Pressan - 18.08.1994, Page 26

Pressan - 18.08.1994, Page 26
vífarar Ef Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, væri ekki þessi rólegi, ábyrgðarfulli embættismaður og leyfði sér að brosa al- mennilega þá væri hann jafnlíflegur á svipinn og teikni- myndafígúran The Mask í samnefndri mynd. Eini munurinn á þeim er að The Mask getur skotið út úr sér augunum þegar minnst varir en Ólafúr hefur komið sér upp gleraugum til að halda sínum í skorðum. Að öðru leyti eru þeir eins. ...Sölku Völku á þýsku, ensku, sænsku og íslensku. Það er Draumasmiðjan sem sér um uppsetninguna en að henni standa þau Pétur Ein- arsson, Margrét Kr. Péturs- dóttir, Gunnar Gunnsteinsson og Guðný Ragnarsdóttir. Sýn- ingar eru í Lindarbæ og verður sýningum á erlendri tungu haldið áfram út ágústmánuð. ...Hunsun á norskum vör- um. Nú tökum við öll höndum saman og hættum að versla norskt. Gerum hlé á innkaup- um á Jordan tannburstum á næstunni. Geymum einnig að versla sardínur í dós enda eiga Norðmenn ekki skilað að hagnast á okkur þessa dag- ana. ...Skólum. Að þeirfari að byrja aftur. Skólafólk er komið með hundleið á sumarvinn- unni sinni og þar af leiðandi orðið óþolandi leiðinlegt á vinnustað. Þar að auki er bara svo miklu huggulegra fyrir skólafólkið að vera sjálfs sín herrar, geta tekið sér frí þegar hentar og þar af leiðandi ráðið sínum eigin vinnutíma. ...ísland í dag í Nor- ræna húsinu þar sem Dr. Sigrún Stefáns- dóttir flytur, í síðasta i sinn á [Dessu sumri, ^ yfirlit á sænsku um gang þjóð- mála á fslandi. AMMA LÚ Bogomil Font og Skattsvikararnir ætla að reyna að slá Palla og Millunum við þessa helgina og troða upp á ömmunni. Skattsvikararnir eru þeir Eyþór Gunnarsson, Einar Valur Scheving, Gunnlaugur Guðmunds og Óskar Guðjónsson. ARI í ÖGRI Djasskvöld verður á þriðjudags- kvöldið næstkomandi sem og næstu þriðju- dagskvöld. BLÚSBARINN Jón Ingólfsson treður upp á fimmtudagskvöld en núna ekki einsamall því Dan Cassidiy mun skemmta með honum. CAFÉ ROYALE Rúnar Pór á þessa helgi á Café Royal því að á fimmtudag skemmtir hann ásamt Steina Magg en föstudag og laugardag mun hann skemmta ásamt hljómsveit sinni. DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Lokað föstudagskvöld en á laugardag leikur hljómsveitin Neistar ásamt Kristbjörgu Löve. FEITI DVERGURINN Útlagarnir gefa ekkert eft- ir og verða alla helgina á þeim feita. FÓGETINN Djass á Háaloftinu með tríói Ólafs Stephensen á fimmtudag auk þess sem Her- mann Arason spilar niðri. Hermann Ara trúba- dorast sem endranær á Fógetanum á föstudag og laugardag. GAUKURINN 1000 andlit spila fimmtudag, Black out rokkar á sviðinu föstudag og laugar- dag en Kvarz heldur tónleika sunnudag og mánudag. Sigga Beinteins og N1+ spila þriðju- dag og miðvikudag eftir öflugan sveitaballa- rúntalla helgina. RAUÐA LJÓNIÐ Hljómsveitin Sýn skemmtir vesturbæjarliðinu enn eina helgina með sing a long tónlist RÓSENBERG Fimmtudagskvöld verða stórtón- leikar með hljómsveitinni 13 sem fagnar af- mæli Reykjavíkurborgar en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í höfuðborginni frá því í byrjun júní. Á föstudaginn verður haldið hið svakalegasta einkapartí fyrir einn besta dídjei bæjarins, Krissa Braga. Hann ætlar að fagn- a25 ára afmælisdegi sínu með stæl og mun gleðin standa langt fram eftir kvöldi. SÓLON ÍSLANDUS Djasstríó Egils Sveinsson- ar leikur föstudagskvöld en JJ og Soul leikur djass á laugardagskvöldinu. TUNGLIÐ Um þessar mundir er verið að breyta örlitlum áherslum í skemmtanaformi Tung.lsins og verður