Pressan - 24.02.1994, Qupperneq 6
PRESSAN fékk valinkunna einstaklinga til að finna athyglisverðustu persónur íslands og
jafnframt þær óáhugaverðustu. Þarna er mótsögn því þeir allra óathyglisverðustu komast
eðli málsins samkvæmt ekki á blað. Hér eru niðurstöðurnar. Þetta er fólkið sem við elskum
og elskum að hata.
5. Guðbergur Bergsson
„Hann er svo helvíti skemmtilegur og skemmtilega leiðinlegur."
„Flottasti karakter á íslandi."
ATHYGLINNAR
um.‘
„Ber af í sínu fagi.“
6. Gunnar Smári Egilsson
„Fyrir utan að hafa sett mark
sitt á íslenska tímarita- og
blaðaútgáfu hlýtur ritstjóri sem
birtir heilsíðugrein um útlit sitt
og fýlupúkahátt að teljast at-
hyglinnar verður."
„Osvífinn, samviskulaus og
hugmyndaríkur. Hinn fullkomni
sorpblaðamaður sem myndi
nýtast hvaða stóra sorpblaði
2.
VIRÐI
Hann bara er! og mælir með
sér sjálfur. Hefur þann sjald-
gæfa kost að hann lætur okkur
sleðana ekki fá komplexa
vegna þess hvað hann er fitt og
í góðu formi. Það er eitthvað
jollí við þennan strák og hann
á eftir að ná langt í hverju sem
hann tekur sér fyrir hendur."
8. Ólafía Hrönn Jónsdóttir
„Hún hefur
skemmti-
lega
kímni-
gáfu og
er al-
gerlega
leið.“
Flosi Ólafsson
„Hann er síungur, ekki til neitt
sem heitir kynslóðabil hjá hon-
um.“
Gyrðir Elíasson
„Hann er snillingur og heldur
sínu striki algerlega óháður öli-
um tískustraumum, dægurmál-
um og veðrabrigðum. Eini snill-
ingur sinnar kynslóðar í littera-
túr.“
Benjamín HJ. Eiríksson
„Fyrir stórskemmtileg greina-
skrif, fyrir að vera ekta.“
l.Hrafn Gunnlaugsson
„Hrafnaþing og fjaörafok hafa fengiö nýja merkingu síöan
hann var rekinn og ráöinn aftur.“
„Ég mundi vilja vera sálfræöingurinn hans.“
„Þaö væri djúsi stöff ef Kitty Kelley kæmist í hann.“
munds-
dóttir
„Einstök, hrað-
lygin í viðtölum
en óumdeilan-
lega sætur full-
trúi íslands á
erlendri grund.“
„Hún er góður
listamaður sem
er athyglisvert
út af fyrir sig.
Lifir af í þessum
heirni."
Halldór Ásgrímsson
„Halldór hefur eitthvað við sig
sem maður laðast að. Hann er
skemmtilega leiðinlegur og þeir
eru ekki margir sem búa yfir
slíkurn hæfileikum. Ég væri til í
að fara og tjalda með Halldóri
eða vera í næstu íbúð við hann
niðri á Mæjorka."
Hemmi Gunn
„Sérstaklega fyrir sálfræðinga.
Það er einhver mjög djúpstæð
sálfræðileg merking í innkom-
um hans inn á sviðið í þáttun-
um.
Eiríkur Jónsson
„Hefur sýnt þjóðinni nýja aum-
ingja og vesalinga."
Súsanna Svavarsdóttir
„Konan sem allir elska að hata
og leikarar tala meira um en
leiklistina sjálfa.“
Benedikt Erlingsson
„Hann er spennandi og ógn-
vænlegur enda ættaður úr und-
irheimunum."
Sigurður Bjóla Garðarsson
„Þekki fáa menn sem eru jafn
áhyggjulausir yfir lífinu. Tekur
ekki þátt í lífsgæðakapphlaup-
inu. Tíminn stendur í stað þeg-
ar hann er annars vegar. Aldrei
kynnst slíkum rnanni."
skemmtilegasti og frumlegasti
fýr sem leikur lausum hala á
götum bæjarins."
Anna Mjöll Ólafsdóttir
„Hvað hún var að gera heila
helgi með Michael Jackson?
Það er spennandi."
Sigurjón Sighvatsson
„Einn af fáum íslendingum sem
virðast hafa séð út yfir tún-
garðinn — og komist þaðan.“
Heimir Steinsson
„Maður, sem virðist vera ger-
samlega ófær um að standa á
sínu nema þegar spurningin er
hvort það eigi að flagga eða
ekki, finnst mér athyglisverður
þótt ekki sé nema út frá sál-
fræðilegu sjónarhorni."
