Pressan - 24.02.1994, Qupperneq 2
Pinter í íslenska leikhúsinu
Enska leikskáldið Harold
Pinter er í miklu dálæti hjá
íslenskum leikhúsáhuga-
mönnum, jafnt lærðum sem leik-
um. Á undanfömum árum hefur
hann verið tíður gestur á dagskrá
íslenskra leikhúsa: Alþýðuleikhús-
ið með Einskonar Alaska, Kveðju-
skál og Elskhugann — og P-leik-
hópurinn með Heimkomuna og
Húsvörðinn. Allar þessar sýningar
gengu mjög vel og nú bætist ís-
lenska leikhúsið í hópinn en það
frumsýnir Vörulyftuna á þriðju-
dagskvöld. Vörulyftan eða The
Dumb Waiter, eins og það heitir á
frummálinu, er meðal fyrstu verka
Pinters og er ekki í fullri lengd.
Þetta er magnþrungið verk og
mjög sérkennilegt. Sýningar verða
í Hinu húsinu, nánar tiltekið í eld-
húsinu sem er eins og sniðið utan
um leikinn — það er eins og Pint-
er hafi dottið inn á gamla Þórs-
kaffi, fengið sér te hjá veitinga-
manninum og skrifað vettvangs-
lýsingu leikritsins. Leikstjóri er
Pétur Einarsson en Þórarinn Ey-
fjörð og Halldór Bjömsson
leika...
Baldur myndar Indriða
Baldur Hermannsson er ekki aldeilis hættur að búa til sjónvarps-
myndir um athyglisverð viðfangsefhi. Síðustu fregnir herma að
hann sé byijaður vinnslu á mynd um ffægasta trökkdræver lands-
ins, Indriða G. Þorsteinsson rithöfúnd og löngum baráttumann gegn
sósíalistum og kommúnistum. Við vitum ekki hvort um er að ræða
sjónvarpsþátt eða lengri heimildarmynd um Indriða, en varla verða
efnistökin hefðbundin ef marka má það sem á undan er gengið...
í
Arthúr messar
Bændahöllinni
átturinn Gestir og gjörningar undir stjórn
Björns Emilssonar hefur verið á dagskrá
Sjónvarps í vetur við mismikla hrifningu
sjónvarpsáhorfenda. Hann gengur út á það að
ákveðinn veitingastaður er heimsóttur og þaðan
er síðan sjónvarpað skemmtidagskrá. Næst-
komandi sunnudagskvöld verður Bjöm með
sitt lið á Skrúði sem er staðsettur á Hótel Sögu
eða í Bændahöllinni. Einn liður Gesta og gjörn-
inga er kallinn á kassanum sem á fyrirmynd
sína í eldri tímum þegar menn stóðu á kassa á
götum úti og messuðu yfir vegfarendum. Sjald-
an eða aldrei hefur eins vel tekist til með að setja
jafhviðeigandi kall á kassann og nú — þ.e. sé
ingu. Það verður enginn annar en erkivinur
bænda, sjálfur Arthúr Björgvin BoUason, sem
fær tvær mínútur til að segja það sem stendur
huga hans næst...
Súkkat á
túr um
Evrópu
Það er ekki bara Björk
sem fer í hljómleika-
ferð um Evrópu. Nú er
sá þjóðlegi en jafnframt frum-
legi dúett Súkkat að fara í
eina slíka. Þeir piltar hófu
leikinn í Staðarsveit síðastlið-
inn laugardag en þar frum-
fluttu þeir nýtt lag sem heitir
„Reykjavíkurpakk" og segja
kunnugir að það komi til með
að slá út „Kúkinn í lauginni",
sem er þeirra vinsælasta lag.
Frá Staðarsveit fóru þeir til
Húsavíkur og í dag fara þeir
utan og leika og syngja í
Stuttgart um helgina. Það er
íslendingafélagið í Stuttgart
sem stendur fyrir því að Súkk-
at leikur í Þýskalandi...
Mexíkoskl stemmnmg-
arfyllerí á Loftleiðum
Mexíkóska æðið sem sigldi í kjölfar kvikmynd-
arinnar Kryddleginna hjarta er enn ekki runn-
ið af landsmönnum. Þvert á móti segja gár-
ungarnir; þetta sé rétt byrjunin á því sem koma skal.
