Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 11
Gunna á búöarloftinu 0i ■í'#- a K 1 Stjórnmál i J IIMDRIÐI G. ÞORSTEII\ISSOI\l j Ekki má frídagur verslunar- manna svo upp renna, að Ríkisútvarpið snari sér ekki í betri fötin og láti spila og syngja Búðarvísur eftir Jón Thoroddsen um hana Gunnu á búðarloftinu. Þetta er svo árvisst, að undirritaður var farinn að raula vísurnar áður en lagið fyrir fféttir kom í hádeginu á verslunarfrídaginn. Það er sann- ast sagna að Gunna á búðarloftinu þekkti ekki til hárlakks á úðabrús- um, eins og varist var með í Vest- mannaeyjum, eða annarra þeirra tækja, sem stúlkur er verða fyrir ágengni geta varist með. Henni var bara boðið upp á búðarloftið og þar með var málið afgreitt. Sann- leikurinn er sá, að þeir ungu ís- lensku graddar, sem lengi hafa komið óorði á útiskemmtanir í landinu kunna ekkert nýtt fýrir sér sem ekki hefur verið prófað í gegn- um aldirnar, nema nú eru til öflug- ir fjölmiðlar sem gera stór mál úr minnstu atvikum, sem þýðir að opinberar nauðganir eru að verða daglegir viðburðir. Kaupahéðnar eru fundvísir á nýjar vörur til inn- flutnings, og minnisstæðar eru bleijurnar, sem ætluðu allt lifandi að drepa í tíðum sjónvarpsauglýs- ingum af því þar var keppt með mismunandi vörumerkjum um markaðinn. Þann tíma sem þetta stóð virtust allir vera mígandi. Hin- um snjöllu kaupahéðnum virðist ekki hafa dottið í hug að flytja inn „mace“ sem er alveg óbrigðult við nauðgurum og öðrum árásarseggj- um og misþyrmingarfólum. Um hveija helgi að sumrinu er mikið um skemmtanir. Hinar hreinu meyjar í Stígamótum hreyfa sig hins vegar ekki að ráði úti á vettvangi nema um verslunar- mannahelgina. Hátíðin er að vísu ekki lengur hátíð verslunarmanna, enda eru verslunarmenn komir í ASÍ og vinna í verslunum á frídag- inn. Aftur á móti eiga bankamenn og skrifstofúfólk frí og raunar allir aðrir en verslunarmenn. Stíga- mótakonur hafa góðu heilli gert verslunarmannahelgina að baráttu- degi sínum gegn nauðgunum. Með því móti hafa þær viljandi og óvilj- andi orðið til þess, að verslunar- mannahelgin er orðin einskonar nauðgunarhelgi, jafnvel þótt eng- um sé nauðgað og aðeins gerð ein tilraun sem endaði í hárlakki. Ef- laust veldur þar mestu árvökul varðstaða Stígamótakvenna. En sukksamt líf á unglingum hefur samt vakið eftirtekt nú sem fýrr. Húnvetningar létu aflýsa geimhátíð í Húnaveri og eflaust ganga fleiri á lagið á.næstu verslunarhelgarhátíð- um. Húnvetningar eru miklir bændur og geta sjálfir verið óeirða- samir í réttum. Einar Olgeirsson skammaði Björn á Löngumýri fýrir barnaþrælkun. Kannski var Björn bara að hugsa um að missa ekki unglinga í sollinn í Húnaveri. Islendingar hafa alltaf átt erfitt með hátíðahöld. Séu þau skynsam- lega mótuð kvartar fólk yfir því hvað þau séu leiðinleg. Sé ekki allt skipulag upp á hið besta linnir ekki skömmum á forstöðumenn. Is- lendingar vilja ævintýri á útihátíð- um. Þeir vilja fá Mjallhvít og dverg- ana sjö, þótt einhverjir þeirra vilji ekkert hafa með Mjallhvíti að gera nema nauðga henni í svefhi. Skemmtanahaldið heppnast best á hestamannamótum. Hestar flytja ekki ræður um ágæti íslendinga. Þeir syngja ekki Öxar við ána. En þeir hlaupa. Spurning er hvort ekki væri fær leið á fjölmennum mannamótum um verslunar- mannahelgi að fá menn með gæð- inga til að sýna tölt og skeið, brot úr torfærukeppni og mótorhjóla- reið ef það mætti verða til að fólki leiddist minna og hugsaði minna um kynþörf sína. Hinn ágæti bindindismaður, Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli, skrifaði eitt sinn merka grein um áhrif áfengis á kynþörf manna. Hann talaði náttúrlega ekki af reynslu en sjálfsagt orðið marg- sinnis áhorfandi að hegðunarbreyt- ingum vegna áfengis. Niðurstaða hans var, muni ég rétt, að fólki væri ekki sjálfrátt. Nýlegar vísindalegar rannsóknir sýna, að konum er til- tölulega minna sjálffátt undir áhrifum en körlum. Þetta tvennt bendir til þess, að við íslendingar verðum annað tvegga að banna