Pressan - 10.03.1994, Side 14

Pressan - 10.03.1994, Side 14
„Ég spila ekld med en ég get lýst leiknum" Jón St. Kristjánsson kemur úr litlu þorpi norður í landi þar sem menn eru menn, skaffa vel og eru ekki að þvæl- ast í listasprang. Á menntaskólaárunum fékk, hann leiklistar- bakteríuna en hafhaði henni íyrir smíðakenn- aranám í Kennarahá- skóla íslands. Síðan fékkst hann við kennslu og smíðar en þegar hann var kominn fast að þrítugu varð leiklistarbakterían öllu öðru yfir- sterkari og hann sneri við blaðinu, fór í leiklistarnám til Bretlands. Kom heim sumarið 1989 og starf- aði hjá Leikfélagi Akureyrar í þijú ár en hefur undanfarin tvö ár starf- að hjá Borgarleikhúsinu í Dungan- on, Blóðbræðrum og Ronju ræn- ingjadóttur og nú í Skilaboða- skjóðunni í Þjóðleikhúsinu. Jón hefur ennffemur stundað leik- stjórn og leikið í auglýsingum og síðast birtist hann í myndbandi við lag KK-bandsins Eitt lag til. Ég man eftir þér tuttugu og sex ára þegar þú stóðst uþp í samkvœmi og sagðir örvœntingarfullur: „Á mínum aldri var Spielberg búinn að gera Jaws.“ „Ég man effir því. Hún hefur læðst að mér snemma tilfinningin að ég væri svosem ekkert að gera við líf mitt. I sjö ár hafði ég logið því staðfasdega að sjálfúm mér að mig langaði ekkert tÚ að verða leik- ari. Ég var búinn með Kennarahá- skólann, hafði fallið einu sinni á inntökuprófi í Leiklistarskóla Is- lands og var eitthvað að dunda mér við að smíða. Þegar þarna var komið sögu var ég búinn að bíða eftir því í tvö ár að ég yrði tuttugu og sex ára af því að á þeim aldri hafði Steven Spielberg gert Jaws. Upp úr því held ég að ég hafi farið að hugsa minn gang. En það var svo einkennilegt að þegar ég varð loksins leikari sögðu allir sem ég hafði umgengist: „Alveg vissi ég þetta.“ Sjálfur hafði ég reyndar allt- af séð sjálfan mig fyrir mér á sviði. Ég fékk mig einhvern veginn ekki til að gera það sem gera þurfti. Ég held ég hafi innst inni verið að vona að örlögin tækju af skarið • og ég gæti legið í rúminu á með- an. En svo nennti ég þessu ekki lengur, tók mér tak, fór í leiklistarskóla og út- skrifaðist sem leikari þijátíu og eins árs.“ En þú hefur ekki aðeins leikið heldur einnig skrifað leikrit og nú síðast farsann Þetta reddast, en þar varstu víst eitthvað að gera grín að ívari Haukssyni vaxtarrœktarkappa og innheimtuaðgerðum hans, eða hvað? „Þetta mál er afgreitt af minni hálfú. Ég bjó þarna til persónu sem ég nefndi ívar hnúajárn. Það var orðaleikur í kringum nafn ívars hlújárns. Þá reis upp maður sem bar ívarsnafnið og hélt því ffam að ég væri að gera grín að sér.“ Var ekki eitthvað til íþví? „Ég ætla ekld að láta eins og ég sé það vitlaus að hafa ekki heyrt mannsins getið eða þess sem hann tók sér fyrir hendur. En að ég hafi verið að draga hans persónu upp á svið er af og ffá. ívar Hauksson er mér ekki fyrirmynd í einu eða neinu. Hann hótaði okkur lögsókn og vildi fá sýningar stöðvaðar. Við vorum fus til að koma til móts við hann með því að breyta nafninu til að undirstrika að' við höfðum aldrei verið að hugsa um hann. Hann sættist á það og féll ffá mál- sókn. Nafninu var breytt í Sigurður skuldabani til að halda áfram þess- ari tilvísun í fornkappa og hetjur. Ég hef aldrei eldað grátt silfur við Ivar Hauksson og núna er mér af- skaplega hlýtt til mannsins því þessi sýning, sem var ffumsýnd í byrjun janúar, gengur enn. Þann ;óða gang þökkum við ekki síst vari Haukssyni." Það er nú ekki talað svo við leik- stjóra eða leikara í dag að viðkom- andi sé ekki beðinn um álit sitt á gagnrýnendum. Hvað viltþú segja? „Já, vill Kolbrún Bergþórsdóttir fá úttekt mína á gagnrýnendum? Allt í lagi. Gagnrýnendur eru nátt- úrulega gagnslausar persónur. Flestir gagnrýnendur segja: „Þetta er bara mín skoðun.