Pressan - 05.05.1994, Page 7
tt
<
s
u»:
Z
mm i _x
_rJ j _r^J J sJS0H
Hjörtur Howser tónlistarmaður um
myndina af sjálfum sér: „Shit. Þetta
er eins og sjórekið lík. Sjómaður sem var
svona rosalega harður að hann var alltaf
á krepskyrtunni úti á dekki með bindi.
Hann hefur látið sér fátt fyrir brjósti
brenna. Nei, hann er líklega með lífi og
þá er spurning: Er þessi maður að kíkja
neðanfrá og upp eða ofanfrá og niður?
Og erum við þá undir vatninu? Ég geri
mér ekki alveg grein fyrir því. Það má þó
greina í augunum djúpan skilning á
mannlegu eðli. Mér virðist sem hann hafi
verið að gráta mikið og þá gæti allt þetta
vatn verið einn táradalur. Hann gæti ver-
ið að gráta örlög heimsins, stríðið í Bosn-
íu og það allt eða hann er að gráta eigin
örlög. Maður merkir það ekki af þessu
portretti en það er annað tveggja: Þessi
vitund alheims, táradalurinn holdi klædd-
ur, eða þessi innhverfi maður sem er að
gráta eigið hlutskipti. Þetta er greinilega
ekki maður sem tranar sér mikið fram.
Það merki ég á þessu djúpa augnaráði.
Hann vill vinna bak við tjöldin og gleðst
meira yfir árangri verka sinna. En af
hverju er hann svona sorgmæddur? Hvað
veldur þessu brostna hjarta? Kannski
tekst honum ekki að vinna hjarta sinnar
heittelskuðu. Þessi maður er snyrtimenni.
Það má merkja á skyrtunni og bindinu og
hvernig hárið og skeggið er klippt: Tiltölu-
lega villt en þó svo að hófs er gætt í hví-
vetna. Þessi maður er ástfanginn, hann
heldur sér til. Hann vill líta vel út — þetta
er enginn skíthaugur. Skeggið er hvergi
skorið nema í kringum munninn sem ertil
að gera hann kyssilegri. Hann er síðróm-
antískur í sér. Hvað heitir hann aftur?
Ekki don Juan heldur hinn, hérna ... —
Já, fyrirgefðu, er þetta ekki vettvangur til
að reyna við píur? Jæja, hann er annað-
hvort heimspekingur eða tækifærissinni.
Hann starfar sem ráðgjafi ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum, það leynir sér
ekki. Þú horfir á þennan mann og sérð
það á fimm sekúndum. Hann er doktor í
þjóðhagfræði og hefur atvinnu af að ráð-
leggja, ekki bara ríkisstjórn íslands held-
ur hinna ýmsu Evrópuríkja, ja, alls hins
vestræna heims. Þessa vegna er hann
svona sorgmæddur. Það er allt á hverf-
anda hveli og hann sér það fyrir. Þetta er
óvenjusterkur svipur og maður gleymir
þessu andliti ekki svo glatt. Ég kannast
við manninn — hef séð honum bregða
fyrir. Ég hugsa að hann búi yfir mjög
djúpri visku og þekkingu en hann er jafn-
framt innhverfur og þetta er ekki maður
sem maður sér fyrir sér í fjölmiðlahlut-
verki, hann er ekki fréttamaður, ekki út-
varpsmaður hvað þá poppari. Maður sér
það bara á húðinni, sem er mjög fín, að
hann neytir hvorki víns né reykir tóbak.
Allt hans atgerfi er þannig... ég meina,
þessar breiðu og miklu axlir... Þetta er
greinilega maður sem axlar ábyrgð í
þjóðfélaginu."
Astarvíóla aða „Viola d’am-
ore“ er dálítið sérstakt
hljóðfæri en mjög fallegt.
