Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 6
TEIKNING: INGÓLFUR MARGEIRSSON M E N N 6 PRESSAN Fimmtudagurínn 9. desember 1993 Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Undir hattinum Kristján Ragnarsson á marga hatta og var farinn að safna þeim Iöngu áður en þeir komust í tísku hjá landsfeðr- unum. Hann notar þá til að ylja sér á kollinum, enda lítið um annað skjól þar eins og vitað er, en líka til að minna sjálfan sig á í hvaða vinnu hann er þá stundina. Hann á nefnilega einn hatt íyrir formennskuna í banka- ráði Islandsbanka, fínan svartan harðkúluhatt eins og sæmir bankamógúl. Annan geymir hann á skrifstofu Landssambands íslenskra út- vegsmanna, skærgulan sjó- hatt frá Max. Enn annan geymir hann heima, flókahatt sem hann notar þegar hann þarf að vera ábyrgur og lands- föðurlegur. En hann Kristján var sum- sé í útvarpinu um daginn eins og alþjóð veit og sagði eitt og annað miður skemmtilegt um Vinnslustöðina í Vest- mannaeyjum. Efnislega í stuttu máli að hún væri á hausnum og tapaði svo miklu á að vinna fisk að hún hefði engin efni á að borga fyrir leyfi til að veiða hann. Það veit enginn betur en Kristján Ragnarsson að öll út- gerð í landinu er á hausnum. Hún hefur verið það alveg ffá þvi hann fór að vinna hjá LlÚ (og væri reyndar fyllsta ástæða til að kanna tengslin þar á milli) og verður það á meðan einhver leyfir honum að tjá sig um málið. En það er ekki nóg að vita; það verður líka að kunna að halda kjafti um það sem maður veit. Og það kann Kristján. Formaður bankaráðs ís- landsbanka sagði ekki auka- „Formaður bankaráðs ís- landsbanka sagði ekki aukatekið orð í útvarpinu um fjárhagsstöðu Vinnslustöðvar- innar. Fram- kvœmdastjóri LÍÚ hefur heldur ekki, aldrei slíku vant, séð ástœðu til að tala við þjóðina um Vinnslustöðina. En það gilti öðru máli um lands- föðurinn Krist- ján Ragnarsson. “ tekið orð í útvarpinu um fjár- hagsstöðu Vinnslustöðvar- innar. Hann veit sem er að formaður bankaráðs á ekki að vera að gaspra úti í bæ, hvað þá yfir alþjóð, um fjárhag ein- stakra viðskiptavina. Þess vegna steinþagði hann um málið. Framkvæmdastjóri LÍÚ hefur heldur ekki, aldrei slíku vant, séð ástæðu til að tala við þjóðina um Vinnslustöðina. Það væri heldur ekki við hæfi að deila með okkur trúnaðar- upplýsingum sem hann kemst að í starfi sínu. Auk þess er hann búinn að segja okkur svo oft að útgerðin öll sé á hausnum að það væri ekki beinlínis eins og hann væri að segja okkur fréttir. Þess vegna steinþagði hann líka. En það gilti öðru máli um landsföðurinn Kristján Ragn- arsson. Hann hefur ekki hug- mynd um hvernig Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum er stödd fjárhagslega. Hann er hins vegar á móti veiðileyfa- gjaldi og veit að forstjóri Vinnslustöðvarinnar er ekki alveg nógu mikið á móti veiðileyfagjaldi. Kristján er búinn að vera nógu lengi landsfaðir til að vita að stund- um verður maður að segja meira en maður getur staðið við, sérstaklega ef málstaður- inn er góður. Kristjáni finnst enginn málstaður betri en sinn eigin. Þess vegna sagði hann að Vinnslustöðin væri á hausnum. Bara sisona. Án þess að vita neitt um það. Sem hefði verið allt í lagi ef einhver hefði vitað hvaða hatt Kristján var með þegar hann sagði þetta. Forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar var viss um að Kristján hefði verið með harðkúluhattinn eða að minnsta kosti sjóhattinn og Kristján var skammaður í bak og fyrir. Svo kom náttúrlega í ljós að hann var með flóka- hattinn margþvælda. En hatturinn sást ekki í út- varpinu og hinir seku eru auðvitað útvarpsfólkið sem hafði ekki fyrir því að upplýsa okkur um þetta lykilatriði. Það hefði átt að vita sem er að það hefði aldrei hvarflað að Kristjáni Ragnarssyni að segja eitthvað nema vera með rétt- an hatt á hausnum. AS UTFÖR í KYRRþEY A HÓTEL SÖGII Eigið fé Tímans minna en viðskiptavildin og vandséð að núverandi hluthafar leggi meira fé í tapreksturinn. Steingrímlr Hermannsson Fulltrúi uppistandandi aðstandenda. Útför málgagns félags- hyggjufólks allra flokka, Tímans, fór fram í kyrrþey á Hótel Sögu mánudaginn sjötta desember sl. Blóm og kransar voru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans var vísað á Framsókn- arflokkinn. Bjarni Þór Ósk- arsson, þáverandi formaður stjórnar Mótvægis, jarðsöng og drap á helstu einkenni þess sjúkdóms — peninga- leysisins — sem leiddi til ótímabærs andláts þessa blaðs, sem