Pressan


Pressan - 05.05.1994, Qupperneq 16

Pressan - 05.05.1994, Qupperneq 16
Ari Singh hjá fslensk-austurlenska eða Ari í OROBLU eins og flestir þekkja hann sýnir okkur vínbarinn sinn þessa vikuna. Barinn á myndinni er að vísu aðeins sýnishorn af því sem hann á eða eins og hann segir sjálfur „bara það sem er mest notað, hitt er inni í skáp". Að auki reyndist Ari eiga Heineken-bjór í ísskápnum. Ari segist þó ekki vera neinn vínmaður í þeim skilningi en sér finnist þó mjög gaman að víni og sérstaklega sjaldgæfu víni. Hverju ertu að hella íglasið? „Þetta er snafs sem heitir „Aguaradende" (þýðir sykureyr) og er notaður til að búa til sérstakan brasilískan drykk sem er mjög frægur þar — svona þjóðardrykkur — og heitir „Caiprnia". Þessi drykkur er al- veg það besta sem ég hef smakkað." Fyrir þá sem langar til að fá sér þjóðardrykk Brasilíumanna er uppskriftin 1/3 Aguaradende, 1/3 sykur og 1/3 sítrónusafi + ís, en því miður verður að spæla þá sömu með því að Aguaradende fæst ekki í Ríkinu. Hvað er þetta „Ron Montilla " fremst á myndinni? „Þetta er brasilískt romm, sem er mjög gott." Það fæst heldur ekki í Ríkinu. Síðan áttu þarna eitthvert Tequjla sem ég kannastekkertvið! „Þetta er Tequila frá Mexíkó sem heitir „Jose Cuervu",,. Það er ekki til í Ríkinu. Ég sé að þú átt „Southern Comfort" og „Grand Marnier". Ertu mikið fyrir líkjöra? „Nei ég er ekki mikið fyrir líkjöra sjálfur en ég á þá fyrir gesti. Ég fæ mérfrekar „Jim Beam" (viskí)." Áttu rauðvín og hvitvín? „Jájá. Ég á yfirleitt rauðvín og hvítvín en þó aðallega rauðvín og þá „Chateau-Neuf-du-Pape"." En bjór? „Já, ég á yfirleitt „Heineken"." Það er eitthvað afsterku þarna hjá þér! „Já, ég á „Eldur ís"-vodka og „Beefeater" (gin)." Þetta er bara toppurinn á ísjakanum hjá Ara því skápurinn leyndar- dómsfulli var ekki kannaður til hlítar. T.d. leyndist þar sjaldgæfur líkjör framleiddur í Hollandi sem heitir „Paan" og er búinn til úr betelhnetu- laufum sem Indverjar borða mikið. Ari segir að þennan líkjör sé mjög erfitt að fá, líka í Hollandi, þar sem hann er framleiddur. Það er helst að nálgast hann á Bretlandi fyrir þá sem vilja. Fyrirmynd barnanna Tvær kynslóðir voru að rök- ræða um breytta tíma. Hin yngri, velmenntuð kona, sagðist hafa mun betri tekjur úti á vinnumarkaðnum en eiginmaður- inn. Eldri kynsióðin, karlmaður yf- ir miðjum aldri með eigið fyrir- tæki, sagðist vera það gamaldags að hann vildi að konan sæi um börnin svo þau myndu líta upp til hans. Börnin tækju móðurina sem sjálf- sagðan hlut en pabbinn væri fyrir- myndin sem þau ættu að líta upp til! Er þetta ekki einmitt kjarni þess vandamáls, sem við glímum við í dag og hefur sett heiminn á heljar- þröm, þegar börriin hefja föður sinn á guðastall? Ég spyr hvort föð- urfyrirmyndin hjá börnum í Rú- anda eða Bosníu-Hersegóvínu sé tii fyrirmyndar. Líta þau ekki upp til pabba sem er úti að myrða og ætla að verða eins og hann þegar þau eru orðin stór! Einstæðum mæðrum fer ört fjölgandi á Vesturlöndum. Börn vaxa upp án föðurímyndar og móðirin kemur alfarið í staðinn. Er þetta aðferð náttúrunnar við að skapa heim friðar og farsældar? Það er jú alkunna að náttúran leit- ast ætíð við að koma á jafrivægi í sérhverju formi, huglægu eða hlut- lægu, og eyða því sem raskar jafri- væginu. Yang-krafturinn hefur ráðið ríkjum í nokkuð margar milljónir ára en hann fylgir einnig lögmáli kúrfunnar eins og allt ann- að: sveiflast frá hágildi til lággildis. Út frá því lögmáli má hugsa sér að yang- krafturinn sé á niðurleið í átt til lággildis en jin- krafturinn aftur á uppleið til hágildis. Að sjálf- sögðu hljóta þessir andstæðu kraftar að skarast á miðri leið og spurningin er hve lengi sá tími varir, hvort það er hið 1.000 ára himnaríki á jörð sem boðað hefur verið! En yfir í aðra sálma. Grill- tíminn er í nánd. Ýmsir keba- bréttir úr hakki eru sérlega góðir til að þræða upp á spjót með grænmetisbitum og leggja á grillið. Nú eða að búa til hamborgara heima með því að krydda hakkið og hnoða og fletja. Heimaiagaður kebabréttur Hráefrii: 400 g kjöthakk (nauta-/svína-/lamba-), 1 laukur smáttsaxaður, 1/2 poki Chili con Carne-blanda Pottagaldra, 1-2 tsk. Arabíu- seiður Pottagaldra, 2-3 msk. tómatpuré, 2-3 msk. krydd- edik, salt og svartur grófmul- inn pipar. Grænmeti: T.d. Paprika, bufflaukur, eggaldin skorin í stóra pita, heilir sveppir o.fl. Blandið krydd- blöndunum saman ásamt pipamum og hnoðið