Pressan - 16.12.1993, Síða 4

Pressan - 16.12.1993, Síða 4
SLAGUR A NESINU 4 PRESSAN Fimmtudagurinn 16. desember 1993 Hrósið fœr Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigð- isráðherra fyrir að tuktn til fégráðugn lækna svo kjós- endur gleymi kannski öll- um blnmmeringunum sem hann hefurþurft að bakka með hingað til. BLOÐUGT BÍLABÍÓ „í auglýsingum íyrir mynd- ina er þess sérstaldega getið að þessi umdeildu bílaatriði séu sýnd... Ég fæ ekki séð að brýnni nauðsyn beri til að sýna þessi atriði hér á landi en í framleiðslulandinu. Sömu rök hljóta að gilda um áhrif þessa atriðis hér og vestra og mér finnst sjónar- mið Kvikmyndaeftirlitsins vægast sagt mjög undarleg. Auglýsingin er annaðhvort ósvífin storkun gagnvart al- menningi þar sem á purkun- arlausan hátt er verið að benda á atriði sem kostað hafa unglinga lífið eða heið- arleg tilraun kvikmyndahúss til að vara almenning við myndinni.“ Haraldur Blöndal, formaður umferðamefndar, í Mbl. um kvikmyndina TheProgram: Magnús Gunnarsson, rekstraraðili Laugarásbíós: Haraldur byggir gagnrýni sína á þeim forsendum að „svona mynd“ geti eyðilagt margra ára starf hvað um- ferðarfræðslu varðar. Um- rædd mynd er ekki „kennslumynd í að kasta sér fýrir bíla“ eins og Haraldur kallar það, heldur er um að ræða stutt atriði í mynd sem Kvikmyndaeftirlit ríkisins hefur samþykkt til sýningar fyrir alla aldurshópa. Það er heldur ekki rétt að fúllyrða að ungt fólk í Bandaríkjun- um hafi lagst á hraðbrautir eingöngu eftir að þessi kvik- mynd kom á markaðinn, því það eru mýmörg dæmi um dauðsföll og slys af þessu tagi í gegnum tíðina. Við tókum sérstaklega fram í auglýsing- um að myndin innihéldi umdeilt atriði og vissulega var það gert til að fólk vissi áður en það kæmi í bíóið hvort það treysti sér til að sjá myndina. Að storka almenn- ingi hvarflaði.aldrei að okk- ASSGOTI HARÐAB! „Tónninn í gagnrýninni er orðinn hvassari, menn slá um sig vegna þess að það eru iUgjarnar, ögrandi og árásar- gjarnar staðhæfingar sem vekja mesta athygli. Hið nýja hlutverk bókmenntanna er þá að vera nauðsynlegt efhi fýrir gagnrýnandann til að geta slegið sér upp, sýnt sig svo að almenningur geti dáðst að honum og klappað saman lófunum og klappað gagnrýnandanum öllum ut- an vegna þess að hann er svo „assgoti harður“...“ Dagný Knstjánsdóttir, dósent í íslensku, í Mbl Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntagagnrýnandi SAUMNAL STUNGIÐ VÍÐAH „Á meðan skattyfirvöld fara mikinn í eftirlitsátakinu, sem fýrst og fremst hefúr falist í saumnálarleit í bókhaldi hjá þeim fýrirtækjum sem skila hagnaði, fær raunverulegt effirlit eða skattrannsóknir litla athygli. Þannig er slælega gengið fram í að kanna mál- in hjá þeim sem sýna slæma stöðu í bókhaldi eða skifa seint eða helst aldrei ffamtöl- um.“ Vilhjálmur Egilsson í Mbl. Garðar Valdunarsson ríkis skattstjóri: „Þetta eftirlitsátak sem Vil- hjálmur talar um er árlegt eftirlit með ffamtölum í at- vinnurekstri. Þá er tekið ákveðið úrtak sem er skoðað eftir á. Við fýlgjumst sérstak- lega með þeim aðilum sem skila ekki ffamtali en þar að auki fara ffam fjölmargar eft- irlitsaðgerðir sem beinast að bókhaldi og skattskilum fýr- irtækja í ýmsum greinum. Þama er Vilhjálmur bara að ræða um einn ákveðinn þátt í eftirlitsstörfúm skattyfir- valda, sem eru náttúrlega miklu víðtækari.