Pressan - 16.12.1993, Qupperneq 12
S KOÐ A NIR
12 PRESSAN
Fimmtudagurinn 16. desember 1993
PRESSAN
Útgefandi Blaö hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Markaðsstióri Sieurður I. Ómarsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir iokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87
Áskriftargiald 798 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO
en 855 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
Óhœfuverk
í aðsigi
í bígerð er á Alþingi að breyta skattalögum þannig að skatt-
greiðendur borgi brúsann af fjárframlögum sem fyrirtæki kjósa
að beina í sjóði stjórnmálaflokka. Alþingismönnum, sem bera
hag almennings fyrir bijósti, ber að koma í veg fyrir þetta stór-
slys.
Hugmyndin er að fyrirtæki geti gert fjárframlög til stjórn-
málaflokka ffádráttarbær ffá skatti á svipaðan hátt og ffamlög til
lista, menningar- og líknarmála eru núna. Samtímis er ætlunin
að tvöfalda þá upphæð sem fyrirtækjum yrði heimilt að stinga
undan sameiginlegum sjóðum landsmanna með þessum hætti.
Það eru fyrst og fremst sjálfstæðismenn sem hafa áhuga á
þessum breytingum og Verzlunarráð hefur beitt sínum áhrifum
fyrir ffamgangi þeirra. Skiptimynt Sjálfstæðisflokksins í samn-
ingum við stjórnarandstöðuna hefur verið aukið ríkisffamlag til
stjórnmálaflokkanna og aukin kaup ríkisins á málgögnum
þeirra. Þessu tilboði eiga Kvennalisti, sem rekinn er fyrir skatt-
peninga, Alþýðubandalag, með útbreiðslulaust safhaðarbréf á
herðunum, og Framsóknarflokkur, nýbúinn að taka við hálf-
gjaldþrota Tímanum aftur, erfitt með að hafna. Það er þeim
jafriauðvelt að taka við þessum peningum og það er sjálfstæðis-
mönnum að auka ríkisútgjöld með svo svívirðilega tilefnislaus-
um hætti.
Það er löngu orðið tímabært að sett verði löggjöf um fjár-
framlög fýrirtækja til stjórnmálaflokka. Það er öllum hulið
hversu margar milljónir eða tugmilljónir renna frá fyrirtækjum
til flokka, þótt vitað sé að það er ekki allt með löglegum hætti.
Engin upplýsingaskylda er um þessi fjármálatengsl, en fýllsta
ástæða til að ætla að í þeim viðskiptum sem öðrum verði gjöf til
gjalda.
Það væri að bæta gráu ofan á kolsvart að gera framlögin ffá-
dráttarbær ffá skatti. Það þýddi í reynd að allur almenningur
þyrfti að greiða hærri skatta til að standa undir tekjuþörf ríkis-
sjóðs og væri þannig farinn að niðurgreiða spillinguna.
Það er meira en hugsanlegt að ekki sé hægt að reka stjórn-
málaflokka á íslandi nema með fjárstuðningi fyrirtækja. Þau
viðskipti eiga hins vegar að vera uppi á yfirborðinu, svo öllum
séu ljós hagsmunatengsl á milli einstakra flokka og fýrirtækja.
Það verður bezt gert með því að flokkunum sé skylt að leggja
ffam endurskoðað bókhald sitt þar sem tekjur eru skýrt tíund-
aðar.
Sjálfstæðismenn eru því eflaust andsnúnir af öllu hjarta að
tekinn verði upp aukinn ríkisstuðningur við flokkana. Með fýr-
irhuguðum skattkerfisbreytingum yrði því hins vegar þannig
komið fyrir, aðeins með óbeinum hætti, því á endanum yrðu
það skattgreiðendur sem borguðu brúsann af gjafmildi fýrir-
tækjanna.
Á Alþingi situr einhver hópur þingmanna, sem, kynslóðar
sinnar og lífsskoðunar vegna, ætti að sameinast í uppreisn gegn
þessari óhæfu. Ef þeir bregðast nú hlýtur að verða litið á það
sem einn eitt merkið um að þeir séu gengnir í björg samtrygg-
ingar gömlu, morknuðu flokkanna.
BLAÐAMENN: Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson,
Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur,
Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson,
Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari,
Steingrímur Eyfjörö útlitshönnuóur, Þorsteinn Högni Gunnarsson.
PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar
Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéðinsson.
Listlr: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal ieikiist.
