Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 14
Rannsóknarlögreglan staðfesti að undirskrift konu undir makaskiptasamning við fyrrum eigin- mann hennar hafi verið fölsuð en treysti sér ekki til að kveða upp úr með hver gerði það og sendi málið ekki til ríkissaksóknara. Konan fullyrðir að eiginmaðurinn hafi staðið að fölsuninni, hann einn hafi haft hag af því að falsa samninginn og haft tækifæri til þess. Náði rándýrri jörð af fyrrum eiginkonu sinni með fölsuð- um samningi Vatnsleysustrandarhreppur keypti jörðina Flekkuvík I á margföldu verði þegar reisa átti álver á Keilisnesi. Makaskiptasamningur sem tryggði Finni Gíslasyni eignarrétt á jörðinni reyndist falsaður við rannsókn RLR. Málinu samt ekki vísað til ríkissaksóknara. Fyrrum eiginkona Finns krefst helmings söluandvirðisins og hefur stefnt honum fyrir dóm. Rannsóknarlögregla ríkisins lauk fyrir mánuði rannsókn vegna meints skjalafals Finns Gíslasonar sem íyrrum eig- inkona hans, Anna Lillian Björg- vinsdóttir, kærði hann fyrir 15. nóvember á síðasta ári. Anna hélt því ffam að Finnur hefði falsað makaskiptasamning sem tryggði honum óskoraðan eignarrétt yfir jörðinni Flekkuvík I á Vatnsleysu- strönd. Finnur seldi Vatnsleysu- strandarhreppi jörðina um mitt ár 1991 í tengslum við byggingu fyrir- hugaðs álvers á Keilisnesi og vakti salan mikla athygli á þeim tíma og ekki síður deilur Finns og Önnu en hún krafðist opinberrar rannsókn- ar á sölunni. Opinberri rannsókn hafnað Þegar ríkisstjórnin ákvað að velja hinu fyrirhugaða álveri stað á Keil- isnesi margfaldaðist verðgildi jarð- arinnar en Finnur og Anna höfðu einungis nýtt hana sem sumarbú- staðarland. Þau skildu að borði og sæng árið 1981 eftir tæplega átta ára hjóna- band og gerðu þá með sér samning þar sem segir að Flekkuvík skuli vera í óskiptri sameign þeirra hjóna til helminga. Finnur seldi jörðina 1991, árið eftir að þau fengu lög- skilnað, fyrir ríflega 58 milljónir króna og telur að hann einn hafi átt hana í samræmi við áðurnefnd- an makaskiptasamning. Anna kannast hinsvegar ekki við að hafa ritað nafn sitt undir það plagg. Fíún óskaði eftir opinberri rann- sókn á sölu jarðarinnar með kæru til Rannsóknarlögreglunnar 14. desember 1992. Eftir rannsókn var málið sent Rikissaksóknara en hann tilkynnti 1. júlí 1993 að hann teldi ekki tilefni til opinberrar rannsóknar þar sem hann taldi málið falla undir svið einkamála- réttar. Anna stefndi þá fyrrum eigin- manni sínum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í september á síðasta ári til að freista þess að fá kröfu sinni framgengt um að fá helming söluandvirðisins í sinn hlut. Málið var ekki tekið fyrir þar sem dómur- inn taldi ýmis gögn vanta. Það verður hins vegar gert eftir réttar- hlé í haust eða 16. september. Anna fer fram á að Finnur greiði henni tæpar 42 milljónir króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Lagði fram falsaðan maka- skiptasamning Þegar málið var lagt fyrir Hér- aðsdóm síðasta haust lagði Finnur ffam ljósrit af makaskiptasamningi sem dagsettur er 25.12.1984 og undirritaður af honum og Önnu auk vitundarvotts. Samningurinn kvað á um að Finnur fengi eignar- hluta Önnu í Flekkuvík í skiptum fyrir húsið að Nönnugötu lOa í Reykjavík, sem þá var á byggingar- stigi. Anna fullyrti að hún hefði aldrei séð þennan samning fyrr og kærði Finn til Rannsóknarlögregl- unnar fyrir skjalafals. Niðurstaða rithandarsérffæðings RLR, Haraldar Ámasonar, lá fyrir 4. júlí síðastliðinn. Rannsókn