útihátíðir eða banna áfengisneyslu á útihátíðum. Óbreytt getur þetta ekki gengið lengur. Það nær engri átt að frjávana sjálfboðaliðar frá Stígamótum þurfi að axla ábyrð á manneskulegri hegðun á stórmótum og fámenn lögregla þurfi að eltast við íslenska gradda hálfbrjálaða af brennivínsdrykkju heilu helgarnar. Menn eiga að sjá sóma sinn í að stöðva þetta. Jón Magnússon, bróðir Árna Magnússonar, handritasafnara, var á sínum tíma sýslumaður í Dölum vestur. Þar er Jörfi, sem Jörfagleðin var kennd við. Hún gekk svo ósæmilega úr skorðum, að Jón sýslumaður sá ekki annan kost mögulegan en banna Jörfagleðina. Þetta ffæga tilvik hefur lifað í sög- unni síðan, en Jón Magnússon ætti að vera miklu frægari fýrir annað sem hann vann. Hann var fýrsti Is- lendingurinn sem skar til sulls með góðum árangri. Þá bjó hann á Sól- heimum í Sæmundarhlíð. Bannið við Jörfagleðinni þótti ffægt á sinni tíð og allar götur síðan. Eins mun koma að því að ffæg verða tilþrif sýslumannsins á Blönduósi að banna Jörfagleðina í Húnaveri. Það er nefhilega stundum ekkert hægt annað að gera þótt hart sé. Eflaust Hrunadans heildsalanna VIDSKIRTI - HIN HLIOIN Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í viðskipta- og fjármálalífi. „Þegar ekið er um þessi íbúðarhverji má lesa úr ásigkomulagi húsanna hversu heildsalastéttinni hefur hnignað á liðn- um árum. “ Hagffæðin notar ýmsar að- ferðir til að meta hagstærð- ir. Eitt sinn reiknuðu hag- fræðingar Vinnuveitendasam- bandsins og Alþýðusambandsins, þeir Vilhjálmur Egilsson og Björn Björnsson, út að launahlutföll í Mesópótamíu og á íslandi væru svipuð. Af því drógu þeir þá álykt- un að launahlutföll væru föst og óumbreytanleg. Af þessu má einnig sjá að sérhvert menningartímabil skilur eftir sig menjar, sem síðari tíma menn rýna í og draga ályktan- ir af. Það er hins vegar ekki svo að allt í þessum heimi sé fast og óum- breytanlegt og það hafa heildsalar fengið að reyna. I borginni við sundið er margt að rýna í og draga af ályktanir. Sagnfræðingar síðari tíma munu lesa ýmislegt úr byggingarlist borg- arinnar og reyna að draga ályktanir af því sem þeir sjá við þær athug- anir. Reykjavík er býsna lagskipt borg. Ef við hefjum vegferðina vestast í vesturbænum ber fýrir augu okkar lágreista steinbæi útdauðrar stéttar, skútukarlanna, en ofar í brekkunni eru hallir skipstjóranna. Sterkefn- aðri borgarastétt, sem þiggur laun ffá ríkinu, eins og læknum, tann- læknum og lögmönnum, þykir mikið til koma að búa í gömlum skipstjórahúsum eins og því sem Markús Örn fýrrverandi borgar- stjóri býr í. Við Tjarnargötuna bjuggu embættismennirnir, bisk- upinn og skrifstofustjórar í stjórn- arráðinu en íbúarnir voru fiestir tengdir í Briemættina. I brekkunni fýrir ofan Menntaskólann bjuggu embættismenn og kennarar við Lærða skólann. Breytt veiðitækni gerði togarar- skipstjóra úrelta um sinn og í þeirra stað komu kraftblakkarskip- stjórar en þeirra hverfi eru í austur- bæ Reykjavíkur, eins og Laugarás- inn, og Garðabæ með sínu Arnar- nesi. Mitt í þessum hverfum standa ávallt hús sem skera sig úr um- hverfinu vegna stærðar og glæsi- leika. Það eru heildsalahallirnar. I miðbænum eru svo starfsstöðvar þessara gengnu heildsala og kaup- manna. Glæsilegasta skrifstofuhús- næði borgarinnar í upphafi aldar- innar er á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, hús Jóns Þorláks- sonar nr. 14 við Austurstræti og hús Nathan & Olsen, seinna Reykjavíkurapóteks, nr. 16 við sömu götu. Annað húsið stendur autt en hitt hýsir nefndir Alþingis. Verslunarhúsnæði heildsala nú- tímans standa í Skeifúnni og í Hálsahverfi en mörg eru í eigu lánastofhana, sem hafa orðið að yfirtaka þau vegna vanskila heild- salanna. Þegar ekið er um þau íbúðar- hverfi sem að ffarnan eru nefnd, má lesa úr ásigkomulagi húsanna hversu heildsalastéttinni hefur hnignað á liðnum árum. Húsin í Arnarnesi eru að hruni komin vegna viðhaldsleysis og alkali- skemmda. Heildsalahallirnar í gömlu íbúðarhverfunum eru orðn- ar