Hún er með útskorið kvenmanns-
höfuð á endanum þar sem er yfir-
leitt snigill á fiðlum. Yfirleitt er
konan annaðhvort með lokuð aug-
un eða bundið fyrir þau til að und-
irstrika að ástin er blind. Stundum
er þó Amor, ástarguðinn, í staðinn
fyrir konuna,“ segir Svava Bern-
harðsdóttir lágfiðluleikari, en hún
leikur á þetta sérstaka hljóðfæri á
tónleikum í Norræna húsinu
fimmtudaginn 26. maí. Þetta er í
fyrsta sinn sem haldnir eru opin-
berir tónleikar á ástarvíólu hér á
landi.
Svava lærði á ástarvíóluna í Basel
í Sviss í sérstökum skóla sem kenn-
ir á gömul hljóðfæri. „Það er kom-
in ný stefna innan klassísku tónlist-
arinnar að spila á hljóðfæri eins og
þau voru á tímum tónskáldanna.
Þetta er orðin heilmikil tíska og
stúdía. Það er líka verið að endur-
uppbyggja gömul hljóðfæri sem
féOu svo úr tísku, því það voru ekki
öll hljóðfæri sem þoldu nýja teg-
und af tónlist. Fiðlan gat alltaf þró-
ast með en önnur hljóðfæri duttu
út. Ástarvíólan er ein af þeim
hljóðfærum sem var hætt að spila á
um leið og barroktímabilinu lauk.
Hún var svona drottning og voða
fin á 18. öld og féll svo alveg úr
tísku.“
Hvernig er ástarvíólan frábrugðin
venjulegri víólu?
„Ástarvíólan er svipuð að stærð
og víóla en í staðinn fyrir að hafa
fjóra strengi eins og víólan hefur
hún sjö strengi og líka aðra sjö
samklingjandi. Þetta gefur henni
alveg sérstakan hljóm, sem þótti
líklegast rómantískur og þess vegna
hefur hún verið kölluð ástarvíóla.
Ástarvíólan er æðisleg þegar maður
spilar hljóma því það er hægt að
spila á svo marga strengi í einu. En
það er ástæðulaust að nota hana
nema fyrir tónlist sem er samin
fýrir hana.“
Hvemig liggja þessir sjö sam-
klingjandi?
„Þeir liggja neðar en hinir. Mað-
ur ýtir ekki á þá. Þeir bara klingja
með.“
Þarf maður að stilla þá líka?
„Jájá, þeir verða að vera alveg
hreinir og finir. Það hefur einmitt
verið mikið gert grín að því að
vegna fjölda strengjanna yrði mað-
ur að stilla hljóðfærið strax eftir
morgunmatinn ef tónleikar ættu
að vera um kvöldið. Hins vegar er
annað tónbil á henni en venjulegri
víólu þannig að maður þarf að
hugsa allt upp á nýtt. I stað fimm
nótna milli strengja, þannig að
maður notar alltaf sömu fingra-
setningu, þá eru stundum fjórar og
stundum þrjár og þær heita sitt á
hvað eftir því hvaða lag maður er
að spila. Maður stillir eftir lagi.“
Þetta ergreinilega ekkertfyrir við-
vaninga að lœra á?
„Nei. Maður lærir hægt, því það
þarf að setja sig alveg inn í nýjan
hlut.“
Þess má geta að Matej Sarc,
óbóleikari og maðurinn hennar
Svövu, spilar með henni í tveimur
verkanna á tónleikunum. Matej
þessi er frá Slóveníu og spilar einn-
ig á tónleikum næstkomandi
sunnudag í Listasafni Sigurjóns Ól-
afssonar. Þar mun hann frumflytja
verkið „Dúó“ eftir Þorkel Sigur-
bjömsson tónskáld, en Þorkell
samdi verkið sérstaklega fýrir
Matej.
Bergdís Sigurðardóttlr
„Ástarvíólan er æðisleg þegar maður spilar hljóma því
það er hægt að spila á svo marga strengi í einu.“
FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ1994 PRESSAN 7B