Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 16
SKOÐA N I R 16 PRESSAN Fimmtudagurinn 9. desember 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Siguröur Már Jónsson IVIarkabsstlóri Sieurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Grá jakkaföt og svört Þegar Benedikt Davíðsson mætir á fund ríkisstjórnarinnar til viðræðna um kjarasamninga fer hann fram á að vextir verði lækkaðir. Með þunga í röddinni segir hann afkomu launafólks velta á því að greiðslubyrði lækki og að ríkisstjórn og bankar verði að tryggja að það gerist. Á þessum fundi er Benedikt Dav- íðsson í gráu launþegaforingjajakkafötunum sínum. Seinna um daginn fer Benedikt Davíðsson á stjómarfund í Sameinaða lífeyrissjóðnum og ræðir hvaða tilboð á að gera í skuldabréf sem ríkisstjómin er að selja. Stjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að ávöxtun á skuldabréfum ríkisins sé ekki nógu há. Benedikt tekur undir þetta og segir með þunga að ávaxta verði fé lífeyrissjóðsins vel. Á þessum fundi er Benedikt í svörtum jakkafötum fjármagnseigandans. Hinn pólitíski geðklofi sem birtist í þessum tveimur hliðum Benedikts Davíðssonar er ekki einsdæmi á íslandi. Annað svipað kom upp þegar Kristján Ragnarsson viðhafði ummæli um fjár- hag Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og enginn vissi hvort hann var að tala sem formaður bankaráðs íslandsbanka eða framkvæmdastjóri LfÚ. f ekki ósvipaðri aðstöðu er Vil- hjáfmur Egilsson, sem starfar hálfan daginn sem framkvæmda- stjóri Verzlunarráðs fslands og gagnrýnir meðal annars fjár- málaráðherra fyrir ýmis embættisverk. Þessi sami Vilhjálmur er líka í fuflu starfi sem alþingismaður og styður fjármálaráðherra þegar niður á Austurvölf er komið. Fleiri dæmi eru þekkt meðal alþingismanna sem standa í fýrirtækjarekstri með annarri hend- inni og setja fyrirtækjum sínum lög með hinni. Þetta er vond stjómsýsla og þennan ósið ber að leggja af. Hin hefðbundna afsökun fyrir þessum hagsmunaárekstrum er að ísland sé svo fámennt þjóðfélag að sömu menn verði að taka að sér fleiri en eitt starf, sem þó geta verið ósamrýmanfeg. Þessi röksemd stenzt ekki. Það er enginn skortur á hæfileikaríku og vel menntuðu fólki í þjóðfélaginu. Þvert á móti ber á því að yngra fólki séu ekki gefin tækifæri til að takast á við ábyrgðar- mikU verkefni; það er að minnsta kosti ekki mikii endumýjun í æðstu stöðum stofnana og hagsmunasamtaka. Nýlega voru samþykkt á Alþingi stjómsýslulög sem lagfæra margar brotalamir í stjómsýslunni. Næsta skref hlýtur að vera að setja lög um hagsmunaárekstra sem koma í veg fyrir atvik á borð við þau sem hér em nefhd. Almannasamtök og fjármála- stofnanir hljóta líka að íhuga alvarlega að setja starfsmönnum sínum leikreglur sem umbjóðendur þeirra geta treyst. Þá fyrst geta menn á borð við Benedikt Davíðsson ætlazt til þess að vera teknir alvarlega — í hvomm jakkafötunum sem þeir em. BLAÐAMENN: Guðrún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigriöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Steingrímur Eyfjörð útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Steingrímur Eyfjörð, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Brennivín til varnar prentfrelsi Fyrir nokkru vakti Morg- unblaðið máls á því í forystu- grein að bann við áfengisaug- lýsingum væri úr takt við tím- ann. Út af fýrir sig var þetta hárrétt