Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 23

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 23
„í kartöflugarðinum heima,“ söng Rósa Ingólfsdóttir fyrir fréttamenn í morgun tilefni dagsins. V Stórsprengja í íslenska skemmtanabransanum Rósa Ingólfs og Árni Johnsen í það heilaga Vestmannaeyjum, 4. ágúst. „Þetta er mesti gleðidagur í lífl mínu, næst á eftir deginum þeg- ar ég plataði myndum eftir mig inn á Jóhannes Nordal,“ sagði Rósa Ingólfsdóttir skælbrosandi í morgmi þegar þau Ami Johnsen tónlistarmaður tilkynntu að þau hefðu gengið í hjónaband. Til- kynningin kom mjög á óvart, en óstaðfestar fréttir höfðu verið á kreiki um að þau hefðu gengið í það heilaga aðfaramótt laugar- dags gegnblaut uppi í brekku á Þjóðhátíðinni í Eyjum. „Ha? Kva’segiru?" sagði Ami aðspurður um framtíðaráform þeirra hjóna og gat greinilega ekltí tjáð tilfínningar sínar sök- um geðshræringar og gleði. „Núna má ég sypgja öll lögin hans Árna inn á plötu og hann verður meðeigandi að lagernum af óseldu ævimimiingunmn mínum,“ sagði Rósa og tók lagið svo undir tók í Eyjunmn og lundinn tók dýfu beint í sjóinn. „Við væntum mikils af þessu samstarfl,“ sagði Steinar Berg hljómplötuútgefandi. „Það er ljóst að héma hafa sameinast tveir risar í aíþreyingariðnaðin- um á íslandi og við getmn átt von á miklu þegar þau sameina krafta sína. Þetta er áður óþekkt stærð.“ Ungir piltur dvaldist í Flugstöðinni alla verslunarmannahelgina Var farinn að fá pós þangað Þar sem áður var Keflavík og síðar Suðurnesjabær, 4. ágúst. „Því er ekki að neita að ég fékk mjög greinagóðar lýsingar á því hvað væri mikið fjör hér og þar þegar farþegar komu til baka," sagði Eiríkur Björnsson 19 ára gamal nemi sem dvaldist alla verslunarmannahelgina í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. Því miður reyndist aldrei hægt að fljúga með hann til Eyja en þangað átti hann bókað flug. „Eina skiptið sem flugfært var var ég á klósettinu," sagði Eiríkur sem var undir það síðasta farinn að fá póstinn sinn sendan í Flugstöðina. „Ég hef ákveðið að læra flugumsjón enda má segja að helgin hafi verið mér góður skóli,“ sagði Eiríkur Björnsson. Markús Örn aftur í framboði „Prófkjör eru skemmti íegri en kosningar" Gerir ráð fyrir að fá sömu atkvæði og síðast Reykjavík 3. ágúst „Mér finnst mjög eðlilegt að þeir sem veittu mér svo glæsi- legt brautargengi síðast komi aftui' til liðs við mig,“ sagði Markús Öm Antonsson fyrrver- andi prófkjörshetja en hann hef- ur nú meldað sig í próikjör fyrir alþingiskosningar í haust. „Þarna er allavega komin ein góð ástæða til að halda ekki prófkjör,“ sagði Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisfloklisins. „Annars er málið ekki á dags- skrá,“ flýtti hann sér að bæta við. „Ég veit ekki hvort ég kýs Markús aftur. Mér sýnist hann yfirleitt gugna þegar á hólminn er komið,“ sagði fyrrverandi stuðningsmaður. „Ég vildi að ltann væri ennþá í sjónvarpinu því þá gætí maður bara slökkt,“ bætti annar fyri’verandi stuðn- ingsmaður við. „Ég vék fyrir yngri manni í borginni og mér finnst því eðlilegt að þeir sem eru eldri en ég víki nú,“ sagði Markús í viðtali við GP en hann reiknar nú stíft hverjir eru eldri en hann. Ung stúlka kærði miðasölumenn á Þjóðhátíð fyrir nauðgun „Veit það bara að þeir komu í hóp“ „Ég vona bara að einhver þeirra sé sekur úr því að ég er búin að kæra þá,“ sagði Petra. Vestmannaeyjum, 3. ágúst „Það var búið að vara mig sér- staklega mikið við því ef hópur manna nálgaðist mig. Ég þorði því ekki annað en að æpa þegar ég sá mennina nálgast. Síðar kom í ljós að þetta vom miða- sölumenn,“ sagði Petra Guð- brandsdóttír 17 ára Reykjavíkur- mær sem alls kærði 15 manns fyrir nauðgun um verslunar- mannahelgina útí í Vestmanna- eyjum. Petra kærði meðal ann- ars tvo flmm manna hópa en hún segist hafa verið sérstaklega á varðbergi gagnvart hópum karlmanna. „Auðvitað hefur Petra tekið yflrlýsingar okkar svolítið bók- staflega en ég þykist þó viss um að einhver þessara 15 er sekur um eitthvað þannig að þetta var ekki til einskis,“ sagði talsmaður Stígamóta. FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994 PRESSAN 23

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.