Pressan - 18.08.1994, Page 20

Pressan - 18.08.1994, Page 20
gotunm í Hondúras Sólmundur Már Jónsson er tæp- lega þrítugur hagfræðingur sem sagði starfi sínu lausu á síðasta ári og hélt til Hondúras þar sem hann starfaði með götubörnum í höfuðborg- inni í eitt ár. að sést á Sólmundi Má Jónssyni að hann er ekki alveg búinn að aðlagast lífinu á íslandi aft- ur eftir ársdvöl í höfuðborg Hon- dúras, Tegucigalpa. Hann ræður illa við sneiðina af súkkulaðitert- unni sem borin er fyrir hann á kaffihúsinu sem við hittumst á. „Mér hefur verið hálfbumbult af matnum síðan ég kom,“ segir hann. Lambasteikur og tertur eru heldur ekki beinlínis það fæði sem fólk nærist á í því umhverfi sem Sólmundur hefur lifað og hrærst í síðustu mánuði. Þegar hann lauk hagfræðinám- inu fyrir nokkrum árum virtist hann ætla að hella sér út í harða samkeppnina á vinnumarkaðnum og hafði ágæta burði til þess, gott próf og reynslu af hagfræðistörfúm meðfram náminu. Hann kom sér upp jakkafötum og allt virtist benda til þess að hann færi eftir hefðbundnum brautum ungra hagfæðinga. Fyrst að ná sér í starfs- reynslu hjá opinberri stofnun við rannsóknarstörf, síðan framhalds- nám við virtan háskóla í Bandaríkj- unum eða Bretiandi og stefna svo hærra og hærra. Sólmundur tók fyrsta skrefið en eftir ársstarf hjá Þjóðhagsstofnun fór hann að kenna í Verslunarskólanum mörg- urn félaga hans til nokkurrar undr- unar. Síðan söðlaði hann alveg um og flaug út í heim til að hjálpa götubörnum. Hvað dró þig til Hondúras? „Málið var bara að fara eitthvert út til latnesku Ameríku til að læra spænsku, kynnast kúltúrnum þar og sjá indíána. Þetta er mjög stórt menningarsvæði og nokkur hundruð milljónir sem tala spænsku þannig að mér fannst það spennandi.“ Varþetta skytidiákvörðun? „Nei, nei, þetta var búið að gerj- ast í mér í mörg ár. Fyrst ætlaði ég eftir stúdentspróf en ég sleppti því og kláraði hagfræði í Háskólanum. Og eftir að ég var búinn að vinna í svolítinn tíma skellti ég mér.“ Hvers vegna valdirðu ekki þá hefðbundnu leið að fara í fram- haldsnám? „Þetta var fint nám. Ég á sjálfsagt eftir að læra meira en ég hafði ekki rnikinn áhuga á því að sökkva mér ofan í fræðin, fannst miklu meira spennandi að fara þarna út.“ Á hverra vegum fórstu út? „Ég fór út fyrir milligöngu AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta, og þau aðstoða mann við að finna eitthvað úti til að starfa við og tryggja manni fæði og húsnæði. Ég vissi því ekki alveg hvað ég færi að gera en ég ákvað að fara út í gegn- um AUS í stað þess að fara á eigin vegum, sem er þó alveg eins hægt, ekki síst upp á spænskuna að gera. Ég kunni ekki orð í málinu, gat ekki einu sinni pantað mér bjór sem flestir Islendingar kunna þó. í Hondúras komst ég svo í samband við bandarísk samtök sem vinna fyrir götuböm víða í Mið-Ameríku og kallast Casa Lianza en þetta eru nánast einu samtökin sem það gera í Tegucigalpa. Þau eru með 70-80 rnanns í vinnu, yfirleitt Hondúrasa, og svo eru nokkrir tugir sjálfboða- liða, mest ffá öðrum löndum. Þetta er því talsvert umfangsmikið starf.“ Varstu búinn að ákveða að vinna með götubörnum áður en þú fórst „Mér fannst ekkert voðalega erfitt að byrja að starfa þarna. Ég gat samt ekk- ert gert til að byrja með, enda mállaus, gekk bara um,brosti og var hálfgerður trúður. “ út? „Já, eiginlega. Ég heyrði fyrst af þessum samtökum hér heima í fyrravor þegar framkvæmdastjóri þeirra fyrir Mið-Ameríku kom á vegum Amnesty International og kynnti ástandið meðal götubarna í Guatemala. Þá fékk ég áhugann en ég vissi hins vegar ekki að þau störffiðu líka í Hondúras. Þegar ég sá það virkaði það mjög traustvekj- andi á mig þar sem ég þekkti svolít- ið til þess sem þau voru að gera.