Telknlngar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason,
Steingrímur Eyfjörð, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Rlmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
STJÓRNMÁL
Framsókn í úlfakreppu
Þá er Ágúst Þór Árnason
orðinn ritstjóri Tímans og
kynni hugsanlega að sitja þar
lengur en forverinn. Skilgrein-
ing hinnar allrasíðustu teg-
undar af nýjum Tíma er að
vísu á huldu. Lágværar en
áleitnar raddir segja að nú ætli
Framsóknarflokkur og Olíufé-
lag sér um það bil þrjá mán-
uði til að bjarga andlitinu með
því að hafa gefið endurnýjun-
armönnum fýrst einn séns og
svo annan. Síðan sé það fjór-
blöðungur á ríkisauglýsingum
með myndum úr flokksstarf-
inu og hyllingarfýrirsögnum í
Alþýðu- og Vikublaðsstíl.
Við getum ýmsir ekki ann-
að en haldið einlæglega með
aðkrepptum ritstjórum á
deyjandi flokksblöðum — svo
fferni þeir hafi einhverja hug-
mynd um það hvað þeir eru
að reyna að gera og bein í nef-
inu til að gera það eða gefast
upp ella. Síðasti ritstjóri Tím-
ans virðist hafa verðskuldað
þennan stuðning að hálfu
leyti: hann hafði kraft til að
ganga út beinu baki — en
virðist hinsvegar ekki hafa haft
hugmynd um hvert hann ætl-
aði í upphafi.
Hvað sem t/Tíminn ber í
skauti sér bendir frétt á blað-
síðu sjö í nýja blaðinu á
þriðjudaginn því miður ekki
til þess að hinn nýi ritstjóri
ætli að bregðast forspá hinna-
lágværu radda.
Þar hefur ónefndur blaða-
maður talað við þá Steingrím
Hermannsson og Halldór Ás-
grímsson um Framsóknar-
flokksgrein Agnesar í Morg-
unblaðinu síðustu helgi, og —
ó hve gamalkunnugt: Tíminn
skýrir frá því fullur samúðar
að formaður og varaformaður
Framsóknarflokksins gagn-
rýni fréttaflutning Mogga
vegna þess að „Morgunblaðið
sé að reyna að hafa áhrif innan
flokksins". Forystumál flokks-
ins séu í fýrsta lagi ekki til um-
ræðu í flokknum, í öðru lagi
hafi Steingrímur lýst því yfir í
sambandi við þessi forystumál
að hann ætli sjálfúr að hætta á
næsta kjörtímabili, og í þriðja
lagi sé þetta „hlutur sem við
munum leysa innan Fram>
sóknarflokksins og við þurf-
um enga aðstoð frá Morgun-
blaðinu eða öðrum“. Meira er
ekki um það mál að finna í
fýrsta tölublaði af nýja Tíman-
um hans Ágústs Þórs Árna-
sonar. En það er auðvitað al-
veg rétt hjá aðstandendum
blaðsins að það má ekki svipta
okkur þeim tíðindum síðar í
blaðinu að Lífið brosir á ný
við Kim Basinger.
Þannig að Framsókn er enn
einusinni að fara illa með
Tímann. En Tíminn fer líka
illa með Framsókn. Núver-
andi kreppa foringjans mikla
stafar meðal annars af klaufa-
legri meðferð hans á Tíma-
málinu síðustu mánuði og
misseri, sem einmitt hefúr
sýnt Framsókn einsog Fram-
sóknarmenn mega síst við —
sem haUærislega og gamal-
dags.
Hinar dýpri rætur væringa í
Framsókn liggja svo auðvitað í
því hvað maddaman er ótrú-
lega hallærisleg og gamaldags.
Það vakti athygli í upphafi
þessa kjörtímabils á þinginu
að Framsóknarmönnum tókst
hin framandi stjórnarand-
staða betur en vænst var. Hin-
ir stjórnarandstæðingarnir
voru látnir um nöldur, nagg,
hróp og köll, en Framsókn
virtist fýlgja fýrst og fremst
þeirri línu að láta stjórnina
sjálfa um að eyðileggja fyrir
sér. Að lokum mundi þolin-
mæðin færa flokknum her-
fangið í hendur eftir næstu
kosningar — og til skamms
tíma studdu skoðanakannanir
flokksleiðtogana í þessari ætl-
an.
Það hefúr samt gleymst hjá
Framsókn að flokkur sem ætl-
ar sér forystu í landsmálum
verður að bjóða ffam hug-
myndir sem hæfa pólitískum
staðreyndum hvers tíma,
efnahagslegum og félagsleg-
um. Þetta hafa leiðtogar
flokksins ekki gert.
