Pressan - 05.05.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 05.05.1994, Blaðsíða 13
Algjör hringavitleysa Frá kunningjum í þungaingt Frá í janúár hefur mátt heyra útvarpsþáttinn Heimsendi á Rás 2 á sunnuc um. Þátturinn hefur smátt og smátt verið að vinna hlustun og hefur nú vc „præm tæm“ eða á laugardaga en er endurtekinn á sunnudagskvöldum. menn Heimsendis eru tónlistar- og fjölmiðlafólkið Sigurjón Kjartansson Margrét Kristín Blöndal úr Risaeðlunni sálugu. ' / ff w Dolli Sabbi ormur vinur minn er alveg feikilega hausstór ná- ungi og á honum sannast máltækið lítið vit í litlum kolli. Merking þrífst á andstæðu sinni eins og menn vita og Sabbi er al- veg eldklár skrattakollur. Viður- nefiii sitt hlaut hann þegar hann var úti í Mexíkó og sturtaði nið- ur meskalíni í stórum stíl. Hann er alveg urrandi góður á ferða- lögum og einu sinni fórum við saman alla leið niður til Badal- onu. Þar er hægt að kaupa sér absintu, sem er algjör kjama- drykkur með lakkrísbragði. Makalaust með þessa forsjár- hyggju á íslandi, þar sem brenni- vínsráðuneytum er helst stjómað af einhverjum Jónum Helgason- um sem aldrei hafa bragðað deig- an dropa, eru svo rífandi leiðin- legir að það vill helst enginn um- gangast þá, og samt þykjast þeir þess umkomnir að geta sagt öðr- um til um hvemig þeir eigi að haga lífi sínu. Jæja, skítt með það. Við erum í Badalonu við Sabbi, sitjum á einhveijum pönkbar og sötrum absintu. Sábbi vildi endi- lega fara og kíkja á leiíchúsmenn- ingu Spánverja og þóttist vita af einhverju fantagóðu húsi sem héti Bagdad. Jú, jú, allt í lagi með það og við förum í taxa og segj- um Bagdad! Það var ekkert vandamál og innan tíðar vorum við komnir í þetta fína leikhús. Gestirnir voru flestir karlkyns, þetta 20-30 kvikindi, og við komum okkur makindalega fyrir aftarlega í salnum með viskíglas í hendi. Leiksýningin hefst von bráðar á því að einhver frjálslega fáklædd kona kemur fram á svið- ið og fer, á bjagaðri ensku, að spá í tippastærð gestanna. Fyrst varpar hún fram spumingum út í sal en lét ekki þar við sitja held- ur tékkaði hún þetta sjáif með því að þreifa í klof þeirra sem sátu á fremstu bekkjunum. Kvöldið er rétt að byrja og ég er varla byrjaður á sögunni. En sorrý Stína, dálkurinn er búinn. Kannski meira af ævintýrum okkar Sabba í Bagdad í næstu viku. Ef 8 I, I Ifhisatriði Heimsendis em í í grunninn þrjú: Viðmælandi, lleikþáttur og tóndæmi. Feikimikil vinna fer í þáttinn, „mest unni þátturinn á Rás tvö“, segir Sigurjón. Viðtölin eru tekin sér og klippt sundur, tóndæmum og leikþáttum skotið inn í. Á laug- ardaginn verður Sigurjón B. Sig- urðsson eða Sjón gestur þáttarins. „Við ákváðum að taka hann vegna þess að hann er kominn úr tísku og það er tímabært að fá hann til við- tals núna.“ Þið leitið eftir fólki sem er komið úr tísku? „Já, stundum. En nei, það er kannski orðum aukið. Hingað til höfum við leitað mikið til kunn- ingja okkar.