Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 17

Pressan - 09.12.1993, Blaðsíða 17
S KOÐ A N I R Fimmtudagurinn 9. desember 1993 PRESSAN 17 einn flokkur „Sameiningarbramboltið er mest íþeim sem sýnilega líður verst í eiginflokki. Þar er vanlíðanin augljósust hjá allaböllunum, hvar ífélagi sem þeir standa; Birtingu, Verðandi eða Nýjum vettvangi. “ STJÓRNMÁL Ein borg, Þegar ég var lítil skildist mér að eitthvað sem hét járntjald skipti heiminum í tvennt; vestur og austur; gott og vont; frelsi og helsi. Ég sá fyrir mér ógnarháan múrinn (ekki hékk tjaldið í lausu loíti?) og gat alls ekki ímyndað mér annað en hann hefði alltaf verið þarna — upphaf og endir alls. Svo féll múrinn og heimsmynd minnar kynslóðar splundrað- ist á örskömmum tíma. Hvaða ályktun dreg ég af framangreindu? Þær eru að sjálfsögðu fleiri en ein, sú ein- faldasta og kannski mikilvæg- asta er að ekkert sé óumbreyt- anlegt. Um þetta hugsa ég stund- um þegar borgarmál og kom- andi kosningar ber á góma. Eftir hálffar aldar einveldi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík (mínus fjögur ár, sem þó breyttu engu um valda- strúktúr borgarkerfisins) virð- ist sem borgarbúar meðtaki ekki annað yfirvald en það sem felst í einum flokki, ein- um leiðtoga. Svo rammt kveður að þessari óáran að jafnvel vænstu vinstrimenn trúa engu öðm en að einn stór flokkur geti hnekkt veldi hins stóra flokksins. Víst hefúr marga um miðbik og á vinstri væng íslenskra stjórnmála lengi dreymt um breiðfylk- ingu félagshyggjuaflanna, hvort heldur er í borginni eða á landsvísu. En þessir draum- ar em lúnir og tilheyra annarri tíð. Hugmyndin hljómar hins vegar vel í eyrum þeirra sem hafa þá bjargföstu trú að ein- DAS KAPITAL ungis einn stór flokkur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, geti stjómað því risafyrirtæki sem Reykjavíkurborg er. Og tii að hafa taumhald á stjómendum fyrirtækins verði þræðir mið- stýringarinnar allir að liggja til forstjórans, leiðtogans mikla. Öðruvísi verði borginni ekki stjómað. Þegar minnst er á hug- myndir um valddreifingu og hverfastjómir í borginni fellur minnihlutaflokkunum — nema Kvennalistanum — all- ur ketill í eld. Þeir hafa nefni- lega ekki hugsað sér að breyta valdastrúktúr Sjálfstæðis- flokksins. Það á að nota sama módel: Einn flokkur, einn leiðtogi. Fólk hefúr spurt hvað orðið hafi um sameiningameistann sem kviknaði með Nýjum vettvangi. Svarið er einfalt. Nýr vettvangur sameinaði enga og breytti engu. Neistinn var kæfður í fæðingu. Fram- boð Nýs vettvangs klauf reyndar Alþýðubandalagið í Reykjavík og varð til þess að Alþýðuflokkurinn bauð ekki ffam í eigin nafni, en niður- staðan varð hin sama og fyrr. Ólína Þorvarðardóttir gekk í Alþýðuflokkinn en Kristín Á. Ólafsdóttir hafði áður setið í borgarstjórn fýrir Alþýðu- bandalagið. Þessar staðreyndir hafa samt ekki flækst fýrir Vettvangsfólki á síðasta miss- eri. Af sameinuðu framboði skal verða hvað sem það kost- ar. Og af gjörningum Vett- vangsforkólfanna má ráða að sérhver Þrándur í Götu þeirra skuli gjalda stífnina dýru verði. Lið sameiginlegs ffam- boðs skorar hins vegar hvert sjálfsmarkið á fætur öðru, enda glundroðaleikfléttan fengin að láni hjá Sjálfstæðis- flokknum! I þessari umræðu eru off dregin ffam þau rök að of mörg ffamboð geri það að verkum að atkvæði falli dauð niður, þ.e. nýtist engum. Ég hef ekki heyrt neinn þessara manna benda á að margt fé- lagshyggjuatkvæðið kýs ekki samkrull heldur skýra stefnu eigin flokks. Tölffæðin