Pressan


Pressan - 18.08.1994, Qupperneq 10

Pressan - 18.08.1994, Qupperneq 10
PRESSAN Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Styrmir Guðlaugsson Auglýsingastjóri: Pétur Ormslev Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreifing 643086, tæknideild 643087 Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Hvar er nýi borg- arstjórinn? r Inokkrar vikur hefur borgarstjórn Reykjavíkur veríð að hnoðast með ákvörðun um hvort og hvernig eigi að byggja íþróttahús til þess að hægt sé að halda hér heimsmeistarakeppnina í hand- bolta skammlaust. Fleiri en ein hugmynd hefur borizt inn á borð borgarstjórnar, svo og formleg tilboð, en enn er málið allt í lausu lofti. Á borgarstjórn hefur oftar en einu sinni mátt skilja að málið sé úr sögunni, en sá dauðadómur er þó ekki afdráttarlausari en svo að enn er málið óafgreitt í eilífum vandræðagangi. Á meðan líður tíminn hratt og ákvörðun þarf að taka strax. Þá bersvo við að hinn nýi borgarstjóri Reykvíkinga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er hvergi sjáanleg. Hún er farin í sumarfrí. Það er út af fyrir sig eðlilegt að borgarstjórinn vilji taka sér sum- arfrí eins og aðrir landsmenn eða jafnvel bregða sér í brúðkaups- ferðalag. Ef fríið ber upp á tíma þegar mikilvægar ákvarðanir biasa við ber henni þó að sjá til þess að þeir, sem eftir verða, ráði við að leysa verkefnin sem bíða. Það hefur ekki gerzt. Staðgengill borgarstjóra, sem svo er kölluð, virðist ekki skilja mun á vöxtum í íslenzkum krónum og dönskum og hefur þess vegna uppi stóryrði um tilboð án þess að skilja um hvað þau snúast. Enginn annarra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa döngun í sér til að taka af skarið og afgreiða málið á annanhvorn veginn. Hin margum- talaða pólitíska verkstjórn meirihlutans erengin. Þegar íþróttahallarmálið kom fyrst upp í sumar gekk nýi borgar- stjórinn röggsamlega fram og virtist gæta hagsmuna borgarbúa vel. Klúðrið hófst þegar hún hvarf úr bænum og skildi lautinantana eftir til að gæta búsins. Það staðfestir að það var ekki tilviljun í kosning- unum í vor, að Reykvíkingar voru að kjósa Ingibjörgu Sólrúnu til að stjórna borginni, ekki Sigrúnu Magnúsdóttur. Það staðfestir líka að það var ekki að ástæðulausu, að þeir sem flutu með Ingibjörgu Sól- rúnu inn í borgarstjórn hefðu aldrei hlotið náð fyrir augum kjósenda við aðrar aðstæður. Vinstri menn hafa haft mörg orð um að núverandi fjármálaráð- herra hafi klúðrað upphaflegum áætlunum um byggingu íþróttahúss. Á þeim liggur nú sú skylda að hreinsa upp og afgreiða málið. Ef fót- gönguliðarnir í meirihlutanum ráða ekki við verkefnið verður að kalla borgarstjórann heim og láta hana klára það. Og passa upp á að hún fari ekki í frí aftur nema örugglega sé ekkert að gerast í borgarkerf- inu sem þarf að hugsa um. