðtahnn. Óvanari menn láta
plata inn á sig ónýtt efhi, trú-
mennska og heiðarleiki eru
ekki lykilorð í þessum heimi
og löggæsluaðilar leggja hald á
hluta efnanna. Þá eru þessir
aðilar nær undantekningar-
laust neytendur sjálfir sem lifa
hátt og fæstir eru í stöðugri
vinnu. Hassinnflutningurinn
er áhættuminni, bæði af því
að nokkur þurrð hefur verið á
markaðinum síðustu tvö árin
og neytendur kannabisefna
eru þægilegri að eiga við.
Einnig er amfetamín flokkað
sem hættulegra efni og öll
refsing mun þyngri en ef um
kannabis er að ræða. Amfet-
amínheimurinn er einnig of-
beldisfýllri, óheiðarlegri og
fólkið sem þar lifir og hrærist
oft meira eða minna truflað á
geðsmunum. Hér á landi eru
lánsviðskipti algengari en víð-
ast hvar annars staðar. Svik og
gjaldþrot eru síst færri í við-
skiptum með amfetamín en í
öðrum greinum viðskipta og
afföll geta því orðið mikil.
Seljendur reyna oft að ljúga
því að þeir hafi verið „böstað-
ir“ til að losna við að greiða
skuldir. Því er orðið algengt
að milliliðir borgi að minnsta
kosti innkaupsverðið við af-
hendingu efnanna.
300 kíló fyrir hálfan
milljarö árlega
Mjög erfitt er að gera sér
grein fýrir hversu mikið magn
fíkniefna berst til landsins,
enda koma þau hingað ólög-
lega og margir ótengdir aðilar
sjá um innflutninginn. Er-
lendis er það víða notað sem
þumalputtaregla að lagt sé
hald á um fimm prósent efn-
anna og markaðurinn er svo
metinn eftir því. Hér á landi er
erfitt að nota slíka reglu þar
sem markaðurinn er lítill og
ein stór haldlögð sending get-
ur skekkt myndina verulega.
Þeir sem til þekkja hafa þó
reynt að meta stærð markað-
arins. Þannig hefur PRESSAN
heyrt tölur um árlegan hass
innflutning frá 100 kílóum
upp í 400 kíló. Markaður fýrir
amfetamín er einnig verulegur
og þar voru nefndar tölur frá
sex kilóum árlega og upp í
fimmtán. Margir töldu inn-
flutninginn nema nálægt einu
kílói á mánuði. Kókaínmark-
aðurinn er mun minni og er
hann talinn vera eitt til fjögur
kíló. Til hægðarauka er hér
miðað við að árlegur innflum-
ingur sé um 250 kíló af hassi,
tólf kíló af amfetamíni og tvö
kíló af kókaíni. Markaðsverð á
því magni væri um 450 millj-
ónir króna. Mun minna er af
öðrum efnum í umferð.
Marijuana var mjög vinsælt
um og upp úr 1970, en tengd-
ist talsvert herstöðinni við
Keflavíkurflugvöll. Efhið er
fyrirferðarmikið miðað við
verðmæti og innflutningur
því óhagstæður. Engu að síð-
ur er alltaf nokkuð af efninu í
umferð. Ofskynjunarlyfið
LSD skýtur alltaf upp kollin-
um öðru hverju en hverfúr
þess á milli. Það hefur verið
nokkuð áberandi síðustu tvö
ár eins og ofskynjunarlyfið
Ecstasy. Það fannst fýrst hér á
landi fýrir tveimur árum, en
Ecstasy er ofskynjunarlyf með
örvandi verkun. Heróín er lit-
ið þekkt hér á landi og kóka-
ínblandan krakk hefur aldrei
fundist. Ekki er fjarri lagi að
áætla að heildarsala fíkniefúa
nemi nálægt hálfúm miUjarði
króna.
