Pressan - 24.02.1994, Page 15

Pressan - 24.02.1994, Page 15
Fólká ekH að leika sér að orkunni konungshöllinni í Noregi má finna merkilega bók. Þessi bók er gjöf sem Vig- dís Finnbogadóttir færði Noregskonungi er hún heimsótti hann í lok síð- asta árs. Konungsgjöfin er í laginu eins og hálfináni og er bók- in hringlaga þegar hún er opnuð. Kápan er úr málmi og er gamla rúnastafrófið greypt í hana. Reynd- ar er öll bókin helguð rúnunum og eru þær málaðar þar á afar sérstæð- an hátt. Megintexti bókarinnar er í formi fornra rúnaljóða, en þau voru ort um hverja rún íyrir sig. Rúnirnar voru nefnilega ekki aðeins venjulegt staffóf, heldur hafði hver stafur ákveðið heiti, eins og t.d. „Óðal“, „Ás“, „Þurs“ eða „Týr“. Á bak við þessi nöfh er heill hug- myndaheimur sem lesa má um í rúnaljóðunum. í bókinni er hver rún ásamt viðeigandi ljóði sjálfstæð mynd eða myndrými sem nær yfir heila opnu. Þó mynda allar blaðsíð- urnar, þyngd bókarinnar og fleiri þættir ákveðna heild. Höfundur þessarar bókar er ung listakona að nafhi Brynja Baldursdóttir, en fýrir verk sitt var hún tilnefhd til Menn- ingarverðlauna DV í fyrra. Hún hefur meðal annars sérhæft sig í þeirri grein myndlistar sem kölluð er „bóklist“ og er rúnabókin ein- mitt dæmi um þetta listform. „Það voru bara gefin út fáein ein- tök af bókinni,“ segir Brynja. „Bæði var það vegna þess að þannig er hefðin í bóklistinni, en svo er hún líka dýr í framleiðslu. Hún er köld, því kápan er úr málmi — kannski til að undirstrika að rúnunum hef- ur oft verið beitt í hernaði. Rúnir voru mikið notaðar í göldrum, t.d var nafn Týs oft rist á sverð og skildi tíl að gefa þessum vopnum aukinn mátt. En rúnirnar voru líka venju- legt staffóf og því má ekki gleyma að orð geta einn- ig verið hættu- leg.“ Um þessar mundir er Brynja að hefja störf hjá fyrirtækinu Glaðni. Það ffamleiðir minjagripi og hlutí byggða á norrænum táknum, menningararfleifð og goðaffæði. Afsteypur eru m.a gerðar af hlutum í Þjóðminjasafninu og eru það margir þekktir gripir eins og t.d Þórshamarinn og Þórslíkneskið. Fyrirtækið er líka með eigin hönn- un og framleiðslu í fornnorrænum anda og er hugmyndin sú að Brynja hjálpi þeim við það. Fyrir utan þetta er hún að vinna að doktorsverkefni um rúnirnar við Royal College of Art í London. Er ekki erfitt að vera bœði í dokt- orsnámi ogjullri vinnu? „Það á eftír að koma í ljós. Þegar ég var í Myndlista- og handíðaskól- anum vann ég líka á auglýsinga- stofu. Ég var í grafíkdeildinni í skól- anum en stundaði listmálun í ffí- stundum mínum, sem voru reynd- ar ekki miklar. Ég málaði portrett- myndir og svo var ég líka að gera myndir í egypskum stíl, guði og þess háttar. Ætli ég sé ekki hálfgerð- ur vinnualki. Ég er tíltölulega ný- flutt í fjögurra herbergja íbúð í Grjótaþorpinu en þegar ég var búin að búa þar í 3-4 vikur áttaði ég mig allt í einu á því að ég hafði ekkert svefnherbergi. Öll herbergin voru hugsuð sem vinnuaðstaða, svo ég svaf bara í sófanum og sá ekkert at- hugavert við það! Annars er komið að skuldadögunum í tengslum við útgáfu rúnabókarinnar, sem ég tók stóra peningalega áhættu með. For- gangsröðin hjá mér er því sú í bili að ég ætla fýrst og ffemst að standa í skilum fjárhagslega og verður doktorsverkefhi mitt þarafleiðandi að vera í öðru sætí um sinn.“ Nú ert þú búsett hér á íslandi, a.m.k. í bili. Veldurðu því að gera doktorsverkefni við skóla í Lotidon? „Fyrstu árin mín í skólanum bjó ég auðvitað í London en nú er doktorsverkefnið komið það vel á veg að héðan í ffá þarf ég bara að hitta kennarana mína á nokkurra mánaða ffestí. Ég get því eiginlega ráðið hvar ég bý og mér finnst gott að búa á íslandi.