vel inn í kjötið ásamt tómatpuré og ediki. Saltið eftir smekk. Gjarnan má setja dálítið af hveiti út í kjötið til að þétta það. Mótið kjötið í böggla og látið standa í a.m.k. 24 klst. Bögglana má svo þræða upp á spjót og pensla með olíu á meðan grillað er eða leggja AÐEIHSl STiniTflHm.., LYST w Leyfishafi McDonald's íslensktfyrirtaki íslenskar lanabúnaðarafurðir Big Mac meö 4 kjöthleifum! m gMcDonaids Góöur matur Góö kaup SUÐURLANDSBRAUT 56 omm iGeta orðSL nauðgað? A f öllum sólarmerkjum að dæma mætti ^Aætla að ný-femínistar hefðu bolað öll- um áttunda áratugs-femínistunum í burtu. í stað karlahataranna, eins og sumir hafa viljað kalla þær, hafa nú hvað mest áhrif ungar glæsipíur á borð við Naomi Woolf og Katie Ropiphe; konur sem ganga á háum hælum, eru með rauðan varalit, græða peninga og elska kynlíf. En þótt ný-femínisminn hafi vakið mikla athygli er hinn gamli ekki alls kostar horfinn. Fyrir skömmu fékk hann aftur byr undir báða vængi með skrifum Catherine MacKinnon, sem er prófessor í lögum við Háskóla í Michigan í Bandaríkjunum. Nú kunna margir aö spyrja: Hvað kemur það þessum fja... kynlífsdálki við? Þannig er nú mál með vexti að nýlega sendi lagaprófessorinn frá sér ritið Only Words eða Aðeins orð, sem olli miklum úlfaþyt í Bandaríkjunum, einkanlega fullyrðing hennar um að óvelkomið tal um kynlíf væri ekkert annað en óvelkomið kynlíf. Að hennar dómi er skyldleiki á milli kláms og nauðgunar. „Að segja það er að gera það og að gera það er að segja það." Hún viðurkennir ekki að klámtal sé bara orð, hvað þá klámmyndir af beru fólki. Orð fljóta að hennar dómi ekki ómeðvitað úr hugum manna, þótt þetta sé ekki þannig að klám sem slíkt ráðist hvar sem er á konur. Fræði- lega geti konur gengið óáreittar í yfirhöfnum sínum þar framhjá sem klámmyndir eru á hverju horni. Það sé í raun ekki málið held- ur hvað búi að baki framleiðslu þessa kláms. Klám er að dómi MacKinnon undirrót alls ills í henni veröld. Máli sínu til stuðnings tók hún dæmi um serbneska hermenn sem handtóku múslimskar og króatískar konur og nauðguðu þeim áður en þeir drápu þær. Það segir hún tilkomið af engu öðru en klámiðnaðinum. Viðbrögð við skrifum hennar hafa verið á marga vegu. Meðal annars svaraði henni fullum hálsi Carlin nokkur Romano, gesta- kennari við Harvard-háskóla. Svargrein hans hófst á þessum orð- um: „Gerum ráð fyrir að ég tæki þá ákvörðun að nauðga Catherine MacKinnon áður en ég skoðaði bókina hennar. Af því ég er ekki viss um hvort hún skynjar muninn á því að vera nauðgað og að taka þátt í klámi liggur fyrir að yfirlýsingar hennar þarfnast rann- sóknar áður en gagnrýni er sett fram, í þeim tilgangi að skoða hvort hægt sé að leggja að jöfnu klám og nauðgun." Fleiri lögðust á sveif með Romano og skrifuðu gagnrýnisgrein- ar um skrif MacKinnon. Á endanum gerði blaðið Village Voice samantekt um málið undir fyrirsögninni „The Puplic Rape of Cat- herine MacKinnon". En það voru ekki bara karlmenn sem svöruðu MacKinnon heldur kvenfólk einnig. Þar á meðal dálkahöfundurinn Beatrix Campbell, sem er þekkt kvenréttindakona. Hún segir MacKinnon líta afar neikvætt á kvenfólk; þær séu í hennar augum allar fórnar- lömb. Álit hennar á karlmönnum helgist einnig af bölhyggju; þeir séu í raun allir mögulegir nauðgarar. beint á grillið. Grænmetið einnig leggja í olíu- lög með Chili con Carne og Arabíu- seið og láta liggja leginum n o k k r a r klukkustundir og grilla það svo með kjöt- inu. Bökuð smálúða með villijurtum Hráefni: 500 g smá- ; 1 ú ð u f 1 ö k, \ Villijurtir frá ' Pottagöldrum, grófmulinn hvítur pipar og birkisalt. Skerið smálúðuflökin í hæfilega bita sem henta einm mann- eskju. Roðið þarf ekki að fjarlægja nema fólk vilji. Leggið flökin hvert fyrir sig í ál- pappír, stráið örlitlu af Villijurtablöndunni yfir ásamt pipar og birkisalti. Lokið vel með álpappírnum og leggið á grill eða bakið í ofni í 10—15 mín. Legg- ið hvern böggul á disk og berið ffam í álpapp- írnum til að safinn úr fiskinum glatist ekki. Krydduð hrísgrjón Til tilbreytingar með hvaða rétti sem er má gjarnan krydda hrísgrjón- in í suðu eða steikja þau fyrst í smáolíu og kryddi og sjóða síðan. Margar kíyddblöndur og krydd- jurtategundir koma til greina, t.d. Villijurta-, Lamb Islandia- og Fiski- kryddblöndurnar, Arabíu- seiðurinn, birkisalt, Garam masala og hvers konar karrí- blöndur. 16B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.