Steingrímur hefur í stórum
dráttum látið sér nægja tvö
lykilorð í efnahagsmálum,
Ánnarsvegar hefur hann bent
á erlend lán sem leið útúr
efnahagslægð og atvinnuleysi,
og þarmeð fært Davíð og fé-
lögum í hendur kærkomin
varnarvopn. Hinsvegar hefur
hann talað um lækkun vaxta.
Sem er góður glæpur að hafa
þangaðtil atburðarásin stelur
honum frá manni. Það hefur
svo eyðflagt fýrir Halldóri Ás-
geirssyni sem endurnýjunar-
sinna í efnahagsmálum að
vera fyrst og fremst frægur
fyrir að hafa verið sjávarút-
vegsráðherrann sem kom á
kvótakerfinu með öllu þess
óréttlæti.
Erfiðleikar Framsóknar
stafa hinsvegar ekki af því að
helstu leiðtogar flokksins séu
vanhæfir eða úreltir. Það er að
minnsta kosti óráð að dæma
úr leik sjálfan Steingrím Her-
mannsson. Vandræðin felast í
því að nú eru loksins að koma
ffarn hjá Framsókn afleiðing-
arnar af gjörbreyttum aðstæð-
um flokksins.
Þannig lætur Framsókn
ekki vel að veita svör við brýn-
um pólitískum spurningum
sem spretta af vaxandi erfið-
leikum í sambúð þéttbýlis og
dreifbýlis, borgarsamfélags og
landsbyggðar. Flokkurinn er
of tengdur dreifbýlishags-
munum, of njörvaður í lands-
byggðinni — og of fátækur að
sannfærandi forystumönnum
úr þéttbýlinu. Aðeins tveir af
þrettán þingmönnum flokks-
ins eru kosnir í Reykjavík og
Reykjanesi.
Þótt þingmenn reyni nú
ýmsir að skipa sér kringum
Halldór Ásgrímsson sem leið-
toga endurnýjunar hefur
FJ0LMIÐLAR
Burtfrá kjarna málsins
Ég held að það versta sem
fyrir fréttaskýringar blaða-
manna geti komið sé að ljós-
vakamiðlarnir fái áhuga á
þeim. Þetta fengum við að sjá
um síðustu helgi þegar Agnes
Bragadóttir á Morgunblaðinu
tók saman grein um baksviðs-
átök í Framsóknarflokknum
og reyndi að draga upp mynd
af því sem þar var að gerast
Fréttin var forvitnileg,
skemmtflega skrifúð og vakti
verðskuldaða athygli. Frétta-
menn ljósvakamiðlanna sáu
sér leik á borði. Þarna var
kominn fréttapunktur sem
hægt væri að nota tfl að lifa af
helgina. Strax á laugardags-
kvöldið var byrjað að vitna í
fréttina og á sunnudeginum
var farið á stúfana og fféttinni
kastað inn í „viðbragðaferU"
fréttatímanna. Þingmenn
Framsóknar voru leitaðir uppi
og þeir spurðir álits á fréttinni.
Hvort það væri rétt að slík
átök mætti finna baksviðs?
Auðvitað svöruðu þeir eins og
þeim einum er lagið: Nei, ég
skil ekki svona fréttaflutning
eða: Þetta er tilhæfúlaust með
öllu. Nú, hugsa áhorfendur,
Agnes er þá bara að delera og
„í öðru lagi er
fréttaflutningur-
inn móðgun við
hugverk þess
blaðamanns sem
kemurfram með
fréttina. “
Mogginn spilar með. Það er
allt við það sama hjá Fram-
sókn; þeir ánægðir með Stein-
grím og hann ánægður með
þá. Innanflokksátök? Það er
eitthvað sem gerist í öðrum
flokkum.