“ Og eins og Kanarnir segja: „Skoðanir eru eins og rassgöt, allir eru með svoleiðis.“ Ég sé ekki ástæðu til að menn borgi undir skoðanir einnar manneskju ffekar en annarrar. Gagnrýnendur eru gagnslausir að því leyti að þeir munu aldrei breyta því hvernig málari málar, leikarar leika eða rit- höfundar skrifa. Ég sé engan til- gang með gagnrýni. Gagnrýni vek- ur fýrst og ffemst athygli á skoðun- um persónunnar sem skxifar. Mér finnst fólk fýrst og ffemst taka eftir vondri gagnrýni alveg eins og það tekur eftir rætnu umtali ffemur en góðu umtali. Ég vil eiginlega súmmera þetta gagnrýnendatal á þann veg að gagnrýnendur væru ekkert án lista- manna en listamennirnir mundu spjara sig fullkomlega án gagnrýn- enda.“ Það erheilmikið til íþví, en eru ís- lenskir leikarar ekki óþarflega við- kvœtnir fyrír gagnrýni? Þeir virðast kveinka sér ógurlega. „Auðvitað má segja að fólk sem er í sviðsljósinu verði að taka því að vera undir smásjá, en það þýðir ekki að þeir þurfi að sætta sig við skítkast á opinberum vettvangi. Málarinn getur skotið sér bak við málverkið sitt, rithöfúndurinn bak við bókina, leikstjórinn jafnvel bak við verkið en leikarinn getur aldrei „Konur hafa einhverja tilhneigingu til að sœkja ífórnarlambshlutverk. “ falið sig bak við persónuna. Hann er berskjaldaður, en við það verð- um við að búa, það er eðli starfs- • K íns. Þú hefur heilmikið út á gagnrýni að setja en hvað segirðu þá um verð- launaveitingar? „Það er reginmunur á því hvort einhver tiltekin persóna hripar skoðanir sínar á blað í hasti af því þær þurfa að komast á prent dag- inn effir eða hvort hópur fólks með þekkingu og innsæi ákveður að vel ígrunduðu ráði að verðlauna eitt- hvað sem vel er gert.“ ~Nefndu mér leikara sem þú dáist að. „John Gielgud og Alec Guinness eru meistarar í því að gera allt með því að gera ekki neitt. Það er kúnst- in og um leið það sorglega. Því eðlilegri sem leikurinn er því minna tiltökumál finnst fólki hann vera. Einu sinni var sagt í gagnrýni: „Leikarar stóðu sig ágætlega en það er ekkert tiltökumál að fólk standi sig sæmilega í vinnunni.“ En það sorglega fýrir unga leikara er að það er tuttugu ára ferli að verða góður leikari. Þess vegna eru gaml- ir leikarar alltaf betri en ungir leik- arar.“ Hvað með hcettuna á því að fest- ast í ákveðnum hlutverkum eða verða týpa? „Það er off sem menn sjá ekki leikarana nema sem týpur í ákveð- inni skúffu. Ég er til dæmis alltaf látinn leika litla sköllótta menn með útstæð eyru. Ég veit ekki af hveiju. Ég er búinn að leika afskap- lega fjölbreytt gallerí af sköllóttum mönum með útstæð eyru og er alltaf að bæta við mig. Jæja, þetta eru nú noklcrar ýkjur hjá mér. Nú er ég að leika í Sönnum sögum af sálarlífi systra eftir Guðberg Bergs- son og Viðar Eggertsson og þar leik ég bólugrafinn, hálfvangefinn og málhaltan ungan pilt. Það verður mjög spennandi sýning, persón- urnar eru fengur fýrir leilcara og textinn hreint sælgæti. Það er dá- samlegt hvað Guðbergur getur ver- ið klúr án þess að tapa nokkru í ljóðrænu eða fýndni.