Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 10
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Styrmir Guðlaugsson Auglýsingastjóri: Pétur Ormslev Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreifing 643086, tæknideild 643087 Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Breytið vinnulög- gjöfinni Þegar kjarasamningar eru lausir um næstu áramót gefst gullið tækifæri til að komast að samkomulagi um löngu tímabæra hreinsunaraðgerð á vinnulöggjöfinni: að samningsréttmegi færa frá stórum, miðstýrðum stéttarfélögum til vinnustaðafélaga inni á gólfi í fyrirtækjunum sjálfum. Að starfsfólk fái sjálft samningsrétt- inn í hendur og semji í félagi beint við vinnuveitanda sinn. Fyrir þessari breytingu liggja margvísleg rök. Fyrst og síðast hafa miðstýrðir samflotssamningar fært íslenzkum launþegum sama og engar kjarabætur. Þeir hafa miklu fremur viðhaldið launamun, mis- munað launþegum og fyrirtækjum, riðið hagkerfinu á slig með reglu- legu millibili og gert út á peninga í ríkissjóð sem aftur sækir þá í vasa launþeganna sjálfra. Leiða má líkur að því að auk þess að auka valddreifingu og sjálfsforræði launafólks reynist vinnustaðasamningar lægst launaða starfsfólkinu bezt. Reynslan sýnir, að því meiri sem nálægðimer milli starfsmanna — sem yrði reyndin ef þeir væru saman í félagi — því meiri samkennd og samstaða myndast. Með öðrum orðum: það er líklegra að skrifstofustjórinn láti sig varða hvers konar smánarlaun- um ræstingakonan er á ef hann er í sama félagi og þau semja um launakjör hlið við hlið. í vel reknum fyrirtækjum er hægt að sækja verulegar kjarabætur sem aldrei nást fram í stórum meðaltalssamn- ingum sem taka meira mið af þorskafla og gengisþróun en raun- verulegri stöðu einstakra fyrirtækja. Þessi breyting þjónar líka hagsmunum að minnsta kosti sumra fyrirtækja. Stórum fyrirtækjum, sem þurfa að semja við mörg stéttar- félög, er gert illkleift að keppa á síopnari erlendum mörkuðum við fyrirtæki sem búa við önnur skilyrði ytra. í sumum tilfellum geta fáir einstaklingar í launadeilu lamað starfsemi fyrirtækja og komið þeim þannig á kaldan klaka. Þetta á til dæmis við um fyrirtæki á borð við Flugleiðir, sem keppir á alþjóðamarkaði sem er afar viðkvæmur fyrir hvers kyns röskun á áætlunum. Hugmyndin um vinnustaðasamninga er langtfrá þvi ný. Þetta var eitt af helztu baráttumálum Vilmundar Gylfasonar, en mætti þá harðri andstöðu verkalýðsrekenda sem skynjuðu réttilega að völd þeirra og áhrif myndu skerðast ef fólk fengi sjálft að semja um kaup sitt og kjör. Eflaust munu þeir bregðast við á sama hátt nú. Það má hins vegar ekki láta forystumenn launþegahreyfingarinnar komast upp með það ár eftir ár að standa í vegi kjarabóta fyrir fólkið sem þeirsegjastvera að berjast fyrir. Sú meinta barátta hefur nefnilega skilað minna en engu síðustu misserin. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotsmaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmytidari, Pálmi Jónasson, Jóhanna Birgisdóttir prófarkalesari, Sigurður Már Jónsson, Snorri Kristjánsson myndvinnslumaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. PENNAR: Stjómmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Indriði G. Þorsteinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Jónas Sen, klassík ogdulrcen málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Jóhannes Bachmann. Heilabrotin gjöra oss alla að gungum MORÐUR ÁRINIASOIM „Staðreyndir almanaks- ins fyrir árið 1995 lágu fyrir strax eftir að katólska kirkjan festi endanlega í sessi sitt op- inbera páskatal skömmu eftir að ísland byggðist. Það mun hafa verið um svipað leyti að íslendingar komust að því að veður er oft harla rysjótt á útmánuðum. “ Nú hefur Davíð Oddsson sent út þau boð að hann muni ákveða það öðru- hvorumegin við helgina hvort það verða kosningar í haust. En á blaðamannafundum og í viðtölum hefúr forsætisráðherrann þegar tal- ið fram röldn sem þar að lúti, og hafði reynd- ar noklcrum vikum fýrr þulið upp helstu rök gegn haustkosningum, þau sem hann þyrfti nú að rifja upp aftur ef vindar snúast í kolli í aðdraganda helgarinn- ar. Má kalla noJtkuð sérstætt að þjóðin skuli þannig geta unað sér um sumartíð við ein- ræður hins unga leið- toga: „hvort betur sæmi að þreyja þolinmóður / í grimmu éli af örvum ógæfunnar / eða vopn grípa móti bölsins brimi...