“ í hverju er doktorsverkefni þitt fólgið? „Ja, það vill nú þannig til að ég er í tveimur deildum við skólann, þ.e.a.s. bæði heimspeki- og mynd- listardeild. Ég skoða hvemig rún- irnar eru notaðar nú á dögum og rek líka sögu þeirra. Um það skrifa ég ritgerð fýrir heimspekideildina, en geri lágmyndir úr tré fýrir myndlistardeildina. Ég vinn bæði lágmyndimar og ritgerðina í sama þema. Hver lágmynd er af einni af rúnunum og á að túlka heim henn- ar. Saman em lágmyndirnar og rit- gerðin svo doktorsverkefnið. Ann- ars er heimspekideildin í skólanum mjög opin og ffjálsleg. Hún er sér- stök að því leyti að þar er fólk að skrifa um mjög óvenjulega hluti. Ein er t.d. að skrifa um að aðferðir vísindamanna og súrrealista séu í raun þær sömu.“ Hvers vegna ertu svona heilluð af talaði við Brynju Baldursdóttur listakonu sem vinnur að doktorsverkefni um nor- rænu rúnirnar við Royal College of Art í London. an heildinni. Að sama skapi er rún- in „Ás“ tengd loftinu og himnin- um, því „Ás“ þýðir guð eða goð o.s.ffv.“ Brynja er ekki hrifin af nýaldar- gúrúum sem eru að gefa út alls kyns bækur um rúnimar og fara með kolrangt mál. Hún nefnir mann að nafni Ralph Blum sem dæmi, en hann hefur einmitt gefið út slíka bók. Bókinni fylgir poki og í pokan- um eru 25 flatir steinar. 24 af þess- um steinum hafa eina af rúnunum greipta í sig en sá 25. er auður. Auði steinninn á að tákna Óðin, en það er nokkuð sem Brynju finnst ansi vafasamt. Hún hefur kafað djúpt í þessi ffæði, en hvergi hefúr hún fundið rún sem á að vera ósýnileg, hvað þá að hún standi fýrir Óðin. Samkvæmt Blum táknar rúnin ,Ás“ Loka, sem er heimskulegt, því Loki var ekki af guðakyni þótt hann umgengist goðin. „Kona sem ég man ómögulega hvað heitir hefur líka skrifað svona kennslubók í rúnaffæðum. Hún hafði síðan sérstakan kafla aftast í bókinni þar sem hún hélt því ffam að hún væri í beinu sambandi við Elvis Presley. Það er svona yfir- borðsmennska hjá mörgum nýald- arpostulum sem ég þoli ekki.“ Ertu meðlimur í ásatrúarfélaginu? „Nei, það er ég ekki. Goðin eru fýrir mér einhvers konar persónu- gerving náttúrukraffanna. Þau eru tákn, alveg eins og rúnirnar. En þessi hugarheimur á sterk ítök í mér. Áður en ég fór að gera doktor- „Hvað áttu skriðdrekar Vesturveldanna í Persaflóastríðinu og Mercedes Benz sameiginlegt?“ runum? „Ég hef alltaf verið heiiluð af táknífæði sem tengist dýpri sann- leika. Ég byrjaði á því að hafa áhuga á egypska staffófinu og Egyptalandi almennt. Ég vildi læra egypska myndletrið svo ég gæti lesið hvað stæði á veggjum pýramídanna. Ég varð þó aldrei neitt sérstaklega góð í því, enda er það mjög flókið. Ég var lengi búin að hafa mikinn áhuga á fjarlægum löndum áður en ég fór að vilja kynnast mínum eigin rót- um; norrænu goðaffæðinni og hug- myndaheimi forfeðra okkar. Ég sá að rúnimar höfðu eitthvað svo hrátt og heillandi við sig. Það ein- kennilega við rúnirnar er að í flest- um staffófum er vitað um þróunina á bak við þau, en rúnakerfið virðist strax hafa verið fullmótað með ali- skyns goðaffæði á bak við sig. Hver rún hefur nafn og sinn eigin heim. í sumum útgáfum lítur rúnin „Hag- all“ eða „hagl“ út eins og snjóflygsa. Þetta er lykill að dýpri merkingu, eitthvað á þá leið að haglið er í föstu formi en bráðnar svo að lokum. Það er affnarkað, en sameinast síð- inn dreymdi mig margar af rúnun- um. Yfirleitt dreymdi mig að ákveðin rún væri orðin risastór og væri fýrir framan mig, en svo var eitthvað að gerast í kringum hana. Dæmi um þetta er draumur sem mig dreymdi um rúnina „Þurs“. 