Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 13
Það verður að
vera kjöt á kvöklin
Hans Wium þarf ekki að
kynna fyrir Húsvíkingum
en aðrir landsmenn koma
líklega af fjöllum. Kraftmikið rokk-
líf hefur lengi grasserað á Húsavík
og Hans hefur öðrum fremur
stuðlað að því með skipulögðum
uppákomum. Flestar Reykjavíkur-
sveitir sem eitthvað er spunnið í
hafa spilað á vegum Hansa á Húsa-
vík og þangað hafa einnig erlendar
sveitir mætt til tónleikahalds. Dr.
Gunni var á Húsavík og spjallaði
við síðasta móhíkanann.
Hvað ertu að gera hérna á Húsa-
vík?
„Ég var pönkari í Reykjavík og
lætin í kringum mig voru svo mikil
— bæði í partíum og gagnvart
undir- og yfirvaldinu — að ég
ákvað að stinga af. Ég fór íyrst til
Akureyrar og þar fór allt á sama
veg. Á Akureyri var ég í hljómsveit
og kynntist þá þessum gííúrlega
rokkáhuga á Húsavík í gegnum
tónleikahald hér. Þegar var orðið
heitt undir mér á Akureyri var
Húsavík næsti kostur. Hér rek ég
annars leðursaumastoíúna Höf-
uðleður og hef nóg að gera.“
Hvað rekur þig áfratn íþessu?
„Maður er minnugur æskuár-
anna þegar eitthvert prumpdiskó
var það eina sem var að gerast. Það
er alveg brennandi áhugi hérna —
hér kemur sami fjöldi á tónleika og
á Akureyri þótt höfðatalan sé
miklu lægri — og ef ég stend ekki í
þessu gerir það kannski enginn.
Það er ekkert gaman að vakna á
morgnana nema það sé eitthvert
kjöt á kvöldin."
P I ö t u d o m a r
dr. Gunna
Egill Ólafsson og LR
Tónlistin úrEvuLunu
★★★★
„Egill reiðir fram sextán lög og söngtexta
sem halda sýningunni að miklu leyti sam-
an. Heima í stofu gerir platan líka sitt
gagn við að kippa manni í latínóliðinn."
Nýdönsk og leikarar úr Þjóðleikhúsinu
Gauragangur
★★★
„í söngleikjum er víst lenska að „allir
syngi“ í viðlögum, og það er þessi fjölda-
söngur sem einna helst dregur plötuna
niður.“
Sigtryggur dyravörður §
Mr. Empty 2
★★ |
„Sigtryggur dyravörður spilar dálítið föln- 2
að graðhestarokk, meðlimimir halda í hin •
gömlu gjldi Guns’n Roses og kó án þess að «
reyna mikið íyrir sér með frumlegar pæ- =
lingar.“ E
Púff, Curver, Silluppsteypa ög Kolrassa
krókríðandi
Fire
★★★
„Þótt sveitimar velji sér sameiginlegt
„framboð“, til að eiga meiri séns, eiga þær
fátt sameiginlegt músíklega, nema auðvit-
að að spila einshvers konar undirheima-
rokk og vera ungar og ákafar.“
Texas Jesús
Nammsla Tjammsla
★★★
Hefur rokkáhuginti ekkert dalað
hérna?
„Nei, en það kom smálægð í
þetta þegar dauðarokksflippið
byrjaði, því þá vildu færri mæta á
tónleika. Með því að halda nokkra
tónleika á ári með toppunum úr
Reykjavík og erlendum tónlistar-
mönnum hristir maður slenið af
liðinu. Hér eru alltaf nokkur bönd
í gangi — Svið, Ræsið, Án efa, Bra
og Honesby — svo ég nefni nokk-
ur. Þetta er allt pönk, idjótarokk,
en með melódíum.“
Eruð þiðfastir í pönkinu?
„Já. En menn fylgjast með öllum
breytingum sem verða á því.“
Eru tónleikar hér öðruvísi ett í
Reykjavík?
„Það er svipuð stemmning hér
fyrir -Reykjavíkurböndum og í
bænum, en bönd frá Húsavík eiga
lítinn séns í Reykjavík. Aðalmun-
urinn er kannski að hér mætir
meira af yngra fólki.“
Mcetirðu einhverri andstöðu
hérna í bœnum við þessum rokk-
framkvœmdum?
„í fyrstu færðu foreldrar ábyrgð-
ina í gegnum Barnaverndarnefúd á
okkur tónleikahaldarana — sem
sagt ábyrgðina á því að krakkarnir
væru seint úti og sumir kannski að
sulla í brennivíni. Presturinn hérna
varð líka vitlaus. Rokk í hans aug-
um var ekkert nema satanismi og
þetta var allt náskylt hómósexúal-
isma, sem var greinilega dauða-
synd í hans augum.“
Mætti presturintt á svæðið?
„Nei, ég varð ekki var við hann
sjálfan en flugritum var dreift um
staðinn — allt í einu var kominn
pési á hvert einasta borð þar sem
rokktónlist — dauðarokk yfir í
Bítlana - - var túlkuð sem boð-
skapur djöfúlsins og andfélagslegt
óeðli.“
Já, vegir drottins eru greinilega
óranttsakanlegir...