“ Já, það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með þœttinum að viðmœlendumir tilheyra flestir sömu kreðsunni. „Það er fýrst og fremst það að okkur finnst þægilegt að fá vini okkar og kunningja í viðtal. Þetta hefur hingað til verið kvöldþáttur og við höfum þar af leiðandi leitast við að fá afslappaðan fíling. I fyrsta þættinum var Bragi Ólafsson gest- ur okkar en það hafa náttúrulega slæðst inn þungavigtarkappar á borð við Bubba. Yfirleitt hafa gest- irnir verið listafólk: Tónlistarmenn, leikarar og myndlistarmenn.“ En óttist þið ekki að þcettirnir verði einsleitir með þetta nánast sömu sauðina í viðtalsstólnum? (Sjón/Einar Örn/Bragi/Jónas Sen/Hilmar Örn/Óskar Jónasson... ogfélagar) „Nei. Þátturinn byrjaði á þessum nótum að gestimir tilheyrðu svip- uðum kunningjahópi en frá og með deginum í dag förum við að leita út fyrir þennan hring og þá fer líka að æsast leikurinn. Það er ekki tímabært að ljóstra því upp hverjir mæta en það eru vel þekktir þjóð- félagsþegnar í sigtinu. Menn sem þjóðin öll þekkir og elskar. Þáttur- inn verður á dagskrá að minnsta kosti fram á síðsumar og ætlun okkar er sú að fá viðmælendur okkar til að koma fram sem sér- stakir gestaleikarar í leikþáttum.“ Hvernig kom þetta til? „Þessi brilljant hugmynd kom frá Þórami Leifssyni sem er sam- býlismaður Margrétar Kristínar, þ.e. að við tvö værum með út- varpsþátt saman, sem er vissulega afar gáfulegt. Jón Gnarr hefúr frá upphafi verið þriðja hjól undir Heimsendisvagninum. Þannig byrjuðum við með þátt á X-inu og fórum þaðan upp á Rás 2.“ Og eruð þið með frumsamin leik- atriði í þœttinum? „Já, inn í þættina höfum við blandað sketsum sem yfirleitt hafa verið tveir í hverjum þætti. Annar er framhaldsleikrit sem heitir „Verkstæðismenn í vanda“ eftir Jón Gnarr. Það er leikrit um feðga sem ferðast um landið og hitta alls konar fólk á ferðum sínum. Bíllinn bilar mikið hjá þeim og þeir kynn- ast þessum sérkennilegu verkstæð- ismönnum sem íylgja þeim út um allt: Þeir leggja ofurást á soninn, sem er þrettán ára og heitir Siggi, og vilja ættleiða hann. Þetta er mjög flókið plott og æsispennandi. Þar sem komið er sögu eru feðg- arnir á skipi á leið til Englands. Skipstjórinn, sem er bijálaður og með einhverjar geimvísindarann- sóknir í gangi, hefur tekið þá til fanga. Nú er Jón Gnarr staddur úti í Svíþjóð og hefur verið að faxa til okkar sketsa. En það sér fyrir end- ann á þvi og við komum líklega til með að skrifa þá sjálf að viðbættum Óskari Jónassyni, sem leikur með okkur.“ Bíddu, leikið þiðfeðgana? „Já, Sigurjón er pabbinn og Magga Stína leikur soninn.“ Nú eruð þið hœði tónlistarmenn og hafið starfað sem slíkir. Ketnur sú reynsla sér vel á vettvangi jjölmiðl- atma? „Sú reynsla nýtist ákaflega vel og einkum á einu tilteknu sviði. Við teljum okkur til dæmis afar góða viðtalatakendur því við höfum reynsluna af því að vera einhvers staðar úti á hól talandi við einhvern fjölmiðlamann sem veit ekkert um hvað málið snýst og Iætur manni einfaldlega líða illa. Þetta þekkjum við og vitum nákvæmlega hvernig við viljum að viðmælanda okkar líði. Það er svolítil kúnst að taka gott viðtal og sú reynsla að hafa verið hinumegin borðsins gerir okkur hvað þetta snertir skrambi góð. Það er að minnsta kosti ekki vitað unr neinn sem hefúr farið grátandi frá okkur. En það ber á það að líta að þetta eru oft ekki eig- inleg viðtöl heldur leiðast samræð- urnar oft út í almennt spjall. En jú, stundunr eru þetta „konstrúkter- uð“ viðtöl.