Pressan - 24.02.1994, Page 8

Pressan - 24.02.1994, Page 8
( LÍFIÐ EFTIR VIINIIMU ) Tequilavor Leikhús • Gauragangur. ★★1/2 Mér er óskiljanlegt hvers vegna verkiö var ekki bara látið gerast um 1970, þaö hefði verið mun trúverðugra, enda eiga klisjurnar sem vaða uppi í því uppruna sinn á þeim tíma. (FB) Þjóðleikhúsinu sun. kl. 20. lfild' ég væri Affriku Balchliðin • Blóðbrullaup. ★★★ Ef þeim Ingvari og Steinunni Ólínu tækist að kveikja eldinn á milli sín væri ég til í að sjá þessa sýningu aftur og aftur og aftur. (FB) Þjóðleikhúsinu, Smíðaverkstæði, fim. og fös. kl. 20. • Seiður skugganna. ★★★★ Það er ekkert falið, engin fjarlægð frá ömurleikanum, þú gengur inn í verkið og engist í klóm þessarar fjölskyldu, sem að meira eða minna leyti er fjölskylda okkar allra.(FB) Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, lau. kl. 20. • Mávurinn. ★★★ Sýning sem óhætt er að hvetja alla til að sjá, ekki síst þá sem standa í þeirri meiningu að Tsjekhov sé svo óskaplega þungur höfundur. (FB) Þjóðleikhúsinu, lau. kl. 20. • Allir synir mínir. ★★★ í þessu merka verki Millers er reynt að takast á við hugmyndir hans um glæp, ábyrgð, fjölskyldutengsl og fleira, og allt sem þau mál snertir er prýðilega vel túlkað. (MR) Þjóðleikhúsinu fös. kl. 20. • Skilaboðaskjóðan. Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Þorvald Þor- steinsson. Þjóðleikhúsinu lau. og sun. kl. 14. • íslenski dansflokkurinn. Ball- ettar eftir Auði Bjarnadóttur, Mar- íu Gísladóttur, Lambros Lambrou og Stephen Mills. Þjóðleikhúsinu fim. kl. 20 (frums.) og lau. kl. 14. • Eva Luna. ★★★★ Kjartan Ragnarsson leikstjóri sannar hér svo ekki verður um villst hæfni sína sem leikhúsmanns. Hvert smáatriði í sýningunni er úthugs- að og fágað, hún rennur hratt og áreynslulaust í rúma þrjá tíma, lif- andi og gjöful og aldrei dauður punktur. (FB) Borgarleikhúsinu fim., fös., lau. og sun. kl. 20.. • Elín Helena. ★ Fyrir utan nokkr- ar vel samdar og vel leiknar senur fannst mér Elín Helena alls ekki sérstakt leikrit. Án þess að lýsa atburðarásinni leyfi ég mér aö segja að sagan sjálf sé langt frá því að vera merkileg og uppbygg- ing hennar bæði fyrirsjáanleg og langdregin. (MR) Borgarleikhúsinu, Litla sviðinu, fös. og lau. kl. 20. Síðasta sýning • Góðverkin kalla! — átakasaga. Nýr íslenskur gamanleikur eftir þrjá Þingeyinga sérstaklega sam- inn fyrir leikara LA. Samkomuhúsi Akureyrar fim., fös. og lau. kl. 20.30. • Bar-par. eftir Jim Cartwright. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Leikfélag Akureyrar, SýntíÞorp- inu fös. og lau. kl. 20.30. Halldór Bragason, blúskóngur íslands, er að spila á fullu með hljómsveitinni Vinum Dóra urn land allt. Þeir verða á Laugarvatni á fimmtudagskvöld, Sauðárkróki á föstudagskvöld og Hvammstanga á laugardagskvöld. Það er því í nógu að snúast hjá Dóra en PRESSAN greip hann í bakhliðina. Hvert er eftirlætisfarartœkið? „Það er náttúrulega golfbíll. Ég stefni að því að verða atvinnumað- ur í golfi og spila með Michael Jordan.“ Ertu hlynnturfjölkvæni? „Nei, það er ég ekki. Það fer að vísu eftir því hvar maður býr.“ Hefurðu verið í skátunum? „Ég fór á einn ylfingafund og fannst svo leiðinlegt að mér datt aldrei í hug að fara affur." Hverskonar gæludýr vœrir þú helst til í að halda? „Ég er nettur gæludýrahatari, en kannski blettatígur. Þeir voru gæludýr konunga forðum.“ Hvaðferðu oft í bíó í viku? „Ég fer lítið í bíó, frekar á mynd- bandaleiguna. Kannski 1/4, þ.e. einu sinni í mánuði.“ Finnst þér Markús Örn Antons- son sjarmerandi týpa? „Alveg rosalega. Ég væri alveg til í að fara í útilegu með honum.