“ Það er athyglisvert að rifja upp að í lok síðasta kjörtímabils fór þáverandi forsæt- isráðherra þess á flot við stjórn- málahreyfingar hvort það fyndist einhver leið til að rétta af kjörtím- ann. Kosningarnar 1983 og 1987 höfðu farið ffam 25. og 23. apríl, og Steingrími þótti besta lausnin að geta með samkomulagi fært þetta ffam í maí, en síðari hluta maí og í júní hafa kosningar farið hér ffam að öllu eðlilegu. Sjálfstæðisflokkurinn snerist þá öndverður gegn þessurn hug- myndum, studdi fingri á stjórnar- skrána í heilagri vandlætingu og taldi óffávíkjanlegt að íslenskt kjör- tímabil væri nákvæmlega fjórum sinnum 365 dagar plús hlaupárs- dagur. Þar sem eklci náðist eining um annað varð úr að kjördagurinn færðist enn ffam á árið, 20. apríl. Þau rök sem Davíð Oddsson hefur nú talið ffam fýrir haust- kosningum eru þau að vegna páska vorið 1995 yrði að kjósa í síðasta lagi 8. apríl, að kosningabarátta færi þá fram í mars þegar allra veðra er von, að þingið yrði nánast til málamynda á svo stuttum tíma, og að aulci verði haldinn Norður- landaráðsfundur í Reykjavík skömmu fýrir kosningar. Allt er þetta rétt, en jafnframt merkilegt að allt var þetta vitað löngu fýrr. Staðreyndir almanaks- ins fýrir árið 1995 lágu fyrir strax eftir að katólska kirkjan festi end- anlega í sessi sitt opinbera páskatal sem mig minnir hafi gerst skömmu eftir að Island byggðist. Það mun hafa verið um svipað leyti að íslendingar komust að því að veður er oft harla rysjótt á út- mánuðum. Líkur á þingtíma 1995 er að vísu ekki hægt að rekja svo langt aftur, en þær staðreyndir lágu að minnsta kosti ljósar fyrir þeim sem skilja vildu þegar Steingrímur fór af stað í þreifingar vorið 1991. Og Norðurlandaráðsþing eru líka áJcveðin með löngum íyrirvara. Þessar röksemdir Davíðs eru þessvegna einsog hver annar hljómandi málmur og hvellandi bjalla, nema því aðeins að hann hefði sett þau ffam með svo löng- um fýrirvara að þjóðinni hefði ver- ið ljóst að ekki stæði til að sitja nema rétt þrjá fjórðu af kjörtíma- bilinu. Eða hvernig hugsar Davið sér ffamhaldið? Á næsta kjörtíma- bil líka að vera þrjú ár? Og þar- næsta kannsld tvö? Og auðvitað eru allt aðrar hinar raunverulegu ástæður þess að Sjálf- stæðisflokkurinn hallast nú - að haustkosningum. I fýrsta lagi eru þær hugmyndir um haustkosningar sem áður var svo harðlega afneitað sprottnar af Evrópuframrás Jón Baldvins fyrr í sumar. EB-útlilaup Jóns Baldvins átti sér forsendur fýrst og ffemst í heimapólitíkinni, ef ekki bara í innanflokkspólitík hjá krötum, og setti Sjálfstæðisflolddnn í verulegan vanda vegna þess að þar hefúr eldd náðst samstaða um aðra stefhu en þá skynsamlegustu — að bíða og sjá til. Kosningar í haust hafa þann mikla kost fýrir Sjálfstæðisflokk- inn, og fleiri flokka reyndar, að í þeim væri hægt að vísa Evrópu- spurningum ffá á þeim forsendum að þær séu ekld á dagskrá fýrren Svíar, Finnar og einkum Norð- menn hafa gert upp hug sinn í nóvember. I öðru lagi vegna þess að fjár- lagagerðin virðist vera í uppnámi og ólíklegt að í hana náist heil brú við núverandi aðstæður. Davíð tel- ur hinsvegar að sjálf og ein teiknin um batnandi efnahag muni nú geta hjálpað stjórnarflokkunum, og þá einkum sínum eigin. Betra sé að fara í kosningar nú með ein- hvern árangur en að eiga á hættu. ldúður í vetur eða að stjórnin spryngi í loft upp við fjárlagagerð- ina. í þriðja lagi virðist ríldsstjórnin ekki til stórræðanna, kuldi milli stjórnarflolckanna og ólíklegt að nokkur stærri mál kæmust í gagnið í vetur jafnvel þótt fjárlögin slyppu. STJÓRNMÁL Fyrir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar virðist liggja að hanga meira og minna í lausu