Pressan - 24.02.1994, Síða 3

Pressan - 24.02.1994, Síða 3
-Hf «> Ráðningu nýrrar þulu við Ríkissjón- yarpið bar oít á góma þegar mál Heimis, Hraíhs og úrs Björgvins bar sem hæst. Ein af skýr- ingunum sem Hrafn Gunnlaugsson gaf á nið- urskurði á vöktum sam- býliskonu Arthúrs, þul- unnar Svölu Amardótt- ur, var sú að þulunum hefði fækkað um tvær og ein ný hefði komið í stað- inn og því hefði einhvers staðar þurft að breyta vaktaplaninu til að prufa hana. Nýja þulan, sem hóf störf nú í vikunni, heitir Jóhanna Vil- hjálmsdóttir og er dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún er, líkt og faðir hennar var, virkur meðlimur í SUS, auk þess sem hún leggur stund á nám í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands... Ek : I kki er nema rúmur mánuður til páska Jog eru margir farnir að hlakka til þessa kær- komna ffís, eins klént og jólaffíið var í ár. Það er kannski kaldhæðni örlag- anna að fyrsti apríl, sá gamansami dagur, kemur nú upp á föstudaginn langa þegar mönnum er jafnan síður en svo hlátur í hug. Það breytir því ekki að fólk ætlar að hafa það gott og skemmta sér um páskana. Hafa til að mynda margir skráð sig á Hótel Búðir um páska- helgina, en það er fyrsta helgi „sumarsins“ sem opin er almenningi... Hinum veglegu sýningum Versl- unarskóla Islands á rokkóperunni Jesus Christ Superstar lauk á miðvikudagskvöld. Alls voru sýningarnar á Hótel íslandi á vegum skólans fimm og hátt í sex þús- und áhorfendur létu sjá sig, sem verður að teljast mjög góð aðsókn. Ekki síst í ljósi þess að þegar gamlar kempur eins og Pálmi Gunnarsson tróðu upp í sömu sýn- ingu var aðsóknin dræm. Svo dræm reyndar að tal- að er um að sú uppá- koma hafi verið algjört flopp. Fólk vildi greini- lega bara horfa á ungling- ana... mtSisMá i Í I - /-A1 Þú Kavt* eina á ^^’^^öWa- -*»*«"* j ísönx.stæróog.«eösaíw __I DOWW° > PIZZA Jg .. H Ö F Ð A B ^ “ v v..’-;,—■*>&.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.