Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 11
Flmmtudagurinn 30. desember 1993 Ríkisstjórnin: Hvar? Ó hvar? PRESSAN I I Ef ríkisstjórn lýðveldisins væri venjulegur borgari að eiga hljóða stund með sjálfiim sér á gamlárskvöld eftir ska- upið og flugeldana og Nú árið er liðið — þá mundi hann sennilega þakka guði sínum fyrst fyrir það að vera enn á lífi. Og næst mundi hann þakka fyrir að hafa verið forðað ffá því að farga sér sjálfur — því eina raunverulega hættan sem að ráðuneyti Davíðs Odds- sonar hefur steðjað undanfar- in misseri kemur að innan. Blikur á lofti í ársbyrjun dofh- uðu með kjarasamningum í vor -— sem ASÍ hefur tekið að sér að svara fyrir — og með skánandi efnahagshorfum eft- ir því sem líður á árið, — sem helst teljast eiga sér þrenns- konar ástæður: rússafiskur, Ameríkuveiðar, Smuga; og á stjórnin reyndar varla hlut að neinum þessara þriggja. Við þessar aðstæður hefur stjórn- arandstaðan á þingi ekki haft mikið í ráðherragengið að gera á árinu — nema þegar vellur og kraumar í stjórnar- pottínum sjálfúm, sem nokkr- um sinnum virtist geta orðið ríkisstjórninni skeinuhætt: í búvörumálum, við sjávarút- vegsendurskoðun og í fjár- lagaafgreiðslu. Davíb kemur á óvart Davíð Oddsson hefur raun- ar heldur komið á óvart sem málamiðlari innan ríkisstjóm- arinnar, og hefur á öllum þessum þremur sviðum náð niðurstöðu — lendingu ein- sog það heitír í fagslangri pól- itíkusa, og getur bætt kjara- samningunum við þá affeka- skrá. Hann hefúr þarmeð los- að sig að nokkru undan hin- um áleitnu upphafsspuming- um um getu og dug mannsins ffá verndaða vinnustaðnum í borgarstjórn Reykjavikur, og hefur á köflum tamið sér landsföðurlegri framkomu. Sagan segir reyndar að þessi margyfirlýsta „mildun“ eigi sér meðal annars rætur í Is- landsheimsókn auglýsinga- manna ffá sömu stofunni og snyrti Jeltsín til eftir að Magga Thatcher var komin þar úr reikning. Þessi saga passar samt einstaklega illa við mynd ársins: Davíð McDonalds. Hjá Davíð er gallinn við að vera málamiðlandi landsfaðir auðvitað sá að hann missir um leið skerpu úr svipnum, — það veikist sú ímynd hans að vera harði naglinn sem veit hvað hann vill. Þá er stutt í spumingar um hlutverk hans í landsmálunum, sjálft erindi leiðtogans í pólitíkinni. Þeir sem lentu í því að horfa í Sjónvarpinu á endurtekna MÖRÐUR ÁRNASON viðtalasyrpu Ómars, Sig- mundar og Agnesar ffá 1988- 9 hafa að minnsta kosti haft á orði að þessi fimm ár hafi Davíð Oddsson elst ákaflega hratt. Kannski speglast aðstæður forsætísráðherrans í stjórninni allri, og þriðja spurningin yfir ffeyðivínsglasinu eftir flugeld- ana og áramótasálminn mundi sennilega verða: til hvers? Stjórnin sjálf er spurð um erindi síðari tvö árin af tímabili sínu. Hún getur auð- vitað hrósað sér af vöxtunum, og á það hrós að sumu leyti skilið. En hvar eru umbæt- urnar miklu í ríkisfjármálun- um? Hvar eru skattalækkun- arloforð Sjálfstæðisflokksins? Hvar einkavæðingarnar? Re- formið mikla í sjávarútvegi? Afnám Framsóknarmiðstýr- ingarinnar í stjórnkerfinu? Niðurrif sjóðakerfisins? Hvar? Ó hvar? Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? Sennilega situr stjórnin út kjörtímabilið ef ekki verða stórkrísur. Hver ráðherra reynir að búa í haginn fyrir sig og allir saman að styrkja stöð- una áður en menn komast á næstu krossgötur — það er eftir allt saman ekki nema tæplega hálft annað ár til þingkosninga, til dæmis að- eins ein fjárlög. Ef jarð- sprengjurnar springa ekki: áhrifin af EES, rekstrarstaðan í sjávarútvegi, andstaða við endurnýjað kvótakerfi, óþreyja almennings effir efha- hagsbata og kjarabótum... Tangó sjalúsí Ein af stórkrísunum gæti reyndar riðið yfir strax í vor með sveitarstjórnarkosning- unum. Glöggur íhaldspiltur sagði við mig um daginn að þetta væri einfalt. Ef Sjallarnir héldu Reykjavík og kratarnir Hafnarfifði þá mundi stjómin halda