Skipulag markaöarins
Fíkniefnamarkaðurinn á sér
rúmlega tveggja áratuga sögu
og til eru aðilar sem allan
þann tíma hafa stundað við-
skipti með fíkniefni. Þó er
ekki talið að um eiginlegt
samráð sé að ræða á markað-
inum eða að honum sé stjóm-
að á einhvem hátt. Fíkniefna-
markaðurinn byggist upp á
misfjölmennum klíkum sem
hafa lítið eða óreglulegt sam-
band sín á miUi. Fjármögnun
Gunnlaugur Stefánsson
„Stórefla veröur allar varnir
gegn innflutningi pg þar held
ég aö notkun hunds sé
lykilatriöi. “
og innflutningur á fíkniefnum
er talinn talsvert skipulagður,
enda hagnaðarvonin mest í
þeim geira. Þess þekkjast
dæmi að menn hafi hagnast
vel á slíkum viðskiptum en
margir hafa gengið götuna án
árangurs. Fjármögnun, inn-
flutningur, dreifing og sala er
sjaldnast á sömu hendi. Fjár-
mögnunin er áhættuminnst
og innflutningurinn er einnig
tiltölulega áhættulítiU. Dreif-
ing efnanna er mun áhættu-
samari og smásalan sjálf er
eðU sínu samkvæmt varasöm-
usL Það er aUtaf áberandi þeg-
ar margir aðilar þurfa að
koma á sama staðinn og
staldra stutt við. Því er orðið
algengt að veitingahús séu
notuð við smásöluna.
Fíkniefnakaup meö
VISA-korti
Innflytjendur fíkniefna
skiptast í meginatriðum í tvo
hópa. Annars vegar eru það
þeir sem hafa atvinnu af fíkni-
efnaviðskiptum, og meðal
þeirra leynast nokkur stór
nöfn sem hafa hagnast vel á
þeim viðskiptum. Hins vegar
er um að ræða menn í tíma-
bundnum peningavandræð-
um, ævintýramenn og ungt
fólk sem eiga það sammerkt
að hafa takmörkuð eða engin
sambönd. Síðamefndi hópur-
inn nær afar sjaldan að hagn-
ast á ævintýrinu. Flestir reyna
að fjármagna innkaupsferðina
og okurlán eru algeng í þess-
um geira. Síðari ár hefúr það
færst mjög í vöxt að menn
„straui“ alla ferðina, utan-
landsferðina, uppihaldið og
núorðið er jafnvel hægt að
setja fíkniefnakaupin sjálf á
greiðslukort. Ekki hafa allir
farið vel út úr slíkri ævintýra-
mennsku.
Glæpamenn, mellur og
viröulegir heimllisfeöur
Neytendur fíkniefna er ekki
hægt að flokka saman í einn
flokk, þeir eru jafnmismun-
andi og mennimir em margir.
Kannanir sýna að um þriðj-
ungur íslendinga á þrítugs-
aldri hefur prófað kannabis-
efni og um fimm prósent hafa
prófað amfetamín, en mun
færri nota þessi efni að stað-
aldri. Margir hafa neytt fíkni-
efna um langt skeið án þess að
brjóta af sér að öðm leyti og
em jafnvel virðulegt heimilis-
fólk. Eins og tölur sýna eru
einnig margir sem fikta við
þessi efni en hætta því eftir
stutt kynni. Vandinn er hins
vegar fólginn hjá því fólki sem
neytir efnanna að staðaldri og
tengist jafnffamt ýmsum öðr-
um lögbrotum. Þetta fólk er
oft atvinnulaust og dregur
fram lífið á sölu fíkniefna,
innbrotum, vændi og öðmm
auðgunarbrotum.
Aukiö ofbeldi í geötrufl-
uöum heimi
I hinum harða heimi fíkni-
efha snýst veröldin aðeins um
eitt, fíkniefni. Miklir fjármun-
ir em í húfi og skipulag starf-
seminnar er oft á tíðum mik-
ið. Harðsvíraðir glæpamenn
stjórna atburðarásinni og
menn víla ekki fyrir sér að
beita harkalegu ofbeldi til að
koma vilja sínum fram. Of-
beldinu er beitt til að vekja
ótta meðal viðskiptavina og
samkeppnisaðila. Þeir sem
fyrir því verða eru sjálfir
brotamenn og þora sjaldnast
að kæra verknaðinn. Langvar-
andi neyslu sterkra fíkniefna
fýlgir bæði árásarhneigð og
ofsóknarbrjálæði, sem getur
brotist út í sjúklegri hræðslu
við umhverfið. Lögreglan er
vitanlega óvinur númer eitt og
því telja margir fíkniefnadeild-
ina mun fjölmennari en hún í
raun og veru er. Þá eru til-
hæfúlaus ofbeldisverk og kyn-
ferðisafbrot einnig fýlgifiskar
þessa fólks. Hundrað fíkni-
efnaneytendur hafa látist fýrir
aldur ffarn frá 1974 og er
meðalaldur þeirra innan við
þrítugt. Sjálfsmorð vega þar
þyngst en einnig hafa margir
drukknað, orðið úti eða látrist í
umferðarslysi. Þeir hafa einnig
verið drepnir, látist eftir átök
og dáið úr eyðni.
PálmiJónasson
I
I
I
I
1
I
I
1
I
í
I
I
I
I
I