1 rúnagaldri er nefúilega til sú kenn- ing að þú getír látíð mann sofa endalaust ef þú setur „Þurs“ und- ir koddann hjá honum. í draumnum var „Þurs“ fýrir fram- an mig og mér fannst sem ég sofnaði við rúnina og að það væri hún sem ylli þessum djúpa svefni. Þannig var eins og ég færi inn í heim hverrar rúnar þegar ég var sofandi. Þessa drauma dreymdi mig áður en ég fór að stúdera rúnirnar og þeir urðu á vissan hátt til þess að ég fékk meiri áhuga á þeirn. Það má kannski segja að rúnirnar hafi kallað á mig.“ Hvernig hafa rítnir verið notaðar? „Rúnir voru fýrst og fremst not- aðar sem skrifletur. Þá voru þær kallaðar bókrúnir til aðgreiningar ffá galdrarúnum. Orðið „rún“ þýð- ir annars „leyndardómur“, enda hafa rúnimar verið notaðar í alls konar göldrum eins og íslendingar vita. Islendingasögurnar segja ffá því er rúnunum var beitt til lækn- inga, til að hjálpa konum við barns- burð og líka til að leggja á óvini. „Þann kann ég galdur að gala,“ er sagt í Hávamálum og var þá viðeig- andi rún göluð eftir því hver til- gangur galdursins var. E.t.v. var það ekki ósvipað og þegar jógarnir kenna lærisveinum sínum ákveðnar möntmr til að kyrja og hugleiða. Möntmr em á sanskrít og eru nokkurs konar töffaþulur. Þessar þulur eru yfirleitt örstuttar, oft ekki nema eitt stakt orð, eins og OM, KRIM, LAM o.s.frv. Það eru þó skiptar skoðanir um hvernig á að gala rúnirnar. Sumir halda að það eigi að kyrja þær en aðrir halda því ffam að þær hafi verið skríktar, eins og fúglar væm að skríkja. I Þýska- landi á tímum nasistanna var uppi hópur manna sem iðkuðu svokall- að rúnajóga. Ákveðin rún var tekin fýrir og kyrjuð eða göluð. Um leið fór sá sem galaði í stellingu sem líktí eftir formi rúnarinnar. Þetta hefúr líka verið gert á Islandi, því ég veit til þess að hér var hópur fólks fýrir nokkrum áram sem gerði alls kyns tilraunir í þessa átt. Hópurinn hitt- ist utan dyra og myndaði stóran hring. Meðan á kyijuninni stóð var algengt að skyndilegt hávaðarok kæmi, sem var samt aðeins fýrir ut- an hringinn en ekki fýrir innan. Vindurinn hefði auðveldlega átt að komast inn í hringinn en þó bærð- ist grasið þar ekki.“ Brynja vill taka fram að rúnirnar séu mjög vandmeðfarnar og að þær séu eins mikil alvömffæði og jóga eða önnur sambærileg iðkun. „Við að kyrja rúnir myndast ákveðin orka og á fólk ekkert að vera að leika sér að henni. Þetta eru ekki léttvæg ffæði. Ég hef ekki áhuga á að gera tilraunir með þær eða nálgast þær út ffá slíkum for- sendum. Þú verður að kunna að rista þær, kunna að nota þær, ann- ars getur hlotist mein af. Ég hef , Við að kyrja rúnirnar myndast ákveðin orka og á fólk ekkert að vera að leika sér að henni. “ heild. Eitt gott dæmi um magíu eða galdur sem þeir ffömdu hafði með hakakrossinn að gera. Hakakross- inn er ævaforn og má finna hann í Tíbet, hjá indíánum og í hellnarist- um víða um heim. Á íslandi til foma var hann kallaður Þórshamar, sem vísar til þrumufleygsins. Á her- sýningunum eða leikunum í Þýska- landi lét Hitler þúsundir hermanna mynda hakakrossinn. Þetta var um kvöld þegar það var orðið dimmt og héldu allir hermennirnir á kyndlum. Svo var hakakrossinn lát- inn snúast í hringi, og varð öll hers- ingin þannig að einum orkubolta, því þessu tákni hafði verið gefið líf, ef svo má segja. Sömuleiðis merkir S-rúnin sigur, en það