hans leiddi í Ijós að makaskiptasamning- urinn hafði verið falsaður með því að ljósrita undirskriftir Önnu og vitundarvottarins, Guðlaugar Pét- ursdóttur, af erfðaskrá Önnu frá 1988 og færa þær yfir á maka- skiptasamninginn. I skýrslu rithandarsérffæðingsins segir að við samanburð á nafnritun Önnu á makaskiptasamningnum og erfðaskránni hafi komið í ljós að þær falli fullkomlega saman. „en þekkt er að enginn skrifar nafn sitt nákvæmlega eins í tvö skipti“. Fleiri atriði sýna ffam á að um föls- un sé að ræða með ljósritunar- tækni. Á erfðaskránni er nafn önnu vélritað fyrir neðan undir- skriftina og snerta pennastrikin í skriff hennar vélrituðu bókstafina á tveimur stöfum. Við ljósritunina var vélrituðu bókstöfunum eytt en vegna lítilsháttar ónákvæmni urðu örlítil brot af þeim eftir. Nafn Guð- laugar Pétursdóttur var einnig fals- að á sama hátt af erfðaskránni og yfir á makaskiptasamninginn. Það er því niðurstaða sérffæð- ingsins „að yfirgnæfandi líkur séu á því, að hin fyrirsynjaða nafnritun Önnu Björgvinsdóttur á hinu vé- fengda skjali, hafi verið afrituð á skjalið með ljósritunartækni eða á annan áþekkan máta og nafnritun Önnu á ffamangreindri erfðaskrá sé frumrit hennar.“ Ennfremur segir „að yfirgnæfandi líkur séu á því, að nafnritun vottarins Guð- laugar Pétursdóttur á sama skjali, hafi verið afrituð á skjalið á sama hátt og hafi sama uppruna." Hins vegar sýndi rannsóknin ekki ffam á hver hafði verið þarna að verki né heldur var hægt að sýna fram á að Finni hafi verið kunnugt um fölsunina þegar hann lagði samninginn ffam í Héraðsdómi. RLR taldi því ekki ástæðu til að vísa málinu til Ríkissaksóknara. Undarleg niðurstaða Sú spurning er áleitin hvernig hægt sé að leggja ffam falsað skjal fýrir rétti sem maður hefur sjálfiir undirritað án þess að vera kunnugt um að það sé falsað? Engu er líkara en RLR hafi einfaldlega gefist upp á rannsókninni. Fölsun er refsivert athæfi og því er rétt og eðlilegt að ítarleg rannsókn fari ffam sem virðist ekki hafa verið raunin. Á það má líka benda að ef Finn- ur hefur ekki falsað samninginn hlýtur það að vera honum kapps- mál að komast að því hver það gerði því að niðurstaða rithandar- sérfræðingsins hefur væntanlega eyðilagt vörn hans í málinu. Þegar leitað var svara hjá RLR fengust engin svör þar sem bæði Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn og Sigríður J. Friðjónsdóttir deildarlögffæðingur, sem hafði með málið að gera, voru í leyfi. Pressunni er kunnugt um að Finnur hafi neitað við yfirheyrslur að hafa falsað samninginn. I grein- argerð sem lögmaður hans, Bjami Óskarsson héraðsdómslögmaður, lagði fýrir Héraðsdóm í fyrrahaust er bent á að Finnur hafi gert grein fýrir makaskiptasamningnum í skattffamtali sínu árið 1985. Það gerir málið svolítið snúið þar sem undirskriffirnar undir hann eru ljósritaðar úr erfðaskrá sem er ekki gerð fýrr en 1988. Engin skýring hefur fengist á þessu og undarlegt að RLR telur ekki ástæðu til að rannsaka það frekar. Einkennilegir málavextir Margt fleira í þessu máli er afar sérkennilega vaxið. Finnur taldi Flekkuvík ffam sem sína eign á skattframtali frá því makaskiptasamning- urinn var gerður og allt þar til hann seldi jörðina. Þá bar hann einn skatta og skyldur af eigninni. í greinargerð verjanda hans er ýjað að því að makaskiptasamningur- inn sé nefndur í skatt- skýrslu Önnu og þess krafist að hún leggi ffam ffamtöl sín á árabilinu 1981 til 1993 til að fá það á hreint. Ef svo er í pottinn búið