Pressan - 09.06.1994, Page 9
hennar næðu ekki fram að ganga.
Þar sagði hún m.a.: „Á síðustu ár-
um hafa komið ffam sérffamboð
sem oft hafa fengið hljómgrunn
fólksins og ógnað skynsemis- og
tæknihyggju gömlu flokkanna.
Hannihal, Vilmundur, Albert og
Kvennalistinn hafa átt eitt sameig-
inlegt: Framboð þeirra hefur snort-
ið þjóðarsálina, hin stjórnmálalega
tjáning hefur hlotið skilning fólks-
ins. Það kall er ákall þjóðarinnar
um að stjórnmálaflokkar hafi ekki
einungis vitsmunalíf, heldur líka
tilfinningalíf.“
Ofan á allt saman sagði Jóhanna
á dögunum að Jón Baldvin hefði
tilkynnt sér að ef hún færi fram
gegn honum og tapaði yrði hún að
RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
Hefur lýst yfir að hún verði
ekki varaformaður áfram en er
þó talin líklegust í það embætti
áfram.
segja af sér. Það verður því að telj-
ast líklegt að einn ráðherrastóll
losni eftir næstu helgi og jafnvel að
ffekari eftirmálar verði af þessum
átökum.
Mynduðu saman glæsilega
forystusveit 1984
Átakasaga þeirra Jóns Baldvins
og Jóhönnu á sér langan aðdrag-
anda. Þau tóku við forystu flokks-
ins á eftirminnilegan hátt árið
1984. Þau voru ólík að upplagi en
vógu hvort annað upp og voru
sterkt tvíeyki á toppnum. Upphaf-
lega gekk sambúðin vel eða allt til
kosninganna 1987 og í samfelldri
ríkisstjórnarþátttöku sem fylgdi í
kjölfarið.
Fyrstu árin gekk þetta snurðu-
laust fyrir sig og Jón Baldvin fór að
róa, m.a. með „100 funda herferð-
inni“ sem hann réðst í strax eftir
formannskjörið og fylgi flokksins
jókst mikið. Eftir kosningarnar
1987 settist Aiþýðuflokkurinn í rík-
isstjórn og bæði hafa þau verið ráð-
herrar ffá þeim tíma, en samband
þeirra hefur farið hríðversnandi.
Jóhanna hefur sakað Jón um óheil-
indi og óþolandi vinnubrögð, hann
hlusti ekki á skoðanir varafor-
mannsins og taki ákvarðanir í
stefnumarkandi málum án nokk-
urs samráðs við sig. Jón hefur hins
vegar sakað Jóhönnu um „ffekju og
yfirgang, tillitsleysi gagnvart sam-
starfsaðilum og einsýni“.
Inn í þetta spilar m.a. að í kosn-
ingunum 1987 fékk Jón Baldvin
Jón Sigurðsson til að leiða listann í
Reykjavík og ffá þeim tíma var
samband nafnanna mikið. Jóhanna
varð hálfutangátta í flokknum, sem
reiddi sig á þríeykið Jón Baldvin,
Jón og síðar Sighvat Björgvinsson.
Við ráðherradóminn og innkomu
Jóns Sigurðssonar fóru átakalínur
þeirra mjög að skýrast. Jón Baldvin
hunsaði hana margítrekað í mikil-
vægum málum og Jóhanna fór sín-
ar eigin leiðir að settu marki. Að
auki hefúr sérstaða hennar alla tíð
verið skýr, hún hefur verið einörð í
málflutningi og árekstrar hennar
við þingflokkinn voru hafhir áður
en Jón Baldvin kom til skjalanna.
Persónuleg samskipti þeirra hafa
óumdeilanlega verið erfið en Jón
Baldvin hefur lengstum sagt að í
raun væri ekki um neinn málefna-
ágreining að ræða. Jóhanna hefúr
hins vegar nefnt ótalmargt í því
sambandi þar sem hún hafi staðið
fýrir klassíska jafnaðarstefnu í vel-
ferðar- og ríkisfjármálum gegn
tækni- og markaðshyggju Jón Bald-
vins. Má þar nefna einkavæðingu
banka og Pósts og síma, hallamark-
mið fjárlaga, skattastefnu, upptöku
skólagjalda og þjónustugjalda í
heilbrigðiskerfinu, tekjutengingu
lífeyris, hækkun ellilífeyrisaldurs,
félagslega húsnæðiskerfið, hús-
bréfakerfið, fæðingarorlof og
skerðingu vaxta- og barnabóta.