mikil hátíð þar um helg- ina. A föstudeginum verður blanda af gamla góða diskóinu í stóra salnum en uppi mun Possi vera með disko funkið. Palli og Millarnir mæta svo á svið á laugardeginum með dúndur tónleika ásamt blásarasveitinni Dví dvi dví bút sem er ætluð til að skerpa línurnar í mam- bósömbuswingbúgíbebopfjörinu. Forsala að- göngumiða verður í Japis og er miðaverð 1000 krónur. TVEIR VINIR Tónleikahald Tveggja vina er nú komið á fullt skrið á ný og á fimmtudag ætlar hljómsveitin Kol að leika rokk í milliþungayikt og fylla kofann einsog þeir gerðu síðast Á föstudaginná Jósep afmæli og ætla Kropparn- ir að fagna þeim áfanga með honum. í því bandi eru margir kunnir tónlistarmenn og má þar nefna Tomma úr Rokkabillýbandi Reykja- víkur ásamt fleirum Pöpum, Sonum og Fánum svo eitthvað sé nefnt. Meðal hljóðfæra sveit- arinnar má nefna Balabassa, þvottabretti, lím- bandsrúllu, Jagermásterkassa og fleira. Emili- ana Torrini og hljómsveit hennar Spoon spilar laugardagskvöldið 20. ágúst en þau eiga með- al annars eitt af topplögum vinsældalistanna í dag, Tabú. 22 Palli Hjálmtýs treður upp á fimmtudag og er ætlunin að hafa það komandi fimmtudaga því svo vel þótti til takast síðast. Að sögn Palla skemmti hann sér alveg konunglega og má með sanni segja að hann sé kominn á tvöfalda vakt á ný. Um að gera að berja augum kyn- þokkafyllsta mann landsins um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnun Pressunnar. SVEITABÖLL EGILSBÚÐ, Neskaupstað. Púsund andlit skemmta Egilsbúðingum en það nefnast þeir sem sækja munu þessa tónleika. HVOLL, Hvolfsvelli. Pláhnetan leikur fyrir villtar meyjar og sveina á laugardag. INGHÓLL Palli og Millarnir ieika fyrir dansi föstudaginn 19. ágúst og þeir gestir sem mæta á milli ellefu og tólf munu fá glaðning við inn- ganginn í boði Eldhöku. MIÐGARÐUR, Skagafirði. Heitasta band landsins, að margra mati, þarf orðið ærið mik- ið athafnarými og því mætir SSSól í Miðgarð- inn á laugardagskvöld þar sem hátt þykir til lofts og vitttil veggja. Að sögn þeirra reynd- ustu er það eitt besta félagsheimili landsins. SJALLINN, Akureyri. N1+ skemmtir Akureyr- ingum á föstudag sem og öðrum sem leið eiga hjá það kvöldið. Heimahljómsveitin Bylting leikur laugardag en í kjallaranum leika Stjáni rokk og vinir. Góður dáti eða Dátinn einsog heimamenn vilja kalla hann verður opinn alla helgina frá klukkan 20.00-03.00. TJARNARBORG, Ólafsfirði. Sigrún Eva og hin Þúsund andlit skemmta einsog þeim einum er lagið á föstudagskvöldi. VÍKURRÖST, Dalvík. Hin eina sanna Pláhneta spilar föstudagskvöld fyrir Dalvíkinga. ÝDALIR, Aðaldal. N1+, með Siggu Beinteins í fararbroddi, mætir í Aðaldalinn á laugardags- kvöld eftir að hafa skemmt Akureyringum kvöldinu áður. Á sunnudag Tíðindi í íslenskri bókaútgáfu Heildarútgáfa á leikverkum Jökuls Jak- obssonar Inæsta mánuði kemur út nokk- uð óvenjuleg og eiguleg bók, heildarútgáfa á leikritum Jökuls Jakobssonar, eins ástsælasta leik- skálds þjóðarinnar. Ritsafnið verður í tveimur stór- um bindum og inniheldur tíu sviðsverk, einþáttunga, sjónvarps- og útvarpsleikrit. Jökull var eitt af- kastamesta og vinsælasta leikskáld sinnar samtíðar, en lést árið 1978 langt fyrir aldur fram. Á meðan hann lifði komu aðeins þrjú leik- rita hans út á prenti enda ekki al- gengt að leikrit séu gefin út á fs- landi. Útgáfuna annast Jón Viðar Jónsson, leiklistarstjóri Útvarps- ins, en útgefendur eru börn Jökuls. Til að halda söluverði innan hóf- legra marka er ætlunin að selja sem mest af bókinni með áskrift- um og er áætlað