Pressan


Pressan - 09.06.1994, Qupperneq 13

Pressan - 09.06.1994, Qupperneq 13
haldi áfram störfum, svo lengi sem þeir fara eftir fyrirmælum. En verði einhver misbrestur á því þarf að taka strax á vandamálinu. Senni- lega er besta leiðin fyrir nýja meiri- hlutann að reyna að fá borgarkerfið til að vinna með sér og það er ástæðulaust að rjúka út í breytingar með einhverju offorsi. En ef og þegar farið verður út í kerfisbreyt- ingar fylgja auðvitað einhverjar til- færslur á mönnum milli starfa.“ Sigurjón Pétursson, flokksbróð- ir Guðrúnar, var forseti borgar- stjórnar í tíð vinstri meirihlutans. „Ég hef frekar orðað það þannig að við fengum ekki sömu aðstoð frá embættismannakerfinu og meirihlutar fyrr og síðar,“ sagði Siguijón þegar hann var inntur eff- ir því hvort embættismenn borgar- innar hefðu staðið í vegi fyrir meirihlutanum. „Ég vil ekki segja að þeir hafi unnið gegn okkur en þeir lögðu ekki sál sína í að vinna með okkur.“ Voru þeir að reyna að bíða ykkur afsér? „Ég hef ekki orðað það þannig en það er ekki alvitlaust." Geturðu nefnt dœtni um það að embœttismannakerfið hafi dregið lappirnar? „Það var aldrei hægt að festa hendur á því en það vann ekki af krafti. Til þess að koma hlutum í verk þarf vilja og ffamkvæmd og viljinn var ekki alltaf fyrir hendi. Þetta átti auðvitað ekki við um alla embættismenn borgarinnar en kerfið í heild sinni.“ Óttastu að Reykjavíkurlistinn eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar gagn- vart embættismannakerfinu? „Nei, ég óttast það ekki. Ég treysti því að Reykjavíkurlistinn tryggi að þetta kerfi vinni fyrir hann. Hann kemur miklu betur undirbúinn en við sem mynduð- um vinstri meirihlutann á sínum tíma.“ Krefst það ekki mannafórna? „Það er ekki víst. En það þarf ÁRNI SIGFÚSSON neitar því að embættismenn hafi verið ráðnir á pólitískum forsendum: „Þeir hafa verið ráðnir vegna þekkingar sinnar og hæfileika óháð pólitískum viðhorfum." SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR telur að 98 prósent embættismanna borgarinnar séu sjálfstæðis- menn. auðvitað að tryggja að hugmyndir og hugsjónir Reykjavíkurlistans komist til framkvæmda og ég treysti því að hann sjái til þess að koma því í verk sem hann var kjör- inn til. Það er ekkert óeðlilegt að einhverjar mannabreytingar verði í embættismannakerfinu og ég man ekki betur en að það hafi verið nokkuð um það 1982 þegar vinstri meirihlutinn fór frá.“ Afsökun fyrir óförum í kosn- ingum, segir borgarritari „Þetta er einfaldlega rangt,“ sagði Jón G. Tómasson borgarritari um þá fullyrðingu að embættismenn- imir hafi unnið gegn vinstri meiri- hlutanum. „Þetta er kenning sem menn bjuggu til sér til afsökunar þegar kosningar töpuðust. Og ég heyrði þetta aldrei frá borgarfull- trúum þáverandi meirihluta. Á þessum tíma var ég borgarlögmað- ur og jafnframt formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og starfaði því með fólki úr öllum flokkum. Ég heyrði stjórnendur borgarinnar aldrei gera athuga- semdir við störf mín á flokkspólit- ískum forsendum.