“ Hvernig upplifðirðu þau umskipti að fara úr hlýrri skólastofunni út á götu í Hondúras? „í sól og sumaryl í Hondúras? Mér fannst ekkert voðalega erfitt að byrja að starfa þarna. Ég gat samt ekkert gert til að byrja með, enda mállaus, gekk bara um og brosti og var hálfgerður trúður. A meðan sótti ég líka mánaðarnám- skeið í spænsku og svo kom þetta smátt og smátt.“ / hverjufólst starfið? „Við vorum tvö og tvö saman á vöktum, gengum um borgina og hitturn krakka sem voru á götunni. Þetta starf er því ekki ólíkt því sem Útideildin sinnir hér. Fyrsta vaktin hófst klukkan sex á morgnana, síð- an tók önnur við eftir hádegið og stundum vorum við líka á ferðinni á næturnar. Það sem þetta starf gekk út á var að tala við krakkana og vera félagi þeirra. Krakkar, sem voru nýkomnir á götuna, vissu fljótt af okkur, fréttu af okkur ffá öðrum krökkum eða þá að við töl- uðum við þau eftir að skjólstæð- ingar okkar sögðu okkur frá nýjum andlitum.“ Hver er bakgrunnur þessa götu- barna? „Mörg þeirra koma utan af landsbyggðinni með fjölskyldum sínum eða mæðrum og búa í slömminu í útjaðri borgarinnar. Off eru þau send í bæinn til að afla tekna með því að bursta skó, selja tyggjóplötur eða annað smáræði. Mörg þeirra sjá þá að þau hafa ekk- ert heim að sækja. Til hvers að vera að bera þessar örfáu krónur heim og fá skammir fýrir að hafa ekki aflað meira? Þau ákveða þá bara að sjá um sig sjálf og eyða peningun- um í sjálf sig, enda búa þessir krakkar oft við heimilisofbeldi." Hvað eru þetta gamlir krakkar? „Við skiptum okkur af krökkum frá 6-7 ára upp í 15-16 ára. Við rákumst líka á enn yngri börn.“ Höfðuð þið töluna á götubörnun- um í borginni? „Það var erfitt að meta það því sífellt komu ný andlit og önnur fóru. En talað var um að þau væru 2-3000 talsins í 800 þúsund manna borg.“ Kynntistu mörgum þeirra? „Allir krakkarnir þekktu mig eft- ir örfáar vikur. Stundum skrapp ég í ferðalög út á land og þegar ég kom til baka, eins og túristi með bakpoka, þyrptust þau stundum að mér til að spyrja hvar ég hefði ver- ið. Þá héldu allir að þau væru að bögga mig sem túrista og stela af Var ekkert erfitt að vinna trúnað þeirra? „Það kom voðalega fljótt en mér hefði sjálfsagt ekki tekist það ef ég hefði bara mætt á staðinn. Starfs- fólk Casa Lianza hafði traust þessa krakka og þau tóku mér sam- kvæmt því.“ Hvað gerðuð þið fyrir þessa krakka? „Við fýlgdumst með þeim og buðum þeim upp á fæði og húsa- skjól í gistiskýlum á vegum sam- takanna. Ef þau eru ekki í vímu geta þau komið og farið nokkurn veginn eins og þau vilja. Mörg þeirra sniffa lím og reykja marjú- andi sér. Annars eru flest götu- börnin létt í lund og stutt í hlátur- inn hjá þeim. Þau gerðu mikið grín að sjálffim sér-Tig öðrum þannig að eini munurinn á þeim og öðrum krökkum var stundum sá að þau voru skítugri og með límklessur í hárinu.“ Dóu einhverjir skjólstœðinga þinna? „Götubörnin í Hondúras verða ekki fýrir ofbeldi af hendi lögregl- unnar eða skipulagðra dauðasveita eins og þekkist í sumum nágranna- löndunum þótt það komi fýrir að danglað sé í þau þannig að þau meiðist. Ég man bara eftir einu dauðsfalli en þá fannst strákur drukknaður í á og þar sem hann datt út í var allt ffillt af límdollum þannig að hann var greinilega ekki einn á ferð.