lofti, sem er ekld sér- staklega hagstætt fýrir forsætisráð- herrann næsta vor. Þessar ástæður eru allar pólitísk- ar og lúta að stöðu Davíðs og rfkis- stjórnar hans. Verði haustkosning- ar ofan á í huga ráðherrans hefði hann þessvegna horfið ffá þeirri hefð sem hann sjálfur orðaði nokk- umveginn þannig fýrr í sumar að á íslandi sætu ríkisstjórnir út kjör- tímabilið hefðu þær til þess um- boð, — hér tíðkaðist það ekki að forsætisráðherra boðaði til kosn- inga á þeim forsendum einum að honum kæmi einhver tímasetning betur pólitískt en önnur. Kannski ætti forsætisráðherrann að venja sig á að tala minna? Eða hugsa hraðar? Eða svo við köllum aftur í Dana- prins: Á einbeitninnar holla litarhátt / slær sjúkum fölva í hugans kalda húmi: — Já, heilabrotin gjöra oss alla að gungum. Höfundur er íslenskufræöingur Erum við kannske öll svona vitlaus? Upp á síðkastið hefur alls lfyns fólk teldð að sér að benda þjóðinni á að blaða- og fféttamenn kunni yfirleitt ekld íslenzku. Greinar í Mogganum, lesendabréf í DV, röfl í þjóðarsál- urn, allt hnígur í sömu átt: við kunnum hvorld að skrifa né tala ís- lenzku skammlaust lengur. Getur verið að þetta sé rétt? Tvenns konar dæmi eru oftast nefnd. Við notum ldisjur, orðatil- tæld sem ldifað er á miklu lengur en nolckur man hvað þau þýða eða við hvaða tilefni þau eiga bezt. Við tölum vitlaust, hnoðum út úr okk- ur texta sem er fullur af bæði mál- villum og ambögum. Jú, ég held að þetta sé í mörgum tilfellum rétt, en ég held líka að blaðamenn séu ekk- ert verri en aðrir að þessu leyti. Auðvitað væri hægt að halda langa ræðu um hversu lítinn tíma blaðamenn hafa yfirleitt til að klára textann sinn eða hversu litlu skipt- ir, þegar blaðamenn eru ráðnir til starfa, hvaða bókstafskunnáttu þeir hafa í íslenzku. Miklu líldegri skýr- ing er sú að íslendingar séu yfirleitt meðan viðmœl- endur okkar kunna ekki móð- urmálið silt þykir mérftandi hart að við liggjum undir kárínum frá þeim sem við eyðum hálfum deginum í að leiðrétta og bjarga frá því að gera sjálfa sig op- inberlega að ftft- um. “ ffekar lélegir í íslenzku. Þegar ég var í skóla tók fólk ágætisstúdents- próf án þess að geta tjáð sig almin- lega í ræðu eða riti. I því fékkst engin skipuleg þjálfun, ritgerða- smíð var lítil og ekki miklar kröfúr gerðar, en hins vegar lagt nokkuð upp úr formlegri stafsetningar- kennslu —■ í stafsetningu sem hvergi er notuð. Af þeim ungling- um sem ég þekki sýnist mér ástandið sízt hafa batnað. Við er- um sumsé að renna fólki út úr skólakerfinu, „hámenntuðú', án þess að það kunni að skrifa. En oft kemur þetta íslenzku- kunnáttu ekkert við. Reynsla mín segir mér að til sé ein, noldcuð óbrigðul regla um vondan texta: óskýr texti er yfirleitt rnerki um óskýra hugsun. Ef blaðamaður get- ur ekki komið frá sér ffétt þannig að aðrir skilji hana bendir það undantekningalítið til þess að hann skilji hana ekki sjálfur. Sem lýtur að annarri hugsanlegri skýringu: að blaðamannastéttin sé illa mönnuð. Þetta get ég reyndar ekki samþykkt án fýrirvara, en veit þó af eigin reynslu við að ráða blaðamenn til starfa að það eru ekki margar rósir í þeim garði. Nokkrir einstaklingar standa upp úr, off fólk sem hefur komið við á nolckrum stöðum í atvinnulífinu, hefur þroskað með sér sæmilega dómgreind og fengið skýra hugsun í náðargjöf. En endumýjun er afar lítil og til dæmis tilviljun ef þeir, sem hlotið hafa formlegt nám í „ftölmiðlun", eru til einhvers gagn- legir. Þeir eru þá góðir þrátt fýrir námið, ekld vegna þess. En það sýnist mér svo sem eiga við um flestar stéttir. Enn er það nefhilega svo, að mestur tími blaðamanna fer í að endurskrifa og leiðrétta vitleysuna sem viðmæl- endur þeirra láta út úr sér. Og á meðan viðmælendur okkar kunna ekki móðurmálið sitt þykir mér fjandi hart að við liggjum undir kárínum frá þeim sem við eyðum hálfum deginum í að leiðrétta og bjarga ffá því að gera sjálfa sig op- inberlega að fíflum. Og hananú. Karl Th. Birgisson 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.