Átakamikil flokksþing
Jóhanna og Jón Baldvin hafa sí-
fellt færst fjær hvort öðru, Jóhanna
verið í óopinberri stjórnarandstöðu
flokksins og margsinnis hótað að
segja af sér nái hún ekki tilteknum
málum í gegn, einkum í tengslum
við fjárlagagerð. Deilurnar þar
snerust jafnan um hve miklu fé
skyldi varið til velferðarmála og
óánægju hennar við að standa
frammi fýrir gerðum hlut Jónanna
og síðar Sighvats.
Flokksþingið í Hafnarfirði 1990
var sögulegt, en þá tókust þau
harkalega á og í sjónvarpinu sáust
þau rífast heiftarlega þegar þau
voru hyllt sem leiðtogar flokksins.
PRESSAN lét varalesara lesa orð Jó-
hönnu sem voru m.a.: „Þú ert bú-
inn að særa mig nóg“ og „Þetta
sambúð sem ég hef verið í.“ Á því
þingi gengu skotin á milli þeirra,
ekki síst eftir að Jón Baldvin lét
óþolinmæði sína berlega í ljós í
ræðu sinni. Á því þingi voru það
fýrst og ffemst almennir flokks-
menn sem komu í veg fýrir upp-
gjör en allir sáu hvert stefndi.
Flokksþingið 1992 var afar erfitt
fýrir Jón Baldvin og menn eru sam-
mála um að Jóhanna hafi átt mesta
möguleika gegn honum þá. Harð-
ast var deilt um ályktun flokksins í
velferðar- og ríkisfjármálum. Jó-
hanna studdi hana en Jón Baldvin
kom með breytingatillögu sem var
kolfelld. Fundi var þá frestað og
Jón Baldvin hótaði afsögn í sturtu-
klefa eins og frægt er orðið ef ekki
yrði komið til móts við hann —
sagði að þá mætti hún eiga flokk-
inn. Jóhanna gaf eftir og þau náðu
samkomulagi um breytingatillögu.
Jóhanna hefúr alltaf séð eftir að
hafa ekki nýtt tækifærið á þessu
flokksþingi til að fara gegn Jóni
Baldvini. Það er líka athyglisvert að
þótt enginn væri formlega í ffarn-
boði gegn þeim fengu þau einungis
75% atkvæða í embætti sín. í for-
mannskjörinu fékk Guðmundur
Árni fimmtíu atkvæði eða 17,4%
og Jóhanna ríflega tvö prósent. í
varaformannskjörinu dreifðust at-
kvæðin nokkuð, enginn fékk afger-
andi stuðning utan Jóhanna en
auðir og ógildir voru 12,2 prósent.
Ráðherrahrókeringarnar
gerðu útslagið
Jóhanna guggnaði á uppgjöri við
Jón á flokksþinginu 1992 en það
leið ekki á löngu uns upp úr sauð
endanlega. Þegar Jóhannes Nordal
hætti sem Seðlabankastjóri sótti
Jón Sigurðsson um stöðu hans og á
sama tíma fór Eiður Guðnason út
úr pólitík og varð sendiherra. Karl
Steinar Guðnason þótti sjálfkjörinn
ráðherra en ákveðið var að hann
tæki við af Eggerti G. Þorsteinssyni
sem forstjóri Tryggingastofnunar.
Líklegustu ráðherraefnin voru því
Rannveig Guðmundsdóttir, Guð-
mundur Ámi Stefánsson og Össur
Skarphéðinsson. Jóhönnu ofbauð
meintur einleikur Jóns Baldvins í
stöðunni og að hann hefði ekkert
samráð við sig í svo mikilvægu
máli. Á þingflokksfundi þar sem
Jón Baldvin lagði ffam tillögu sína
hafði Jóhanna ekki hugmynd um
hvað hann legði ffam. Þegar ljóst
var að kosið yrði á milli Össurar og
Rannveigar, sem Össur sigraði 7-5,
lagðist Jóhanna undir feld og ákvað
síðan að segja af sér varafor-
mennsku. Frá þeim tíma hafa
menn talið einhvers konar uppgjör
óumflýjanlegt og ffamboð Jó-'
hönnu kom því í raun fæstum á
óvart.
Evrópumálin lykillinn
Fyrir óbreytta er rétt að hafa
auga með orðalagi í tillögu að
ályktun í Evrópumálum. Drög að
þessari ályktun hafa gengið manna
á milli undanfarna daga og tekið
töluverðum breytingum. Undir-
tónninn mun þó vera að staða Is-
lands í samfélagi þjóðanna sé ger-
breytt ef hinar Norðurlandaþjóð-
irnar samþykki að ganga í Evrópu-
bandalagið. Varðandi hugsanlega
umsókn íslands að ESB verður
væntanlega lögð áhersla á að tím-
inn sé naumur til að gera það upp
við sig og þannig myndaður þrýst-
ingur á að flokkurinn taki afstöðu
til málsins. Sjálfur hefúr Jón sagt að
samningsferlið þyrfti ekki að taka
nema eitt til tvö ár.
