Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 18
Það markverðasta og ómerkilegasta í bókmenntum ársins. Þegar litið er á skáldverk ársins 1993 er ekki hlaupið að því að greina þar ákveðna strauma eða stefnur. Efnisvalið virðist æði fjöl- breytt en ef eitthvað er virðist sem ástin hafi einhverja yfirburði. Hún var þráðurinn í fjórutn skáldsögum ársins: Ástin fiskanna, Borg, Hengi- flugið og Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma. Ástin fiskanna eftir Steinunni Sigurðardóttur var róm- antískust og fallegust þessara bóka, ómenguð ástarsaga sem ógiftar konur á fertugsaldri lifa sig mjög inn í, eða svo segir mín reynsla. Sjóarasögur voru einhverjar, en engin þeirra áberandi tilþrifamikil. Enn aðrir höfundar einbeittu sér að myrkum efnum. Illugi Jökulsson skrifaði mjög óvenjulega bók um grimmd og stríðsógnir. Bókin varð þó aldrei fyililega sannfærandi. Ein- ari Má tókst hins vegar frábærlega að skrifa um hugarheim geðsjúk- lings í bókinni Englum alheimsins. Það var meiri stilling í ljóðrænu og þunglyndislegu verki Gyrðis Elías- sonar Tregahorninu (titili bókar- innar gefur efni hennar svo sannar- lega til kynna). Björn Th. Björnsson var á allt öðru róli en allir hinir í sögulegri skáldsögu, Falsaranum, og þar hitti hann á einhverja þjóðartaug því bók hans rokseldist. Falsarinn er ein þeirra bóka sem óhætt er að gefa nær hverjum sem er, það er nær ör- uggt að hún muni falla í kramið. Þetta er sérlega vel skrifuð bók, full af ævintýrum og spennu og allt meira og minna sannleikanum —^amkvæmt. Bók Björns hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaun- anna. Fyrsta skáldsaga Birgis Sig- urðssonar hlaut einnig einróma lof, kannski er þar sú skáldsaga ársins sem lofsamlegasta dóma hlaut. Það olli víða undrun þegar bókin var ekki tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Sú sem þetta ritar viðurkennir að bók Birgis hafi komið sér mest á óvart um þessi jól og er það ekki sagt í jákvæðasta skilningi. Miðað við hið gífurlega lof sem bókin hlaut virtist raunhæft að gera ráð fýrir tilþrifamiklu verki. En bókin er verk sem er ekki nema í meðallagi gott. Hún er löng og hæg og í ffásögninni er vel greinanlegur UNNNI þar sem hún þótti tilgerð- arleg og leiðinleg, verðlaunalegt en þó ekki lífvænlegt bókmenntaverk. Bókin var tilnefhd til íslensku bók- menntaverðlaunanna og er ekki ólíklegt að hún hreppi þau verðlaun þrátt fyrir efasemdir þessa gagnrýn- anda. Sú bók sem mest kom á óvart að finna í hópi skáldverka sem tilnefnd voru til íslensku bókmenntaverð- launanna var skáldsagan Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur. Það er erfitt að sjá hvað varð til þess að hún varð fyrir valinu því verkið líður sárlega fýrir tilgerð og er greinilegt byrj- andaverk. Englar alheimsins, skáldsaga Ein- ars Más Guðmundssonar, var ekki tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna og það kom mörgum þeim sem lesið höfðu bókina óþægilega á óvart. Þessi skáldsaga Einars Más er tvímælalaust hans besta bók, svo áhrifamikil að hún kemur lesandanum beinlínis úr jafnvægi. Textinn er oft undrafalleg- ur og stundum mjög fyndinn. Þetta er bók sem ætti að vinna til verð- launa. Bók Einars Más er að öllum lík- indum áhrifamesta skáldverk ársins en smásagnasafn Gyrðis Elíassonar er það prósaverk ársins sem unnið var af mestri listrænni ögun. Ég kýs að kalla það fullkomið verk. Það er dapurlegt að í ágætri bókavertíð skuli hafa farið svo lítið fyrir þessu STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Sú skáldkona okkar sem skrifar læsilegastan og bestan stíl. gaman. Bók Guð- bergs var all- BIRGIR SIGURÐSSON ó v e n j u 1 e g Ofmetnasta skáldverk ársins. predikunar- og vandlætingartónn. Þetta er gamaldags skáldsaga í sið- bótarstíl. Það má hafa nokkurt gaman af henni sem slíkri en hún er ekki sérlega eftirminnileg. Og mið- að við þá dóma sem hún hlaut er hún að mínu mati ofmetnasta skáldverk þessa árs. Guðbergur Bergsson átti marga fína spretti í skáldsögu sinni Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma. Þessi saga um ástarsamband tveggja karlmanna varð þó hvorki sérlega ögr- andi né djörf en oft ákaf- lega fyndin. Öðru hvoru hætti Guð- bergi til að teygja lopann og í bókinni er nokkuð um óþarfa og þreytandi blaður. Þetta er ekki með betri bókum Guðbergs en það má þó hafa af henni n o k k u r t ástarsaga