mætti hugsa sér að Anna hafi gefið Finni leyfi til að ljósrita undirskrift sína af erfða- skránni vegna þess að hún hafi ekki komist til að skrifa undir hann og ætli nú að nýta sér það til ávinnings að það hafi verið ólöglegt. Þetta eru þó einungis getgátur. En eitt atriði virðist benda til að Anna hafi talið makaskiptasamn- inginn gildan. I október 1986 var Nönnugata 10 seld og skrifaði Finnur undir sem seljandi en skuldabréf vegna kaupanna sýna að söluverðið rann til Önnu. Finn- ur heldur því ffam að þar sem makaskiptasamningnum hafi aldrei verið þinglýst til þess að forðast að Anna þyrffi að greiða stimpilgjöld hafi hann fallist á að skrifa undir kaupsamninginn en að öðru leyti hafi hann ekki komið nálægt sölunni. Hitt er þó hugsan- legt að þau hafi komið sér saman um að Anna fengi andvirði Nönnugötu af einhverjum öðrum ástæðum. Miklir peningar eru í húfi fýrir bæði Finn og Önnu og þetta mál ber þess öll merki. Það einkenni- legasta við þetta mál er samt sú staðreynd að RLR víkst undan því að rannsaka þætti í því sem eru hreint lögbrot. Það er erfitt að sjá að hægt sé að fá ffam sannleikann í málinu og réttláta niðurstöðu án þess að ítarlegri rannsókn fari ffam á fölsuninni. Styrmir Guölaugsson íyriísynj'ié nafnritam önrw tijörjvinsítórriif. .'XjÁsritaö 4 ■jlsscu. !toyk.(aví»t 1*5, l?, 1534 ReYKJftVXK £?&. FCB. 1986 ' rtaínrlcvo vostarlns GuöU'ijar PítursJótwr i njr^j vofuu^ia skjait, XjósriLuó A (jlsn'j. G-ýrrúa- - T' / . Rithandarsérfræðingur Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur sýnt fram á að undirskriftir Önnu Björgvinsdóttur og Guðlaugar Pétursdóttur hafi verið Ijósritaðar af erfðaskrá Önnu (skjalið til hægri) og flutt- ar yfir á makaskiptasamninginn (skjalið til vinstri). Anna fullyrðir að fyrrum eiginmaður hennar, Finnur Gíslason, hafi gert það til að sölsa undir sig jörðina Fiekkuvík I á Vatnsleysuströnd sem þau áttu saman. Finnur seldi hreppnum jörðina fyrir tæpar 60 milljón- ir króna þegar fyrirhugað var að reisa álver á Keilisnesi og Anna krefst heimings söluverðsins. Eiginmaðurinn falsaði undirskriftina fullyrðir fyrrum eiginkona hans PRESSAN náði tali af Önnu Björgvinsdóttur og innti hana eft- ir þessu sérkennilega máli. Er makaskiptasamningurinn fals- aður? „Já, það er búið að rannsaka það.“ Hvern telurþú hafafalsað hann? „Það er ósannað ennþá. En það hlýtur að hafa verið einhver sen hafði hagsmuni af því. Ég tel að sá einn hafi getað gert það.“ Ertu að segja að Finnur hafi fals- að hann? „Já. Hann hafði ffumrit erfða- skrárinnar undir höndum." Hvenœr sástu þennan samning fyrst? „I vetur.“ Hafðirðu aldrei séð hannfyrr? „Nei.“ Hvers vegna telurðu að Rann- sóknarlögreglan hafi ekki séð ástœðu til að rannsaka frekar hver falsaði sammngmn? „Þetta er bara það lögreglukerfi sem við búum við. Við vitum að RLR er ekki dómstóll en það er mjög einkennilegt hvernig staðið var að rannsókninni.“ Á hvern hátt? „Að þeir hafi ekki kveðið sterk- ara að orði í niðurstöðum sínum.“ Áttu von á að þetta fölsunarmál fari lengra? „Það hlýtur að verða tekið til op- inberrar rannsóknar." Gerirðu ráðfyriraðfá þápeninga sem þú gerir kröfu til? >,Nei.“ Hvers vegna höfðarðu þá mál á hendur Finni? „Ég vil bara að rétt sé rétt. Það á svo bara eftir að koma í ljós hvort réttlætið nær ffarn að ganga.“ Ekki náðist í Finn Gíslason vegna málsins. Styrmir Guölaugsson 14 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 4. AGUST 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.