Jóhanna hefur ekki aftekið aðild-
arumsókn, en málflutningur henn-
ar byggist á því að enginn sé undir
það búinn að taka afstöðu til máls-
ins án miklu meiri umræðu. Undir
það geta eflaust margir flokksmenn
tekið, en á hitt er að líta að enginn
flokkur hefur eytt eins mildum
tíma og orku í að ræða Evrópumál
og verja aukin tengsl við Evrópu og
Alþýðuflokkurinn. Að auki er Jón
Baldvin öðrum rökfastari þegar
kemur að þeirri umræðu og það
getur riðið baggamuninn þegar
„flokkssálin“ er að öðru óbreyttu
hlynnt auknu samstarfi við Evrópu.
Líklegt er talið að endanleg ályktun
feli í sér mjög sterka áherslu í átt til
umsóknar, án þess þó að hún verði
afdráttarlaust samþykkt. Ef sú
verður stemmningin á flokksþing-
inu má um leið gera ráð fýrir að Jó-
hanna Sigurðardóttir verði ekki
formaður Alþýðuflokksins og
flokkurinn verði einum ráðherra
fátækari.
PálmiJónasson
sem ráðherra og varaformaður verður erfið sambúð, erfiðasta
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
Stuðningsmenn hans telja að hann eigi 60-70 prósenta stuðning
vísan. Langflestir eru á því að hann sigri í kosningunum.
lausn, margir að ganga til liðs við
Alþýðuflokkinn en þá gengu
Möðruvellingar með Ólaf Ragnar
Grímsson innanborðs til liðs við
Samtökin frá Framsóknarflokki.
Það ár var Jón Baldvin í öðru sæti
Samtakanna á Vestfjörðum á eftir
Karvel Pálmasyni, sem einnig var
ættaður úr Alþýðubandalaginu.
Tveimur árum síðar gengur Jón
Baldvin í Alþýðuflokksfélagið á ísa-
firði. Árið 1978 bauð Karvel fram
lista óháðra eftir hatrömm átök en
Jón Baldvin var í öðru sæti hjá
krötum, á eftir Sighvati Björgvins-
syni, sem hafði sigrað í prófkjöri.
Þótt Karvel kæmist ekki inn tók
hann megnið af gamla Samtaka-
fýlginu og Jón komst ekki inn.
Það var ljóst að ekki gengi að
hafa þrjá „kónga“ á Vestfjörðum.
Staða Sighvats var sterk og naut
hann þar ekki síst föður síns, Björg-
vins Sighvatssonar, og Karvel átti
sömuleiðis traust fylgi. Jón Baldvin
var lengi orðaður við Norðurland
vestra en Benedikt Gröndal og Vil-
mundur Gylfason sáu efni í Jóni og
svo fór að Vilmundur fékk hann til
að koma suður 1979 og taka við
ritstjórn Alþýðublaðsins. Það ár var
hann áberandi í kosningabarátt-
unni og sat í fjórða sæti listans á
eftir Benedikt Gröndal, Vilmundi
Gylfasyni og Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. öll voru þau sjálfkjörin í
prófkjöri nema Benedikt, sem lagði
Braga Jósepsson í slag um fýrsta
sætið. Jón kom svo inn á þing 1982
eftir að Kjartan Jóhannsson felldi
Benedikt í formannskjöri og Vil-
mundur gekk út eftir að hafa tapað
fýrir Magnúsi H. Magnússyni í
varaformannskjöri. Þegar listanum
var stillt upp fýrir kosningarnar
1983 varð Jón Baldvin í fýrsta sæti
og Jóhanna í öðru.
Jóhanna eðalkrati með
verkalýðsbakgrunn
Jóhanna Sigurðardóttir á nokk-
uð annan bakgrunn innan flokks-
ins og hefðbundnari. Amma henn-
ar og nafna, Jóhanna Egilsdóttir,
var formaður Verkakvennafélags-
ins Framsóknar í fjörutíu ár, sat
fýrir flokkinn í borgarstjórn og um
tíma á Alþingi. Faðir Jóhönnu, Sig-
urður Egill Ingimundarson, var
þingmaður flokksins í tólf ár, var
um tíma formaður BSRB og síðar
forstjóri Tryggingastofnunar ríkis-
ins.