hjá Morgunblaðinu, en hins vegar fannst undirrit- uðum ekki nógu djúpt tekið í árinni. Það er rétt athugað hjá Morgunblaðinu að lög þurfa að vera í takt við tímann og að þau mega ekki vera hlægileg eða auðveld sniðgöngu. Lög, sem ekki er borin virðing fyr- ir, gengisfella nefnilega öll lög önnur, hversu skynsamleg sem þau kunna að vera. Þetta mættu þingmenn reyndar hafa í huga við störf sín al- mennt og yfirleitt. En er það þetta, sem skiptir mestu máli? Mér finnst öllu óskiljan- legra hvemig lög þessi fengust samþykkt á Alþingi og undir- rituð af forseta íslands á sín- um tíma, því þau vom og em skýlaust brot á stjórnar- skránni. „Hömlur á prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Hvað halda menn að þetta ákvæði þýði? Að prentffelsi gildi alltaf nema í sumum tilvikum? Það að orðið „hömlur" er notað frekar en til dæmis „takmark- anir“ gefur til kynna að ekki megi leggja minnsta stein í götu prentfrelsis. Og þarf nokkur að efast um merkingu orðsins „aldrei“? Það þýðir að það megi ekki undir nokkmm kringumstæðum leggja höml- ur á prentfrelsi, en það gera lögin um bann við áfengis- og tóbaksauglýsingum einmitt. Sumir kunna að segja sem svo að bann við tiltekinni teg- und auglýsinga hamli ekki prentfrelsi. Er svo? Erum við ekki einmitt komin út á mjög hála braut þegar við þykjumst geta flokkað auglýsingar eftir efni þeirra og kveðið upp úr um hvort þær njóti prentfrels- isákvæða stjórnarskrárinnar eða ekki? Með ólögum þess- um er komið fordæmi um að unnt sé að setja eina tegund sannleika eða aðra út af sakra- mentinu. Af hverju fær Osta-og smjörsalan aö aug- lýsa? Aðrir benda ef til vill á for- sendur lagasetningarinnar, sumsé þær að áfengi sé óhoflt og því megi ekki auglýsa það frekar en aðra ólyfjan. Á sama tíma látast flestir Islendingar úr hjarta- og æðasjúkdómum en enginn hreyfir legg né lið til að banna auglýsingar á eggj- um, smjöri eða öðru því, sem landsmenn stytta ævi sína með. Nú er ég ekki að segja að egg og smjör séu hreinasta eit- ur, svo ffamarlega sem þeirra er neytt í hófi. En hið ná- kvæmlega sama má einmitt segja um áfengi! Enn aðrir kunna að segja að í auglýsingum komi ekki ffam skoðanir af því tagi, sem vernd stjórnarskrárinnar taki til. Ég held því hins vegar fram að um auglýsingar gildi ná- kvæmlega sömu reglur og annað prentað eða útvarpað mál. I fyrsta lagi koma mikil- vægar upplýsingar fram í aug- lýsingum: þær geta upplýst mig um verð og framboð á vöru og þjónustu, auk þess sem þær gefa jafnan mun gleggri mynd af tísku og tíðar- anda en ritstjórnarefni íjöl- miðla. Þá má ekki gleyma því að enda þótt sérkennilegar skoð- anir hljóti ekki náð fýrir aug- um ritstjóra þá eru auglýs- ingastjórar einatt mun frjáls- lyndari, svo framarlega sem greiðsla berst fýrir birtinguna. Þannig datt engum í hug að þeir Matthías og Styrmir myndu birta nafhalista undir áskorun um sameiginlegt framboð vinstriflokkanna í Reykjavík á ritstjórnarsíðum, en menn hefðu hins vegar orðið skrýtnir í framan ef aug- lýsingadeild Morgunblaðsins hefði sett stólinn fýrir dymar. En hver segir að þingmönn- um detti ekki næst í hug að banna pólitískar auglýsingar? Þær eru að minnsta kosti síst hollari en áfengisauglýsingar. íslendingum bannað það sem útlendingum leyfist Af einhverjum ástæðum hafa menn lítt eða ekki minnst á áfengisauglýsinga- bannið þegar rætt er um