“ Árni Sigfússon, ffáfarandi borg- arstjóri, tekur undir með Jóni. „Allar svona fúllyrðingar liljóma ómerkilega í mínum eyrum. Þegar leitað er skýringa á mistökum heils kjörtímabils dettur þessu fólki fyrst í hug að kenna um starfsfólki sínu. Það eru aumar útskýringar. Sér- staklega þegar haft er í huga að embættismennimir eru mjög trúir Reykjavíkurborg og vinna í þágu borgaryfirvalda sama hvaða flokkar fara með völdin.“ Þarf Reykjavíkurlistinn þá ekki að óttast að embœttismannakerfið verði erfitt viðureignar? „Embættismennirnir þurfa frek- ar að óttast svona yfirlýsingar. Þær bera það með sér að embættis- mönnunum sé ekki treyst. En fólk- ið á R-listanum, sem setið hefúr í borgarstjórn og borgarráði, þekkir vel vönduð vinnubrögð æðstu embættismanna borgarinnar.“ Ingibjörg Sólrún umkringd sjálfstæðismönnum Árni neitar því alfarið að ein- hverjir af æðstu embættismönnun- um borgarinnar hafi verið ráðnir á pólitískum forsendum. „Þeir hafa verið ráðnir vegna þekkingar sinn- ar og hæfileika óháð pólitískum GUÐRÚN HELGADÓTTIR: „Það var afskaplega erfitt að vinna með embættismannakerfinu þegar við tókum við stjórn borgarinnar." viðhorfum og ég get fúllyrt að þeir koma ekki allir úr sama flokki. Þessir menn eru allir mjög hæfir.“ Flokksbróðir Árna, sem vill ekki láta nafús getið, sagði hins vegar að það hefði aldrei spillt fyrir þeim, sem sóst hafi effir embætti hjá borginni, að vera sjálfstæðismenn. Það hefði þó færst í vöxt, sérstak- lega meðal þeirra yngri, að halda sig við það prinsipp að vera ekki flokksbundnir. Þegar litið er til þeirra embættis- manna sem næstir standa borgar- stjóranum kemur í ljós að fjórir þeirra af fimm eru sjálfstæðismenn; Jón G. Tómasson borgarritari, Hjörleifur B. Kvaran borgarlög- maður, Stefán Hermannsson borg- arverkfræðingur og Eggert Jónsson borgarhagfræðingur. Allir þessir menn munu verða undir smásjá næstu mánuðina. Gunnar B. Ey- dal, skrifstofústjóri borgarstjórnar, er hins vegar yfirlýstur alþýðu- bandalagsmaður og staða hans því væntanlega gulltrygg. Þessir embættismenn eiga það sammerkt að borgarstjóri og borg- SIGURJÓN PÉTURSSON: „Það er ekkert óeðlilegt að einhverjar mannabreytingar verði á emb- ættismannakerfinu og ég man ekki betur en að það hafi verið nokkuð um það 1982 þegar vinstri meirihlutinn fór frá.“ arstjórn verður að verulegu leyti að reiða sig á ráðgjöf þeirra og þeir hafa engar nefndir yfir sér sem segja þeim nákvæmlega fyrir verk- um. Það sama gildir um nokkur önnur embætti sem teljast þó vei- gaminni. Ólafur Jónsson upplýsingafull- trúi er í þessari stöðu, en hann er flokksbundinn sjálfstæðismaður, og það sama gildir um flokksbróð- ur hans, Jón G. Kristjánsson, starfsmannastjóra borgarinnar. Sá embættismaður sem Reykja- víkurlistinn setur þó fyrst og ffernst spurningarmerki við er Ragnar Júlíusson, forstöðumaður kennslu- máladeildar Skólaskrifstofúnnar og fyrrverandi borgarfúlltrúi Sjálf- stæðisflokksins. Það sambýli gæti reynst báðum aðilum erfitt. Ef nýi meirihlutinn grípur til þess ráðs að stokka upp í embættis- mannakerfinu er langlíldegast að einhverjir ofantalinna sjö sjálfstæð- ismanna lendi undir fallöxinni. En hvaða leiðir eru Reykjavíkurl- istanum færar? „Ef