að bæði bindin muni kosta ríflega fimm þúsund krónur. Það er að líkindum um þriðjungi lægra verð en út úr bókabúð. Eins og áður segir er útgáfudag- ur áformaður í september. Ekld langt frá afmælisdegi skáldsins, sem var 14. september. Flugur hafa engan skilning Vilhjálmur Goði Friðriksson er bestur og hann tekur líka þátt í Hárinu. Hann er ílokksstjóri í ung- lingavinnunni á milli þess sem hann stígur á svið í íslensku Óperunni. Að loknum sýningum á Hárinu veit hann ekki hvað hann mun taka sér fyrir hendur en hér sýnir hann á sér eina af svo mörgum bak- hliðum. Hvað er svona flott við hárið? Já, hárið. Hárið á mér er töff og söngleikurinn er flottur. Hverju sérðu mest eftir? Alls engu. Eftirsóttasti kvenkosturinn? Ha, ha, ha, eftirsóttasta kerling- in...Dolly Parton og Nancy Reag- an. Efekki leiklist hvað þá? Einhver þægileg innivinna sem borgar ískyggilega vel. Hvað er hallœrislegt íþínum aug- utn? Þessi spurning. Erfiðasti dagur vikunnar? Allir jafn auðveldir. Hvers konar spumingu yrði erfltt að svara? Klukkan hvað er Suðurlands- skjálftinn? Hvað er það erfiðasta við leikinn? Þetta er bara stuð en það þarf þol. Hvað er það hesta í fari Hár- hópsins? Það eru allir svo yndislegir og mikil kjútípæ og svo eru allir svo meðvitaðir um alheimsvitundina. Við viljum frið, frelsi og hamingju, strax, og svo elskum við sólina og blómin og trén, maður, og mán- ann... Er það satt að þú sért mikill goði í augum annarra? Eg er goð og hetja og bestur. Heitasta óskin þessa dagana? Sama og alltaf.. .leyndó. Hvers konar kvenmenn hrœðistu mest? Húmorslausa. Ef þú ættir að velja martröð tengdapabbans hver yrði fyrir val- inu? Ég sjálfur. Hvar myndir þú koma þér fyrir ef þú fettgir að vera fluga á vegg í einn dag? Flugur hafa engan skilning þannig að ég myndi ekkert græða á því. Ef ég væri Villi ósýnilegur en með hreyfimátt þá myndi ég vilja vera í fjárhirslu í Sviss. Framtíðarplön þín? Eignast peninga og völd og breyta heiminum allverulega. Hvað finnst þér um klœðskipt- inga? Þeir eru sniðugir og gott að menn finni sig í einhverju. Hvað viltu meina að heppni sé? Heppni er ekki til en þú getur þjálfað hana. Ég er til dæmis í mjög góðri þjálfún hvað heppni varðar. Hvemig nœrbuxum gengurðu í? Helst ekki! Skemmtistaður í uppáhaldi? Sá sem hefur góða þjónustu og ódýra drykki. Nokkur orð um nceturlíf Reykja- víkurborgar urn helgar... Innantóm hringiða bulls og vit- leysu. Athyglisverðasti íslendingurinn riúlifandi? Ég er nú djöfúlli athyglisverður. í hverju sefurðu og hvað ertu með tnarga kodda í rútninu þínu? Ég sef ekki í neinu en er með tvo kodda og dúnsæng og fimm bangsa og sjö gúmmíkrókódíla og eina plastönd og einn frosk, sem heyrist hljóð í uppí rúmi, og svo er ég með samurai-sverð undir rúm- inu. Hver erþín reynsla af íþróttum? Ég hætti áður en ég varð betri en allir hinir. Hvað kýstu að hafa á pizzunni þinni? Fjóra osta, pepperoni, grænar ólífur, pipar, hvítlauk, ferska tóm- ata og chili. Þetta er það sem ég panta mér þegar ég á pening. Frasi í uppáhaldi? Það er betra að brenna upp en að visna. Besta lagið um þessar tnundir? „Black hole sun.“ Efþú mættir velja þitt eigið síma- númer hvertyrði það? 876341 Kœkurinn minn er...? Að borða þegar aðrir borða ekki. Við æfingu á Hart í bak árið 1962. Frá vinstri: Birgir Brynjólfsson, Helga Val- {-: týsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Jökull Jakobsson, Gísli Halldórsson. 26 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 18. ÁGÚST 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.