“ Er mikil samkeppni eða barátta um hlutverk milli leikara? „Það er kannski aldrei barátta milli leikara, það eru vonbrigði, og það er dálítið erfitt að standa effir þegar vinir manns, hvort sem það eru karlar eða konur, fá eitthvað að gera. Ég var að tala við leikkonu sem sagði mér að hún öfúndaði strákana af því að þegar karlmaður fær hlutverk þá getur vinur hans sem situr effir með ekki neitt sagt: „Helvítis hundurinn þinn, ég hefði átt að fá þetta, en til hamingju samt.“ Hún sagði að þetta mundu konur elcki gera. Eg veit ekki hvernig stendur á því.“ Heldurðu að þetta sé eitthvað t kveneðlinu? „Konur hafa einhverja tilhneig- ingu til að sækja í fórnarlambsMut- verk. Það er alltaf verið að kenna körlunum um. Mér fannst það til dæmis merkilegt í umræðu um megrun og líkamsræktarmál hjá Völu og Ingó að þar var kona sem hélt því ffam að þessi megrunar- árátta og áhersla á að konur ættu að vera grannar væri af því að allir hönnuðir í tískuheiminum væru hommar og þeir væru að reyna að gera konur stráks- legar. Eru konur svona gjörsamlega hugsunarlaus kyn- flokkur að þær geri bara það sem þeim er sagt? Geta tutt- ugu hommar úti í heimi stjórnað sjálfsmynd alls kvenkyns? Ég trúi því ekki. Ég trúi því að konur klæði sig fýrir konur en afklæði sig fýrir karlmenn." Hvað segirðu þá um karlavakn- inguna? „Karlmenn eru hættir að nenna að vera eitthvert félagslegt apparat sem kúgar konur. I nokkra áratugi hefúr verið talað um karla sem eina fýrirffam- gefúa og þekkta stærð. Vissulega hafa þeir betur í viðskiptum við konur og vissulega hafa þeir völdin og vissulega komast konur síður að vegna þess. Konur eru alltaf að skil- greina karlmenn. Einu sinni voru karlar hræddir við konur. Svo var það mjúki maðurinn sem náttúr- lega dó drottni sínum. Hann var uppfýnding kvenna sem vildu að tÚfinningalíf karla samsvaraði þeirra. Ég held að karlar hafi geng- ist upp í þeirri ímynd aðallega til Kolbrún Bergþórsdóttir spurðiJón St. Kristjánsson leikara um sálarlíf kvenna og vöðvastóra karl- menn. „Gagnrýnendur eru nátt- úrulega gagnslausar per- þess að komast yfir konur. Ég held að karlar hafi alltaf hagað seglum eftir vindi eftir því hvað kæmi þeim í mjúldnn hjá konunum hveiju sinni. Hitt er annað mál að naflaskoðun karla er afskaplega þarft mál. Karlar eru náttúrúrlega komplexaðir. Þeir eru allir með pabbakomplexa, eru alla ævi að reyna að ganga í augun á pabba. Ég held að karlmenn séu aðeins farnir að velta því fýrir sér hvort þeir nenni að standa í því að vera þessir formúlulcarlmenn. Það má alveg gefa þessari stöðluðu ímynd um karlmanninn sem allt getur og allt þolir á kjaftinn. En strálcar eru og verða strákar og þeir verða að fá að fara út með strákunum og horfa á fótbolta, drekka bjór og flauta á eftir stelpunum. En karlmenn eru náttúrulega táraheftir og það er hræðileg stífla og alveg makalaus þessi árátta að telja sér til tekna að vilja ekki gráta eða jafúvel geta það ekki. En hins vegar var feillinn við mjúlca mann- inn sá að þar var aldrei