en saga Steinunnar Sig- urðardóttur Ástin fiskanna var lítil en mjög eftirminnileg ástarsaga. Síðustu árin hefur Steinunn verið vaxandi höfúndur. Hún er ákaflega vandvirk og skrifar af feikilegu ör- yggi og er örugglega sú skáldkona okkar sem skrifar læsilegastan og bestan stíl. Önnur virt skáldkona, Álfrún Gunnlaugsdóttir, sendi frá sér bók- ina Hvatt að rúnum sem hlaut af- bragðsdóma nema hér í PRESS- HÁTÍÐARKVEÐJUR Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Þökkum viðskiptir. i árinu sem er að iíða. vtsA \f7LY*wpnrjTTTtm EINAR MAR GUÐMUNDSSON Bók sem ætti að vlnna til verðlauna. verki, það hlaut bæði litla auglýs- ingu og fátæklega umfjöllun. Við erum kannski orðin svo vön því að Gyrðir vinni vel að okkur þykir óþarfi að hafa sérstakt orð á því. En svo er einnig á ferð hugmynd um að skáld verði sífellt að breyta til og gera allt annað en það hefur áður gert. Það heyrast raddir sem segja í óþoli að þetta sé jú allt gott en nú þurfi Gyrðir að fara að gera eitthvað annað, þetta sé allt orðið hvað öðrú líkt hjá honum. Ég er ffernur treg til að taka undir þetta viðhorf, eitthvað þessu líkt mætti allt eins segja um skáldskap Steins Steinarr og fleiri snillinga. Tregahornið er að mínu mati besta verk Gyrðis Elíassonar og verk sem ásamt skáldsögu Einars Más á eftir að lifa. Það sama má segja um Ijóðabók Hannesar Péturssonar Eldhyl en eins og Hrafn Jökulsson sagði svo vel þá eru ljóð Hannesar „völundar- smíðar og meistaraverk“. Það var einnig Hrafn Jökulsson sem sagði um ungskáldið Svein Yngva Egilsson „hér er komið skáld“. Að vísu stal hann þessum orðum úr ritdómi mínum um Braga Ólafsson en við Hrafn getum svosem átt þessar uppgötvanir okk- ar saman því í Braga Ólafssyni og Sveini Yngva eru svo sannarlega komin skáld sem skipta máli. Af öðrum viðburðum í ljóða- deildinni voru þeir helstir að Sig- urður Pálsson sendi frá sér fina bók með mælskuljóðum, Ljóðlínudans. Og Kristín Ómarsdóttir átti fallega og sjarmerandi ljóðabók, Þernu á gömlu veitingahúsi. Háskólaprófessorinn Þorsteinn Gylfason sendi frá sér vandaðar ljóðaþýðingar í bókinni Sprekum af reka og tileinkaði bókina Helga Hálfdanarsyni. Helgi, sem er vaskur maður, átti þýðingu á Kóraninum en það var ekki það eina sem hann kom í verk. Hann gaf út hina kostu- legu ljóðabók Ljóðmæli undir nafn- inu Hrólfur Sveinsson. Það er ekki oft sem lesa má úr ritdómum að gagnrýnendur skemmti sér í starfi en þeir iðuðu greinilega margir af ánægju þegar þeir tóku að sér að segja Hrólfi til í skáldskaparfræðum. I ævisagnadeildinni sló Jóhanna Kristjónsdóttir í gegn með bók sinni um eiginmann sinn fyrrverandi, Jökul Jakobsson, bók sem er vel skrifuð og af skynsemi. En enginn gat keppt við Þorgrím Þráinsson sem virðist einungis þurfa að lyfta penna og þá streymir til hans gullið. Af erlendum skáldverkum má nefna bók Rabalais Gargantúa og Pantagrúll og Bókina um hlátur og gleymsku eftir hinn óviðjafrianlega MiÍan Kundera, vitaskuld í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Það var hið metnaðarfúlla forlag Mál og menn- ing sem færði okkar þessar bækur og einnig annað bindið af Ódysseifi í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og hina dásamlega fyndnu bók Lít- inn heimur eftir David Lodge þar sem gert er stólpagrín að „húmors- lausa fræðimannaliðinu“ (eins og Dagný Kristjánsdóttir orðaði það í fremur fúllyndri bókmenntagrein í Morgunblaðinu). Það hafði verið draumur margra þeirra sem á unglingsárum brutust í gegnum Hringadróttinssögu að fá hana þýdda og þeim varð nú að ósk sinni. Af fræðibókum má nefna hina miklu bók Árna Bjömssonar Sögu daganna, annað hefti íslenskrar bókmenntasögu og bók Þórðar í Skógum Sjósókn og sjávarfang og er þá fátt eitt talið til. Þrátt fyrir hrakspár og einhvern mótbyr voru þetta bókajól sem komu þægilega á óvart. Bóksala varð meiri en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona og það mátti finna margar ágætar bækur. En nú getum við farið að hlakka til næstu jóla. Ég ætla að leyfa mér að spá því að þau verði þau athyglisverðustu (og væntanlega bestu) í langan tíma, en þá munu væntanlega mæta í sölubaráttu: Einar Kárason, Hall- grímur Helgason, Pétur Gunnars- son, Thor Vilhjálmsson og Vigdís Grímsdóttir. Óg einhver var að hvísla að mér nöftium Ólafs Gunn- arssonar og Þórarins Eldjáms. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.