Pressan - 25.08.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 25.08.1994, Blaðsíða 6
Heitar umræður eiga sér víða stað vegna þeirrar trúarsetningar Votta Jehóva að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum þiggja blóð. Trúarlegar ástæður koma í veg fyrir blóðgjöf VOTTAR JEHOVA NEITA AÐ ÞIGGJA BLÓD ÞÓn LÍFIÐ LIGGIVIÐ VOTTAR JEHOVA SOGAVEGI 71. Virkir Vottar eru 300 hér á landi og neita alfarið að þiggja blóð. Þeir segja að hægt sé að beita öðrum aðferðum en blóðgjöf. I Svíþjóð er nú hart deilt um þá afstöðu Votta Jehóva að meðlimir þeirra megi ekki undir nokkrum kringumstæðum þiggja blóð. For- saga málsins er sú að drengur í söfhuði Votta Jehóva fæddist með hjartagalla og læknar töldu útilok- að að bjarga lífi hans ef ekki kæmi til uppskurðar með tilheyrandi blóðgjöf. Foreldrarnir neituðu því af trúarlegum ástæðum en þrátt fyrir það var hann fluttur til fær- ustu sérfræðinga í Lundi og skor- inn upp. Málið er nú á leið til dómstóla. Starfandi Vottar hér á landi eru um 300 og er það ófrávíkjanleg regla hjá þeim að ekJd skuli gripið til blóðgjafar. Það vakti talsverða athygli fyrir nokkrum misserum þegar einn meðlimur þeirra lést úr bráðahvítblæði og annar úr svip- uðum sjúkdómi. Málið vakti hörð viðbrögð í fjölmiðlum en meðlimir söfnuðarins töldu að verið væri að blása málið upp. Ekki væri um að ræða að þeir hefðu látist vegna trú- arskoðanna sinna heldur hefðu þetta verið ólæknandi sjúkdómar. Vottar hafa neitað meðferð PRESSAN leitaði til Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis og spurði hann hvort hér á landi hefðu komið upp dæmi þess að Vottar hafi verið skornir upp gegn vilja sínum eða afheitað blóðgjöf til barns. „Okkur er nú illa við að nefna dæmi en við höfum rætt við Votta Jehóva í vinsemd og niðurstaðan hjá okkur var sú að þegar um börn væri að ræða þá gætu læknar ekki fallist á að gera ekki allt sem þarf að gera að þeirra mati ef urn bráðan sjúkdóm er að ræða. En þegar um fhllorðna er að ræða þá geta þeir afneitað meðferð og það hefur gerst.“ Hefur það gerst oft? „Nei, það eru ekki svo margir Vottar til þannig að þetta kemur nú sjaldan upp. Það er náttúrulega bara viðbrögð lækna að bregðast við og gera ráðstafanir ef fólki er að blæða út og það er víst að viðkom- andi Vottar Jehóva vilja ekki láta gefa sér blóð.“ Á hvaða grwmi byggist þessi af- staða ykkar? „Fyrir rúmum tveimur árum ræddum við þetta ítarlega við þá og fórum ofaní þetta að þeirra frum- kvæði“ Byggirþað á einhverjwti lögwn? „Það eru ekki beinlínis nein lög, enda setjum við engin lög. Þetta eru kannski meira nokkurs konar starfsreglur að ef um fullorðinn einstakling er að ræða þá getur hann afneitað meðferð eða blóð- gjöf, einsog hver annar einstakling- ur. En ef um börn er að ræða þá myndi það ekki ganga að öllu jöfnu í gegn.