svo miklar vonir voru bundnar við. Stjórn Mótvægis gaf síðan upp andann og Þór Jónsson lagði ritstjóratitil sinn til hinstu hvílu. Steingrímur Hermanns- son, fyrir hönd uppistand- andi aðstandenda, bar upp tillögu að eins konar endur- holdgunarnefnd, skipaðri m.a. nokkrum af æðstu prestum Framsóknar á fjár- málasviðinu. Skipan nefnd- arinnar, sem er ætlað að endurlífga Tímann, var samþykkt með sömu grafar- þögninni og ríkti á þessari undarlegu samkomu. Þessi þögn, sem var eins og und- irstrikuð með válegum tíð- indum og dánartilkynning- um, var aðeins rofin þegar Guðlaugur Tryggvi Karlsson spratt upp í pontu og lagði til, bjartur í sinni, að Tím- inn yrði endurlífgaður með því að pranga áskrift inn á hestamenn innan lands og utan. Það væri góður dálkur um hesta í blaðinu. Að ræðu hans lokinni lagðist drunginn að nýju yfir jarð- arfarargesti, sem tíndust loks hver til síns heima, þar sem enginn hafði neitt frek- ar að segja undir fundar- liðnum „önnur mál“. Komið til mín... Heyrst hefur að Tíma- menn hafi staðið í viðræð- um við DV um samstarf varðandi dreifingu og prentun. Hvort af verður er hins vegar óljóst, enda ekki víst að auðvelt verði að losa sig af skuldaklafa prent- smiðjunnar Odda, en þar skuldar Tíminn tæpar tíu milljónir. Mun ætlunin vera að koma blaðinu út til ára- móta og ná með því móti í eitthvað af auglýsingahátíð jólanna. Samkvæmt orðum Stein- gríms á Tíminn að vera sama „framsóknarblaðið" og það hefur alltaf verið, en um leið óháð og opið öðr- um félagshyggjuöflum, sem vantar vettvang fyrir mál- flutning sinn. Fjármála- áhyggjur munu þó væntan- lega fylgja Tímanum á nýju skeiði eins og hingað til. Á hluthafafundinum i vikunni kom fram að auglýsingar og blaðgjöld (þ.e. áskriftartekj- ur) voru 93 m.kr. árið 1992, en við árshlutauppgjör fyrstu tíu mánaða þessa árs var talan 70 milljónir. Ef bætt er við áætluðum 14 milljónum fyrir síðustu tvo mánuði ársins verða auglýs- inga- og áskriftartekjur því um 84 milljónir króna, sem þýðir samdrátt milli ára um 9 milljónir eða tæplega 10%. Ef rekstrargjöld eru hins vegar áætluð á sama veg fram til áramóta kemur í ljós að þau verða jafnhá og í fyrra. Samkvæmt endur- skoðuðum reikningum var Tíminn rekinn með 1,4 m.kr. halla 1992 en fyrstu tíu mánuði þessa árs var hallinn kominn í 17,6 millj- ónir. Sú tala kann síðan að hækka eða lækka, eftir því hvernig til tekst með auglýs- ingatekjur á jólavertíðinni. Eigið fé minna en viðskiptavildin í framlögðum árshluta- reikningi endurskoðanda Tímans, sem þó er ekki undirritaður, kemur fram að veltufjármunir félagsins teljast samtals vera ríflega 27 m.kr. Þar af er handbært fé aðeins 1,5 m.kr., víxileign ein milljón, en viðskipta- og skammtímakröfur 24,7 m.kr. Þá er ljósmynda- og bókasafn metið sem veltu- fjármunir upp á 1,8 m.kr. Fastafjármunir losa 8 m.kr., en.þar af er viðskiptavild metin 1,3 m.kr. Samsetning skulda er einnig óhagstæð þar sem skammtímaskuldir eru 30,2 m.kr. en langtímaskuldir 5 m.kr., en það er skuldabréf sem Mótvægi greiddi fyrir hlut Húsbyggingarsjóðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík í innbúi Títnans. Eigið fé er samkvæmt þessu talið jákvætt upp á 1,2 m.kr. eða hundrað þúsund krónum minna en við- skiptavildin. Líf, dauði eða Al- þýðublaðið Að mati Geirs Magnús- sonar hjá Olíufélaginu eru þrír kostir í stöðunni; að hætta rekstri, gefa út fjór- blöðung á borð við Alþýðu- blaðið eða safna liði á nýjan leik og endurlífga þar með upphaflegu hugmyndina um sameiginlegan vettvang vinstrimanna og mótvægi við hægripressuna. Ef rekstri verður hætt glatast endanlega allt hlutafé sem í hann hefur verið lagt, því fyrir utan útistandandi skuldir Tímans í dag bætast þá við launa- og lífeyris- sjóðsskuldbindingar starfs- fólks. Steingrímur Hermanns- son hefur sagt að Fram- sóknarflokkurinn leggi ekki meira hlutafé í Tímann og Geir Magnússon sagði í samtali við PRESSUNA að afar ólíklegt væri að Olíufé- lagið legði meira til af fjár- munum. Ekki verður séð að aðrir núverandi hluthafar í Mótvægi hafi bolmagn til að auka hlutafé sitt. Spurning- in er því hverjir aðrir vilja koma inn í dæmið í dag. Hugsanlega verður niður- staðan því sú að Tíminn komi út í fjórblöðungsformi í næstu framtíð, en sam- kvæmt reynslu Alþýðublaðs- ins virðist það arðvænlegri útgerð en sú sem hefur ver- ið á Tímanum sl. ár. Páll H. Hannesson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.