Pressan - 05.05.1994, Síða 14

Pressan - 05.05.1994, Síða 14
Hverjir eru bestu ocg verstu veitingastaðir á íslandi? Er ódrekkandi kaffi á Grillinu á Sögu? Er Holtið virkilega besti veitingastaður á íslandi? Er eini almennilegi ítalski maturinn á La Primavera? Ber A. Hansen enn fram ís með agúrku- sneiðum? Er of mikið salt í pylsunum á Bæjarins bestu? 1 11 V f PRESSAN bað fimmtán matháka að segja sér hvar væri best og hvar væri verst að borða á íslandi. Hér eru niðurstöðurnar. Ráðgjafar (sælkerar) PRESSUNNAR: Steingrímur Sigurgeirsson blaðamaður Hra£nhildur Valbjömsdóttir verslunareigandi Guðbjörg Gissurardóttir grafískur hönnuður Ólafur Ingi Ólafsson á íslensku auglýsingastofunni Stefán Karlsson ljósmyndari EgUl Helgason blaðamaður Rolf Johansen stórkaupmaður Edda Helgason viðskiptafraeðingur Hannes Hóhnsteinn Gissurarson dósent Óskar Borg stórkaupmaður Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður Helga Guðrún Johnson kynningarfulltrúi Óli Bjöm Kárason ritstjóri Sigurjón Skæringsson rokkari og sælkeri Þorlákur Einarsson fésýslumaður auk annarra sem enn em með í maganum. Þeir bestu HÓTEL HOLT ★★★★★★★ „Hótel Holt og Grillið á Sögu eru staðir sem standa alveg upp úr. Þetta eru staðir sem bregðast ekki. Þeir eru stabílir ár eftir ár.“ „Þar hef ég setið við sama borð í þrjátíu ár, þó ekki samfleytt!" „Klassískur góður matur í listrænu umhverfi.“ „Býður upp á ljúffengan mat, rólegt og menningarlegt umhverfi og óaðfinnanlega þjónustu." „100 prósent staður með pottþétta koníaksstofu.“ „Þar er maður 100 prósent örugg- ur. Þjónustan þar er með því besta sem gerist — uppfull af tilfinningu. Þeir hljóta að hafa erlenda sérfræð- inga á bak við sig.“ „Ég gef Holtinu ekki hærri einkunn en þriðja sæti yfir góðu staðina. Það er fyrsta flokks hvað varðar að- stöðu, þjónustu og umhverfi en mér finnst maturinn ekki nógu góður — hann er bragðlaus fýrir minn smekk.“ VIÐ TJÖRNINA ★★★★★★ „Rótgróinn staður með góða reynslu.“ „Frábær matur og gott andrúms- loff.“ „Frumlegir ferskir fiskréttir.“ „Sérlega góðir sjávarréttir, og þar er alltaf notalegt að vera.“ „Fyrir utan matinn er þarna ákaf- lega notalegur og þægilegur bar. Fiskréttirnir gera staðinn.“ „Það er þetta bóhem-andrúmsloft. Heildarsamsetning staðarins; borð- búnaðurinn, matseðillinn, brauðið, maturinn, húsgögnin. Þarna er allt í stíl.“ CAFÉ ÓPERA ★★★★★★ „Bragðmikill og skemmtilegur matur, góð þjónusta, vín í hæfileg- um verðflokki og skemmtilegt um- hverfi. Þetta er uppáhaldsveitinga- staðurinn minn.“ „Ég mundi flokka hann undir góðu staðina en þó verð ég að segja að maturinn hefur versnað mikið þarna að undanförnu.“ „Þar er pottþéttasti servis sem maður fær. Maturinn er fínn og í samræmi við þessa fínu þjónustu." „Einn aðalkosturinn er hversu lengi staðurinn er opinn, auk þess sem maturinn er vel útilátinn og and- rúmsloftið fjörugt." „Enginn staður býr yfir jafn- skemmtilegri stemmningu og svo er þjónustan fýrirtak. Maturinn er alltaf góður.“ „Klikkar ekki.“ GRILLIÐ Á SÖGU ★★★★ „Hótel Holt og Grillið á Sögu eru staðir sem standa alveg upp úr. Þetta eru staðir sem bregðast ekki. Þeir eru stabílir ár eftir ár.