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson utnbrotsmaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Pálmi Jónasson, Magnea Hrönn Örvarsdóttir prófarkalesari, Sigurður Már Jónsson, Snorri Kristjánsson myndvinnslumaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. PENNAR: Stjómmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Jndriði G. Þorsteinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kviktnyndir, Illugi Jökulsson, skák, Jónas Sen, klassík og dulrœn málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Jóhannes Bachmann. Allt fyrir sérstöðuna að hefúr verið fróðlegt að fýlgjast með viðbrögðum Kvennalistans til þeirra hug- mynda um nýsköpun í pólitík sem vakist hafa upp síðustu mánuði í kjölfar sigursins í Reykjavík og hraðleið Jóhönnu útúr Alþýðu- flokknum. Kristín Ástgeirsdóttir var ein heima þegar hinar dönsuðu í Túr- kú og var líka ákaflega ein í sjó- varpinu: Nei, við viljum eldd vera með, sérstaða Kvennalistans, Jó- hanna alls góð maldeg, en ágrein- ingur í mildlvægum málum: hún vill til dæmis hafa karlmenn á ffamboðslistum! Síðar komu kannanir sem sýndu að samstaða ýmissa skyldra afla með tilstyrk Jóhönnu á mikla möguleika — og gæti jafnvel myndað stjórnmálaafl á stærð við Sjálfstæðisflokkinn. Þá komu kvennalistatalsmenn sér niður á það fjölmiðlasvar að þær eigi ein- faldlega enga samleið með Jó- hönnu og Alþýðubandalaginu og hvað það nú heitir: Kvennalistinn sé nefnilega ekki að berjast fyrir fé- lagshyggju heldur fyrir kvenfrelsi. Jamm. Og þegar Stína í Bæ segir þetta við myndavélina borubrött en örlítið feimin þá verður manni hugsað til vordaganna í höfuð- borginni, — var þetta bara mis- sldlningur? Er borgarstjórinn í Reykjavík þá á skökkum stað? Borgarfulltrúar aðrir úr kvenna- listahópnum — nú formenn tveggja valdanefnda um félagsmál og æskulýðsmál — væri eldd rétt- ast að kalla þá bara heim á Lauga- veginn? Svo dettur manni líka í hug hvað það er skrýtið með þau stjórnmála- samtök á íslandi sem síðari árin hafa hvað einarðast gert út á sér- stöðu sína fullkomna, að í fyrsta sinn sem þau ná raunverulegum völdum var það einmitt á kostnað þessarar mildu sérstöðu. I vor bauð Kvennalistinn ffarn á þremur stöð- um einn og sér: á fsafirði, í Hafnar- firði og í Kópavogi. Þær náðu ein- um fulltrúa í Kópavogi og öðrum á fsafirði. Báðir þessir tveir eru í minnihfuta, og annar svo áhrifa- laus að hann hefur frekar en ekkert reynt að gera sig að píslarvotti. Þar sem Kvennalistinn reyndi samflot er aðra sögu að segja, — fyrir utan auðvitað höfuðborgina, má til dæmis nefna Húsavík þar sem full- trúi Kvennalistans gegnir valda- stöðu innan meirihluta sem helst má kalla sósíaldemókratískan á þingeyska vísu. En þetta er auðvitað erfitt. Kvennalistinn er effir alltsaman einu ffamboðssamtökin, utan fjór- flokksins, sem hafa náð að festast í sessi, og núorðið má reikna með að hvað sem á dynur geti samtökin reitt sig á ákveðið lágmarksfylgi kvenna, 4-5% sennilega, hverjar sem bjóða sig ffam og hvað sem þær hafa til mála að leggja. Það þarf svo ekki að fara langt fram úr þessu fylgi til að ná 4-6 þingmönn- um, og þá er tilgangnum náð. Eða hvað? Hvernig gengur ann- ars í kvenfrelsisbaráttunni hjá Kvennalistanum? Það fóru margar til Túrkú, vissulega, og það er ör- ugglega gptt að vera saman á laug- ardagsfundunum að hlusta á nýj- asta kvenfélagsfræðinginn, og gaman að geta í sífellu sagt erlendu blaðamönnunum ffá sérstöðunni. Er hver er ávinningurinn á þinginu síðan 1983? Því miður er eina svar Kvenna- listans að samtök þeirra hafi á þingi einungis haft áhrif á aðra en ekki