Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN F R É TT I R Miövikudagurinn 16. Júní 1993 Húsnæðisstofnun ríkisins lónar gjaldþrota manni Suðureyri Björn Önundarson tryggingavfírlæknir Kletturinn í kerfinu Sumir menn láta sér aldrei bregða. Það er sama hvað yfír dynur; alltaf standa þeir eins og klettar upp úr lífsins ólgu- sjó. Björn önundarson trygg- ingayfirlæknir er einn þessara manna. Hann hefur setið á friðar- stóli tryggingayfirlæknis allt síðan Matthías Bjarnason Vestíjarðagoði sjanghæjaði hann þangað inn þvert á ráð- leggingar annarra. Matthías vissi hins vegar sínu viti; Björn var rétti maðurinn í starfið, enda var hann ólíklegastur til að fá það. Það er langt síðan Björn sannaði getu sína sem yfirlæknir allra öryrkja. Bjöm hefur nefhilega reynst einstaklega farsæll við að glíma við öryrkjana. Það hefúr löngum verið vitað að hér á íslandi er komin fram þriðja kynslóð öryrkja, fólk sem fæð- ist til að komast á örorkuna og er ekki í rónni fyrr en því hef- ur tekist að komast upp um þessi örfáu prósent sem skilja á milli lífs og dauða í örork- unni. Björn hefur tekið á þessu með festu og ekki látið undan þrýstingi þeirra sem minna mega sín, þjóðarbúinu til hagsbótar. Þeir Sighvatur og Guðmundur Ámi geta svo sem reigt sig og teygt, en það eru inenn eins og Björn sem vinna verkin. Það er ekki víst að allir átti sig á því hvað Björn er mikilvægur í vörn- inni gegn eyðingaröflunum í þjóðfélaginu. Björn hefur einnig reynst farsæll við að gera þetta lífs- viðurværi sitt lífvænlegt. Ef ekki væri fyrir sök dónanna hjá skattinum væri þetta endalaus veisla. Hver var að spyrja þá álits? Hvað voru þeir að skipta sér af því sem þeim kom ekki við? Þetta var einka- „Það er löngu vitað að hér á íslandi er kominfram þriðja kynslóð öryrkja, fólk semfœðist til að komast á örorkuna og er ekki í rónnifyrr en því hefur tekist að komast upp um þessi örfáu prósent sem skilja á milli lífs og dauða í örorkunni. “ mál Björns og tryggingafélag- anna. Það er ekki nema rétt mátulegt á tryggingafélögin að borga Birni fyrir að skrifa upp á tryggingamat frá öðrum læknum sem hann hafði góð- fúslega farið yfir. Trygginga- matið væri hvort eð er aldrei mat nema af því að Björn metur það svo. Svo hefur hann leyfisbréf frá Matthíasi upp á að hann megi alveg vinna vinnuna sína í vinnu- tímanum. En Björn lætur sem betur fer ekki slá sig út af laginu. Hann heldur áfram að vinna sína vinnu, þjóðarbúinu til hagsbóta, um leið og hann vinnur sér í haginn. Sem bet- ur fer fer það saman. ---------------Ás „Þetta er mjög gott hús á frá- bærum stað. Það er alveg eins hægt að segja að öll hús á Suð- ureyri séu verðlaus eins og að segja að þetta sé það,“ segir Þor- valdur Þór Maríusson, jáma- maður og eigandi Aðalgötu 47. Húsnæðisstofriun ríkisins veitti Þorvaldi rúmlega þriggja millj- óna króna lán með veði í hús- inu. „Hann fer með kerfið eins og kerfið fór með hann á sínum tíma,“ segir Gestur Kristinsson, hreppstjóri á Suðureyri. Hann er þar að vísa í gjaldþrot Þor- valdar áður en hann fluttist tímabundið til Suðureyrar. Þor- valdur rak áður matvöruversl- un í Reykjavík, sem hann segir þó að tengist ekki gjaldþroti sínu. Þorvaldur segist hafa feng- ið húseignina á Aðalgötu á góð- um kjörum og veð Húsnæðis- stofnunar sé til komið vegna greiðsluerfiðleikaláns. Það sé rétt að hann sé ekki í fullum skilum við Hitaveituna á staðn- um og