Pressan - 24.03.1994, Page 13
• Handalausa líkið
Unmtural Causes á RÚV á
föstudagskvöld. Bresk saka-
málamynd byggð á sögu P.D. James um Adam
DaJgliesh lögregluforingja. Ein af þessum góðu
plottríku.
• Hörður Þórðarson ★★★★★ veðurfræðingur á RÚV. Ákaflega við-
feUdinn en umfram allt mannJegur náungi eins og þeir geta vitnað um
sem sáu hann við frumraun sína sem sjónvaipsveðurfræðingur. Hann
kennir okkur þá einföldu lexíu, sem svo oft vill gleymast, að rétt er að
halda sínu striki sama á hveiju gengur.
• Skáldið Hedd Wyn ★★★★ Hedd Wyn — The Armagcddon Poet á
RÚV á fimmtudagskvöld. Myndin er tilnefiid til Óskarsverðlauna sem
besta erlenda myndin t ár og sú fyrsta frá Wales sem nær þeim áfanga.
• Ingólfur Iíannesson © á
RÚV. Það má hugsanlega fyr-
irgefa honum smámælgina og
ofnotkun á lausum greini; Hinn, i
svarti..., hin 41 árs... o.s.frv. En það að |
vilja vera taglhnýtingur Magnúsar Sche-
ving er ekki bara ófyrirgefanlegt heldur |
fúllkomlega óskiljanlegt.
• Lognið á undan storminum © Baby, the Rain Must Fall á Stöð 2 á
fimmtudagskvöld. Bandarísk bíómynd frá 1965 með þeim Lee Remick og
Steve McQueen. Látið ekki stjörnurnar gabba ykkur til að horfa á þessa
mynd, sem helst ber vitni grátlcgri sóun á hæfileikum.
• Kaupmaðurinn © Tai-Pan á RÚV á laugardagskvöld. Bandarísk
bíómynd frá 1986. Óáhugaverð mynd með ruglingslegri fléttu.
• Hamslaus heift ★★★ Blind Fury á Stöð 2 á laugardagskvöld. Þetta
er fjári góð B-mynd með Rutger Hauer skolli flottan sem bUndan sverða-
meistara.
• Sporðaköst ★★★★★ á Stöð 2 á sunnudag. Ann-
ar þáttur. Umsjón hefur Eggert Skúlason, sérfræðingur
í að tvínýta tíma sinn. I þetta skipti kemst hann í Laxá í
Aðaldal. Og áfram heldur getraunin: Hvað gerir Helgi
Bjarnason, formaður Húsavíkurdeildar Laxárfélagsins,
dagsdaglega?
• Fólkið I landinu © Líf mitt er línudans á RÚV á sunnudag. Áður á
dagskrá 1992. Hinn vemmilegi Hans Kristján Árnason ræðir við Tómas
Andra Tómasson. Það má sjálfsagt spjaUa um hamborgara fram og aftur í
góðum fiUng eins og til dæmis um harðfiskffamleiðslu. En þó að Baldur
geti gert það er ekki þar með sagt að allir geti það. Baldur! Baldur! Baldur!
• Annir og appelsínur © á RÚV á sunnudag. Þessi hryllingur cr eins
klénn og nafnið gefúr til kynna. Var á dagskrá fyrir nokkrum árum og
hefur alveg ábyggilega ekki elst vel. Snautleg býtti fyrir Rokkana sem gátu
ekki þagnað. Jón Egill Bergþórsson verður að bíta í það súra epU að vera
ekki eins hipp og nafni hans Gústafsson.
Morðingj ar hins opinbera
PELÍKANASKJALIÐ
SAMBÍÓIN
★★★
Pelíkanaskjalið er spennu-
mynd sem virkar. Hér fara
saman vönduð vinnubrögð í
öUum defldum og bærUega vel
uppbyggð spennusaga.
Sagan er byggð á sögu eftir John
Grisham sem einnig skrifaði „Fyr-
irtækið", sem nýlega sló í gegn í
bíó. Það er leikstjórinn Alan J. Pak-
ula sem hér fæst við efni eldd
óskylt því sem hann hefur skUað
frá sér með hvað mestum sóma.
Hann veldur heldur engum von-
brigðum.
Myndin fjallar um laganema
(Juliu Roberts) sem heldur við
prófessorinn sinn (Sam Shepard).
Þegar tveir dómarar úr hæsta-
rétti Bandaríkjanna eru myrtir fer
hún að grúska og endar með því að
skrifa ritgerð með fremur lang-
sóttri skýringu á því hver gæti stað-
ið á bak við morðin. Eða svo held-
ur hinn drykkfelldi lagaprófessor
sem hún heldur við. Hann lætur
Bíó
# Kryddlegin hjörtu ★★★★ Stór-
skemmtileg mexíkósk kvikmynd og vel
heppnaður óður til konunnar.