komið neinum af sínum eigin málum í gegn í sinni samfelldu og valdfælnu sérstöðu. Að ávinningur samtakanna á þingi liggi í því einu sem aðrir flokkar hafa gert eða ekki gert. Það er vissulega rétt að nærvera Kvennalistans á þingi hafði þau áhrif, að minnsta kosti fyrstu árin, að meira mark var tekið á baráttu- málum sem konur töldu sér eink- um koma við. Síðari árin hefur hinsvegar borið meira og minna á því hvað sem allri kvennabaráttu líður að þingflokkur Kvennalistans sé að verða einsog hver annar smá- flokkur einhversstaðar á „vinstri“ vængnum. Er til dæmis eitthvað sérstaklega kvenlegt við krampa- kennda andstöðu Kristínar Einars- dóttur við ffjálsa verslun almennt og samvinnu Evrópuþjóða? Og hvort ætli Jónu Valgerði finnist mikilvægara, kvenffelsið eða Vest- firðirnir? Sjálfsagt munu hráir hagsmunir Kvennalistans og leiðtoga hans á þingi ráða: þaðan sé ekki að vænta ffumkvæðis um að brjótast útúr því pólitíska fangelsi, sem flokka- böndin eru löngu orðin, fyrir ffjóa pólitík í landinu. Það var með naumindum sem tókst að efla svo skynsemi og kjark í Kvennó að samtökin fengust með í sigurinn í vor, — og nú er engin Ingibjörg Sólrún eftir í þingröðum kvenna- listakvenna. Enda unir Kvennalistinn sér jú- takk bara alveg ágætlega í þvi sér- staka stjórnmálakerfi sem ffanski sendiherrann fýrrverandi, Jacques Mer, kallar „régime des partis“ — flokkaveldið — í nýrri og góðri bók um íslensk efnahagsmál og pólitík. Kvennalistinn hefúr á ýmsan hátt tekið sér það hlutverk sem Allaballi gegndi áður (og sakna þar margir vinar í stað), fulltrúi minni- hlutaskoðana utan stjórnar og án valda, og lætur sér nægja „áhrif' á skoðanamyndun og samfélagsþró- un, raunveruleg eða ímynduð. Fyrir Samtök um Kvennalista er engin áhætta tekin með því að standa utan þeirra hræringa og gerjunar sem nú á sér stað vinstra megin á miðjunni í íslenskri pólit- ík. Þau koma örugglega að tveimur eða þremur þingmönnum, sem dugar tO ffamhaldslífs. Fyrir konurnar í Kvennalistan- um er hinsvegar hætta á ferðum. Það að standa hjá og setja upp snúð getur nefnilega unnið bein- línis gegn þeim hagsmunum og þeirri samfélagssýn sem sótt skyldi fyrir. Hættan er sú að sjálfur Kvennaflokkurinn setjist einsog stífla í farveg þeirra strauma sem nú virðast geta skilað árangri fyrir félagshyggju, kvenffelsi og fagurt mannlíf. Og þessa sérstöðu þurfa konurn- ar í Kvennó ekki síst að skýra út fýrir okkur hinum í næstu kosn- ingum. Höfundur er ísienskufræöingur „Fyrir Kvennalistann er engin áhœtta að standa nú utan hrœringa og gerjunar í pólitíkinni. Hann ketnur örugglega að tveimur eða þremur þingkonum. Fyrir konurnar í Kvennalistanum er hinsvegar hætta á ferðum. Það að standa hjá getur unnið beinlínis gegn þeim hagsmunum og þeirri samfélagssýn sem sótt skyldi fyrir. “ Rússnesk og íslenzk sjálfsmorð „Er kannske orðið tímabœrt að við breytum afstöðu okkar til fréLLa afsjálfs- morðum?