Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 10.03.1994, Blaðsíða 9
Sjálfsagt hefur engin hljómsveit fengið eins miklar og tvíræð- ar andlátsfregnir og Todmobile. Rannski Bítlarnir. Nú er nýr bræðingur úr Todmobile, dúettinn Tweedy, að undirbúa komu sína. Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni skipa Tweety. ÞORVALDUR og ANDREA í banaham við gerð myndbands. Tweety er samkvæmt ensk-ís- lensku orðabókinni tíst í fugli. Þorvaldur Bjarni segir að þeim hafi fundist það viðeigandi í ljósi þess að þetta sé nýtt dæmi, fugl sem er rétt skriðinn úr egginu. Tweety er nú að vinna að gerð myndbands með Júlíusi Kemp við lagið „So cool“ en það kemur til með að heyrast á útvarpsstöðvum fljódega. Lagið verður að finna á safnplötu sem Spor gefur út nú um páskana og heitir Ringulreif. Að sögn þeirra Andreu og Þorvaldar gæti tónlistin flokkast undir dans- tónlist, mikið „beat“, „en það verð- ur að koma fram að þetta er ekki neitt píkupopp, þetta er röff tón- list“, segir Þorvaldur. Þau semja lögin saman og annast allan söng og hljóðfæraleik sjálf og semja sam- an, Andrea með texta en Þorvaldur semur lög. Núna eru þau í stúdíó Grjótnámu að vinna efni á plötu sem er væntanleg í haust. Andrea segir breytinguna frá því að vera í tríói eins og Todmobile og að starfa í dúett einkum felast í því að það sé einum færra að rífast við. Eins og fram kemur á síðunni hér á móti er þeirra gamli félagi úr Todmobile, Eyþór Arnalds, einnig í Dagskrá í Langholtskirkju Skæruhernaður gegn ólæsi PRESSUNNI barst orðsending frá Andspyrnuhreyfingu gegn ólæsi. Dagskrá í Langholtskirkju undir yfirskriftinni „Lífið er LESTUR“. Fjöldi manns á öllum aldri kemur saman og les upp ljóð: Níu ára börn, rútíneruð ljóðskáld á borð við Þórarin Eldjárn, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Vilborgu Dag- bjartsdóttur, skólaskáld nútímans og fleira. SJÓN segir að ekkert hafi enn komið fram sem taki lestri fram í einstæðu samspili aug- ans og blaðsíðunnar. Kynnir er Sjón. Hvað er að ger- ast? „Andspyrnuhreyfing gegn ólæsi er andlitslaus neðanjarðarhreyfing sem starfar með mikilli leynd og fær til liðs við sig hina og þessa sem má ætla að séu á móti ólæsi.“ Afhverju þessi leynd? „Það sem mér hefur tekist að toga upp úr meðlimum er að þetta er að vissu leyti andsvar gegn opin- berum nefhdum og apparötum sem yfirleitt eru sett af stað. I stað þess að starfa með bægslagangi og lítilli útkomu hefur þessi hreyfing kosið að starfa með leynd en miða að hámarksárangri.“ Sjón segir að þetta sé eina mark- mið hreyfingarinnar, auk þess að vilja auka lestur og ánægju af lestri. Þetta er í annað skipti sem hreyf- ingin lætur til skarar skríða, hin uppákoman var í Perlunni íyrir skömmu þar sem stefnt var saman poppurum og pólitíkusum sem lásu hver fyrir annan og fyrir annað fólk. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu umfangsmikil hreyfing- in er, Sjón? „Ég hef bara hitt hópinn sem skipuleggur þessa dagskrá og ég má ekkert gefa uppi um hvað margir eru í honum. Það sem mér finnst spennandi í þessu er viðfangsefnið. Það fer tvennum sögum af því hversu mikið ólæsi er á landinu. Sumir halda því ffarn að þetta fari vaxandi og fólk sé hætt að nota bækur sem afþreyingu, eins og komið hefur í ljós með útlán á bókasöfhum. Fólk virðist snúa sér frekar að sjónrænu áreiti. Þetta er spurning um að halda fólki með- vituðu um að það er ekkert sjálfgef- ið að hafa aðgang að bókum og bókum sem næringu. Af því að við lifum í frjálsu landi þykir okkur sjálfsagt að okkur standi allar bæk- ur opnar og hér sé engin ritskoðun og að hér eru ekki börn sem vaxa úr grasi án þess að komast nokkurn tíma í snertingu við bók. Þetta er blákaldur veruleikinn annars stað- ar, en hér hættir fólki til að gleyma því vegna þess að þetta virðist sjálf- sagður hlutur.“ Er þá 1984 biblía hjá hreyfing- unni? dúett. Það er ekki hægt annað en að spyrja hvernig það sé að vera í samkeppni, ja, nánast við líkið af sjálfum sér eins og einhver orðaði það? „Ég lít nú ekkert á það þannig,“ segir Andrea. „Mér finnst það bara skemmtilegt. Við erum ekki á önd- verðum meiði músíklega séð, bæði erum við inni á danstónlistinni. Þetta er þó rokkaðra dæmi hjá okkur, meiri groddi. Ég á erfitt með að hemja mig, það verða að koma öskur inn á milli.“ Todmobile vakti meðal annars athygli fyrir útlit sem virtist útpælt og nánast hluti af tónlistinni. Hvernig er það hjá Tweety, eru þau atriði hugsuð jaftiframt tónlistar- sköpun? „Það er misskilningur að „lúk- kið“ á Todmobile hafi verið út- hugsað. Það lagði hver til sína til- finningu og það þróaðist af sjálfu sér. Ég hugsa að þannig verði það áffam. Það hefur aldrei verið hjá okkur — ókei, nú erum við rokk- arar og þá þurfum við að vera í svona buxum og svona skóm með sítt hár eða stutt. Við erum bara við,“ sagði Andrea að lokum. „Ég þori ekki að segja um það, en það kæmi mér ekki á óvart.“ En er þetta ekki bölvuð aftur- haldssemi að halda í lestur sem hið eina rétta? „Það er spurning hvort það kem- ur eitthvað í staðinn vegna þess að heimurinn sem lifnar við í rýminu milli augans og blaðsíðunnar er skapaður í samvinnu rithöfundar og lesanda. Kvikmyndin hefur ekki þennan möguleika og ég veit ekki um neinn miðil sem býður upp á þessa heimssköpun. Lestur er ein- stakur máti og því er þetta ekki íhaldssemi — það hefur ekkert breyst í því. Tungumálið er nokkuð sem við eigum öll saman. Ég var að lesa nýlega að málþroski hæfist fjögurra mánaða í móðurkviði. Þá byrjar fóstrið að greina rytmann í móðurmálinu sjálfu. Þetta er eitt- hvað það fyrsta sem okkur er gefið og um að gera að njóta þess, — ekki bara í gegnum samræður við annað fólk heldur einnig í samræð- um við blaðsíðuna þar sem þú get- ur verið einn og unnið úr því.“ Það er einkennileg tílhneiging fólks að hrúgast alltaf á sama staðinn meðan ágætisbarir eru hálftómir. Þessi síldartunnu- komplex er í raun óskiljanlegur nema maður sé pervert. Ég var bú- inn að mæla mér mót við Gauja á einum af þessum cafésnottístöðum og tafðist eitthvað á Keisaranum. Þegar ég kem þá er röð — ohhh. Nú, Gaui hefði svo sem mátt sigla sinn sjó, en hann ætiaði að borga mér sjöþúsundkallinn sem hann skuldaði mér og ég var eitthvað sjort á