“ En eruð þið ekki kotnin út á hœttulega braut tneð að vera í viðtali setn viðtalatakendur? Eru hlutirnir ekkifarnir að bíta í skottið á sér? „Jú, þetta er vissulega komið í ákveðinn hring. Og vissulega liggur þar ákveðinn heimsendir í sjálfu sér. Það er hættulegur undirtónn í öllu saman og við erum á brúninni. Við erum popparar að taka viðtal við poppara og þú ert að taka viðtal við okkur sem fjölmiðlamenn. Þetta er farið að snúast verulega um möndul sinn. En það er leið út. Það má alltaf hætta þessu.“ Jakob Bjarnar Grétarsson Lei lch ús • Gaukshreiðrið. ★★★★ Sýn- ingin er sterk og sjálfstæð og þótt áhorfandinn þekki söguþráðinn eins og fingurna á sér kemur það ekki að sök. Sýningin heldur manni við efnið allan tímann og vofa Nicholsons er þar engan veginn sjáanleg. Þjóðleikhúsinu, fös. kt. 20. • Gauragangur. ★★1/2 Mér er óskiljanlegt hvers vegna verkið var ekki bara látið gerast um 1970, það hefði verið mun trúverðugra, enda eiga klisjurnar sem vaða uppi í því uppruna sinn á þeim tíma. Þjóðteikhúsinu, fim„ lau. og sun. ki. 20. • Skilaboðaskjóðan. Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Þorvald Þor- steinsson. Þjóðleikhúsinu, lau. og sun. kl. 14. • Gleðigjafarnir. ★★ Það á margur eftir að hlæja hjartanlega í Borgarleikhúsinu, en án þeirra E Bessa og Árna er ég hrædd um S að sýningin yrði ansi snautleg. S Borgarleikhúsinu, fim. og lau. kl. 2 20.. z E • Eva Luna. ★★★★ Kjartan Ragnarsson leikstjóri sannar hér svo ekki verður um villst hæfni sína sem leikhúsmanns. Hvert smáatriði í sýningunni er úthugs- að og fágað, hún rennur hratt og áreynslulaust í rúma þrjá tíma, lif- andi og gjöful og aldrei dauður punktur. Borgarleikhúsinu, fös. og sun. kl. 20. • Óperudraugurinn eftir Ken Hill. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikfélag Akureyrar, lau. kl. 20.30. • Bar-par eftir Jim Cartwright. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Leikfélag Akureyrar, Sýntí Þorp- inu fös. kl. 20.30. • Sumargestir. ★★★ Þetta er síðasta verkefni þessa glæsilega hóps og verður ekki annað sagt en þau Ijúki leikárinu með sama glæsibrag og þau hófu það. Nemendaleikhúsinu, Lindarbæ, fim. kl. 20. „HemmÉ minn, hvad er í morgunmat?" Björgvin Halldórsson, einhver besti söngvari sem ísland hefúr eign- ast, er húmoristi. Það rennur seint úr minni þeim sem sáu Björgvin ásamt bræðrum sínum í HLH í bleiku jakkafötunum í Atlavík — þeir voru áberandi flottastir. Björgvin er Hafú- firðingur og var alveg til í að sýna PIiESS UNNI bakhliðina á sér. Hvar vœrirðu til í að vera annars staðarenþúertnú? ,,A þessu augnabliki myndi ég vilja sitja á veröndinni á Villa Pitiana (fé- lagsheimili Italíufélagsins) í Toskana- héraði á Ítalíu með svalandi drykk og horfa niður til smábæjarins Donn- Finnst þér Ingibjörg Sólrún hafa eitthvað til málanna að leggja? „Þessi misliti hópur fugla sem stendur að baki R-listans á ekki efúr að fljúga oddaflugi sameiningar til sannleikans. - Var þetta ekki skáld- legt?? Hefurðu verið í skátunum? „Einu sinni skáti ávallt skáti, og hafiði það.