Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 04.08.1994, Blaðsíða 2
fœr Jakob Magnús- son fyrir að sýna að óbreyttir al- þýðumenn getav enn gert sér von- ir um frama í el- ítu utanríkis- þjónustunnar. Sýnir þetta ekki að umhverfismálin borga sig ekki, Öss- ur? „Sýnist ykkur ég ekki nógu vel haldinn á þessum launum?“ Össur Skarphéðinsson var tekjulægstur ráðherranna á síðasta ári með 333 þúsund krónur í laun á mánuði. FYRST & FREMST Veisluhöld fyrir tollara Sá siður hefur lengi haldist en farið leynt að þegar „fossar" Eimskips leggjast að bryggju er jafnan slegið upp mikilli veislu þar sem ekkert er til sparað í veisluföngum. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef heiðursgestirnir væru ekki þeir hinir sömu og eiga að gæta þess að engum ólöglegum varn- ingi sé smyglað í land, tollverðirnir. Ástæðan fyrir þessum mikla veisluglaumi er sú að þegar tollarar þurftu að afgreiða skip í ytri höfninni þótti sjálfsagt að gefa þeim á garðann. Sá siður hefur haldist og kosturinn er víst ekki til að kvarta yfir hin seinni ár. Fyrir skömmu sást fríður flokkur tollara í sparieinkennisbúningunum sínum stíga út úr rútu á kajanum við Sundahöfn og klifu þeir síð- an mannganginn um borð í einn fossanna. Höfðu sjónarvottar á orði að engu væri líkara en nýstúdentar með hvíta kolla væru þar á ferð, slíkur var hátíðarsvipurinn á mannskapnum. Málsverðurinn tók drjúga stund og þurftu far- þegar, sem voru með í för, bæði innlendir og útlendir að sýna þolinmæði þar til allir höfðu gert sér að góðu það sem til boða stóð. Ætt- ingjar og vinir farþeganna hímdu á meðan á bryggjunni. Útlendingunum þóttu skrítnar skýr- ingarnar sem þeir fengu á töfinni á tollaf- greiðslunni og einhverjir þeirra töluðu um mút- ur í því sambandi. Hitt er svo annað mál hvort þessi hlunnindi tollara séu skattskyld. Slökkviliðið á staðinn Það vakti athygli um síðustu helgi að varaformaður Alþýðu- flokksins Guðmundur Árni Stef- ánsson félagsmálaráðherra lagði leið sína norður í land til að hitta þá Sigbjöm Gunnarsson og Gunnlaug Stefánsson þingmenn flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og á Austurlandi, en báðir hafa þeir staðið nær Jóhönnu Sigurðar-dóttur en aðrir þingmenn flokks-ins. Stuðnings- menn Jóhönnu tóku ferðalagi varaformannsins þannig að hann ætti að slökkva þá elda sem Jó- hanna hefði kveikt um landið... Flokkur utan um Jóhönnu? Stuðningsmenn Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráðherra hyggjast halda stóran fund innan skamms þar sem reynt verður að fylkja sem flestum undir hennar merki. Meðal þeirra er nú talið úti- lokað að boðið verði fram á lands- vísu og því talið mikilvægt að sinna þeim tveimur kjördæmum sem líklega verður boðið fram í, Reykjavík og Reykjanesi, af sem mestri alúð. Einnig er talið að þessi fýrirhugaði fundur geti tengst þeirri ákvörðun að stofha sérstakan flokk utan um Jóhönnu... Nafnbreyting Framhaldsaðalfundur í Jafnaðar- mannafélagi íslands verður hald- inn innan skamms en eins og kunnugt er samþykkti landsfundur Alþýðuflokksins ekki nafnið. Á þessum framhaldsaðalfundi verður því væntanlega reynt að breyta nafninu, ef samstaða næst um það... Er kominn tími á Jón? Meðal Framsólaiarmanna á Suðurlandi hefur vaknað umræða um það hvort að Jón Helgason fyrrverandi ráðherra frá Seglbúð- um hyggist halda áfram þing- mennsku en hann verður 63 ára í haust. Ef ekki þá er gert ráð fýrir að Guðni Ágústsson fari í 1. sæti og ísólfúr Gylfi Pálmason, sveitastjóri á Hvolsvelli inn í 2. sætið sem hingað til hefur gefið þingsæti. Ekki er gert ráð fyrir neinum átök- um um þetta enda framsólcnar- mönum yfirleitt umhugað um að mannabreytingar fari fram í kyrr- þey... Ljóðskáld á barnum Á föstudaginn gefst kráargestum I miðbænum kostur á óvenjuleg- um bragðbæti með veitingunum. Þá munu nokkur ljóðskáld þramma á milli veitingastaða og lesa stundarkorn úr verkum sínum fyrir gesti. Þetta eru þau Linda Vil- Jijálmsdóttir, Sjón, Elísabet Jök- ulsdóttir og Bragi Ólafsson