“ Hvaða skónúmer notarðu? Hefur þig dreymt furðulega drauma umfrægtfólk? „Mig dreymdi einu sinni að Jimmy Page (gítarleikari Led Zep- pelin) væri garðyrkjumaður hjá mér. Hann var að klippa limgerð- ið. Þetta fannst mér mjög eðlilegur draumur og Jimmy örugglega góð- ur garðyrkjumaður svona í vak- anda lífi.“ Hver er þinn eftirlætismeðlimur í Ríó-tríóinu? „Það hlýtur að vera Ágúst Atla- son. Hann er skemmtilega búttuð týpa og klikkar aldrei á bítinu eða að vera með nýja strengi í gítarn- um sínum. Hann er langflottast- ur.“ Daðrarþú í vinnunni? „Já, já, djobbið gengur út á það.“ Hver er uppáhaldsbókin? „Það er breytilegt. Ég held nú samt ef maður ætti að taka eina bók með sér þá yrði það bókin „Hjá vondu fólki“ eftir Þórberg.“ Hvor fmnst þér fyndnari: Geir Haarde eða Margeir Pétursson? „Ef það eru 10 fynd í einu spaugi þá fengi Geir svona sirka 11/2 fynd (sem telst falleinkunn) en Margeir fær 3 fynd fýrir viðleitni. Hann nær einu spaugi á þrentur árum.“ Hver er leiðinlegasta íslenska bíó- tnynd sem þú hefurséð? „Ingaló. Það gerðist ekkert.“ Hvaða dýr vildirðu helst vera? „Ég mundi vilja vera fíll í Am- buseli-þjóðgarðinum í Afríku. Þá gæti enginn traðkað á manni.“ Hvað telurðu þig hafa fengið helst í vöggugjöf frá móður þinni annars vegar og frá föður þínum hitis vegar? „Ég held- að ég hafi fengið mína léttu lund ífá mömmu og fullkomnunaráráttu Stundarðu einhverja líkatnsrœkt? ffá pabba.“ „Já. Ég lyfti kaffibollum — oft.“ Áttu fræga forfeður? »Já.“ Hvað varstu gatnall þegar þú dast fyrst í það? „Ég held ég hafi verið 13 eða 14. Þá var keyptur einn ákavítiskrypp- lingur og drukkið einhvers staðar bak við strætóskýli. Frekar leiðin- legt fyllerí.“ Hvert ferðu þegar þú vilt láta þig hverfa? „A Billann. Úps! Þá er það bú- ið.“ Hvort mundirðu heldur vilja vera Bubbi eða Tolli Morthens? „Ég rnundi miklu ffekar vilja vera Tolli. Þá þyrfti maður ekki að vera Bubbi Morthens.“ Hver er uppáhaldslíkamspartur- inn þinn? „Heilinn.“ Hvaða persónu sögunnar líturðu helst upp til? „Alberts Schweitzer, læknis í Affíku.“ vm ■ I W W®1 blí- Wm ' -• ' Þriðji bekkur Leiklistarskóla íslands sýnir um þessar mundir sittfyrsta opinbera verkefni. Það er leikrit sem hópurinn sjálfur hefur samið ásamtÁrna Pétri Guðjónssyni, sem jafnframt er leíkstjóri. Verkið heitir Hljómsveitin og fjallar um krakka sem eru í bílskúrsbandi og ætla að „meika" það. Halldóra Geirharðsdóttir alías Dóra Wonder, ein þeirra fimm sem eru á þriðja ári, segir að leitast sé við að ná þeirri stemmningu sem myndast á rokkkonsert þ.e. dúndrandi „power". Það ætti ekki að vefjast fyrir Dóru, sem var meðlimur Risaeðlunnar. Öll spila þau á hljóðfæri og mynda hljómsveitina sem leikritið dregur nafn sitt af. „Þetta er hrikalega fjölhæfur bekkur," segir Dóra, „við semjum alla tónlistina sjálf og spilum." Sem sannir hljómsveitartöffarar fara karakterarnir að stoppa í nefið á sér með „spítti" og það hefur áhrif á fram- vindu mála. Dóra vill að það komi skýrtfram að leikritið, sem varð til í spunavinnu, er ekki í predikunartón. „Hljómsveitin" tekur klukkutíma í flutningi og var frumsýnd á laugardaginn. Næstu sýningar eru 4., 5. og 6. mars í Tónabæ. Einnig geta félagasamtök pantað sýninguna hjá Leik- listarskólanum. Nemendur þriðja bekkjar eru: Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn Þórir Geirsson, Bergur Þór Ingólfsson, Pálína Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson, sem einmitt er bróðir Árna Péturs. I 8B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.