vinnur nefnilega með fleirum en sameiginlegu ffamboði. Sameiningarbramboltið er mest í þeim sem sýnilega liður verst í eigin flokki. Þar er van- líðanin augljósust hjá allaböll- unum, hvar í félagi sem þeir standa; Birtingu, Verðandi eða Nýjum vettvangi. Innan- hússvandamál Alþýðubanda- lagsins verða ekki leyst með sameiginlegu ff amboði í borg- inni, þar þarf annað og meira að koma til. Það er tímabært að láta af þráhyggjunni um félags- hyggjuflokkinn stóra og vinna í stað þess saman að undir- búningi borgarstjórnarkosn- inganna. Mestu skiptir að borgarbúar komist upp úr hjólförum einsflokkshugsun- arháttarins. Einveldi Sjálf- stæðisflokksins þarf ekki að vara að eilífú.______________ Höfundur er stjómmálafræðingur Með korti og klóm Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hélt því ffam á fúndi fýrir níu árum að þjóð- in hefði sýnt bankakerfinu mikið langlundargeð. Skoðun formannsins var líklega sú að bankamir hefðu meðhöndlað viðskiptavini sína eins og þurfalinga og dóna. Ekki verður séð að þessi orð formanns Sjálfstæðis- flokksins hafi haft mikil áhrif á bankakerfið. Enn í dag em viðskiptavinir meðhöndlaðir að hentugleikum bankanna, einkum og sérílagi þeir við- skiptavinir, sem greiða lán sín reglulega á gjalddaga, svo og þeir sem þurfa að innleysa ábyrgðarskuldbindingar sínar með öllum þeim kostnaðar- liðum, sem hægt er að bæta við í þeirri kröfurækt sem fýlgir vanskilum. Viðskiptavinir bjuggust við því að hagur þeirra vænkaðist verulega við sameiningu banka, að bankakerfið yrði ódýrara fýrir neytendur. Því er ekki að heilsa enn sem komið er, því fortíðarvandi bankanna er slíkur, að það tekur mörg ár að greiða upp óreiðu eldri tíma. Óreiðan samanstendur af mörgum þáttum. Helst skal nefht fjall- háar effirlaunaskuldbinding- ar, misvitur útlán og tilgangs- lausar fasteignir. Landsbank- inn er að basla við SÍS-draug- inn og vill alls ekki viður- kenna að hann hafi tapað þremur milljörðum á þeim viðskiptavini. Til að vinna upp fortíðar- vandann hafa bankamir stýrt „Forstjóri VISA kemurfram sem styrktaraðili og leikur jólasvein við ólíklegustu tœkifœri. Ætla mœtti aðframlög VISA kcemu afhimnum ofan, en það eru neytendur sem greiða þau. “ vöxtum með þeim hætti að stundum mætti kalla vaxta- ákvarðanir rán, eða svo segir formaður Verkamannasam- bandsins. Vaxtaákvarðanir hafa ekki verið eftír sam- ræmdum reglum innan ein- stakra banka. Vitur maður hefur sagt, að ef öllum rök- stuðningi fýrir vaxtaákvörð- unum Islandsbanka hf. yrði raðað saman á eitt blað kæmi í ljós að ráðamenn bankans væru rugludallar, því þar rek- ur sig hvað á annars hom. Fyrir tæpum mánuði vom bankar píndir til að lækka vexti á innlánum sínum og útlánum. Ekki var þeim það sérlega ljúft, það tók þá tíu daga að reikna hvað þeir ættu að gera. Ákvarðanatakan var hraðari þegar vextir voru hækkaðir. Eftir þessa vaxta- lækkun stendur að vextir af óverðtryggðum útlánum eru 12-17%. Og bankastjóri Bún- aðarbanka segir að ekki sé svigrúm til að lækka meira, því vextir á verðtryggðum út- lánum og innlánum hafi lækkað svo mikið. Og hvar eru þá vaxtaskiptasamning- amir? Ekki gagnast þeir neyt- endum. Og svo kemur Landsbankastjóri í sjónvarp og segir að Landsbankinn muni lækka sína vexti en hann muni snarhækka tékk- hefti og önnur þjónustugjöld á næsfa ári. Og hverju eru neytendur þá bættari? En bankarnir ætla að leita allra ráða til að féfletta við- skiptavini sína. Með því að tæknivæða greiðslumiðlunina með svokölluðum