“ Berjastþau aldrei innbyrðis? „Við urðum varla vör við það og svo virtist sem þau stæðu frekar saman, mynduðu hópa sem héldu saman án þess að þeir deildu sín á milli.“ Við hvernig aðstœður bjóstu sjálf- LITLI SNÁÐINN á miðri myndinni er vart nema fimm ára gamall en bjó á götunni í Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras í Mlð-Ameríku. Hann var einn af vinum og skjólstæðingum Sólmundar. „Allir krakkarnir þekktu mig eftir örfáar vikur. Stundum skrapp ég íferðalög út á land og þegar ég kom til baka, eins og túristi með bakpoka, þyrptust þau stund- um að mér til að spyrja hvar ég hefði verið. Þá héldu allir að þau vœru að bögga mig sem túrista og stela afmér. “ ana og við reynum að halda þeim ffá því. Svo er reynt að halda í þau með því að bjóða þeim upp á pró- gramm til að losna af götunni, meðal annars kennslu og dvöl á heimili sem við rákum. Þaðan sækja þau skóla og fara svo jafnvel í eitthvert starfsnám. Ef vel gengur er síðan reynt að koma þeim aftur til baka til einhverra ættingja. En það getur tekið langan tíma, hálft til heilt ár.“ Skilaði þetta starf ykkar sjáanleg- um árangri? „Já, ég myndi segja það. Margir krakkar sem voru í gistiskýlunum þegar ég var að byrja voru komin inn á heimilin hjá okkur eða kom- in til ættingja sinna þegar ég fór. Það var rosalega gaman að sjá þau vera búin að henda tötrunum og komin í sæmilega föt, snyrtileg og vel greidd, syngjandi og skemmt- „Ég bjó á heimili fýrir svona tíu stráka sem voru í prógrammi sem miðaðist við að koma þeim af göt- unni. Þeir voru þá búnir að vera noldcra mánuði í neyðarskýli áður en þeir komu til okkar. Þarna bjuggum við þrjú með þeim og skiptum með okkur vöktum. Það gekk yfirleitt vel en þó kom fýrir að við neyddumst til að reka krakka tímabundið í burtu vegna vímu- efnaneyslu eða ef þau lutu ekki aga. Eitt sinn fór ég í nokkurra daga ffí og þegar ég kom til baka var einn strákurinn farinn. Hann hafði ver- ið dálítinn tíma hjá okkur og allt virtist ganga vel hjá honum. Ég gerði því ráð fýrir að hann væri kominn til einhverra ættingja sinna og spurði einskis. En svo rakst ég á hann í mikilli vímu niðri í bæ.“ Þannig að þú varst allan sólar- GÖTUBÖRNIN safnast oft saman utan við veitingahús og aðra staði þar sem mat er að finna. Þar hirða þau þá bita sem hrjóta af borðum annarra og sníkja til að seðja sárasta hungrið. hringinn í vinnunni? „Já, í raun og veru. Það var þreytandi oft á tíðum og gott að komast af og til í burtu. Ég reyndi að gista eina og eina nótt hjá kunn- ingjum og skrapp úr bænum þegar ég átti eitthvað frí.“ Ferðaðistu mikið? , Já, nóg til þess að ég þekki Hon- dúras nokkuð vel. I lok dvalarinnar fór ég svo til Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala. Það var ffábært að vera þá búinn að læra spænskuna.“ Fékkstu einhver laun eða vasa- peninga? „Auk fæðis og húsnæðis fékk ég sjöhundruðkall á mánuði. Þegar ég var að ferðast í lokin eyddi ég svo úr eigin vasa svona sjöþúsund krónum á viku í fæði, hótel, ferðir og önnur útgjöld. Það væri því toppurinn að fá íslensk mánaðar- laun í Hondúras jaffivel þó að þau bærust ekki nema þriðja eða fjórða hvern mánuð!“ Langaði þig aldrei til þess að draga upp kreditkortið og láta fara vel um þig á lúxushóteli og halda eymdinni íjjarlœgð í nokkra daga? „Nei, en ég var með kortið sem tryggingu ef eitthvað klikkaði. Ég fékk meira að segja samviskubit yf- ir því að stelast á pítsu- og ham- borgarstaði af og til. Þegar ég kom til landsins tók Hondúrasi á móti mér og keyrði beint á Burger King. Ég hafði lítinn áhuga á því að borða, enda sá ég litla krakka, kannski fjögurra til sjö ára, fýrir ut- an að sníkja mat.