“ A hverju byggist þessi ákvörðuti ykkar? „Við settum þetta fyrir siðaráð Landlæknis fyrir tveimur árum og þeirra álit var í nokkrum liðum. í fyrsta lagi að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og ef sjálfráða sjúklingur getur borið uppi og staðfest með einhverjum hætti að hann óski ekki eftir meðferð þá beri að virða þá ákvörðun hans en sú skylda hvíli hinsvegar á lækni að upplýsa sjúklinginn rækilega um þá áhættu sem viðkomandi tekur. I öðru lagi - fyrri yfirlýsingar sjúklings um að hafna einhverri meðferð gildi ekki þar sem sú ákvörðun sem yfirlýsingin byggi á hafi verið tekin við aðrar aðstæður heldur en þær sem sjúklingurinn stendur frammi fýrir. (Ef hann er með eitthvað kort á sér tíl dæmis þá getur verið að hann hafi skrifað uppá það við aUt aðrar aðstæður en þær sem hann stendur ffammi fýr- ir seinna jafnvel). En ef hann neitar á þeirri stundu þá er það tekið gilt. Ef einstaklingur er t.d. meðvit- undarlaus þá er ofsalega erfitt að segja tU um hvort hann hefði á þeirri stundu vUjað fá þá meðferð eða ekki. Svo er það þetta varðandi for- eldra - afstaða, ákvörðun eða yfir- lýsing foreldra eða annarra að- standenda varðandi börn eða þeirra sem ekki hafa möguleika á að tjá sig vegna meðvitundarleysis eða andlegs ástands þá gUdir þetta eJdd. (Meðvitundarlaus eða áberandi ruglaður maður. Þá ræður faglegt mat læknis hvaða aðferðum skuli beitt.“ Stendur þetta samkomulag fyrir dótni efforeldrar tnyndu satnt neita „Það yrði að láta á það reyna fyr- ir dómi en það hefur ekki gerst hingað til.“ Er ekki þörf á löggjöf varðandi þetta? „Ég er nú bara ekki alveg viss um hvernig þetta er orðað í lögunum eða hvort lögin taka eitthvað á þessu. Það segir náttúrulega í læknalögum hvernig þeir skuli bregðast við.“ Hulda Bjarnadóttir og Pálmi Jónasson Svanberg K. Jakobsson Ofrávíkjanleg regla og ein- göngu trúarleg MATTHÍAS HALLDÓRSSON „Þegar um fullorðna er að ræða þá geta þeir afneitað meðferð og það hefur gerst.“ Svanberg K. Jakobsson er í spítalasamskiptanefnd Votta Jehóva. Hann var spurður að því hvers vegna Vottar Jehóvar neita að þiggja blóð. „Ástæðan er eingöngu trúarleg. Biblían tekur það næsta skýrt ffam að kristnir menn eigi að halda sér ffá blóði. En það má benda á að margir eru líka ffáhverfir blóði af læknisffæðUegum orsökum. En okkar ástæður eru trúarlegar.“ Hafa komið upp tilvik þar setn læknar telja nauðsynlegt að veita blóðgjöf? „Já þau hafa að sjálfsögðu komið upp, eitt og eitt í gegnum tíðina. Vottar eru ekki á nokkurn hátt á móti lækningum. Við leitum tU lækna bæði sjálf og líka með börn- in okkar. Það sem deilt er um er þegar læknir vill gefa blóð og telur það vera nauðsynlegt. Það koma upp dæmi þar sem læknir talar um neyðartilvik en það er það ekki í raun. Hann vUl hafa frjálsar hend- ur ef svo má segja.“ Getur þú nefnt dœtni þar sem skilningur ykkar og lœktta stangast á? „Það hefur komið til ágreinings stöku sinnum varðandi skurðað- gerð eða meðferð við krabbameini eða eitthvað slíkt. En við bendum á að læknar eru í vaxandi mæli famir að beita meðferð án blóðgjafar og hafa tekið upp ýmsa nýja tækni þar sem það er hægt. Það eru tU tugir spítala erlendis sem veita alla með- ferð gagngert án blóðgjafar. Það þýðir að það er hægt að gera nánast hvað sem er án þess að gefa blóð svo ffamarlega sem menn eru til- búnir að takast á við það þannig. Auðvitað getur það komið upp að læknir sé vanur að gefa blóð við SVANBERG K. JAKOBSSON.