“ PRESSUNNAR: „Dagný talar um illgjamar, ögrandi og árásargjamar staðhæfingar. Ég kannast ekki við slíkt úr dómum mínum eða ungra kollega minna, en ég rekst á allt þetta í grein Dagnýjar. Ef hún vill opinbera ffústrasjónir sínar ffammi fýrir alþjóð þá er henni það fullkomlega ffjálst. Það kemur ekki par við mig.“ Jón Hókon Magnússon, fréttamaður og kynningarfulltrúi til margra óra, hóði harða baróttu gegn sjónarmiðum bæjarstjórans ó Seltjarnarnesi og fylgismanna hans vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda ó vestursvæðinu svokallaða ó nesinu. Þrótt fyrir að hafa dregið sig út úr starfi sjólfstæðisfélaganna ó Seltjarnarnesi stefnir hann ó öruggtsæli í næstu bæjarstjórn. Var málaður út í horn „Éólk vildi að einhver af okkur í andófsliðinu gegn hugmyndum Sigurgeirs Sig- urðssonar bæjarstjóra um umhverfismálin færi fram. En þar sem þeir Guðmar Magnússon og Magnús Er- lendsson hafa báðir setið lengi í bæjarstjórn Seltjamar- ness og báðir verið forsetar bæjarstjómar var ég málaður út í hom.“ Er það til höfuðs bœjarstjór- anum? „Já og til að leita mótvægis. En ég fer ekki gegn Sigurgeiri sem slíkum. Alls ekki.“ Stendur þá ekki til að krcekja í bœjarstjórastólinn? „Nei.“ Hvert stefnir þú í prófkjör- inu? „Fyrst í stað í öruggt sæti. Annars er ég ekkert farinn að hugsa þetta að gagni. Ég tók meira að segja ákvörðun að- eins fáeinum tímum áður en ffesturinn rann út. Ég var bú- inn að vera að ákveða og hætta við til skiptis fram á síðustu stundu.“ / bœjarstjórn Seltjarnarness sitja fimm sjálfstœðisfidltrúar í meirihluta, þar af œtla fjórir fram aftur. Einn fulltrúanna sem ætla fratn aftur er Erna Nielsen, sem varð mjög um- deild í kjölfar sameitiingarmál- anna. Heyrst hefur að andófs- hreyfingin sé ekki síst til höfuðs henni. „Ja, þú segir mér fréttir. Það er öllum frjálst að spá. Það vakir aðeins fýrir mér að fá góðan stuðning til að geta verið sá sterki aðili í bæjar- stjórn sem stendur í þessum umhverfismálum.“ Því var lengi haldið á loft að til klofningsframboðs kæmi á Seltjarnarnesi vegna einmitt umhvetftsmálanna. Stóð til að kljúfaflokkinn? „Nei, það stóð aldrei til. Við sögðum þó alltaf í deil- unum um umhverfismálin að ef flokkurinn næði ekki samkomulagi myndi hann klofna. I skoðanakönnun um afstöðu fólks til bygginganna á vestursvæði Seltjarnamess kom hins vegar glögglega í ljós að vilji íbúanna stóð til þess að vemda svæðið. Mála- miðlun var gerð, en hún var sú að fallist var á að byggja fá- ein hús. Síðan hefur verið mikill þrýstingur af því liði sem studdi okkur, sem að stóðum, að einhver okkar færi þá fram í bæjarstjómar- kosningunum." Finnst þér vera kominn tími á bœjarstjórann, sem hefur í hátt á þriðja tug ára haldið um stjómartaumanna á Seltjam- amesi? „Mín skoðun er sú að menn eigi ekki að vera svona lengi í starfi sem þessu. Þeir hafa gott af að færa sig á milli og miðla þekkingu sinni. Þetta á jafnt við um bæjar- stjóra, alþingismenn og ráðu- neytisStjóra. Þetta hefur þó ekkert persónulega með Sig- urgeir að gera, því það er gott samstarf okkar á milli. Menn misskilja þetta alltaf og halda að ég hafi eitthvað persónu- lega á móti Sigurgeiri!" Ætla margirfram úr stuðn- ingshópi ykkar? „Ég veit ekki hver afstaða hinna er, ég vona bara að hún sé rétt! Ég ætla ekkert að gefá eftir.