„Mig langar að koma því að líka
að ung vinkona mín kom heim úr
fermingarffæðslu með þær fféttir
að rokkið væri örugg leið til glöt-
unar. Það væri auðvitað best ef
presturinn og Barnaverndarráð
mættu á næstu tónleika tO að sjá
með eigin augum hvernig tónleik-
ar hérna fara fram.“
Molar úr bransanum
Líf kjúklings frá eggi til pönnu
Halfbjörn Hjartarson slær ekki slöku við
og sendir út kántrý alla daga fyrir sveitunga
sína og þá sem eiga leið um þjóðveginn.
Kántrýbær hefur opið um helgar á vetrum
og þar ríkir mikið stuð. Staðurinn er bók-
aður fram í maí og þeir sem munu líta inn
eru m.a. Vinir Dóra, Rúnar Þór og Borgar-
dætur. Halibjöm mun gefa út safnplötu
með bestu lögum sínum á næstunni og
hyggst bæta við a.m.k. einu nýju lagi. Það
verður annaðhvort um Sighvat Björgvins-
son eða grillaðan kjúkling, því Hallbjörn
segir að hugmyndin að lagi um lif kjúk-
lingsins frá eggi til pönnu hafi sótt fast á sig
á síðustu vikum. Þessi mynd var tekin þeg-
ar finnski gerningatrúbadorinn Keuhkot
átti leið um Skagaströnd, en þar fékk hann
að sjálfsögðu höfðinglegar móttökur eins
og allir sem sækja kúreka norðursins heim
í Kántrýbæ.
2001 þarf engar gítarhetjur
„Sveitin njörvar sig ekki niður við eina
tegund tónlistar, en mestum gæðum nær
hún í léttu en frumlegu poppi sem velkist
órætt á mörkum bamatónlistar, a-evr-
ópskrar teiknimyndatónlistar og framúr-
ste£nurokks.“
Helgi og hljóðfæraleikararnir
Helgi og hljóðfœraleikararnir
★
„Lögin sextán haltra áfram í fábreytileika
vankunnáttunnar — drengimir eru ekki
snillingar á hljóðfærin sín — og lagasmíð-
amar em oftast of einfaldar og langdregn-
ar til að halda athyglinni.“
Underworld
Dub no Bass with my Head Man
★★★★
„Lögin em rekin áfram af margbreytileg-
um takti og næmri tilfinningu fyrir sam-
runa melódía og „grúfs“.“
Upp úr hljómsveitunum Púff og SSSpan er sprottin ný sveit sem kallar sig 2001.
Innanborðs er einnig núverandi liðsmaður í Majdanek. 2001 ætlar að he§a ferilinn
á effi hæð 22 í kvöld og mun hin efnilega sveit Maus hita upp.
Drengimir 1 2001 segjast vera orðnir fágaðri og að áherslubreytingar hafi orðið í
músíkinni. Það sé minni gítarhávaði en áður, enda hafi þeir misst trúna á gítarleik-
arastéttina. Þeir segjast
færa íslensku rokki
meiri aga, staðfestu og
sterkan stíl. „Það er
ekkert líbó-kjaítæði
lengur — við erum
anti-bullshit-menn,“
bæta þeir við.
Búast má við
plötu með 2001 í
byrjun sumars, en
forsmekkinn fær fólk
sem sagt í kvöld. Það
er ffítt inn.
20 vinsælustu lögin á íslandi
Vikur
Sæti Lag Hljómsveit á lista
1. (-) Rocks
2. (1) Nowhere
3. (6) Line Up
4. (5) Skyscraper I Love You
5. (4) Mutha Made 'Em
6. (-) Loser
7. (16) Stay Together ................
8. (15) Higher Ground ................
9. (19) Spoonman .....................
10. (-) Funky Jam .....................
11. (3) Barney (and Me) ...............
12. (-) Path of Harmony ..............
13. (-) Feet ..........................
14. (10) No Excuses ...................
15. (7) Vocab .........................
16. (10) Your Ghost ...................
17. (18) Pale Movie ...................
18. (13) Disarm .......................
19. (-) Who Was In My Room Last Night?
20. (—) Texas Rumpus ..................
..........Primal Scream 1
................Therapy 3
...............Elastica 3
.............Underworld 3
Smokin Suckas Wit Logic 3
...................Beck 1
..................Suede 2
..................Sasha 2
............Soundgarden 2
.........Primal Scream 1
............Boo Radleys 4
............Jam & Spoon 1
................Sandals 1
.......Alice In Chains 3
.................Fugees 4
..........Kristin Hersh 3
..........Saint Etienne 3
.....Smashing Pumpkins 4
......Butthole Surfers 1
...............Jamalski 1
1. Rocks/Funky Jam ..Primal Scream
2. Can't Get Out Of Bed Charlatans
3. I Want You ....Inspiral Carpets
4. Open Up ........Leftfield/Lydon
5. Sus-San-Ticks ........Loop Guru
s Þossi
Hótor Funk
1. Funky Jam .......Primal Scream
2. Rocks ...........Primal Scream
3. Loser ...................Beck
4. Uptown Shit (Instrumental) ....
.....................Kurious
5. Poetry & Jazz .........U.F.O.
Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á
hádegi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út.
Vinsældavalið fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17.
Vertu með í að velja tuttugu vinsælustu lögin á íslandi.
Vinsældalisti X-ins og PRESSUIMIMAR er valinn af hlustendum X-ins, atkvæðum
framhaldsskólanemenda I samvinnu við listafélög skólanna og upplýsingum plötusnúða á
danshúsum bæjarins um vinsælustu lögin. IMúmer í sviga vísa til saatis á lista I síðustu viku.
FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994 PRESSAN 13B