Það er margt hægt að setja
út á svona fréttaflutning. I
fýrsta lagi er hann móðgun við
heilbrigða skynsemi. Pólitískar
fféttaskýringar á baksviðsátök-
um eru í eðli sinu spekúlat-
ívar, svona rétt eins og veður-
fféttir: Að eitthvað geti gerst
að uppfýlltum ákveðnum skfl-
yrðum. Pólitíkusar segja það
eitt sem þeim hentar hverju
sinni þegar kemur að innan-
flokksátökum (reyndar má
með nokkrum sanni segja að
það sama eigi við um þjóð-
málin). Því eru þeir einir sér
ekki heppflegir álitsgjafar. Það
er engin ástæða til að ætla
annað en fúUkomlega virðing-
arverð heimildavinna liggi á
bak við fréttina. Það er því
spuming hversu heiðarlegt er
að elta eingöngu uppi við-
brögð við fféttinni án þess að
leyfa henni að njóta sannmæl-
is á nokkurn hátt. Þeir sem
þekkja tfl í Framsókn vita að
„Hvorug fylkingin hefur í raun gert upp
við þœr hagstjórnaraðferðir ogsamfé-
lagssýn sem Framsóknaráratugirnir
draga afnafn sitt. Alliballi áttiþví hœg-
an leik að skjótast frammúr Framsókn á
síðasta landsfundi. Slagnum um leið-
toga stjórnarandstöðunnar er að Ijúka
með sigri Ólafs Ragnars. “
hvorug fylkingin í þingliði
flokksins í raun gert upp við
þær hagstjórnaraðferðir og
samfélagssýn sem Framsókn-
aráratugirnir draga af nafn
sitt. Alliballi með allt sitt
klandur átti því hægan leik að
skjótast frammúr Framsókn á
síðasta landsfundi og gera sig
líklegt tfl hugmyndalegrar for-
ystu fyrir stjórnarandstöð-
unni. Slagnum um það hver
sé hinn óformlegi leiðtogi
stjórnarandstöðunnar virðist
vera að ljúka með sigri Ólafs
Ragnars Grímssonar — vegna
þess að hann býður ffam svör
við spurningum og lítur út
fýrir að vita hvað hann vill.
Og síðast en ekki síst vantar
nú Framsókn í fýrsta sinn í
sögunni þá stofnun sem áður
skipaði fýrir og skar úr og
stillti til friðar — og skaffaði:
Sambandið er úr sögunni, og
flokkurinn verður vessgú að
sjá um sig sjálfúr.
Þessvegna er frásögn Agnes-
ar í Mogga hárrétt, og ber
vimi um miklu alvarlegri við-
burði í flokkslífinu en að for-
ingi af einni kynslóð tregðist
við að víkja fýrir foringja af
næstu kynslóð. Og það er líka
rétt hjá Steingrími í Tímanum
að þetta er „hlutur“ sem eng-
inn mun aðstoða Framnsókn-
armenn við að „leysa“.
Höfundur er íslenskufræðingur.
flest af því sem þarna kom
fram kemur heim og saman
við átakalínur í flokknum nú.
Um sumt er auðvitað ekki
hægt að fúllyrða (eins og hug-
arástand eða hugsanir manna)
en ekki er að sjá annað en
hæfilegir fýrirvarar séu settir
þar sem slíkir hlutir koma
ffam. Framsóknarmönnum á
ekki að leyfast að gera fféttina
tortryggilega út á einföld
brögð eins og að segja að rangt
sé farið með varðandi kosn-
ingu tfl þingflokksformanns.
Vissulega var um misritun að
ræða en hún skiptir bara engu
máli varðandi hefldarmynd
fféttarinnar. Lyktir málsins
verða þær að ffamsóknar-
menn eru bara „fórnarlömb"
fféttaskrifa Morgunblaðsins,
sem öllu vill stjóma, svo vitn-
að sé til orða Halldórs Ás-
grímssonar. I þriðja lagi er
þetta auðvitað móðgun við
notendur fjölmiðlanna. Þeir
em dregnir á asnaeymnum í
gegnum einhverja umræðu
sem kemur kjarna málsins
ekkert við.
Við hér á PRESSUNNI
höfúm oft orðið að þola svip-
aða hluti. Mikil vinna hefur
verið lögð í að vinna ffétt, afla
gagna og upplýsinga sem ekki
liggja á lausu og vinna úr því.
Síðan þegar þetta birtist þá
stökkva ljósvakamiðlarnir á
fféttina. Leita „viðbragða“ að-
ila málsins sem fá að segja
það sem þeim sýnist vegna
þess að fféttamennirnir
nenna ekki að setja sig inn í
málið eða vinna sjálfstætt
framhald. Stundum hefur
þetta birst í fáránlegum uppá-
komum eins og í haust þegar
andlegur ættingi Vellygna-
Bjarna fékk að delera út og
suður, beina umræðunni frá
eigin ávirðingum og ljúka öll-
um samtölum með því að
ræða um eitthvað allt annað
en haldið hafði verið fram í
ffétt blaðsins. Til að kóróna
vitleysuna hélt hann síðan
blaðamannafund, sagðist
hafa rannsakað ávirðingarnar
á sig og komist að því að allt
væri með felldu! Dæmi nú
hver fýrir sig hvert þetta leiðir
umræðuna, sérstaklega ef
önnur hver frétt fer að snúast
um „fórnarlömb“ hinna
fféttanna.
Sigurður Már Jónsson