Páll Óskar Hjálmtýsson
„Fyrir dragið, opinberan perra-
skap og plötuna Stuð sem var
óvenjuhreinskilin."
Ásdís Kvaran
„Mikill bóhem af Dags Sigurð-
ar-kynslóðinni. Sannur bóhem
og lýrískur töffari. Er oft á hjóli
með gerðarlega prjónahúfu."
Kristín Ómarsdóttir
„Það er
sama hvar
■* hún er
niður-
komin,
hún er
alltaf eins
og álfur
út úr hól
og mjog
skemmtilegur og áhugaverður
álfur.“
Jónas Sen
„Það er bara til einn svona í
heiminum því miður og sem
betur fer. Hann er einn al-
Dúettinn Súkkat
„Þeir eru sérstakir og eru ekki
að gera það sem allir aðrir eru
að gera.“
Auk þess:
„Fólk sem ég sé niðri í bæ og þekki
ekki. Þarna kemur gangandi þriggja
binda skáldsaga...“
„Nafnlausi maðurinn. Þetta er há-
vaxinn eldri maður, þunnhærður í
ljósum rykffakka sem leiðir háaldr-
aða móður sína oft um miðbæinn.
Þetta er athyglisverður karakter,
táknmynd tengsla Islendinga sem eru
fæddir fyrir 1944 við landið sitt...“
„Gölturinn í Húsdýragarðinum.
Stórkostlegur persónuleiki, svivirði-
lega stór og er svona fremur fúllynd-
ur. Afskiptalaus og slæmur í magan-
um. Hann er þessi rabealíski rumur
sem íslendingar sleppa ekki lausum í
sjálfum sér. Þeir ættu að kíkja á
hann...“
Ráðgjafar PRESSUNNAR. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Áslaug Snorradóttir, Bjarni Brynjólfsson,
Elísabet Ronaldsdóttir, Gestur Guðmundsson, Guðmundur Karl Friðjónsson, Hilmar Jónsson,
Hrafn Jökulsson, Jón Olafsson, Jón Ársæll Þórðarson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Oddný Sen,
Viktor Sveinsson, Þorsteinn G. Gunnarsson og Þór Eldon, auk nokkurra annarra sem þora
ekki fyrir sitt litla líf að gefa upp nafn.
4. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
„Það er makalaust að engum
skuli hafa tekist að skjóta nið-
ur geislabauginn af henni.“
„Henni hefur tekist hið óger-
lega, þ.e. að sameina vinstri
menn í Reykjavík án þess að
hafa nokkuð fyrir því sjálf."
„Skynsöm, yfirveguð og greind
með forystuhæfileika. Með eig-
inleika sem myndu nýtast í
hvað embætti sem er í heimin-
sem er í heiminum. En kemst
því miður ekki lengra hér á
landi.“
7. Magnús Scheving
„Allra manna skemmtilegastur.
3. Stefán frá Möörudal
„Mjög athyglisverður persónuleiki. Hann er íslenskastur af öllum
myndlistarmönnum. Holdtekning hins eiginlega íslenska myndlist-
ararfs, til orðs og æðis. Hann er eins og þessir ekta menn voru.“
„Hann er kvistur sem stendur upp úr og fylgir ekki straumnum.
Orginal karakter."
9. Jón Halldór Bergsson
„Óneitanlega óvenjulegur og
spennandi starfsferill. Hann
vekur athygli mína fyrir að
hafa
kom-
þetta í jafn-
litlu þjóðfélagi."
10. Davíð Oddsson
„Fullur af valdasýki og yfir-
borðsmennsku tekst honum að
fá fólkið í landinu til þess að
kjósa sig aftur og aftur. Þrátt
fyrir síendurtekin hneykslismál
sem japanskur ráðherra væri
löngu búin að fremja harakíri
út af heldur Davíð andliti, þyk-
ist koma af fjöllum og ræðir um
veðrið. Afar athyglisverð per-
sóna.“
Geir Waage
„Prestur með þetta útlit og á
þessum launum. Ótrúlegt!"
Ari Matthíasson
„Kemur fram í fjölmiðlum, op-
inberar ofnæmi sitt fyrir femín-
istum og leggur sitt af mörkum
til að gera orðið karlremba að
hrósyrði.“
Regína Thorarensen
„Regína er ein af þessum
óborganlegu og kynlegu kvist-
um í lífstrénu. Hún er hrein og
bein og segir nákvæmlega það
sem hún hugsar. Manneskja
sem maður vildi gjarnan fara út
að borða með.“
Harpa Björnsdóttir
„Framúrstefnuleg. Stóð fyrir
karlasýningunni í Gerðubergi."
Gestur Einar Jónasson
„Athyglisvert að geta haldið úti
útvarpsþætti þar sem lögmál
fagmannsins eru látin lönd og
6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994