er rúnin „Sól“ í SS-merkinu. Rúnirnar em líka notaðar í hernaði nú á dögum og jafnvel í viðskiptum. Hvað áttu skriðdrekar Vesturveldanna í Persa- flóastríðinu og Mercedes Benz sam- eiginlegt? Svar: Rúnina „Kaun“. Benz-merkið er einmitt ein af út- gáfum þessarar rúnar, en „Kaun“ var líka á skriðdrekunum. Sam- kvæmt rúnaljóðunum fornu stend- ur þessi rún fýrir kyndilinn sem brennur í híbýlum aðalsins og göf- ugra manna. Hún táknar því yfir- burði, félagslega og jafnvel tækni- lega. „Kaun“ var viðeigandi tákn vesturveldanna, enda má kannski segja að slagorð þeirra hafi verið Rúnirnar voru líka venjulegt stafróf og því má ekki gleyma að orð geta einnig verið hœttuleg. “ t meiri áhuga á að skoða þær í sínu sögulega samhengi.“ En hvað með rúnirnar á okkar tímum? „Nasistarnir trúðu á mátt rún- anna. Þeir höfðu mikinn áhuga á Eddukvæðunum og ýmsum nor- rænum ffæðum, enda tilheyrði það arfleifð hins aríska kynstofns. Það einkenndi alla þeirra áróðursher- ferð að nota einföld en um leið kröffug tákn sem höfðu áhrif á undirmeðvitund Þjóðverjanna í „Hinir göfúgu gegn Saddam Hus- sein“. Stöðugt var líka verið að fjasa um tæknilega yfirburði banda- manna og sömuleiðis er Benzinn tákn um göfgi og félagslega stöðu eða yfirburði þess sem keyiir í hon- um.“ Heldurðu að rítnin „Kaurí hafi verið notuð svona aðyfirlögðu ráði? „Nei, rúnirnar eru tákn sem eru svo gömul að þau em komin djúpt í sameiginlega undirmeðvitund mannkynsins. Svo verða einhverjir atburðir sem kalla á þessi tákn. Þá birtast þau og fólk notar þau ómeð- vitað. Rúnirnar hafa nefúilega enn í dag sömu merkingu og þær hafa alltaf haff. Gott dæmi um þetta er pís-merkið eða ffiðartáknið. Það er rúnin „Ýr“ á hvolfi. Gerald nokkur Holtom hannaði písmerkið fýrir Aldermaston-mótmælagönguna gegn kjarnorkuvopnum. Hún var í Bretlandi í apríl 1958, stóð yfir rí nokkra daga og gekk fólkið ffá London yfir til Aldermaston. Ég er búin að fara í gegnum alla pappíra og allt sem hefúr verið skrifað um tilurð þessa merkis. Hvergi kemur ffam að þetta sé rúnin „Ýr“ og ekk- ert bendir til að Holtom hafi haft um það nokkra hugmynd. Upphaf- lega var táknið steypt í leir og vom þetta litlar leirtöflur sem áttu að vera til minningar um fólkið sem myndi farast í kjarnorkustyrjöld, ef hún skylli á. Leirmerkin myndu þola hinn mikla hita sem myndast við kjamorkusprengingu og yrðu eitt af því fáa í heilu lagi eftír stríðið. Písmerkin væru þannig minjagripir fýrir þá kynslóð sem myndi lifa kjarnorkustríðið af. Táknið á bak við „Ýri“ er ýviðurinn, sem nær mjög háum aldri og lifir lengur en flestar aðrar trjátegundir. Þess vegna er ýviður tijátegund sem er mjög gjarnan sett í kirkjugarða víða um heim. Það er til tákns um eilíff líf. Hlutir sem áttu að hafa langa endingu voru líka gjarnan smíðaðir úr ýviði. Til gamans má geta þess að á heitum sumardögum gefur ývið- urinn frá sér ákveðið efni eða lykt sem hefúr áhrif á miðtaugakerfið. Sá sem situr undir trénu getur feng- ið ofskynjanir og séð inn í ósýnilega heima. Kannski þess vegna er rúnin „Ýr“ tákn um eilífðina.“ En hvað œtlarðu aðgera nœst? „Núna er ég komin með dellu fyrir hebreska staffófinu. Það teng- ist dulfræðum gyðinga sem nefnist Kabalah. Ég ætla að byggja næstu bók á því, en einnig hef ég um langt skeið gengið með bók í maganum sem verður um tímann. Annars bera fæst orð minnsta ábyrgð; ég ætla bara að láta verkin tala.“ FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 15B

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.