Pressan - 18.08.1994, Síða 8

Pressan - 18.08.1994, Síða 8
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK er til húsa við Skógarhlíð. Lögfræðingur, sem hefur mikil samskipti við uppboðsdeild embættisins, segir að launadeilan hafi valdið upplausnar- Nýskipaður sýslumaður í Reykjavík Rak löglærðan fulltrúa sem sætfi sig ekki við launalækkun Fulltrúarnir hj á embættinu líta svo á að sýslumaður sé að reyna að vinna sig í álit hjá dómsmálaráðuneytinu á þeirra kostnað. Deilurnar gætu aukið á upplausnina í uppboðsdeild embættisins þar sem tveir af þremur fulltrúum hætta störfum. Mikið uppnám er nú meðal löglærðra fulltrúa hjá embætti Sýslumannsins í Reykjavík vegna launaiækkana sem þeir hafa orðið að sæta. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður, var skip- aður í embættið um síðustu ára- mót og tók þá ákvörðun um að draga verulega úr greiðslum til full- trúanna hjá embættinu sem eru tuttugu og þrír talsins. Fram að því fengu þeir greidda fimmtíu yfir- vinnutíma á mánuði án vinnu- skyldu en Rúnar fækkaði þeim unr tuttugu, í þrjátíu. Einn rekinn og annar hættir Mikil óánægja var með þessa ákvörðun Rúnars og samkvæmt heimildum Pressunnar sökuðu full- trúarnir hann um að reyna að vinna sig í álit hjá dómsmálaráðu- neytinu beinlínis á þeirra kostnað. Hótuðu margir að segja upp en flestir sættu sig að lokum við lægri laun. Það gerðu hins vegar ekki tveir af þremur löglærðum fulltrú- um í uppboðsdeUd, Brynhildur G. Flóvens og Jón Tryggvi Jóhanns- son, og neituðu þau að gangast undir ákvörðun sýslumannsins. Deilurnar gengu svo langt að Rún- ar sagði Brynhildi upp störfum en Jón Tryggvi gerði samkomulag um starfslok, að sögn Sólveigar Bach- mann deildarstjóra uppboðsdeild- arinnar. Brynhildur hættir störfum 1. nóvember en ekki er enn ljóst um starfslok Jóns Tryggva. Brynhildur staðfesti í samtali við Pressuna að henni hefði verið sagt upp vegna launadeilu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. RÚNAR GUÐJÓNSSON var skipaður sýslumaður í Reykjavík um síðustu áramót. Eitt af hans fyrstu verk- um var að lækka laun 23 löglærðra fulltrúa hjá emb- ættinu. í framhaldi af því rak hann einn þeirra sem ekki sætti sig við þessa ákvörðun og annar hætti einn- ig störfum af sömu ástæðu. BRYNHILDUR G. FLÓVENS er lögfræðingur og fulltrúi hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Henni var sagt upp störfum þegar hún neitaði að samþykkja launalækkun. Ófremdarástand í uppboðs- deildinni Árum saman hefur uppboðs- deild sýslumannsembættisins ekki haít undan að afgreiða þau mál sem til hennar berast. Nú þegar tveir fulltrúar hætta störfúm og óreynt fólk tekur við er óttast að af- greiðslutíminn lengist enn frekar. Framganga Rúnars þykir heldur ekki taktísk gagnvart starfsfólkinu og ekki til þess fallin að ávinna sér traust þeirra. Lögfræðingur, sem hefur mikil samskipti, við upp- boðsdeildina, segist óttast að full- trúarnir leggi sig ekki eins fram í starfi nú og áður og fullyrti að ástandið væri farið úr böndunum. Mál væru afgreidd seint og uppgjör til kröfuhafa dregist úr hömlu. Peningar vegna nauðungarsölu fasteigna liggi inni á nánast vaxta- lausum reikningum mánuðum og jafnvel árum saman. Það skaðaði ekki aðeins kröfuhafa heldur einnig skuldarana. Bankarnir hafa ítrekað JÓN TRYGGVI JÓHANNSSON, lögfræðingur, er fulltrúi í uppboðsdeild Sýslumannsembættisins í Reykjavík eins og Brynhildur. Þegar þau hafa bæði látið af störfum verður aðeins einn fulltrúi eftir í deiidinni með ein- hverja reynslu. gert athugasemdir vegna þessa en án árangurs. Á hinn bóginn hefur verið bent á að réttast sé að taka óvinsælar ákvarðanir strax, Rúnar hafi séð að lækka þyrfti launakostnað embætt- isins og tekið sköruglega á málinu og staðið fast á sínu þrátt fýrir há- vær mótmæli. Vitað er að dóms- málaráðuneytið er ánægt með ákvörðun sýslumanns. Rúnar viðurkenndi í samtali við Pressuna að ástandið í uppboðs- deildinni væri ekki upp á það besta. „Ég get ekki neitað því. Það hefur stundum dregist of lengi að gera upp við kröfuhafa en við erum að reyna að laga það.“ Er hœgt að tala um ófremdar- ástand? „Nei, og það hefur ekki verið orðað þannig við mig en það er rétt að það verður að bæta úr þessu og það erum við að gera.“ Er það tnarkmið ekki í hœttu þeg- ar tveir af þremur löglærðum full- trúum hætta störfum vegna launa- deilu? Nei. Ef svo færi að tveir fulltrúar hættu væri ekkert vandamál að manna stöður þeirra.“ Rúnar neitaði að ræða deiluna við fulltrúana að öðru leyti á þeim forsendum að ekki væri við hæfi að hann ræddi launamál einstakra starfsmanna. Styrmir Guðlaugsson 8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.