“ Hvemig pantarðu þérpizzu? „Ég nánast matreiði hana sjálfúr í gegnum símalínuna. Ég vil hafa hana „crispy" með svörtum ólífum, þistil- hjörtum, pepperoni og miklu af hvít- lauk.“ Hver er eftirlcetissjónvarpsþátturinn þinn? „Sjónvarpsþættir Rush Limbaugh og Davids Letterman, svo ég tali nú ekki um Bamaby Jones og Battlestar Galactica, sem ég reyni alltaf að ná.“ Vœrirðu til t að fara í tjaldútilegu með Danna Pollock? „Já, með einu skilyrði. Ef allir utangarðsmennimir kæmu með en væm í sértjaldi og sæju um skemmti- atriðin á kvöldin.“ Ef þú ert á kventnannsveiðutn, hvaða brögðum beitirðu? (Við strák- arnir viljum allirfá að vita það) „Ég læt fara lítið fyrir mér í fyrstu meðan ég kanna aðstæður. Er ég kem auga á snótina, þá gef ég henni „The Lazy Eye“. Það hefúr alltaf gert sig.“ Hefur þig dreymt furðulega drautna utn frcegt fólk? „Það er einn drauntur sem endur- tekur sig í sífellu. Paul McCartney er alltaf að hringja í mig með einhver vandræði.“ Hver erfrœgasti persónuleiki sem þú hefur verið með í partíi? „Skrámur (þegar Laddi er ekki með).“ Hvor erflottari Helgi Björtts eða Dr. Guntti (bannað að segja Bubbi Mort- hens)? „Mér finnst allir meðlimir Vinir vors og blóma flottir.“ Hver er eftirlœtismeðlimur þinn í Ríó-tríóinu (að sjálfsögðu er bannað aðsegja Gunnar Þórðarson)? „Halldór Fannar tannlæknir." Efþú vaknaðir upp eftirgóða rispu, kvikttakinn á tttilli þeirra Hjartar Howser og Magga Kjartans (og Hetnmi Gunn er að sýsla eitthvað í eldhúsinu) — og þeir einttig á Adattis- kkeðunuttt, hvernig brygðistu við? „Hemmi minn, hvað er í morgun- mat?“ Hvor finnst þér fyndnari: Guð- muttdurÁrtti eða Sighvatur Björgvins- son? „Monty Python-hópurinn má fara að passa sig.“ Hver er leiðittlegasta tslenska bíó- tnynd sem þú hefurséð? „Allar frekar daufar nema þá helst „Síðasti bærinn í dalnum“.“ Hvort vildirðu heldur vera Gísli Helgason eða bróðir hansAmþór? „Eg vildi ffekar vera bróðir þeirra, Páll Helgason ferðaffömuður.“ Hvemig eru ttœrbuxumar á litinn setn þú ert í núna? „Svartar bermúdabuxur með nafn- inu Bo Haldorson." Hver erfrcegasti œttingi þinn? „Pétur Ólafsson. Betur þekktur sem Pétur hattari.“ Hvað reykirðu margar sígarettur á dag? „Það er misjafnt en örugglega alltof margar. Ef ég er í hljóðveri er löngun- in sterkust.“ Hvaða íþróttafélag þolirðu ekki? „Þau eru öll frekar yfirþyrmandi.“ Hver var kosittn maður ferðarinttar í Rússlandstúmum? „Hjörtur Howser. Hann á eitt ffægasta „hætt“ í tónlistarbransan- um. Hann sagði skilið við bandið í Síberíu." Hver er andstyggilegasta persóna tnannkynssögunnar að þínu mati (battnað að segja Nixon af jrví það er svo stuttsíðan hattnfór)? „Ef við höldum okkur við þessa öld þá hlýtur Adolf öll stigin.“ FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ 1994 PRESSAN 13B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.