embættismennirnir voru Davíð ekki að skapi þá notaði hann tvö trikk. Hann færði þá til eða hreinsaði skrifborðið þeirra þannig að þeir sátu uppi verkefnalausir. Þetta eru þekktar leiðir sem hægt er að nota,“ sagði heimildamaður innan Reykjavíkurlistans. Sjálfstæðismaður, sem PRESSAN ræddi við og þekkir rnjög vel til borgarmálanna, sagði hins vegar að ef nýi meirihlutinn hróflaði við æðstu embættismönnunum með uppsögnum eða tilfærslum í starfi mundi Sjálfstæðisflokkurinn bregðast hart við og þar á bæ yrði litið á það sem pólitískar hreinsanir sem ekki væru líðandi. Hann telur raunar ekki líklegt að gripið verði til svo harkalegra aðgerða. „Ég á frekar von á að gerðar verði ein- hverjar strúktúrbreytingar á emb- ættum til að gera þá embættis- menn óvirka sem talin er þörf á.“ Enn hefur ekki verið nefndur einn hvati til þess að skipta út emb- ættismönnum. Æðstu embættis- menn borgarinnar eru 47 talsins og þar af eru aðeins 7 konur og enga þeirra er að finna í helstu þunga- vigtarembættunum. Kvennalistak- onan Ingibjörg Sólrún sættir sig sennilega illa við að í kringum hana séu eintómir karlar og eins og áður sagði er það yfirlýst stefna Reykjav- íkurlistans að auka hlut kvenna í stjómkerfi borgarinnar. Styrmir Guðlaugsson Sjálfstæðismenn einoka nánast embættismannakerfi Reykjavíkurborgar Þessir verða undir smásjánni Staðgengill borgarstjóra Æðsti embættismaður borgar- innar, að frátöldum borgarstjóran- um sjálfum, er Jón G. Tómasson borgarritari. Hann er stað- gengill borgar- stjóra sem emb- ættismanns og nánasti sam- starfsmaður hans í borgarkerfinu. Fjármál borgar- innar eru á herð- um borgarritarans og um skrifstofú hans liggja flestir þræðir kerfisins. Jón hefur gegnt þessu starfi frá því Sjálfstæðisflokkurinn náði borginni aftur úr höndum vinstri meirihlutans 1982 og er æviráðinn. Hann var ráðinn skrifstofústjóri borgarstjórnar 1966 og gegndi því starfi til 1979 þegar hann varð borgarlögmaður. Vinstri meirihlut- inn sýndi traust sitt á honum með því að skipa hann í það embætti en það er annað mál hvort Ingibjörg Sólrún kýs að hafa hann í lykilhlut- verki borgarritarans. Jón hefúr ekki haft bein afskipti af pólitík síðan hann sat í stúdenta- ráði á námsárunum um miðjan sjötta áratuginn. En traustar heim- ildir PRESSUNNAR segja hann gegnan sjálfstæðismann. Þeir fjórir næstæðstu Næstir á eftir borgarritaranum í valdapíramída borgarkerfisins koma fjórir embættismenn. Fyrstan ber að telja Hjörleifur B. Kvaran, sem skipaður var borgar- lögmaður skömmu fyrir kosning- arnar í vor í stað Magnúsar Ósk- arssonar sem gegnt hafði starfinu frá 1982. Hjörleifúr er sjálfstæðis- maður þótt hann hafi ekki sinnt neinu pól- itísku starfi og var skipun hans gagnrýnd af fúlltrúum Reykjav- íkurlistans, þótt ekki væri nema vegna tímasetningarinnar. Hjörleifur var áður ffarn- kvæmdastjóri lögffæði- og stjórn- sýsludeildar borgarinnar en það embætti heyrir nú sögunni til. Hann réðst til borgarinnar 1976 en svo virðist sem hann hafi kosið að fara ekki ffarn á æviráðningu. Stefán Ingvi Hermannsson borgarverkfæðingur hóf störf hjá embættinu 1964 og vann sig smám saman upp í