Regnbogatium
# Frú Doubtfire ★★★ Robin Williams
er drepfyndinn í þessari mynd, basði sem
kona og karl.
Sambíóunum
# Leið Cariitos ★★★ A1 Parino hefur á
tjaldinu návist sem er mögnuð birting
frumkrafta karldýrsins.
Háskólabíói
# Hús andanna ★★★★ Tilfinninga-
þrungnustu atriðin sleppa við að vera
væmin, þótt þau kalli á vasaldúL
Sambíóunum
# Banvæn móðir ★ Hún er uppfull af
gömlum þriller-töktum og frekar slaldega
leikin af annars ágætum leikurum.
Laugarásbíói
# í nafni föðurins ★★★★ Þessi skrípa-
leikur er sönn saga. Hann er eitthvert
mesta hneyksli sem riðið hefur breskum
réttarfarshúsum frá því pyntingar og lim-
lestingar voru stundaðar í Tower of Lond-
on.
Háskólabíói
# Dómsdagur ® Og þegar hann er
drepinn kemur það ekkert á óvart, því
ffam að því hefiir blikkandi ör nánast bent
á manninn með textanum „þessi verður
drepinn“.
Laugarásbíói
# Á dauðaslóð # Ef einhver iðnaðar-
ffamleiðsla á Vesturiöndum hefur mengað
andrúmsloffið jafnmikið á jafnfáum dög-
um og tökumar á þessari mynd væri mál
til komið að vekja athygli á því. Að henda
inn umhverfisvemdarboðskap í þessa
mynd er eins og að bjóða upp á mörflot
með rjómatertu.
BíóhöUinni
KVIKMYNDIR
HALLUR
HELGASOIXI
„Þó að Júlía standi
sig mjög vel þá er
það samt Denzel
Washington í hlut-
verki rannsóknar-
blaðamanns sem
stelur senunni. “
þó vin sinn hjá FBI, bandarísku al-
ríkislögreglunni, fá afrit af ritgerð-
inni og sá leyfir nokkrum aðilum
öðrum að sjá. Því miður haíði
stúlkan hitt naglann á höfuðið og
mjög öflugt batterí, sem ekki vill að
þessar vangaveltur komi fyrir al-
menningssjónir, setur allar sína
leynivamir í gang. Segi ekki meira
um söguþráðinn.
Leikarahópurinn er vel saman-
settur og þó að Júlía standi sig
mjög vel þá er það samt Denzel
/
\fj
í
1 * f 0
. ý y
Washington í hlutverki rannsókn-
arblaðamanns sem stelur senunni.
Fyrir utan að vera mjög trúverðug-
ur í alvarlegri hliðum blaðamanns-
ins á Denzel allnokkrar hláturpillur
sem hitta beint í mark. Ef eitthvað
er, þá var Denzel of löngum stund-
um í burtu af tjaldinu.
Sam Shepard hefúr nánast und-
antekningarlaust fallið mér vel í
geð í þeim kvikmyndahlutverkum
sem hann hefúr tekist á hendur.
Leikritaskáldið beygir ekki af þeirri
braut hér í hlutverki drykkfellda og
þunglynda lagaprófessorsins.
Þama em líka ágætir John Heard í
hlutverld lögffæðingsins hjá FBI,
Stanley Tucci sem aðalleigumorð-
inginn, John Lithgow sem ritstjóri
Granthams (Denzels Washington)
og Robert Culp sem nördinn í for-
setastólnum.
Samsæriskenningar alls konar
hafa verið mjög vinsælt umfjöllun-
arefhi í Bandaríkjunum síðan JFK
Olivers Stone var sýnd. Þó að þessi
saga tengist ekld neinu sérstöku
máli em þessi tengsl stórra iðju-
hölda og eignamanna annars vegar
og stjórnmálamanna hins vegar
stöðugt í skoðun. Það fer því vel á
því að gera vandaða spennumynd
sem byggir á jafnáþreifanlegum
gmnni.
Frásögnin heppnast vel og mað-
ur er alltaf að bíða eftir því hvað
gerist næst. Myndin er á góðu
tempói allan tímann, nema rétt
undrr lokin, þegar tognar aðeins á
lopanum. Myndatalcan og lýsingin
em vel unnið verk sem ásamt leik-
myndahönnuninni undirstrika
stemmninguna, fas persónanna og
trúverðugleika atburðanna. Það er
að vísu eitt og eitt smáatriði sem
mætti tína til og neita að sam-
þykkja, eins og t.d. hundurinn sem
birtist óvænt í eltingaleiknum í
bílageymslunni, sjokkerar og redd-
ar málunum. En þegar heildin er
þetta sterk sleppur svoleiðis.