Húsnæðisstofnun, sem stafi af því að hann hafi verið at- vinnulaus. Hins vegar segist hann vera búinn að semja um. greiðslur á lánunum og hefji greiðslur innan tíðar. AÐALGATA 47 Húsnæöisstofnun ríkisins veitti 3 milljóna króna lán meö veöi í húsinu, sem er afar illa fariö aö utan sem innan. „Auðvitað er fjarri lagi að húsið sé eitthvað nálægt þrem- ur milljónum króna að verð- mæti. Það sem vakti mesta undrun hér var að sveitar- stjórninni fannst komið affan að sér. Hún vildi rífa hjallinn, en þá komust þeir að því að það voru milljónir á veðbókarvott- orðinu. Það hafa margir ævin- týramenn verið hér og þetta er nú svo sem ekkert ævintýra- legra en þegar Sambandið var og hét og stóð í að bjarga Freyj- unni. Það léku margir þann leik að fá miklar fjárhæðir fýrir veð í húsum sem voru verri en þetta ef eitthvað er. Kerfið býður upp á svona lagað,“ segir Gestur Kristinsson, hreppstjóri á Suð- ureyri. Ertu bara að blekkja fólk, Friðrik? Það getur ekki verið hættulegt að láta dáleiða sig NAFN: FRIÐRIK PALL ÁGÚSTSSON STARF: DÁVALDUR ALDUR: 23 Óiafur Ólafsson landlæknir hefur opinberlega borið brigð- ur á hæfni Friðriks Páls Ág- ústssonar sem „dáleiðslumeð- feröaraðila". Menntun hans sé ekki viðurkennd í Bandaríkjun- um en Friðrik Páll hefur stað- hæft í fjölmiðlum að svo sé. „Alls ekki. Ég hef mín rétt- indi, mín próf og skírteini sem sýna ffarn á það. Það sem Ól- afur vill meina er að þau séu ekki nógu góð, en ég veit ekki á hvaða mælikvarða hann er að leita því þau eru gild af fýlkisyfirvöldum og það gilda strangar reglur um þetta í Bandaríkjunum.“ Nú segir landlæknir það rangt sem þú staðhæfir að þessi menntun sé viður- kennd í Bandarikjunum. Er þetta bara staðhæfing gegn staðhæfingu? „Já, þetta er staðhæfing gegn staðhæfingu, því hann kemur með eitt aðildarfélag, FRIÐRIK PALL ÁGÚSTSSON SVARAR FYRIR FÚSK sem eingöngu læknar eru við- urkenndir í, og þeir hafa sinn hag í heiðri. Mín aðildarfélög, sem ég er viðurkenndur í, hafa bæði lækna, sálfræðinga og dáleiðslumeðferðaraðila. Það eru þúsundir aðildarfé- laga og þetta er einfaldlega staðhæfing gegn staðhæf- ingu.“ Fyrir hvað standa þessir titlar, RPH og CHT? „Registered Professional Hypnotherapist og Certified Hypnotherapist, sem er lög- gildur titill. Það er löggiltur og lögskráður dáleiðslumeðferð- araðili. Lögverndaður þýðir að hann er verndaður fyrir lögum." Hvar tókstu þessi próf? „Til dæmis í Cincinatti School of Hypnosis og einnig AIH, American Institution of Hypnotherapists." Er ekki stórhættulegt að fara í dáleiðslumeðferð til einhvers sem kann ekki til verka? „Nei. Það getur ekki verið hættulegt að láta dáleiða sig, en dáleiðslumeðferð er vand- meðfarin. Það er rétt hjá land- lækni.“ Em þetta ofsóknir í þinn garð af hendi lækna og sáÞ fræöinga? „Ég vil kannski ekki kalla þetta ofsóknir, heldur er þetta ótti um sitt, og það er verið að grafa undan mér án þess að hafa of mikil læti um það.“ Heldurðu að þessi umræða eigi eftir að hafa mikil áhríf á starf þitt? „Já, það er strax farið að vera meira að gera hjá mér. Fólk er orðið leitt á hömlum og að hafa ekki valfrelsi. Fólk er líka orðið leitt á sífelldum skotum um að eitt sé betra en annað.“ Þú óttast ekki aö það sé veríð að knésetja þig á ein- hvem hátt? „Nei ef það er gert þá er verið að bijóta mannréttindi.“ verðlaust hús á Fékk 3 milljóna króna lán úl á

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.