prentffelsi. Og í raun er afar lítið fjallað um prentfrelsi hér á landi. Síðast barst það í tal þegar allir fjölmiðlar og útgáf- ur á íslandi nema PRESSAN æmtu og skræmtu um aðför að prentffelsi og lýðræðislegri umræðu þegar fjármálaráð- herra fékk þá hugmynd að út- gefendur borguðu skattinn sinn eins og aðrir þegnar landsins. Það var þá aðför! Það að banna áfengis- og tóbaksauglýsingar er miklu hættulegra tilræði við prent- ffelsi og ekki bara að því leyti að þannig sé réttur innflytj- enda til þess að viðra skoðanir sínar á vörunni skertur. Með banninu eru nefhilega tekju- möguleikar íslenskra fjölmiðla verulega skertir. íslenskir fjöl- miðlar keppa ekki einungis sín á milli, heldur keppa þeir æ meir við erlenda fjölmiðla. Tungumálakunnátta síeykst og inn til landsins eru flutt kynstrin öll af erlendum blöð- um og tímaritum. Á sama tíma hefur tæknin fært okkur erlenda ljósvakamiðla. Þessir erlendu fjölmiðlar eru meira og minna uppfullir af áfengis- og tóbaksauglýs- ingum og fýrir þær sakir einar er auglýsingabannið auðvitað markleysa — nema ætlunin sé að bannið taki einungis til þeirra þegna lýðveldisins, sem ekki eru læsir á erlendar tung- ur. Hinu má ekki gleyma að þessar auglýsingar niðurgreiða verð hinna er- lendu blaða og tímarita verulega, en íslensku fjöl- miðlarnir mega ekki njóta sams konar bakhjarla til að lækka af- urðaverðið. Fyrir vikið er sam- keppnisstaða þeirra gagnvart hinum erlendu fjölmiðlum mun verri en ella. Hið opinbera er þannig beinlínis að gera íslensk- um fjölmiðlum erfiðara fýrir og er jafhffamt með þeim hætti að leggja hömlur á prentffelsi. IMPORTEO [mtixt »«r| „Þessir erlendu fjölmiðlar eru meira og minna upp- fullir afáfengis- og tóbaks- auglýsingum ogfyrir þœr sakir einar er auglýsinga- bannið auðvitað mark- leysa — nema œtlunin sé að bannið taki einungis til þeirra þegna lýðveldisins, sem ekki eru lœsir á er- lendar tungur... “ Stjórnar- skrána í gildi! Ég hef áður fært það í tal á þessum stað, að löggjafinn, ffam- kvæmdavald og dómstólar umg- angist stjórnar- skrána af allt of miklu kæruleysi. Ákvæði um eign- arrétt eru túlkuð ríkinu í hag, ákvæði um fé- lagaffelsi verka- lýðsrekendum í hag, ákvæði um bráðabirgðalög- gjöf ríkisstjórnum í hag og ákvæði um prentfrelsi var til skamms tíma túlkað Ríkisút- varpinu í hag. Almennt má segja að hefðarhagsmunir og alltof rík virðing fýrir visku opinberrar handleiðslu hafi ómerkt hinar ýmsu greinar stjómarskrárinnar, þrátt fýrir að tilgangur stjómarskrárinn- ar sé einmitt að setja löggjaf- anum og hinu opinbera skorður. Á meðan stjórnar- skrárnefhd skilar engu betra ber okkur þó að virða þá stjómarskrá, sem við höfum. I stað þess að setja sífellt fleiri (og óþarfari) lög um allt mannlegu viðkomandi ættu þingmenn að sjá sóma sinn í að afhema verstu ólögin, sem stríða gegn stjórnarskránni. Afnám laganna um auglýs- ingabann tóbaks og áfengis er jafhgóð byrjun og hver önnur. Höfundur er blaðamaður FJ0LMIÐLAR Tíminn — in memoriam Helzta von lýðræðisins á íslandi, dagblaðið Tíminn, er látin. Forgöngumenn Mótvægis hf. höfðu þá meginröksemd á lofti fýrir ætlaðri endurreisn Tímans að hún væri nauð- synleg til að tryggja lýðræðis- leg skoðanaskipti í landinu, sem mótvægi vinstri manna gegn hægri fjölmiðlum sem tröllriðu hér öllu. Þetta gleyptu nógu margir til þess að á tímabili í haust myndað- ist