Pressan - 16.12.1993, Qupperneq 15

Pressan - 16.12.1993, Qupperneq 15
Fimmtudagurinn 16. desember 1993 SKILABOÐ PRESSAN rœtast Verð 3.490 hr. ~CJarnsskóniir voru úr sauðskinni, þeim sleit hann suöur í Höfnum. Klœddur skinnstakki fór hann á sjó og œtlaði að verða sjómaður. Hann var látinn r ganga menntaveginn og hóf lœknisnám. I miðju læknisnámi kom áfallið mikla: hann veiktist af berklum. Honum var ekki nóg að sigrast á eigin veikindum, svo margirþurftu hjálp. Hagsmunir sjúkra og öryrkja urðu honum óþrjótandi œvistarf. Kraftur, hugmyndir, fórnfýsi, bjartsýni, áræði - ótal einkunnarorð áttu við hann. Hann beitti sér víða og mótaði brautina: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Drengurinn á sauðskinnsskónum varð síðar r aðalhvatamaður tölvuvœdds LOTTOS. Oddur Olafsson var gæfusamur hugsjónamaður sem fékk hugsjónir sínar til að rœtast. Það var gœfa Islendinga að eiga slíkan mann. Ævisaga afreksmanns Isafold Austurstrœti 10 Opið til 22 öll kvöld Eimskip FóUdð hjá Bókin Milli sterkra stafna - fólkið hjá Emskip styður þau algildu sannindi að þegar grannt er skoðað er fyrirtæki ekki skip, bókhaldsgögn eða húseignir, heldur fólkið sem vinnur þar. í bókinni segja sögu sína á lifandi og skemmtilegan hátt lólf manns úr mismunandi starfsgreinum, meðal annarra bílstjóri, bókari, bryti, skipstjóri, verkstjóri og vélstjóri. Tveir údendingar sem verið hafa í samstarfi við Eimskip áratugum saman segja tæpitungulaust frá viðskiptum sínum við Islendinga og skoðun sína á landi og þjóð. Fjallað er um ástina og gleðina, sorg og sigra. Sögusviðið er meðal annars menningarpláss vestur á fjörðum á öndverðri öldinni, Esbjerg í Danmörku á tímum j þýskrar hersetu og danskrar andspyrnuhreyfingar, London á stríðsárunum, farþegaskipið Gullfoss og ævintýrin þar. Palestína meðan Suezdeilan stóð sem hæst.l Kaupmannahöfn í stríði og friði og Reykjavík frá aldamótum til dagsins í dag. Flestir sem segja sögu sína í þessari bók hafa' starfað með þremur forstjórum á starfsævi sinni og þeir greina frá því hvernig persónuleiki þeirra hvers um sig hafði og hefur enn áhrif á starfsemina og andann í þessu stóra fyrirtæki. Afar skemmtileg og óvenjuleg viðtalsbók - prýdd fjölda ljósmynda. 3.65 ss ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F - góð bók um jólin i

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.