verið að tala um tilfinningar karlmanna út af fýrir sig heldur um tilfinningar karlmanna í tengslum við kven- fólk. Konan var alltaf fókusinn í mjúka manninum. Karlar skilja ekki konur, það er ég alveg viss um, og ég held að karlmenn almennt muni viður- kenna það. Það er kannski þeirra vopn. Hins vegar afvopna þær sjálfar sig með því að vera alveg vissar um að konur skilji karl- menn. En það er náttúrulega reg- infirra. Allar konur halda að karl- menn þurfi blíðu og ef karlmanni líður illa þá sé það eina sem hann „Geta tuttugu hommar úti í heimi stjórnað sjálfsmynd alls kvenkyns? Ég trúi pví að konur klæði sigfyrir konur en afklœði sig fyrir karlmenn. “ vantar góð kona. I þvi liggur feill- inn. Ef einhver vandamál eru með karlpeninginn í dag þá liggur lausnin hjá öðrum karlmönnum, í þeirra félagahópi. Alveg eins og það er talað um reynsluheim kvenna þá er hann einhvers staðar þessi reynsluheimur karla sem engir karlar tala þó noklcru sinni um. Það sem er að gerast núna er kannski einhvers konar upphaf, því karlmenn eru að reyna að marka sér bás einhvers staðar í veröld- mm. En vilja kon- ur ekki hetjur? „Ég las einu sinni í viðtali við konu að konur hefðu þörf fýrir að karlmenn drýgi hetjudáðir. Ef satt er þá er þetta enginn smáræðis myllu- steinn um háls lcarlkynsins. Mér dettur stundum í hug að konur sem mært hafa mjúka manninn mundu ekkert hafa á móti því að drukknir sjó- menn slægjust um þær á böll- _____ um. Ég rengi það alltaf þegar kon- ur segjast ekld vilja menn með vöðva. Ég er búinn að þýða tuttugu ástarsögur og tel mig vita allt um sálarlíf kvenna eftir það. Þetta eru bækur skrifaðar af konum, gefnar út af konum, lesnar af konum í milljónatali um allan heim. Það eru mjög afgerandi og þrautreyndar formúlur. Tiltekin atriði ganga aft- ur í hverri einustu bók og þar á meðal er það að karlmaðurinn er alltaf hávaxinn, stæltur, í þröngum gallabuxum og vöðvamir eru við að sprengja saumana. Eini munur- inn er sá hvort þeir eru loðnir á bringunni eða ekki og hvort þeir eru bláeygðir eða dökkeygðir. Kon- Það er reginfirra að konur skilji karl- sonur. menn. umar eru hins vegar alltaf græn- eygðar.“ En þessi hetjuímynd samrœmist ekki alveg hugmyndintii um mjúka manttinn og hann var nú œði viti- sœll á tímabili. „Það að konur skyldu verða hrifnar af mjuka manninum staf- aði af því að þeim fannst þægilegt að vera innan um karlmenn sem gerðu ekki kynferðislegar kröfur til þeirra. Þess vegna em konur svona hrifúar af hommum, finnst þeir svo indælir og ljúfir og gott að vera nálægt þeim. Ætli þeim fýndist ekki fara af þeim glansinn þegar til kast- anna kemur. Þá vantar einmitt þennan kraft, þessa karlmannlegu áleitni og festu sem ég ímynda mér að þær vilji. Á hinn bóginn er svo þessi björgunarárátta kvenna að bjarga drullusokkum, veiklunduð- um karlmönnum og reyndar líka hommum. Þær róa í síðastnefnda hópnum afskap- lega þöglar og hóg- værar en vona að á endanum komi þær niður á karl- manninn í þessum mönnum.