Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 30.12.1993, Blaðsíða 3
I I I I I I I > > > I Fjárfestingarfélagið Skandia hf er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar Fimmtudagurinn 30. desember 1993 PRESSAN 3 lllftll j^Jýstofnað hagsmunafélag landeigenda við Þingvallavatn hafur vekið athygli, en for- maður félagsins er Björn Helgason, jarðfræðingur á Keldnaholti. Landeigend- ur hafa með vaxandi áhyggjum fylgst með starfi þeirra Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts og Auðar Sveinsdóttur lands- lagsarkitekts, sem vinna að svæðaskipulagi fyrir hreppana þrjá við vatnið. Ganga tillögur þeirra langt í friðun og þykir landeigendum sýnt að með þessu fylgi eignaupptaka án mikilla bóta. Má gera ráð fýrir að þetta verði nokkurt hita- mál á næstunni... Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavegi 170, Sími 61 97 00 Útibú: Kringlunni, Sími 68 97 00 • Akureyri, Sími 1 22 22 A, ^ndrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alpan, mun láta af þeim störfum um áramót. Fyrirtækið Alpan hef- ur framleitt álpönnur og - potta um árabil en reksturinn ekki gengið sem skyldi. Tapið var 20 milljónir króna á síð- asta ári og fullyrt að það verði ekki minna í ár. Einnig er full- yrt að helstu ástæðuna fyrir erfiðleikunum sé að finna í framleiðslunni sjálfri. Verk- smiðjan var á sínum tfma keypt ffá Danmörku, en þar var fyrir önnur verksmiðja sem heitir Skanpan. Hún ffamleiðir alveg sambærilega vöru en býr yfir tækni til að loka málminum og hefur einkaleyfi á því. Þeir sem hafa keypt framleiðslu Alpan þekkja flestir að pönnurnar vilja bólna upp og flagna og þykir það ekki heilsusamlegt. Meðal forsprakkanna voru iHaraldur IHaralds- son í Andra og Önundur lÁsgeirsson |í Olís, en Byggða- Istofnun er ínú orðin stór hluthafi. Upphaflega var gert ráð fyrir útflutningi á Ameríkumarkað í stórum stíl, en Skanpan situr að mestu að þeim markaði. Einnig ætlaði verksmiðjan að kaupa allt ál ffá Álverinu í Straumsvík en flytur nú inn uppbrætt ál frá Bretlandi... vJíðastliðið sumar kom upp sérstætt mál á Ólafsvík þegar lögreglan þar þurfti að hafa afskipti af vopnaburði Sig- urðar Baldurssonar, yfir- læknis við heilsugæslustöðina. Hafði hann í hótunum við vegfarendur og beindi í áfeng- isvímu að þeim haglabyssu. Fundust um fjörutíu skot á honum við leit. Eftir langt ffí er yfirlæknirinn kominn aftur til starfa. Það hefiir hins vegar vakið athygli heimamanna að ekkert virðist ætla að verða úr rannsókn málsins ffá í sumar og bendir flest til þess að því hafi verið stungið undir stól... S K I L A B O Ð Deutsche BankAG í Frankfurt VILTÞU EIGNAST HLUT I DEUTSCHE BANKAG? Fjárfestingarfélagið Skandia greiðir götu þína á alþjóðlegum verðbréfamarkaði Fjölmargir viðskiptavinir Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. hafa þegar kynnst því hversu einfalt það er að fjárfesta hluta eigna sinna í erlendum verðbréfum. Flestir þeirra hafa fengið raun- ávöxtun sem er verulega umfram það sem gerist og gengur hér heima. Jafnframt hafa þeir náð betri og skynsamlegri áhættudreifingu á sparifé sitt þar sem þeir treysta ekki lengur eingöngu á verðgildi íslensku krónunnar. Þú þarft ekki endilega að kaupa hlut í Deutsche Bank eða áþekku fyrirtæki til að fjárfesta áhættu- lítið erlendis. Þú getur valið á milli margra mis- munandi verðbréfasjóða, þar sem áhætta er í lágmarki. T.d. er það markmið sumra verðbréfasjóða að fjárfesta einungis í öruggum verðbréfum, svo sem ríkisbréfum á meðan aðrir leitast við að ná hárri ávöxtun með fjárfestingu í efnilegum fyrirtækjum. Fjárfestingarfélagið Skandia er umboðsaðili fyrir ýmis eignaumsýslufélög sem njóta mikils trausts á heimsmarkaði og bjóða þau öll sjóði með góðri áhættudreifingu. Ráðgjafar Skandia aðstoða þig fúslega við að finna rétta verðbréfasjóðinn fyrir þig.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.