“ Var ekkert erfitt að rjúfa tengslin þegar þúfórst? „Jú, að sumu leyti, ég ætla mér þó að halda bréfasambandi. En ég kom þarna sem útlendingur og bæði ég og krakkarnir vissum frá upphafi að ég færi. Að taka þátt í svona hjálparstarfi er því oft gert af mikilli eigingirni." Einhvers konar friðþceging? „Nei, en maður er fýrst og ffemst að gera þetta fýrir sjálfan sig til að kynnast þessu lifi.“ Heldurðu þá að starfsmenn hjálp- arstofnana og samtaka fái jafnvel meira út úr starfinu en skjólstœðing- arnir? „Já, örugglega. Það voru margir Kanar frá Peace Corp þarna eins og um allan heim. Þeir eru á launum í tvö ár sem eru greidd eftir á og fá auk þess vasapeninga. Sumir eru í gagnlegum störffim en aðrir eru bara að dúlla sér eitthvað. Þetta er voðalega mikið þannig, held ég.“ Hvaða eritidi á þá fólk eins og þú til Hondúras? „Ég held að það sé mikilvægt fýr- ir þessa krakka að einhver hafi áhuga á þeim og það er jafhvel meira spennandi fýrir þá að út- lendingar sýni þeim áhuga. Ég leit svo á að ég kæmi inn í þeirra líf sem tilbreyting en ekki að ég gæti gert eitthvað kraftaverk. Þeir gátu gert grín að mér, hlegið með mér og höfðu gaman að því að ég leit öðruvísi út og talaði bjagað og asnalega, sem þeim þótti voðalega fýndið. Og með því að starfa með svona samtökum á maður þátt í að hjálpa einhverjum þeirra til lang- ffama.“ En fékkstu sjálfur sáluhjálp út úr þessu? „Ég er aðeins rólegri og þarf að minnsta kosti ekki að tæta út strax. Svo held ég að ég hafi haft gott af þessu en það verða aðrir að dæma um.“ Hvernig varð þér við að koma heim í vellystingarnar? „Það er ágætt. Ég var varaður við að ég myndi fá ógeð á vestrænni neyslumenningu en ég hef ekki fengið það ennþá.“ / hagfrœðinni er fólk tölur en hvernig var að kynnast fólkinu á bak vð tölurnar? „Já, það er auðveldara að fást við tölúr en fólk. Nú skil ég til dæmis hvað þjóðarffamleiðsla upp á 7- 800 dollara á mann þýðir í samna- burði við kannski 15 þúsund doll- ara þjóðarframleiðslu á mann hér á landi.“ Nú vitum við að samkeppnin milli þeirra sem Ijúka námi í hag- frœði og viðskiptafræði er gríðarlega mikil um störf. Varstu ekkert hræddur um að tnissa af lestinni með því að víkja svona út af braut- inni? „Jú, ég sagði upp alveg öruggu starfi og nú þarf ég að fara að leita mér að vinnu. Sumum finnst ég kannski ábyrgðarlaus og vilja ekki ráða mig til starfa þess vegna en aðrir líta kannski þannig á að ég hafi þorað að gera eitthvað og meta það. Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að finna mér beina braut til að fara eftir en þessi reynsla gæti kannski opnað mér einhverja leið inn í alþjóðastofhanir en maður er bara alltaf að heyra svo skrítnar sögur af búrókrasíunni þar.“ Hvort heillar þig meira í dag, hag- fræðin eða hjálparstarfið? „Það væri ágætt að reyna að blanda þessu saman. Við sldpu- lagningu í hjálparstarfi kemur hag- ffæðin að gagni og þar er þörf á fólki með alls konar bakgrunn." Hefur lífsafstaða þín breyst? „Ég skil náttúrulega betur þetta fólk, þessa fátækt og hvað það er ótrúlegur munur á aðstæðum hér og þar. Á meðan á viðtalinu heffir staðið er ég búinn að borða fýrir margföld dagvinnulaun verka- manns í Hondúras, kökusneið og malt. Fyrir launin sín geta þeir ekld keypt mikið meira en hrísgrjón og baunir sem helmingur íbúanna lifir / (( a. Styrmir Guölaugsson 20 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.