“ Þú hefur væntanlega fleiri áhersluren í umhverfismálutn. „Ég hef í hyggju að halda í það sem þegar hefur verið unnið á Seltjamarnesi, ehda hefúr þar verið unnið mjög gott starf. Seltjarnarnes er góður bær. Allri uppbygg- ingu er að verða lokið og tími til kominn að hugsa um um- hverfið; útlitið og mengunar- mál, td. að klára þetta skolp- ræsaverkefni sem nokkur bæjarfélög standa að. Svo vil ég vil gjaman sjá betri skóla og aukna menningarstarf- semi.“ Verður kosningabaráttan hörð í vor? „Hún verður það. Sjálf- stæðismenn líða fyrir óvin- sæla ríkisstjórn. Svo veit ég ekki hvemig andstaðan verð- ur; hvort hún býður fram sameiginlega eða flokkarnir hver í sínu lagi. Það er ekki fyrr en maður sér það að maður áttar sig á því hvemig baráttan verður. Hún verður að minnsta kosti hörð, en hversu hörð er spurningin. Þetta em ágætismenn þama í stjórnarandstöðunni, þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim. En ég er heldur ekki alltaf sammála sjálfstæðismönnun- Guörún Kristjánsdóttir debet__________ Ólafur Þ. Þórðarson kredit „Að mínum dómi er hann að mörgu leyti mjög glöggur maður, stundum er hann snjall og er fljótur að skilja hluti. Hann hefur vítt sjónarsvið og er vel lesinn," segir Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfirðinga. „Hann er duglegur að böðlast áfram og vill vinna vel fyrir umbjóðendur sína. Hann er líka skemmtilegur ræðumaður og fer oft í forn- sögumar þegar hann þarf að ieita raka,“ seg- ir Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavík. „Ólafúr er flugmælskur og fýlg- inn sér, taki hann málstað að sér. Býr að langri reynslu sem er honum drjúg til ákvarðanatöku og vinnslu mála,“ segir Pétur Bjamason, fræðslustjóri á ísafirði, en hann keppti við Ólaf um fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins. „Mér fannst helstu kostir hans að hann var hreinskilinn, þannig að maður fékk hann yfirleitt ekki í bakið. Mér fannst ágætt að vinna með Ólafi,“ segir Karvel Pálmason, fyrrum alþingismaður. Flugmælskur ogglöggur— eða kreddufullur sérvitringur? Ólafur Þ. Þórdarson, þingmadur Framsóknar- flokksins. Agnes Bragadóttir segir ab þingmenn botni hvorki upp né niöur í honum. „Hann er sérvitur í meira lagi og á stund- um til að koma með skoðanir sem falla flestum öðrum ekki í geð, en það telst til al- gerrar undantekningar," segir Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfirðinga. „Hann setur sig ekki alltaf mikið inn í smáatriði og er ekki mikill nostrari þegar kemur að bókhaldi og þvíumlíku," segir Jón Alfreðs- son, kaupfélagsstjóri á Hólmavík. „Ólafi lætur lítt að auglýsa fyrir Vestfirðingum það sem hann gerir fýrir kjördæmið, sést of lítið í kjördæminu. Stöku sinnum fær hann hugmyndir sem vekja litla hrifningu en þeim hampa fjölmiðlar mest,“ segir Pétur Bjarnason, ffæðslustjóri á ísafirði. „Hann er kreddufullur, mér fannst hann hafa nánast gjörsamlega fastmótaðar skoðanir án þess að þeim væri breytt, þó að ég þykist vita að oft á tíðum hafi hann sjálfur séð eftir á að þær væru ekki réttar. Eg held að hann sé ekki þess sinnis að viðurkenna mikið af því sem miður fer, þó að hann sannfærist sjálf- ur um það seinna meir,“ segir Karvel Pálmason, fýrrum alþingismaður.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.