að opinberum stofnunum eða aðsetrum erlendra sendiráða. Finnska sendiráðið er í húsi Eggerts Kristjánssonar, rússneska og þýska sendiráðið eru í húsum sem Gísli J.Johnsen byggði, danska og breska sendiráðið í húsum sem Sturlu- bræður byggðu. Borgarbókasafnið er í íbúðarhúsi Ólafs Johnson í O. Johnson & Kaaber, heildsöluleyfi nr. 1 í Reykjavík. Skrifstofuhús- næði Garðars Gíslasonar hf. hýsir ríkissaksóknara og verðbréfasölu fj ármálaráðherrans. Hvenær hófst hnignunarskeið hinna heiðruðu heildsala? Hvers vegna er svo komið að enginn veit af Félagi íslenskra stórkaupmanna nema þegar þeir fjalla um taxta skipafélaganna? Og hvers vegna er Verslunarráð íslands aðeins vett- vangur banka, tryggingafélaga, ol- íufélaga og flutningafélaga? Er eng- inn aðili eftir til að halda vörð um fr amsýna verslunarhætti? Er það ef til vill vegna þess að heildsalar eru að fara sömu leið og Samband íslenskra samvinnufé- laga? Þoldu heildsalamir ekki frjálsræði í verslun? Var Pálmi í Hagkaup meinvættur íslenskra heildsala? Gerði hann stéttina úr- elta? Hafta-og leyfatímabil í ís- lenskri verslun var blómatímabil íslenskrar heildsalastéttar. Á þeim tíma þurftu þeir ekki að leita hag- hvæmra innkaupa því allt seldist í skortinum. Leyfm gerðu ekki ráð „Þeir ungu íslensku graddar, sem lengi hafa komið óorði á útiskemmtanir í landinu kunna ekkerl nýtt fyrir sér sem ekki hejur verið prófað í gegnum ald- irnar. “ verður ekkert bannað til frambúð- ar samkvæmt venjunni. Fólk held- ur áffarn að hneykslast út af hegð- un ungs fólks á útihátíðum og kannski á þetta að vera svona. Áróðurinn og umtalið hefur mikið að segja, vegna þess að unglingar þurfa að finna að það er ekkert fýndið, flott eða hetjulegt við að veltast svínfullir um á mannamót- um. Svo virðist sem hátíðarhöldin um þessa helgi hafi tekist sæmilega. Engar fféttir hafa borist af vondum atburðum nema skrokkskjóðum í bílveltum. Sú athygli, sem Stíga- mótakonur vöktu fyrir hátíðina var af því góða. Einkum tók í hnjúk- ana, þegar þær lýstu yfir orðrómi um að sérstök sveit nauðgara ætl- aði til Eyja á þjóðhátíðina. Vert er að hafa gætur á þeim mörgum hljómsveitum sem eru að blása til mannfagnaðar út og suður um landið til að koma upp „stuði“. Þetta „stuð“ markast m.a. af því hvað mikla peninga þeir fá í vas- ann. Ekkert verður dæmt um það núna að hvað miklu leyti sá ófarn- aður sem fylgt hefur útihátíðum er hljómsveitunum og hljómlistinni sem þar er flutt að kenna. Um það verður eflaust fjallað síðar þegar æðið er runnið af fólki. En um margt minnir þetta ástand á dans- æðið á miðöldum sem gekk yfir Evrópu. Höfundur er rithöfundur fýrir að hægt væri að flytja inn aðr- ar vörur. Nýir aðilar áttu ekki greiðan aðgang að innflutnings- leyfum. Það voru ekki hagsmunir heildsala og samvinnuhreyfingar- innar að innflutningur var gefinn ffjáls. Það voru aðeins hagsmunir neytenda. Sá sem var stórtækastur við að breyta verslunarháttum í Reykja- vík, var skagfirskur bóndasonur, Pálmi Jónsson, sem hóf verslunar- rekstur í fjósi við Miklatorg, þar sem Steingrímur Hermannsson hafði áður haft ísbúð. Vegna þvingana heildsala neyddist Pálmi til að hefja milliliðalausan innflutn- ing á vörum til verslunar sinnar en með því gerði hann heildsalastétt- ina úrelta eins og skútukarlamir í gömlu steinbæjunum urðu úreltir þegar togarnir komu. Þá fóru skútukarlarnir bara á togarana Og nú um verslunarmannahelg- ina gleðja Flugleiðir og Samvinnu- ferðir/Landsýn verslunarfólk með auglýsingum um haustferðir til innkaupa í ódýrum verslunarborg- um í nágrannalöndunum. Og hvað gera hefldsalar og Verslunarráð til að ná þessari verslun inn í landið? Nákvæmlega ekki neitt. Heildsalar og kaupmenn! Reynið að bjarga ykkur, það koma engir til að draga ykkur að landi. HINUMEGIN (The Far Síde) Eftir Gary Larson Viðurkenndu það bara, Friðjón — þú ert villtur. FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994 PRESSAN 11

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.