og auk þess Breti nokkur, Martin Newell. Ferðin hefst um tíuleytið og lýkur undir miðnættið, en viðkomustað- ir verða Kaffibarinn, Café Au Lait, Sólon íslandus og Ari í Ögri. Ne- well þessi er gamall hippi sem skáldin kynntust á ferðum sínum um England. Skáldskapur hans ku vera forvitnilegur og bera þess merki að rokkið er ekki langt und- an, en Newell var á sínum tíma í ekld ómerkari hljómsveitum en Cleaners ffom Venus og öðrum sem lesendur PRESSUNNAR kannast áreiðanlega við... Kunna sitt fag Bréfaskipti hafa verið í gangi á milli Reiknistofú bankanna og rík- isskattanefndar vegna þess siðs bankanna að senda ekki kvittanir fýrir innheimtu þjónustugjalda sinna. Eftir því sem komist verður næst þá hefúr Reiknistofan meðal annars fært þau rök fýrir því að kvittanir eru ekki sendar, að um sé að ræða vammlausar stofnan- irfbankar og sparisjóðir) sem séu hafnar yfir grun um misfærslur. Hefur Reiknistofan meðal annars bent á hinn gríðarlega fjölda lög- giltra endurskoðanda sem situr í stjórn stofnunarinnar, máli sínu til stuðnings... Þjóðviljinn yfirum Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 12. júlí síðastliðinn var bú Prentsmiðju Þjóðviljans hf., með skráð aðsetur á Laugavegi 3, tekið til gjaldþrotaskipta. Á síðasta vetri var lokið gjaldþrotaskiptum í Bjarka hf. sem var útgáfufélag Þjóðviljans þannig að ljóst er að Þjóðviljinn hefur nú endanlega verið borinn til grafar af skiptaráð- anda... Flótti frá Hæstarétti? Sem kunnugt er hafa miklar til- færingar verið á dómurum Hæsta- réttar og reyndar svo mjög að mörgum finnst nóg um enda brýnt að við embættið sé mikið „innra samræmi" eins og lögmenn kafla það. Á síðustu sex árum hafa sex dómarar hætt og eru nú allar horf- ur á því að á næsta ári hverfi einn helsti lagaspekingur landsins úr réttinum. Þór Vilhjálmsson verð- ur 65 ára 10. júní á næsta ári og gæti þá lögum samkvæmt hætt eins og dómarar hafa reyndar unn- vörpum nýtt sér enda tryggja eftir- launasamningar þeim áffam full laun. Frá því urn síðustu áramót hefur hann verið í ársleyfi til að vinna við Evrópudómstólinn en ekki er vitað hvort hann kemur aft- ur til starfa um næstu áramót... í sátt og samlyndi Fjölskylduuppgjörið hjá Heklu hf. um daginn, þegar Ingimundi Sigfússyni var komið út úr fýrir- tækinu af yngri systkinum sínum, er svolítið skondið í ljósi viðtals við hann sem birtist í Frjálsri verslun fýrir fimm árum. Systkinin létu birta stóra mynd af sér með mál- verk af föður sínum í bakgrunni sem átti vísast að sýna án orða hina miklu fjölskyldueiningu. 1 viðtal- inu lætur Ingimundur hafa eftir sér: „Ég tel að fjölskylduformið hafi ótvíræða kosti fýrir fýrirtæki þegar samhentir fjölskyldumeðlimir sjá um reksturinn. Fjölskyldutengslin í þessu fýrirtæki hafa án efa orðið því til framdráttar. Við systkinin viljum að fýrirtækið haldi áffam að dafna og viljum alls ekki sjá það leysast upp. Það eru allt of mörg dæmi til um það að fjölskyldur og fýrirtæki hafi splundrast vegna ósamheldni og deilna.“ Svo mörg voru þau orð... I vikunni ... var Jakob Frímann Magnússon gerður að ígildi sendiherra við sendiráð íslands Lundúnum. Er ekki hægt að gera Sigurð Bjólu að utanríkisráðherra? ... bauðst stórfyrirtækið Electrolux til að reisa handboltahöllina sem við treystum okkur ekki til að byggja. Reiknað er með að byggingin verði máluð í gulu og bláu og Svíar verði heimsmeistarar. ... kom fram að íslenskar konur eru valdaminni og lægra launaðar en konur annars stað- ar á Norðurlöndum. Á öðrum stað kom fram að þær fæða mun fleiri börn en aðrar nor- rænar konur. Enginn virtist tengja þetta tvennt saman. ... var haldin verslunarmannahelgi án þess að neinum væri nauðgað. Stígamótakonur hafa ekki kvartað yfir verkefnaleysi. ... sagði Markús Örn Antonsson (man einhver eftir lionum?) að hann vildi verða þing- maður. Skoðanakannanir gefa til kynna að hann geti náð kjöri. 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 4. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.