Pressan - 05.05.1994, Side 2
Dularfull
íslensk
maga-
dansmær
Um síðustu helgi hóf íslensk
stúlka sem kallar sig Sha-
baly að dansa magadans fyrir
gesti matsölustaðarins Marhaba
við góðar undirtektir. Samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR vill ís-
lenska magadansmærin halda
nafni sínu leyndu. Ekki nóg með
það heldur hylur hún andlit sitt
og hár með slæðu (allt nema aug-
un) að hætti múslimskra kvenna
þannig að það er engin leið að
þekkja hana — nema fólk þekki
hana af augunum. Ástæðan fyrir
þessari leynd er að Shabaly vill
halda dulúðinni, að minnsta kosti
enn um sinn, en hún telur að það
hafi mikið að segja bæði fyrir sig
og gestina. Hún kemur fram
þrisvar á kvöldi í tíu til fjórtán
mínútur í senn og sýnir bæði
hægan og hraðan magadans.
Shabaly þessi ku vera dansari
sjálf en magadansinn lærði hún
af magadansmær sem skemmti á
Marhaba síðasta haust og eftir
myndbandi frá Líbanon um maga-
dans, en líbanskar konur eru
mjög framarlega á sviði maga-
dansins. Svona til fróðleiks þá
var magadans upphaflega ein-
göngu iðkaður af ófrískum konum
því talið var að hann auðveldaði
þeim fæðinguna.
Margir þóttust greina í þessu Flamencoáhrif, þótt það sé kannski
ótrúlegt í sér-írsku atriði.
„Ég myndi ekki rugla þessu við Flamenco. Flamenco er alveg
sérstakt, t.d. eru hendurnar hreyfðar mjög mikið, og tónlistin gaf
heldur ekki til kynna að þetta væri Flamenco. Það sem gæti hafa
gefið til kynna dálítinn Flamencostíl var steppið og hvað strákurinn
var mikill karakter. Stelpan var líka frábær og fótaburðurinn hreint
ótrúlegur," sagði Sóley Jóhannsdóttir að lokum.
Eg held þú hefðir ekki þurft álit hjá neinum sérfræð-
ingi um þetta atriði. Þetta er eitt af því besta sem
ég hef séð í mörg ár," sagði Sóley Jóhannsdóttir
danskennari þegar PRESSAN bað hana um álit sitt á dans-
atriðinu „River Dance" sem var flutt í hléi í Evróvisjón-
keppninni. „Ég var í hópi fólks sem hafði hvorki gaman né
vit á dansi og það voru allir sammála um að þetta hefði
verið stórkostlegt." Eins og þeir sem horfðu á keppnina
muna sá Jakob
Frímann Magn-
ússon, kynnir
Keppninnar,
ástæðu til að biðja fólk að sitja sem fastast í hléinu því at-
riðið væri vel þess virði, en þessi skemmtiatriði hafa ver-
ið frekar leiðinleg í gegnum tíðina og því rík tilhneiging
hjá fólki að skreppa í ísskápinn á meðan. Þetta reyndist
rétt hjá Jakobi; samdóma álit fólks er að dansatriðið hafi
komið virkilega á óvart og verið geysilega flott. „Ég gæti
vel ímyndað mér að sporin væru úr írskum eða skoskum
þjóðdönsum, þetta væri síðan fært í nútímastíl og steppi
bætt við — eins konar þjóðdans með steppívafi. Ég veit
ekki hvort skoskir eða
írskir þjóðdansarar nota
mikið stepp og hvort
þetta er til í gömlum
dönsum hjá þeim eða
hvort þessu var bara bætt
við. Ég hef að minnsta
kosti ekki séð svona áð-
Hugsjónir fæðast
Hún grætur og tár honnar hrökkva nióur á hcnd-
ur þeirra, þar sem hún felur aðra hönd Salla í
báðum sínum.
Þanníg standa þaa stund.
Svo losar konan takið og Salli býr sig til að
fara.
Konan títrar af geðshræringu: — £g ætla bara
að biðja ykkur eins, góðu drengir, ég ætia að biðja
ykkur að lofa honum Jóa mínum að vera mcð
ykkur, segir hún.
— Já, við skulum gera það, segir drengurinn lágt.
Svo gengur hann út.
Konan stendur í háifopnum dyrunum og hvislar
einhverjum orðum af vörura fram.
Saila hlýnar um hjartarætur. Honum finnst orð
UO
Suður heiðar
Höf.: Gunnar M. Magnúss
Reykjavík 1937
Fáar bækur hafa lagt meira til
uppeldis drengja þessa lands á
liðnum áratugum en Suður
heiðar eftir Gunnar M. Magnúss.
Ég eignaðist hana einhverntíma
uppúr 1960, þriðju útgáfuna, og
rakst á hana græna og lúða um
daginn og las hana uppá nýtt og
undraðist hversu hrifamikil sagan
er, hvílíkar undrabókmenntir eru
hér á ferðinni.
Hugmyndaveröld bókarinnar er
ífá síðustu aldamótum, og ekki
kæmi mér á óvart ef hún væri um
það bil að líða undir lok nú í lok
aldarinnar með breyttri heimssýn
og upprennandi nýju árþúsundi.