kassi. Þar sem ég stend og reyni að lifa þetta af byijar einhver hópur í röðinni að syngja. Kræst. Leiðinlegustu lögjn tekin eins Mar- ía María og öll serían. Þetta minnti meira á rútuferðalag í grunnskóla en fúllorðið fólk á leið á barinn. Þegar línan „sælt er að vera fátækur elsku Dísa mín“ varkyrjuð, eitt- hvert mesta bull sem Davíð samdi og er hún þó ærin steypan frá hon- um víða, var mér nógboðið og ætl- aði að halda mína leið. En þá kom hreyfing á röðína og ég slapp inn. Og þar tók ekki betra við því inni voru tómar listaspírur og rútubíla- söngvararnir breyttust eins og hendi væri veifað í menningar- snobbara. Gauja djöfúl var hvergi að sjá og ég olnbogaði mig að bam- um, þurfti sannarlega á einum viskí að halda. „Fyrirgefðu, þú ert ekki næstur," sagði barþjónninn, frem- ur hommalegur náungj með sítt hár. Síðan tók hann að blanda ein- hverja rjómalíkjörablöndukokkt- eila ofan í fimm tískudruslur sem þóttust vera á undan mér. Þetta tók óratíma og þegar loks kom að mér bað ég um að fá að opna reikning, það stæði þannig á hjá mér. Þjónn- inn fór og náði í eigandann, sem var útlendingur með sérlega gúddi fés. En það var sama hvað ég reyndi; hann þóttíst ekki skilja mig, alveg sama hvaða tungumál ég reyndi: „É iggi skilja,“ voru einu svörin sem ég fékk og þar með eng- an viskíinn. Það var farið að síga þétt í mig og mér tókst að rekast ut- an í þrjú glös á leiðinni út. Ég hitti . Gauja á Keisaranum dagjnn eftir, tók hann haustaki og sagðist drepa hann ef hann gerði mér þetta aftur. Hann var fljótur að borga mér og bauð mér upp á tvo bjóra í kaup- bætí. Fátt er svo með öllu illt ... Að Gísli „flauta" Helgason verði ráðinn sem fastur pistlahöfundur á Moggann. Gísla liggur greinilega ýmislegt á hjarta en hefur hingað til verið skákað í Velvakanda. Á laugardaginn var grein eftir hann undir fyrirsögninni „Hver er ég, hvað heiti ég?“. Það vantar fleiri menn sem velta tilvistarlegum spurningum á borð við þessa fyrir sér. ... Að verð á notuðum bílum sé sett í samhengi við verð á nýj- um bílum. Það er sillí að setja nánast jafhmikið á tveggja ára gamlan bíl og nýjan sömu tegundar. Þið þarna sem eruð að selja bflinn! Áttið ykkur á afföllum og lækkuðu bílverði. ... Jarlinum. Staðurinn er ekki á fallegasta stað í bænum, útsýnið er reyndar pínlega ósmekklegt. Né heldur eru innréttingarnar smekklegar — og þó, þær fara hringinn. En nautasteikurnar á þessum grillstað eru góðar. ... Að karlmenn falli ekki í þá gryfju að fara að stofiia félög í massavís sem hafa það að markmiði að ræða tilfinningar sínar á opinn hátt. ... Gömlu góðu kúluspilunum. Þessir grafisku tölvuleikir eru ágætir fyrir sinn hatt en þeir koma aldrei til með að slá góðu kúluspili við. ... Að Davíð segi við Heimi: "Heimir, ekki fara til Gautaborgar!" Þá má ganga út frá því sem vísu að Heimir í þvermóðsku sinni láti sig hafa það að sækja um þessa klerkastöðu. • Amma Lú Aggi Slæ og Tamlarnir ásamt Erni Árnasyni og Jónasi Þóri á föstudagskvöld. Bergþór Pálsson verður hins vegar meö Agga Slæ og Tamlasveitinni á laugardagskvöld. A fjmmtudag og sunnudag er hluti Ömmu Lú opinn