“ „Maturinn er sjálfsagt misjafn en maður kemst í þægilega væmna stemmningu þegar maður horfir á borgarljósin úr Grillinu á Hótel Sögu.“ „Góður matur, góð þjónusta og fagurt útsýni." „Er alltaf í góðu gildi, þar er mjög góð þjónusta." SÍAM ★★★ „Maturinn er æðislega góður og það er það sem fólk sækir í. Þessi staður hefúr unnið á á góðum mat og ekkert svo dýrum. Umhverfið er að vísu óspennandi og þar fær hann mínus. Þetta er nú kannski ekki beint rómantískur staður.“ „Maturinn er mjög góður en það mætti vera meira lagt í staðinn sjálfan.“ „Þar er ákveðinn hnetusósuréttur sem er ómótstæðilegur. Svo er líka rosalega flottur tréfíll þar inni. Mig hefúr off langað til að stela honum en hann er eins og þriggja mánaða filabarn og ég hugsa að ég mundi ekki loffa honum.“ LA PRIMAVERA ★★★ „Djörf matseld. Þeir hófu ítalska matargerð á æðra plan.“ „Óaðfinnanleg þjónusta og undan- tekningarlaust frábær matur.“ „Mjög góður matur en mætti vera aðeins vistlegra umhverfi, svolítill stofnanabragur á því.“ ÓÐINSVÉ ★★★ „Það er alltaf gaman að koma þangað. Þar er líka dálítið sniðugur matseðill, góð fiskisúpa en þeir mættu þó hressa upp á kjötið hjá sér, ágætt verð á víninu og góð þjónusta.“ „Besti lax í heimi. Besti hóprétta- matseðill í bænum og gott verð. Budduvænn staður.“ „Einfaldur en góður matseðill, sanngjarnt verð og góð þjónusta." SKÓLABRÚ ★★★ „Fær plús fýrir mat og frábært um- hverfi en þjónustan þar er hörmu- leg, sem gerir að verkun að hann er ekki í hópi allra bestu staðanna.“ „Góður matur, skemmtilegt um- hverfi." „Hugmyndarík matargerð og nýj- ungar sem heppnast vel. Húsið er líka einstaklega fallegt." HORNIÐ ★★ „Heimilislegt og kósí að koma þangað. Mjög góð þjónusta og þokkalegur matur.“ „Af því að staðurinn hefur ekki breyst neitt í meira en fimmtán ár og af því ég veit að það hefur kost- að talsverða fýrirhöfn.“ HÓTEL VALHÖLL ★ „Ég get hugsað mér fátt betra en að sitja um sumarkvöld í hornsalnum á Hótel Valhöll á Þingvöllum og snæða silung úr vatninu." HÓTEL BÚÐIR ★ „Óþvinguð utan-höfuðborgar- stemmning og algjör sælkeramat- ur.“ HÓTEL LOFTLEIÐIR ★ „Hann hefur algjörlega tekið stakkaskiptum að undanförnu til hins betra en ég mundi ekki flokka hann í hópi þeirra allra bestu vegna þess að það er ekki komin nógu mikfl reynsla á hann.“ VIÐEY ★ „Það er bara svo rómantískur stað- ur á fallegu vorkvöldi. Maturinn er þokkalegur en það er aðallega stað- setningin sem gerir þennan stað góðan.“ FRIKKI OG DÝRIÐ ★ „Fyrir frábært salat og góða þjón- ustu.“ HARD ROCK CAFÉ ★ „Klikkar aldrei.“ BANTHAI ★ „Verulega notalegur staður og fínr matur.“ ASKUR ★ „Þar er að öllu jöfnu alltaf góðu: matur.“ STAÐARSKÁLI ★ „Ef þú ert orðinn þreyttur á keyrsl unni er alltaf gott að stoppa í Stað arskála. Þó ekki væri nema tfl að f; sér pylsu.“ ARGENTÍNA ★ „Pottþéttar steikur þama, mjög góc þjónusta og í alla staði ágætur stað- ur. Að vísu eru nautshúðirnar sen maður situr á orðnar dálítið þreytt- ar, þær stinga mann.“ JÓNATAN L. MÁVUR ★ „Sallafín þjónusta og pottþéttui matur.“ MARHABA ★ „Alveg sérlega skemmtflegur stað- ur. Exótísk matargerðarlist oj stemmningin í finu lagi.“ 14B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.