Jóhanna fæddist árið 1942 í
Reykjavík og er því þremur árum
yngri en Jón Baldvin. Hún lauk
verslunarprófi frá Verslunarskólan-
um 1960, var flugffeyja frá
1962-1971 og síðan skrifstofumað-
ur í Kassagerð Reykjavíkur til 1978.
Hún tók virkan þátt í verkalýðsbar-
áttunni og var formaður Flug-
ffeyjufélags íslands 1966-1969.
Hún var einnig formaður Svölunn-
ar um tíma og sat í stjórn Verslun-
armannafélags Reykjavíkur.
Jóhanna starfaði lítið í Alþýðu-
flokknum ffaman af en var reyndar
í tvígang á lista flokksins við borg-
arstjórnarkosningar. Hún tók hins
vegar þátt í prófkjörinu fýrir kosn-
ingarnar 1978, lenti í þriðja sæti á
effir Benedikt Gröndal og Vil-
mundi Gylfasyni og varð þingmað-
ur í „Vilmundarbylgjunni.“ f próf-
kjörinu naut hún ættartengsla og
verkalýðsbakgrunns síns. Sjálf hef-
ur hún sagt að flugffeyjurnar hafi
komið sér á þing, það hafi verið
konur úr verkakvennafélaginu
Framsókn sem hvöttu hana í próf-
kjör og flugffeyjurnar hafi stutt
hana dyggilega. Það sem skiptir þó
mestu í því sambandi er að Vil-
mundur Gylfason fór í slag við
Eggert G. Þorsteinsson, en báðir
buðu þeir sig ffam í annað sætið.
Eggert naut stuðnings verkalýðs-
armsins, ekki síst kvennanna í
Framsókn. Menn sáu ffam á að
Vilmundur myndi leggja Eggert og
hugsanlegan klofning í ffamhaldi af
því. Af þeim sökum var Jóhanna
fengin í prófkjör sem fulltrúi verka-
lýðsarmsins. Sonardóttir Jóhönnu
Egilsdóttur í Framsókn þótti mjög
fýsilegur kostur og treysta stöðu
flokksins. Það má því segja að hún
hafi að nokkru fengið þingsætið í
arf úr föðurfjölskyldunni.
Sterkt tvíeyki til forystu
Jón Baldvin hafði einungis verið
þingmaður í tvö ár þegar hann
bauð sig ffam sem formaður og
felldi forvera sinn, Kjartan Jó-
hannsson. Flokkurinn hafði verið í
mikilli lægð og mældist allt niður í
3,6 prósent í skoðanakönnun mán-
uði fýrir uppgjörið. Flestir alþýðu-
flokksmenn töldu nauðsynlegt að
kjósa nýjan formann og unnu m.a.
Sighvatur Björgvinsson og Ámi
Gunnarsson ötullega að því. Jón
Baldvin tímasetti ffamboð sitt vel
og það vakti því athygli þegar Sig-
hvatur stóð upp og lýsti yfir stuðn-
ingi við Kjartan, „blóðugur upp
fýrir haus“, eins og það var orðað.
Enn var ekki gróið um heilt milli
þeirra Jóns eftir átökin og klögu-
málin fýrir vestan. Jón taldi tíma til
kominn að skipta um karlinn í
brúnni þar sem ekkert fiskaðist og
Jóhanna tók við varaformennsku af
Magnúsi Magnússyni. Tveimur ár-
um áður hafði Kjartan fellt Bene-
dikt Gröndal sem formann og Vil-
mundur Gylfason tapað effir-
minnilega í kosningu gegn Magn-
úsi Magnússyni og sagt skilið við
flokkinn.
Þótt Jóhanna og Jón Baldvin
kæmu fram á sama tíma voru þau
óháð hvort öðru og buðu ekki ffam
sameiginlega. Þau þóttu þó vega
hvort annað vel upp og voru óneit-
anlega mun vænlegra tvíeyki en
Benedikt og Magnús. Leiðir þeirra
Jóhönnu og Jóns lágu fýrst saman
þegar Jón Baldvin settist á þing
1982 en ári síðar leiddi Jón Baldvin
lista flokksins í Reykjavík og Jó-
hanna varð í öðru sæti. Samvinna
þeirra gekk vel til að byrja með og
flokkurinn stórjók fýlgi sitt. Vanda-
málin hófust fýrst eftir kosningarn-
ar 1987 og ríkisstjórnarþátttöku ffá
þeim tíma, eins og rakið er annars
staðar á opnunni.
Pálmi Jónasson
FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 PRESSAN 9
UPPHAF ÓGÆFUNNAR — RÁÐHERRAR FLOKKSINS ÁRIÐ 1987
Jónarnir stjórnuðu ferðinni án mikils samráðs við Jóhönnu.