“ Eg náði trúnaði þessa mattns og þess vegna get ég auðvitað ekki sagt frá því sem hann var að hugsa, en hatm er kotninn fratn yfir fertugt, í landi hans hafa orðið rnikl- ar breytingar, hatin er ekki viss um hvað hann á að gera við líf sitt og satt bezt að segja var hantt að hugsa um að kála sér. Þannig fórust Eyvindi Eiríkssyni efnislega orð í sjónvarpsfréttum á sunnudagskvöldið. Fréttin var um rússneskan sjómann sem hafði í sálarangist sinni leitað sér fróunar í Selfosskirkju. Eyvindur hafði átt löng samtöl við manninn vegna rússneskukunnáttu sinnar. Mér varð á að lyfta brúnum. Það hefur verið óskrifúð regla á íslandi að segja ekki frá sjálfsmorðum, eða fýrirætlunum eða tilraunum í þá veru, nema undir rós í minningar- greinum. Ég velti fýrir mér: eru reglurnar að breytast? Er kannske orðið tímabært við breytum af- stöðu okkar til frétta af sjálfsmorð- um? Fyrir því má auðvitað færa rök. Alls staðar annars staðar er greint ffá því hvernig fólk deyr, sérstak- lega en þó alls ekki eingöngu þegar í hlut eiga opinberar persónur. Eina ástæðan fýrir að þetta er ekki gert á íslandi er svokölluð tillits- semi við aðstandendur. Það er vond ástæða, en orðin til af því að við erum (eða a.m.k. vorum) svo fámenn. Þessi regla hefúr búið tO tvöfalt siðgæði. Islenzkir fjölmiðlar segja frá sjálfsmorðum útlendinga án þess að blikna, en ættu, ef þeir væru samkvæmir sjálfum sér, að þegja yfir þeim líka. Að öðrum kosti eru þeir að segja að tOfinning- ar útlenzkra aðstandenda (sem jafnvel eru búsettir hér á landi) séu minna virði en tOfinningar að- standenda Islendinga sem fýrirfara sér. Það er tvöfalt siðgæði og vont. Fámennið gerir það ennfremur að verkum að þeir, sem á annað borð skiptir einhverju máli að vita það, frétta undireins ef einhver lætur líf- ið við svo voveiflegar aðstæður. Sú fféttaleið — í gegnum símalínur, slúður í kaffiboðum og heitum pottum — er mun verri en hin, af því að meiri líkur eru á að upplýs- ingarnar séu afskræmdar eða rang- ar. Og hún er sérstaklega verri fýrir aðstandendur, af sömu ástæðu. Af því sem ég hef séð til Eyvinds Eiríkssonar þykist ég vita að þar fari góðviljaður heiðursmaður sem aldrei myndi láta sér detta í hug að særa neinn vísvitandi. Hans „glæp- ur“ í ofangreindri ffétt var ekki annar en að endurspegla þennan dúbbelmóral sem við gerum okkur öll sek um: sjálfsmorð útlendinga eru ekki meðhöndluð á sama hátt og sjálfsmorð íslendinga. Við segj- um frá sjálfsmorði Vince Fosters, en ekki Vilmundar Gylfasonar, svo dæmi sé tekið, þar sem heiðarleg ffétt hefði örugglega verið betri en slúðrið. Kannske kernur að því að íslenzk blöð skrifi eitthvað svipað og lesa mátti í The Washington Post í síð- asta mánuði. Þar sagði frá Franklin nokkrum GaOahan, eiganda hús- gagnaverzlunar í Virginíu, sem hafði skotið sig til bana, og þessu var bætt við: „Ef þú pantaðir hús- gögn ffá Gallahan’s Furniture í Fredericksburg og greiddir inn- borgunina með greiðslukorti, þá ert þú einn af þeim heppnu. Neyt- endur sem borguðu ekki með greiðslukorti ættu að snúa sér til dómstóla og leggja fram kröfu um endurgreiðslu.“ Þetta var lítil frétt um óþekktan mann, afgreidd eins og hver önnur staðreynd lífsins. Auðvitað er langt þangað til eitthvað álíka birtist í ís- lenzku blaði og ég er svo sem eng- inn sérstakur áhugamaður um það. En á meðan við treystum okk- ur ekki til að segja frá ættum við líklega að sjá sóma okkar í að þegja þá jafnt um afla. Karl Th. Birgisson 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.