starfi og tók við stjórn þess fyrir tveimur árum. Hann á sér enga pólitíska sögu en innan Sjálfstæðisflokksins er litið á hann sem stuðningsmann. Þekking hans og reynsla er slík að nýi meirihlut- inn getur vart án hans verið. Það eru því varla nokkrar líkur á því að hann þurfi að óttast um sinn hag að öðru leyti en því að líkur eru á því að hann fái yfir sig einhvers konar framkvæmdanefnd. Gunnar Berg Eydal er skrifstofú- stjóri borgarstjórnar. Hann er ritari á fúndum borgarstjómar og borg- arráðs og er eins konar milliliður milli borgarfulltrúanna og stjórn- kerfis borgarinnar. Þá veitir hann Jón G. Tómasson jafnffamt skrifstofú borgarstjóra forstöðu eins og titillinn ber með sér. Varla verð- ur hróflað við Gunnari sem er yfirlýstur al- þýðubandalags- maður og var einmitt skipað- ur í embættið 1979, í tíð vinstri meiri- hlutans. Eggert Jónsson borgarhagffæð- ingur hefúr umsjón með efnahags- málum og ijár- hagsáætlun borg- arinnar í nánu samráði við borgarritara. Undir hann falla ýmiss konar út- reikningar, greiðsluáætlanir og fleira. Eggert, sem er talinn sjálfstæðismaður, var ráðinn í þetta starf 1972 og er ævi- ráðinn. Ofantaldir embættismenn eru þeir sem borgarstjóri reiðir sig mest á. En fleiri embætti em krítísk í þeim skilningi að samstarf við borgarstjórann og ríkjandi meiri- Gunnar Berg Eydal hluta þarf að vera mjög náið. Ólafur Jónsson Minni spámmennirnir Davíð Oddsson kom á fót emb- ætti upplýsingafulltrúa 1987 sem Ólafur Jónsson hefur gegnt ffá upphafi. Ekki er ósennilegt að hann verði færður til í starfi. Líklegt má teljast að Reykjavíkurlist- inn vilji að tengiliður borg- aryfirvalda við fjölmiðla komi úr þeirra eigin röð- um . Ólafúr er flokksbundinn sjálf- stæðismaður en hefur lítt sinnt flokksstarfi. Jón G. Kristjánsson, starfs- mannastjóri Reykjavíkurborgar, er fiokksbundinn sjálfstæðismaður og starfaði mikið fyrir flokkinn á sínum yngri ár- um. Hann er lög- ffæðingur að mennt eins og flestir æðstu embættismenn borgarinnar, Jón G. Krist- jánsson skrifstofustjóri borgarverkffæðings 1974-1982 og var síðan skipaður starfsmannastjóri Reykjavíkur- borgar 1982. Ef nýi meirihlutinn vill breyta stjórnkerfinu, fækka stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins og auka hlut kvenna hlýtur staða Jóns að verða skoðuð. Sá embættismaður sem Reykjav- íkurlistinn vill helst losna við er Ragnar Júlíusson, forstöðumaður kennslumáladeildar Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Undir starfssvið Ragnars fellur rneðal annars að hafa umsjón með ýmsum þáttum skólamálanna sem eru undir hatti ríkisins en borgin vill fylgjast með. Heilsdagsskólinn er eitt af þeim at- riðum. Ragnar var borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1974-1978 og 1982-1986. Hann var talsmaður Sjálfstæðisflokksins í skólamálum borgarinnar og var vægast sagt um- deildur sem slíkur. Þótti mörgum hann íhaldssamur og á það einnig við um flokksbræður hans. Það verður því án efa forgangsverkefni hjá nýja meirihlutanum að koma því svo fyrir að hann hafi sem minnst áhrif á kjörtímabilinu.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.