áfram og sennilega blómstra gegnum næstu kosningar líka á sjálfstraust- inu. Ef bæði höfuðvígin töp- uðust mundu stjórnarliðar snúa bökum saman og berjast fýrir samtvinnuðu lífi sínu. Það versta fýrir stjórnarsam- starfið væri hinsvegar að ann- ar flokkurinn héldi meirihlut- anum en hinn tapaði sínum - - þá yrði sko tangó sjalúsí á stjómarráðsblettinum. Útgefandi Blaö hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstióri Sieurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifine 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EUR0 en 855 kr. á mánuöi annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu „Efsjallarnir héldu Reykjavík og kratarnir Hafnarfirði þá mundi stjórnin halda áfram ogsennilega blómstra gegnum nœstu kosningar líka á sjálfstraustinu... Það verstafyrir stjórnarsamstarfið vœri að ann- arflokkurinn héldi meirihluta en hinn tapaði sínum —þáyrði sko tangó sjalúsíá stjórnarráðsblettinum.(í „Almesta áfall Friðriks á árinu var ekki einusinni á íslandi, heldur tapaði Sigríður Dúna UNESCO- kosningunum útí París ogFriðrik verður víst að dröslast með hérna heima framyfir nœstu kosning- ar líka. “ „Einhver sífelldur drungi hvíliryfir hinum vœna pilti úr Firðinum, sem hrekst úr einni skotgröfí aðra einsog honum sé ekki sjálfrátt: vonbrigði árs- ins ípólitíkinni.“ Sendillinn Og fyrst það er farið að segja frá því sem aðrir segja heyrði ég mann fúrða sig á því um daginn hvað væri eigin- lega orðið um hinn sterka mann í fyrri hálfleik þessa stjórnarsamstarfs - Þorstein Pálsson. Hann var einusinni sá sem sagði af eða á í málum, en er núna einsog hver annar sendill milli Davíðs og LÍÚ. Við hlutverki hans hefur svo tekið af öllum mönnum Hall- dór Blöndal sem er að breytast í næstum því huggulega gam- aldags og þjóðlegt ídeal-íhald. Friðrik Sophusson — jú, það er einmitt sá sem ætlaði að rétta af ríkissjóð á tveimur ár- um — almesta áfall hans á ár- inu var ekki einusinni á Is- landi, heldur tapaði Sigríður Dúna UNESCO-kosningun- um útí París og Friðrik verður víst að dröslast með hérna heima framyfir næstu kosn- ingar líka. En Ólafur Garðar hlýtur hvað úr hverju að fara að ákveða sig hvernig hann ætlar að losna. Ráðuneytið, skólakerfið og menningarlífið mega ekki við þessu lengur. Nýr krataforma&ur? I herbúðum Alþýðuflokks- ins virðast Jóni Baldvini sí- þyngjast brúnir. Ætli hann sé loksins að verða leiður á þessu öllu saman? Jóhanna er í sár- um eftir atkvæðagreiðsluna í nóvember og virðist eldd — enn — hafa tekist að nýta sér fjöldastuðning og sóknarfæri eftir varaformannslætin í sumar. Sighvatur hefur haft pólitísk hamskiptí með ráðu- neytisflutningunum, og er líka kominn í rniklu betra skap en einusinni. Skrifar vaxtalækk- unina á sinn reikning og rífur núna kjaft gegn bönkum, landbúnaðarskriffinnum og útlendingum í staðinn fýrir að hamast á sjúkum og fötluðum og fátækum. Um daginn heyrði ég þá uppástungu að þar færi næsti formaður Al- þýðuflokksins — millileikur- inn þangaðtil ný kynslóð væri reiðubúin. Varaformaður var þá nefndur Össur Skarphéð- insson. Sem vel á minnst kom inní stjórnina í vor leið ásamt pól- itískum félaga sínum Guð- mundi Árna bæjarstjóra með þeim ummælum flokksfor- mannsins að nú yrði að reyna hina ungu menn til forystu. Og er skemmst ffá því að segja að allt virðist leika í höndum umhverfisráðherranum með- an einhver sífelldur drungi hvílir yfir hinum væna pilti úr Firðinum, sem hrekst úr einni skotgröf í aðra einsog honum sé ekki sjálffátt: vonbrigði árs- ins í pólitíkinni. En Refur bóndi glottír á Vesturgötunni. Og áffam heldur hringekj- an ... Höfundur er íslenskufræöingur. BLAÐAMENN: Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkaiesari, Steingrímur Eyfjörö útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason, Steingrímur Eyfjörö, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.