Þarna er Island sjálfstæðisbarátt-
annar, Island ungrar og bjartsýnn-
ar þjóðar sem var að hefja síðara
landnámið eftir stöðnun, drunga
og hörmungar liðinna alda; fýrstu
kynslóðarinnar sem virtist al-
mennilega geta sætt sig við að hafa
lent á þessu eyðilega og veðurbarða
útskeri og ákvað að trúa að hér
skorti ekkert nema örvandi hönd
til að rækta Edenslundi, reisa
heimsveldi og búa fólkinu Paradís,
sem svo á sinn hátt lánaðist þvert
ofan í væntingar.
Það er þorp vestur á íjörðum,
Lyngeyri, minnir á Suðureyri við
Súgandafjörð einsog höfundurinn
reynir ekki að draga dul á í formála
þriðju útgáfúnnar. Fyrsti kaflinn
heitir „Hugsjónir fæðast“ og grein-
ir frá því er nokkrir tíu til tólf ára
drengir ákveða að stofna félag, um
„drengskap, hugrekki, sannleiksást
og söfnunamáttúru, manngæsku
og kærleika til dýranna". Formður
félagins, Salli í smiðjunni, er steypt-
ur úr öllum helstu hugmyndum Is-
lendinga um drengskaparmann,
hetju og foringja. „Börnin horfðu
undrandi á Salla. Þama stóð hann
svo stór og herðabreiður, hreinleg-
ur í ffaman og ákveðinn. Hann
hafði greitt hárið fallega og snyrti-
lega út í vinstri vangann.“ Og sög-
unni vindur ffam með ævintýrum
vinanna í félaginu. Áform þeirra
komast ekki hnökralaust í fram-
kvæmd, þarsem ill öfl eru að sjálf-
sögðu einnig á ferðinni: Siggi sóti
heitir vondi strákurinn í þorpinu,
og svo er þarna líka einbúi og sér-
vitringur sem heitir Ólafúr Spánar-
fari sem liggur á því Iúalagi að fylla
krakkana með draugasögum sem
gera þau hjartveik og uppburðar-
laus. Félagarnir jafha drengilega
um óþokkana báða. Salli fer á sjó-
inn og á þar stórbrotna vist, og
smám saman stækkar félagið, hætt-
ir að vera leyniregla en verður
hrygglengja þorpsins þarsem allt er
að taka stakkaskiptum; ungir sem
aldnir hrífast með hugsjónaeldi og
baráttumóð drengjanna. Undir jól
er svo komið að með dugnaði og
ráðdeildarsemi hefúr félaginu tekist
„Þarna er Island
Jyrstu kynslóðar-
innar sem virtist
almennilega geta
sœtt sig við að
hafa lent áþessu
eyðilega og veð-
urbarða útskeri. “
að safha fýrir skíðum handa öllum
sínum félgsmönnum, fimmtán
pörum af glænýjum skíðum sem
senda á með strandferðaskipinu að
sunnan. En um það bil sem gleðin
og eftirvæntingin yfir væntanlegri
skíðasendingu er að ná hámarki
ferst einn af sjómönnum þorpsins,
ffá ekkjunni í „Sigguhúsi“ og stór-
um bamahóp. Og þá samþykkja
drengirnir, með tár á hvörmum,
tillögu ffá Salla foringja um að af-
panta skíðin en gefa þess í stað
peningana til ekkjunnar og barn-
anna í Sigguhúsi.
Auðvitað endar svo bókin vel,
með því að allt þorpið er farið að
læra sund, drengimir fá skíðin sín
með tilstyrk góðra manna, en and-
stætt venju og klisjum snýr vondi
gæinn ekki á rétta braut; hrekkju-
svínið Siggi Sóti fær að sigla sinn
úfna sjó, og síðast sést til hans þar-
sem hann ranglar um í miður
þekkilegum félagsskap aðkomu-
manns, syngjandi hestavisur,
brennivínslyktandi og með neftób-
aksbauk og rauðan vasaklút. En
draumar foringjans Salla um að
komast suður heiðar í menninguna
eru að rætast, hann er sendur til að
læra sund í höfuðborginni og á svo
að koma til baka og kenna af-
gangnum af þorpinu þá göfugu list.
„Suður heiðar“, þangað leitaði
hugurinn; þar var höfuðborgin
einsog fjarlægur draumur, því að
sagan gerist fyTÍr samgöngubylting-
una, og Salli er í rauninni sigldasti
drengur þorpsins því að báturinn
sem hann var á leitaði inn til Flat-
eyrar í óveðri, þarsem Salli sá „aðra
drengi, í öðru þorpi“. Þetta er bók
sem lýsir hugmyndaheimi tíma-
móta, þeirra tímamóta þegar Is-
lendingar voru að stappa í sig stál-
inu og ákveða að standa á eigin fót-
um, losna undan erlendu valdi, ffá-
biðja sér hlutverk kotungsins, bein-
ingamannsins, leiguliðans á harð-
býlum og kostarýrum landskika.
öllu var hrært saman, raunveru-
leika og draumórum, því það
þurfti að búa til mynd sem þjóðin
gat fundið sig í. Og nú eru aftur
komin tímamót, bara á síðustu
mánuðum hefur sú skoðun
skyndilega orðið hálfhlægileg að
við getum allt ef við stöndum ein
og engum háð eða bundin. Þetta
eru ekki einföld mál, en til að skilja
hver við erum og hvaðan við kom-
um dugar ekki bara að lesa nýjustu
skýrslur um Maastricht og sam-
runaferlið, heldur spillir ekki að
virða fýrir sér helgimyndirnar
gömlu, einsog þær voru til dæmis
dregnar upp í bókinni Suður heið-
ar.
2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ1994