Þótt frygðinni hafi óneitanlega verið fyrir að fara í
myndinni — sem er um þessar mundir búin að ná til
sin hátt í 20 þúsund áhorfendum — birtist hinn mexí-
kóski tíðarandi fyrst og fremst í formi matar- og
drykkjarvenja hér landi, að minnsta kosti opinberlega.
Meira með þeim hætti að hin ólíklegustu vertshús eru
farin að elda matinn af ást. Það veitingahús sem nú
bætist í hópinn er Hótel Loftleiðir, en þess má geta
matreiðsla sem þessi er ekki alveg ný af nálinni þar,
því Guffi og félagar reyndu þetta á landanum fyrir ári
með góðum árangri. Framundan á Loftleiðum eru
hvorki meira né minna en tíu mexíkóskir dagar með
mexíkóskum listamönnum á sviði matreiðslu, tónlistar
og dansmenntar. Að sögn Guðvarðar Gíslasonar verð-
ur hér um „orginal" matreiðslu að ræða, engan tex-
mex-mat. Margar uppskriftirnar eru fengnar beint upp
úr Kryddlegnum hjörtum. Má þar nefna fylltar paprikur
með hnetusósu, kjúkling í mole-sósu og svínakjöt með
baunum í rauðri sósu.
Án titils / Án tillits...
Hringlaga túnþaka er gerð.Henni
er snúið um 001° og látin gróa aftur
Án titils
Höff.: Einar
Gudmundsson
Útg.: Höfundurinn
Reykjavík 1978
Einar Guðmundsson er skáld
úr hreyfingu SÚMara, ef ég
skildi það rétt, hinna flipp-
uðu myndlistarmanna sem hófu
gjörninga og uppákomur til vegs
og virðingar í íslensku menningar-
lífi og höfðu varnarþing sitt á
Vatnsstígnum þarsem nú er Ný-
listasafnið. Þetta voru miklir og
frægir kallar í augum minna jafh-
aldra fýrir u.þ.b. tuttugu árum og
ávallt með gamanmál á hraðbergi;
ég man eftir upplestri Einars Guð-
mundssonar, sem félagar hans
kölluðu litlaskáld, í Stúdentakjall-
aranum svona í kringum 77, og
upplesturinn endaði á þeirri uppá-
komu eða þeim gjörningi að
nokkrir myndlistarmenn fóru að
skáldinu, hófú það á loft og vörp-
uðu því svo á dyr fýrir augum
áheyrenda. Þá hafði Einar gefið út
að minnsta kosti tvær bækur; „La-
blaða hérgula11 og „Flóttinn til lífs-
ins“, en svo kom út bókin sem ég
ætla að muni lengst halda nafni
hans á loft af því sem hann enn
hefur skrifað: „An titils“.
Að stofni er þetta dagbók skálds-
ins frá hluta ársins 1976, eða lífs-
skýrsla: þar er lagt á borðið í skrif-
legu formi það sem ber fýrir í lífi
BLÁMAÐU R UM BO RÐ
EIIMAft
KÁRASOIVI
hans á nefhdu tímabili, þannig að
auk dagbókarinnar eru birt þau
verk sem hann skrifar, öll bréf sem
hann sendir og líka þau sem hann
fær, bæði einlæg vinabréf og þurr-
legar tilkynningar ffá stofnunum,
og til að halda nú öllu til haga og
gefa heildstæða mynd af lífsferlin-
um er líka birt orðrétt sýnishorn úr
útvarpsfréttum þessara daga.
Einhverntíma á þessi bók eftir að
verða mikilvæg heimild, fýrir til
dæmis þá listfræðinga ffamtíðar-
innar sem munu rannsaka hina
stórmerku hreyfingu SÚMara.