DEBET- kortum æda bankamir sér að ná í 1.300 milljónir upp í þær 700 milljónir sem þeir þykjast „tapa“ á greiðslumiðluninni, þ.e. þeir ætla sér að græða 600 milljónir á framförum, en það er ekki allt, því kostnaður vegna ávísanaviðskipta dregst saman um 300 milljónir þannig að heildarávinningur bankanna á að verða um 1 milljarður. Ekki hefur komið ffam að vextir af veltiinnlánum eigi að hækka á móti. Aðferð bank- anna við að ná þessum aurum er svipuð þeirri er LlU hefur við að innheimta sinn auðhnda- skatt, sem kallast félagsgjöld; greiða á ákveð- inn hundraðs- hluta af veltu án þess að kostnað- ur sé í nokkru hlutfalli af velt- unni. Þegar bank- amir fara í þessa ránsherferð gegn neytendum eiga neytendur sér málsvara. Það er ekki Samkeppn- isstofnun, sem sér ekkert at- hugavert við samráð bank- anna, ekki eru það verkalýðsrek- endur, því þeir eru of uppteknir við að rústa tekjuöflunarkerfi ríkisins. Málsvaramir em þjónustu- aðilar, kaupmenn, olíufélög og ÁTVR. Þeir segja ósköp einfaldlega: „Blandið okkur ekki í fjárhagserfiðleika bank- anna, við ætlum ekki að rukka bankaskatt.“ Einn skar sig úr og bauðst til að rukka en það skyldi koma ffam á vömreikningum og svo ætlaði hann að hafa ljósatöflu í verslun sinni, sem sýndi hvað hann hefði rukkað fýrir hvern banka. Það af- þökkuðu bankamir, því ráns- herferðin á að vera ósýnileg. Það er þakkarvert að þessir aðilar skuli hafa komið neyt- endum til hjálpar þegar vemdarar þeirra og hoflvinir snauðra hafa brugðist. Það eru liðin tíu ár frá því þeir bmgðust illilega í viðskiptum við EURO- og VISA-greiðslu- kortafýrirtækin. Þau komust upp með fjallhá þjónustu- gjöld, sem lækka lítið þrátt fyrir tækniffamfarir. Forstjóri VISA kemur ffam sem styrktaraðili og leikur jólasvein við ólíklegustu tæki- færi. Ætla mætti að framlög VISA kæmu af himnum ofan, en það eru neytendur sem greiða þau. Ofúrhagnaður VISA er rökstuddur með mikilli áhættu, en áhættan sem VISA tekur er engin; bankamir taka hana og fá sér- staklega greitt fýrir hana og alltaf eiga skilvísir neytendur að segja TAKK. Margra ára óstjóm í bönk- um verður ekki greidd af skil- vísum neytendum á nokkr- um árum og framfarir í bönkum eiga að koma neyt- endum til góða en ekki hrekja þá til að greiða með seðlum og mynt, því eins og Þor- steinn Pálsson sagði: Lang- lundargeðið er á þrotum. Á UPPLEIÐ f Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Hann hlýtur að sitja um að fa að vera í umræðuþátt- um með Heimi Steinssyni, samanburðurinn er einfald- lega svo góður. Orri Vigfússon kaupsýslumaður Það að selja vodka til Rússlands hlýtur að vera í sama flokki og selja snjó til Grænlands og sand til Sa- hara. Magnús Hreggviðsson útgefandi Keypti Samútgáfúna þrátt fýrir bölvun Gísla í Betel. Lækkaði síðan launin hjá gömlu starfsmönnunum og tilkynnti svo að tap væri á öllu saman. Svona er biss- nesslífið. Á NIÐURLEIÐ i Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Þar sem við hættum við að spara á sýslumönnunum verður hætt við að byggja hús Hæstaréttar. Af hveiju bara ekki að hætta við allt , saman og spara heilan hell- ing? Benedikt Davíðsson forseti ÁSI Eftir að hafa barið vextina niður úr öllu valdi vill hann þáekki. Kristján Kristjánsson tónlistarmaður Eftir öll stóm orðin er hálfdapurt að fýlgjast með þessum hugsjónamanni í peningafaðmlögum við Jón Ólafsson. Jafhvel þótt jólin nálgist þá er ekki allt hægL Hvað næst? Faðmlag við Steinar Berg?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.