stemmning fýrir málinu, stemmning sem hvarf svo hraðar en hún birtist. Það var bara ein ástæða fyrir því. Nánar að því hér á eftir. En fýrst um þetta með lýð- ræðislegu skoðanaskiptin: þessi sama röksemd er notuð til að réttlæta styrki til flokks- blaða, sem skammtaðir eru í hlutfalli við fjölda þingmanna hvers stjórnmálaflokks. Eina blaðið sem lifir enn út af þess- um styrk er Alþýðublaðið. Hefur einhver lesið Alþýðu- blaðið nýlega? Getur sá hinn sami haldið því ffarn án þess að skella upp úr að útgáfa þess þjóni raunverulegum „Það var ná- kvœmlega þarna sem Tíminn klikkaði. Hann var bara vont dagblað. “ skoðanaskiptum í landinu? Að lýðræðinu stafi beinlínis hætta af því að það hætti að koma út? Flokksundirlægjan gengur svo langt í blaðinu að flokknum væri greiði gerður með því að það hætti að koma út; það hlýtur að vera hættulegt sálinni að lesa þetta sull dag eftir dag og trúa því að það skipti einhverju máli. Ég trúi því seint að forysta flokksins sé svo veruleikafirrt að hún sé þeirrar skoðunar. Annað: það er nákvæmlega engin fýlgni á milli útgáfu pólitískra blaða og fýlgis við stefhuna sem þau styðja. Hef- ur „veldi hægri pressunnar" sýnt sig í stórauknu fýlgi Sjálf- stæðisflokksins? Heftir „mál- gagnsleysið“ valdið hruni í fýlgi Kvennalistans? Þvert á móti; það hjálpar kannske, ef eitthvað er. Stjómmálamenn, sem vilja eiga dagblöð, em of vanir að hafa í höndunum blöð sem birta það sem þeir vilja og of grunnhyggnir til að halda að svoleiðis blöð skipti einhverju máli. Þar fýrir utan er það goð- sögn að íslenzkir fjölmiðlar séu sérstaklega hægri sinnaðir (les: hallir undir Sjálfstæðis- flokkinn) og hamli eðlilegum skoðanaskiptum í landinu. Mogginti er daglega uppfullur af greinum eftir fólk alls stað- ar af hinu pólitíska litrófi, sem aukinheldur er oftast bezta efnið í blaðinu. Sama má segja um DV. Reglulegir pennar PRESSUNNAR em úr öllum flokkum (nema Fram- sókn; það virðist ómögulegt að finna framsóknarmenn með skemmtilegar skoðanir). Eru fréttir „hægri sinnað- ar“ (ef hægt er að segja það um fréttir)? Það er jafhfráleitt íslenzkir fréttamenn hafa sýnt að þeir leita einfaldlega ffétta þar sem fféttir er að hafa. Þeir hafa að vísu misbundnar hendur; ríkisfjölmiðlamir lifa við gelt pólitískra varðhunda í útvarpsráði, en standa sig samt vel, sérstaklega útvarpið. Mogginn virðist ekki geta flutt sumar fféttir, ekki bara af því að hann er „hægra blað“, heldur af öðmm og oft óskilj- anlegum ástæðum. Hjá öðr- um virðist það fara eftir ein- stökum fréttamönnum hvemig fréttir em fluttar, en ekki eftir pólitískum mæli- kvörðum. Og það var nákvæmlega þarna sem Tíminn klikkaði. Tilraunin um Tímann mis- tókst ekki af því að hann var hægra eða vinstra blað. Hann var bara vont dagblað. Hann hafði ekki metnað eða getu til að flytja aðrar eða öðruvísi ffamreiddar fféttir en allir aðrir voru að flytja. Það var svo sáraeinfalt. Það var engin ástæða til að kaupa eða lesa Tímann, nema fýrir par hundruð fagídjóta sem lang- aði að fýlgjast með tilraun- inni. Það er sorgleg niðurstaða. Ekki af því að það vantar „fé- lagshyggjublað" á Islandi. Það vantar hins vegar gott dag- blað, til að veita slöppu DV og stirðnuðum Mogga sam- keppni. Þetta mistókst Tím- atium gersamlega. Nú ef hann dauður. Og viti menn: það er enn lýðræði á Islandi. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.