fyrir þá sem vilja á barinn. • Barrokk Snarkandi arineidur og rómantík. Án hávaða. • Bóhem Honey and the T-bone hér á landi eina ferðina enn. Alla helgina á Bóhem. • Blúsbarinn Vinir Dóra á réttum stað frá fimmtudegi fram á laugar- dag. • Café Romance lan heitir Englend- ingurinn sem syngur og leikur Ro- mance-megin um helgina. Hinum megin við þilið spilar Hjörtur Howser af fingrumfram. • Feiti dvergurinn Kvennakvöld með strippi og líkjörum á föstudagskvöld, að ógieymdum Fánum. Fánar aftur á laugardagskvöid en þá án strippara. • Fossinn, Garðabæ Þuríður Sigurð- ardóttir ásamt Vönum mönnum á föstudag. KK ætlar að leggja lag sitt við Garðbæinga á laugardagskvöld. • Fógetinn Djass á fimmtudagskvöld með Dan Cassidy, Kristjáni Guð- mundssyni og Þórði Högna á háaloft- inu. Haraldur Reynisson, sem loks er kominn heim, á föstudags- og laugar- dagskvöid. Músíktilraunir með nýjum og nýjum á sunnudagskvöldum í framtíðinni. • Gaukur á Stöng Synir Raspútins hefja helgina á fimmtudagskvöldi. Bláeygt sakleysi sýnir á sér nýjar hliðar á föstudags- og laugardags- kvöld. K-tune lokar helginni. • Hótel ísland Bítlahátíð á föstu- dagskvöld með fullt af gömlum kemp- um auk Stefáns Hilmarssonar. Þrjár bítlamyndir á stóra tjatdinu. Sýning á laugardagskvöld með hinni ótrúlega þrautseigu Sumargleði sem inniheld- ur sem fyrr Bessa Bjarnason, Magn- ús Ólafsson, Hemma Gunn og fleiri. Hljómsveit kvöldsins er sveit Siggu Beinteins. • Hótel Saga Sýning hinnar miklu hátíðar Halla, Ladda, Sigga og Eddu á laugardagskvöld. Saga Class leikur fyrir dansi. Matur og afnot af dans- gólfi. Gunnar Tryggvason og Þorvald- ur Halldórsson á Mímisbar á föstu- dags- og laugardagskvöld. • Hressó Tónleikar með hljómsveit- inni 13 á stóra sviði Hressó i kvöld. Verslingar í aðalhlutverki á föstu- dagskvöld. Hvur veit nema Varalita- elskhugarnir líti inn. Vorsýning frá Plexiglas á laugardagskvöld, sem þýðir væntanlega að Hressó er trendi. Skárr'en ekkert-tríóið spilar ekta franska kaffihúsatónlist með hnallþórum á sunnudagseftirmiðdag. Um kvöldið verða tónleikar með neta- gerðarmanninum, togarasjómannin- um og sjarmörnum Bjarna (ekki Bjarka) Tryggvasyni. • Rauða Ijónið Sín, með einföldu, á föstudags- og laugardagskvöld. • Sólon Islandus JJ soul á djasslin- unni á laugardagskvöld. Sveinn Óli Jónsson leikur á píanó á sunnudags- kvöld. • Tveir vinir Frítt inn á Vini vors og blóma — sem maður ímyndar sér að séu litlir álfar — á föstudagskvöld. Lizt leikur á laugardagskvöld, en það er hljómsveit sem hefur spilað í und- anúrslitum söngkeppni framhalds- skólanna. Diskó-, fönk- og danstón- list • Þjóðleikhúskjallarinn Dansiball með Leikhúsbandinu á föstudags- og laugardagskvöld. Óskabörnin á föstu- dagskvöld. Þýðendakvöld hjá Lista- klúbbnum á mánudagskvöld. SVEITABOLL • Langisandur, Akranesi Orkin hans Nóa leikur. • Sjallinn, Akureyri Allt vitlaust að venju með Geirmundi á laugardags- kvöld. • Skíðaskálinn Hveradölum Sigrún Eva Ármannsdóttir júróvisjónsöng- kona er þar með annan fótinn. FIMMTUDAGURINN 10. MARS 1994 PRESSAN 9B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.