Pelíkanaskjalið er vönduð
spennumynd sem óhætt er að
mæla með.
Hjúpur hinnar römmu taugar
DREGGJAR
DAGSINS
STJÖRNU'BÍÓI
★★★t
RNUBI
f
Hvemig á maður að koma
orðum að listaverki sem
snertir á jafnmörgum flöt-
um og þetta? Ekki einasta eru Ant-
hony Hopkins og Emma Thomp-
son hér á sínum finustu nótum,
heldur hafa þau með sér þvílíkan
sannfæringarkraft kvikmyndagerð-
armannanna, Ismaels Merchant og
James Ivory, að maður er snortinn
af upplifuninni.
Félagamir tveir hafa á undan-
förnum ámm getið sér gott orð
fyrir framleiðslu á vönduðum fag-
urkvikmyndum.
Dreggjar dagsins verður að telj-
ast langdregin kvikmynd fyrir fólk
sem ekld getur sætt sig við annað
en mekaníska framrás atburða.
Myndin er hins vegar skemmtileg
skoðun á samskiptum mannanna.
Margir kannast eflaust við erfið-
leikana sem geta fylgt því að brjót-
ast úr viðjum vanans og leyfa
ástríðunum að taka völdin.
Túlkun Anthonys Hopkins og
Emmu Thompson færir mann al-
gjörlega inn í þá veröld forma og
reglna sem „bötlerinn“ og ráðs-
konan hrærast í. Loksins þegar þau
tvö, sem öðlast ást hvors annars
eftir langvarandi samstarf og skiln-
ing undir þaki formfestunnar, ná
saman, þá er það tuttugu árum of
seint. Kannski er mest um að
kenna rökfastri skyldurækni karls-
ins, sem lætur engar tílfinningar
trufla sinn gang, en les rámantískar
ástarsögur í frítímanum til að ná
fúllkomnara valdi á goðu ensku
máli.
Kaldhæðnin í myndinni er ekki
síst fólgin í því að „lordinn“, sem
einn fárra skilur ranglætið í upp-
gjöri sigurvegaranna effir fyrri
heimsstyrjöldina, er sakfelldur og
rúinn æru vegna velvilja síns á ár-
unum milli stríða í garð Þjóðverja,
sem voru að kikna undan skaða-
bótakröfúnum eftir stríðið.
Dreggjar dagsins hefur ýmislegt
að segja á milli línanna eins og al-
gengt er um góðan texta. Það er
nokkuð ljóst að í búningi mannúð-;
ar vilja höfúndar þessarar myndar
minna á það sem miður hefúr farið
í samskiptum þjóða álfúnnar á
þessari öld. Eflaust er þetta þörf
áminning.
Án þess að voga mér út í að túlka
boðskap þessara sagnamanna
verðor að benda á að sú um-
ræða um samskipti þjóða, sem
fram fer í myndinni, er ábend-
ing til kjósenda í lýðræðisríkj-
um Vestur-Evrópu um að sofna
ekki verðinum um þau mál
sem efst eru á baugi í álfúnni.
Á persónulegri nótum má
segja að Dreggjar dagsins hvetji
meðaljóninn og -gunnuna til að
láta eldd rútínuna skernma fyrfr
sér hin fomu sannindi: Maður
er manns gaman.
Til reykvískra
kj ósenda
Ágætu reykvísku kjósendur.
Skoðanakannanir em húmbúkk.
Sá sem segir skoðun sína í könnun
er óundirbúinn beðinn að taka af-
stöðu fyrirvaralaust. Það er því
hreinn vingulsháttur í pólitík að
eltast við það sem fólk missir upp
skólamálum, félagslegri þjónustu
og annarri félagshyggju. Árni kallar
þetta hörð mál því fólk vinnur við
þetta og atvinnumálin em hörð.
Það em semsagt engin mjúk mál
til því fólk vinnur við allan and-
skotann núorðið, þar liggur hund-
OPIÐ BRÉF
DAVÍÐ ÞÓR
«IÓI\ISSOI\l
úr sér í skoðanakönnunum.
Þess vegna er það dæmigert að
um leið og skoðanakannanir sýna
að minnihlutaflokkarnir í borgar-
stjóm geti með
bellibrögðum
sölsað undir sig
völd Sjálfstæðis-
flokksins skuli
þeir fara að rotta
sig saman xnn að
slá ryki í augu al-
mennings og fela
sitt rétta andlit í
sameiginlegu
framboði. Svo
klaufskir em þeir
samt við það að ef
maður vissi ekki
betur mætti halda
að þeir væm eldd
einu sinni að
reyna að fela sig.