Þarna birtast ljóslifandi ýmsir
þekktir listamenn og áberandi per-
sónuleikar bæði lífs og liðnir:
mætti þar nefha Jón Gunnar Árna-
son myndlistarmann og Jón Yngva
sem var hálfgerð þjóðsagnapersóna
á sinni tíð og sat í Flatey og hafði í
smíðum „Bókina einu“ (einsog
getið er um í Án titils). Steinar
skáld Sigurjónsson sem lést í fýrra
er einnig nálægur á sinn hátt; Ein-
ari Guðmundssyni berst meðal
annars úr Flatey skammarbréf til
Steinars, en þarsem enginn vissi
ffekar en venjulega hvar Steinar bjó
var Einar beðinn um að vera með
bréfið á röltinu um bæinn því að
það var eina gilda leiðin til að hafa
uppi á Steinari. Þá eru þarna að
sjálfsögðu fýrirferðarmiklir félagar
Einars úr röðum myndlistarmanna
einsog Magnúsarnir Tómasson og
Pálsson, Gylfi Gíslason, Helgi Þor-
gils, bræðurnir Sigurður og Krist-
ján Guðmundssynir og faðir þeirra
Gvendur Rammaskalli og fleiri
góðir menn innlendir og erlendir
sem of langt mál yrði að telja upp.
En þótt bókin hafi ótvírætt
heimildagildi einsog hér hefur ver-
ið nefnt er hún þó fýrst og ffemst
merkilegt listaverk, tilraun sem
gengur fúllkomlega upp. Og það
held ég að komi ekki síst til af höf-
uðkosti hennar sem er einlægnin;
hún er gersneydd sjálfsrembu ævi-
sagnanna, Einari er aðallega í mun
að leggja sannleikann, staðreynd-
irnar, á borðið, en er ekkert að hlífa
sjálfum sér. Og auðvitað er einhver
ljúfur lánleysisbragur yfir þessu
reykvíska bóhemalífi, fýrirætlanir
ýmsar renna út í sandinn; ffá fýrstu
„Hann þarf
kannski endi-
lega að rekast
inn á verkstœð-
ið hjá Ramma-
skallanum, og
Ramminn send-
ir hann út í Ríki
eftir tveimur
hvítvín, og svo
er farið að
drekka úr þeim
og þá gleymist
Flateyjarferðin
alveg... “
Einar Guðmundsson
Konseptið á for-
síðu bókarinnar er
eftir Kristján Guð-
mundsson.
síðum bókarinnar er skáldið á leið-
inni út í Flatey til að sinna listum
og heimsækja vini og kunningja;
það er draumur hans að komast
alla leið út í Breiðafjarðareyjuna, en
þótt leiðin frá Reykjavík og þangað
út sé hvorki löng né ströng, engin
Jórsalaför, þá tekst Einari aldrei að
öngla saman fýrir fargjaldinu og er
enn ófarinn í bókarlok. Þessi ætl-
aða langferð er nokkurskonar leið-
arstef í sögunni, fýrirheitin eru
jafnan klár og stundum er hann
kominn með það sem til þarf og er
ekkert að vanbúnaði, en þá gerist
eitthvað, hann þarf kannski endi-
lega að rekast inn á verkstæðið hjá
Rammaskallanum, og Ramminn
sendir hann út í Ríki eftir tveimur
hvítvín, og svo er farið að drekka
úr þeim og þá gleymist Flateyjar-
ferðin alveg þartii runnið er af
skáldinu nokkrum dögum síðar og
allir peningar búnir.
Einsog áður var um getið birtast
bréf í bókinni, bæði þau sem höf-
undurinn skrifar
sjálfúr og líka þau
sem hann fær, og
það má sjá á efhi
sumra bréfanna að
sendandann óraði
ekki fýrir að þau
færu lengra en fýrir
augu Einars Guð-
mundssonar, og
hvað þá að þau birt-
ust á bókum. Segir
sagan að einhverjum
þessara bréffitara
hafi orðið bylt við,
þeim hafi þótt tillits-
semi skáldsins í
meðallagi, og jafhan
uppnefht bókina „Án tillits“. Bókin
er offsetfjölrituð eftir handritinu,
og á það verk lagði gjörva hönd sá
kunni bókagerðarmaður Sigurjón í
Letri. Verkið er unnið af natni og
snyrtimennsku, en viðheldur hin-
um hráa sjarma sem einkenndi
prentverkið úr þeim ranni, og það
er afar mikilvægt að þegar í fram-
tíðinni máttarstólpar menningar-
innar endurútgefa þetta verk verði
haldið upphaflegu úditi, upphaf-
legu Letri.
2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994