Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 3

Pressan - 18.08.1994, Blaðsíða 3
+ Utbreiðsla Al- þýðublaðsins hefur löngum verið mönnum hulin en fyrir skömmu síðan kom upp skondið atvik því tengt. Svo virðist nefnilega sem blaðinu hafi ekki verið dreift í stórum hluta Reykjavík- ur í um það bil vikutíma án þess að ein einasta kvörtun hafi borist. Sá sem átti að sjá um dreif- inguna var veikur og hafði ljáðst að gera aðrar ráðstafanir. Fyrir tilviljun kom þá í ljós að blaðinu hafði ekki verið dreift í viku... Því er haldið ffam að Ámi Samúelsson bíó- kóngur ætli sér í alvarlega samkeppni við Bylgjuna með útvarpsstöð sína FM 95,7. Nú hefur heyrst af því að hann ætli sér með- al annars að koma upp íþróttadeild og hafi borið víurnar í Sigurð Val Sveinsson vinstrihandar- skyttu. Yrði ffóðlegt að fylgjast með samkeppni hans við Guðjón Guð- mundsson sem nánast eingöngu flytur hand- boltafféttir. Þá verður ekki síður spennandi að sjá þá spaugfuglana Valtý Bjöm Valtýsson og Sig- urð Val etja kappi á öld- um ljósvakans. Nú er ljóst að Árna Sam finnst Siggi fyndnari en Valtýr en það á eftir að koma í ljós hvað útvarpshlust- endum finnst... Einn af upptöku- stjórum Real World Studio, Ri- chard Evans, er nú staddur hér á landi. Hann er hér að aðstoða þá Birthmark bræður við upptökur á nýju hljóm- plötunni sinni en áður hét sú hljómsveit Orange Empire. Hlóðverið Real World Sudio er í eigu Peter Gabriel og er þarna mikill fagmaður á ferð. Svanur Kristbergsson segir þetta hafa gengið vonum framar og að þeir muni klára upptökur er- iendis í byrjun október en hingað til hafa þeir unnið plötuna í Hljóð- hamri. VIÐ HLUSTUM ALLAN SÓLARHRING- INN 643090 í dag bjóðum við landsmönnum til opnunarhátíðar við Holtagarða. Samfelld dagskrá frá kl. 10:00-18:30; m.a. heimsins stærsta rúm afhjúpað, Brúðubíllinn, andlitsmálun fyrir börn, hljómsveit, pylsa og kók á 50 krónur og aðrar veitingar fríar. Verið velkomin.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.