“Ástæðan fyrir því að við neitum að þiggja blóð er eingöngu trúarleg." ákveðnar aðgerðir og finnst það binda hendur sínar að mega ekki gera það. Reynslan hefur sýnt að þetta er hægt að gera og er verið að gera hér og úti í heimi.“ Er þetta algild regla, jafnvel þó um neyðartilvik sé að ræða þar sem læknir metur það stefna líft sjúklittgs í hættu að þiggja ekki blóð? „Þetta er óffávíkjanlegt.“ Jafnvel þótt líf ykkar liggi við að mati læknisins? „Já en það má benda á að annar læknir hefur oft aðra skoðun. Vott- ar hafa rekið sig á affur og aftur að læknir segir að sjúldingur deyi ef hann fær ekki blóð en annar læknir meðhöndlar hann vandræðalaust án blóðgjafar. Og sjúklingurinn lif- ir og kemst til heilsu aft ur.“ Hvað ef um bráðatilvik er að ræða. Sjúklingi er til dœmis að blæða út og ekki hægt aðfá álit ann- ars læknis? „Þetta er óffávíkjanleg regla. Læknir sem vildi virða okkar af- stöðu mundi í þeim tUvikum gera það sem hann gæti til þess að stöðva blæðingar og bæta upp vökvatap sem eru grundvaUaratrið- in. Það sem skiptir máli er að eyða ekki dýrmætum tíma í þras og þref sem hefur stundum gerst. Við þiggjum öll blóðþenslulyf sem ekki er notað blóð í og það er kappnóg afþví.“ Þið óttist ekki að mannslíf tapist vegna þessarar afstöðu ykkar? „Öllum læknisaðgerðum fylgir e-r áhætta og fóUc deyr stundum þó það fái blóð. Það er ekki rétt- mætt að stiUa því þannig upp að blóðgjöf jafhgildi lífi og það af hafna blóðgjöf jafhgildi dauða. Það getur enginn læknir fuUyrt slíkt og slíkar fuUyrðingar hafa oft reynst rangar. Við vitum líka að fólk deyr þó það fái blóð. Stundum vegna þess að það fær blóð — stundum þrátt fyrir það.“ Hvað með lagalega hlið málsins? „íslensk lög kveða á um að sér- hver maður sé sjálffáða yfir sínu lífi og sínum líkama og læknir má ekki snerta þann sem hefur náð fuUræð- isaldri ef hann vUl það ekki. Það er Uka kveðið á um það í barnaverndarlögum að ef barn fái ekki viðunandi meðferð þá sé barnavemdarnefhd heimUt eða sldlt í samráði við lækni og önnur yfirvöld að gera þær ráðstafanir sem þarf tU verndar heilsu og lífi ungmennis. Kjarni málsins er sá að við leit- urn tU lækna með börnin okkar og við erum ekki að gera börnin okkar að píslarvottum og við neitum þeim aUs ekki um læknismeðferð. Það sem stundum hefur komið uppá bæði hér og erlendis er að lækni og foreldra greinir á um val á meðferð. Nú er það svo að það er viðurkennt að ef um ágreining er að ræða þá skuli áUt annars læknis leitað og það viljum gjarnan gera. í langsamlega flestum tUfellum er hægt að leysa málið með þessum hætti og í flestum tilfeUum hefur tekist að fá lækna og spítala tU að meðhöndla okkur án blóðgjafar.“ Hefur komið upp það tilfelli að foreldri neiti barni sínu um blóðgjöf ef utn mikilvœga aðgerð er að ræða? „Nei, sem betur fer hafa ekki komið upp slík átakamál hérlendis sem mér er kunnugt um. Ég vU líka taka það ffam að við höfum átt gott samstarf við læknastétt hér á landi og þeir hafa sýnt mikinn vUja í að virða okkar afstöðu.“ 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 25. AGUST 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.