“ Þetta hljómar eins og karltnaður og kona geti í rauninni aldrei mæst. „Það sem ég sé þegar fólk er í karla- og konuleikjum er að konur vilja alltaf láta eins og þær vilji ekk- ert en karlmaðurinn á alltaf að vita hvenær þær vilja samt. Konur eru alltaf ótilkippilegar og láta eins og þær séu ekkert að hugsa um for- boðna hluti. Ef karlmaðurinn leitar samt á þær þá er hann óþolandi og alltaf káfandi. Ef konan er hins veg- ar á þeim buxunum að fara úr buxunum þá er karlmaðurinn aumingi og lydda ef hann nálgast ekki. Þannig að það er alltaf eins og karlmaðurinn eigi að bera ábyrgð- ina. Ég er ekki að dæma um hjónalíf af reynslu. Ég spila ekki með, ég er ekki einu sinni dómari eða línu- vörður — en ég get lýst leiknum." Hefur þig aldrei langað til að stofna jjölskyldu? „Það hefúr aldrei komið til greina að giftast og eignast stóra fjölskyldu og verða vísitölumaður. Én sú var tíðin að maður velti fýrir sér hvort maður ætti að gera samn- ing við einhverja góða lesbíu sem langaði til að eignast barn. Ég hefði aldrei getað hugsað mér glasa- ffjóvgun, ég hefði orðið að vinna fýrir mínu bami. En á tímabili var það áleitin hugsun að eignast barn, mér fannst eins og ég væri svikinn um eitthvað. En þegar ég var að hugsa þetta þá var ég ekki tilbúinn. Nú er ég tilbúinn en er orðinn af- huga hugmyndinni. Það er aðallega vegna þess að ég er alinn upp í stórri fjölskyldu og mér finnst eitt barn ekld nægja, böm eiga að eiga systkini. Ég hef oft sagt að fólk ætti ekki að eiga minna en þijú böm.“ Þú hafnar jjöhkylduhugmynd- inni, en hvað um ástina? „Ástin er mjög góð fýrir fólk sem elskar og er elskað á móti en hún er frekar bölvuð fýrir hina. Kunningi minn einn sagðist þekkja úr það fólk sem byggi að þeirri reynslu að hafa orðið ástfangið og verið elsk- að, hefði upplifað þessar stundir á kvöldin og á morgnana að vera í fanginu á þeim sem það elskaði. Ég er ekki frá því að það sé rétt, það er gríðarlega mögn- uð tilfinning og hún breytir manni. Minningin um þá reynslu gefúr manni annað ljós á tilveruna. Guðbergur Bergs- son sagði eitt sinn eitthvað á þá leið að maður hugsaði kannski ekki mikið um verðlaun en þegar mað- ur væri byrjaður að fá þau vildi maður helst ekkert annað. Þegar maður hefur upplifað ástarsælu þá vill maður hana og ekkert annað. En hún liggur ekki alveg á lausu. Það var sú tíð effir að ég hafði elsk- að einhliða mjög lengi að ég strengdi þess heit að segja skilið við allt sem héti þessu nafúi. Svo glapt- ist ég nú til þess að upplifa þetta á báða bóga. Sá vinur minn sem ég nefúdi áðan segist sjá á mér stór- mun. Málið er auðvitað að þó maður vilji helst af öllu jarða ástina meðan hún er vonlaus og allt í hnút þá er enginn hlutur sem gerir mann jafn óskaplega lifandi eins og sá sársauki sem fýlgir henni. Þegar maður horfir um öxl á gamlar ást- arþrautir þá finnst manni að mað- ur hafi þó lifað. En meðan á sorg- inni stendur þráir maður auðvitað ekkert annað en að hverfa affur til bjarmalands doðans og amöbulífs- ins.“ Og ef þú ættir að súmtnera þessa nokkuð löngu leið þína frá sveitinni yfir í leiklistina, hvað mundirðu segja? „Ég afúeitaði alltaf þessari löng- un minni til að verða leikari en þessi leið mín að leiklistinni hefur kanriski verið dálítið eins og þegar maður fer í göngutúr og þykist ekki eiga neitt sérstakt erindi eða stefúu- mið. En allt í einu, á óskiljanlegan hátt, er maður staddur fýrir neðan gluggann hjá elskunni sinni — þai sem hann stendur og er að rak • u sig. 14B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.