Hið fúrðulega er
að þetta virðist
ætla að takast
samkvæmt skoð-
anakönnunum.
Ætlið þið virkilega
að kjósa yfir ykk-
ur sameinuð öfl
glundroða og
simdmngar? Þið
vitið alltaf hvar
þið hafið Sjálf-
stæðisflokkinn.
Þar ríldr festa og öryggi án íhalds-
semi og kreddna, sem sést best á
því að nú hafa Reykvíkingar notið
þriggja borgarstjóra á einu kjör-
tímabili.
Sjálfstæðisflokkurinn brást strax
við því að þið viljið hann í mun
minna mæli en áður í borgar-
stjóm. Fylgishmnið lýsir nefnilega
hvorki óánægju með stefnu flokks-
ins né forystu hans, eins og
ffammámenn hans hafa hamrað á.
Þið emð bara farin að vilja breyt-
ingar breytinganna vegna og þess
vegna hefúr Sjálfstæðisflokkurinn
breyst breytinganna vegna. Það
lýsir best lýðræðislegum vinnu-
brögðum flokksins að hann skuli
bregðast með þessum hætti við
vilja kjósenda eins og hann kemur
fram í skoðanakönnunum.
Með ungu mönnunum, Áma
Sigfússyni og Júlíusi Kemp, era
komnar nýjar áherslur hjá Sjálf-
stæðisfloklóium, án þess að nokk-
uð hafi verið athugavert við þær
gömlu. Sjálfstæðisflokkurinn er
Jiinn sami og ævinlega, Sjálfstæðis-
flokkurinn er enn flokkurinn á bak
við Ráðhúsbygginguna og einka-
væðingu almenningsvagna, þó nú
séu áherslumar á dagvistar- og
urinn grafinn. Ámi segir ennffem-
ur í viðtölum að það sé betra að
karlmaður standi í þessu en kona,
því karlar séu harðir en konur
mjúkar. Þetta
veit hann, fjöl-
skyldumaðurinn.
Hlutverk kvenna
I stjómmálum á
því að vera í
mjúkum málum.
Ég skal játa
það á mig að
hafa ekki fylgst
mjög nauið með
Áma þau átta ár
sem hann hefúr
setið í borgar-
stjóm, en hann
hefur einmitt
verið mest í
hörðu málun-
um, einkum
dagvistar- og
skólamálum.
Ástandið í dag er
ábyggilega hon-
um að þakka, en
böm hjónafólks
þurfa ekki að
bíða nema hálft
annað ár effir
dagvistarplássi ef
engin börn sem
njóta forgangs
sækja um í milli-
tíðinni. Enginn sem séð hefúr
Veggfóður þarf heldur að efast um
greind og getu Júlíusar. Sú mynd
segir meira en þúsund orð um
heilindi Júlíusar gagnvart fjöl-
skyldustefnu Sjálfstæðisflokksins.
Verst þykir mér að Steinn Armann
Magnússon stórleikari sem í þeirri
mynd fór á kostum í hlutverki
Sveppa, hins síharða manns, skuli
vera fjarri góðu gamni. Hann er
búsettur í Hafnarfirði, illu heilli
fyrir Reykvíkinga (þ.e. Steinn, ekki
Sveppi. Fyrirmyndin að Sveppa er
búsett í Reykjavík).
Ef Ámi er sá sem hann gefúr sig
út fyrir að vera má áreiðanlega
finna harðorðar greinar eftir hann
í gömlum Moggum þar sem Ráð-
húsbyggingin er gagnrýnd og bent
á að fjármununum sé betur varið
til dagvistar- og skólamála. En
Ámi er ekki að fela sitt rétta andlit
og slá ryki í augu almennings eins
og sumir. Ámi er nefnilega heil-
indamaður, maður sem ælir ekki
nema það sé flensa í Mogganum.
Reykvísku kjósendur, þið hljótið
þá stjómendur sem þið verðskuld-
ið.
Davíð Þór Jónsson
„Með ungu mönn-
unum, Árna Sigfus-
syni og Júlíusi
Kemp, eru komnar
nýjar áherslur hjá
Sjálfstœðisflokkn-
um.“
SILFURSKEMMAN
Silfurskartgripir frá Chile og Mexíkó
Tilvalið til
fermingagjafa!
pið dagl. frá kl. 15-18, laugard. frá kl. 10-12
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
FIMMTUDAGURINN 24. MARS 1994 PRESSAN 13B