Pressan - 18.08.1994, Síða 16

Pressan - 18.08.1994, Síða 16
■•í * > íslendingar eiga í stríði við Norðmenn og því fyrr sem landsmenn átta sig á því, því. betra. Stríð eru grinnnur leikur og menn vinna þau ekki nema að gefa sig alla í það. Þar að auki er hundleiðinlegt að vera í slríði ef maður vinnur ekki. PRESSAN tók saman nokkrar leiðbeiningar fyi’ir landsmenn um það hvernig beri að haga sér á þessum stríðstímum. Það duga nefnilega engin púður- skÞL. Þaú skal lekið fram að |)e^vSi\amautekl var ekki ein- fölcWiðfangs þvíTNorðmenn erusWidan aunúngjar að þeir framMða nánffct ekkert. ao \Æ uv. 1 Hættu aö kaupa DV og Moggann — þau eru nefnilega unnin í Norsk Data tölvukerfi. Hentu Tóró-birgöunum — þetta er eitthvaö norskt jukk. Foröastu Daim-súkkulaöiö — fyrir vikiö veröur þu aö sleppa Daim-isnum. Brjóttu Jordan tannburstann þinn — það er hvort sem er eitthvað bogiö viö hann. Hættu aö fara á Ibsen sýningar — Kamban var betri. H 6. Brjótu AHA plöturnar — þetta voru hvort sem er vælukjoar. Rifjaöu upp gengi norska knattspyrnulandsliösins á HM viö öll tækifæri. Köllum The Boys heim — Norömenn eru hvort sem er búnir aö monta sig nóg út á þessa alíslensku pilta. Hættu að nota Bergans bakpoka og útivistarvorur — styðjum islenskt. 10. Kveiktu í Hamsun ritsafninu - þar aö auki getur þu rifjaö upp aö hann var nasisti. jggf| 11. Flugfélagiö SAS ber aö sniðganga þar sem Norömenn eiga hlut í því. 12. Gangtu sóðalega um flugvélar Flugleiöa ef þú neyðist til aö fljúga til Noregs. Þá hafa norskir vallarstarfsmenn nóg aö gera. 13. Skilaðu Ajungilak svefnpokunum - þeir voru hannaðir fyrir norskar kveifar. 14. Endursendum styttuna af Ingólfi Arnars- syni - Norömenn tímdu hvort sem er ekki aö hafa hana úr gulli. 15. Endursendum „manndrápsfleytuna" Her- jólf - hann var smíðaður í Flekkefjord og var smíöaður þannig aö hann brenndi ótakmörkuðu magni af norskri olíu. 16. Hættu aö hlusta á Ingólf Hannesson - hann stendur áreiöanlega meö Norö- mönnum enda menntaöur af þeim. 17. Rifjaðu upp alla brandarana sem Svíar hafa sagt um Norömenn. 18. Dragöu fánann í hálfa stöng á þjóðhátíö- ardegi Norðmanna 17. maí. 19. Setjum í stjórnarskrána aö íslenskum ríkisborgurum veröi meinaö aö taka viö Friöarverölaunum Nóbels um alla fram- tíö. 20. Afþökkum jólatréö sem Osióarbúar senda okkur. Viö getum þess vegna límt greinar á Jón Sigurðsson viö Austurvöll 21. Tryggjum aö Norömenn fái ekki fleiri stig frá okkur í Eurovision. 22. Taktu yfir Fleksnesþættina. 23. Fáum Hrafn Gunnlaugson til aö gera mynd um Norömenn. 24. Maarud-kartöfluflögur — í stríði veröa menn aö læra að neita sér um ýmislegt. Dínamít frá Dino — þaö veit enginn hvaö þaö er en þaö nægir aö þaö sé framleitt í Noregi. 26. Losum okkur viö fimmtu herdeildina norsku — hér er allt fullt af mönnum sem hafa alist upp í norskum liðsfor- ingjaskólum eins og Arnór Sigurjónsson og vinur hans Jón Sveinsson. 27. Hættum aö éta Freiu súkkulaðiö — við höfum hvort sem er okkar íslenska Freyju súkkulaöi. 28. Skikkum aiþingismenn til aö afneita norskum ættarnöfnum sínum. Geir Haar- de héti þá eftirleiðis Geir Haröi eöa Geir- harður. 29. Hættum aö styrkja íslenska námsmenn sem flykkjast í hópum í Landbúnaöarhá- skólann aö Ási. 30. Slítum tengsl viö ættingja í Noregi sem taka málstaö Norðmanna. 31. Afturköllum teyfi framhaldskólanema til aö taka fremur próf í norsku en dönsku. 32. Rífum öll bjálkahúsin á iandinu sem fiutt voru inn frá Noregi fyrr á öldinni. Byrjum á ráöherrabústaönum viö Tjarnargötu sem er í andstyggilega norskum stíl. 33. Bönnum íslenskum íþróttamönnum sem keppa í Noregi aö spila meö landsliöinu nema þeir komi sér strax heim. 34. Hótum aö fiytjast aftur til Noregs, öll sem eitt, á þeirri forsendu aö Ingólfur hafi gert mistök. 35. Aö öörum kosti afneitum viö norskum uppruna okkar og fullyrðum aö viö séum öll komin af Keltum. 36. Tælum Norömenn til aö leggja meira fé í fiskeldi. 16 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.