Vísir Sunnudagsblað - 05.06.1938, Síða 4
4
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
oéi&yMulatL oGzmg.
Æskan er
Ellin
„Er þetta alt og sumt. Leyfðu
mér að sjá hin bréfin, Margrét“.
,,Þau eru bæði til ungfrú
Betty, frú“.
Því til sönnunar rétti stiilkan
henni bréfin, þar sem liún lá í
rúmi sínu, stóru og skrautlegu.
Frú Hall Davis snéri 'bréfun-
um á alla kanta og athugaði
þau gaumgæfilega, eins og hún
byggist við að bréfin myndu
opnast af sjálfu sér og afhjúpa
leyndardóma sína.
„Eg get ekki skilið þetta, Mar-
grét. Botnar þú í þessu?“
Hún hélt á bréfi, sem upp-
runalega liafði verið vélritað
utan á „Ellaine — Box 331 —
Vikuritið“. Þessi utanáskrift
hafði verið strilcuð út, en í stað
þess liafði verið skrifað „Ung-
frú Elisabetb Hall-Davies 1119
Parke-Ave“. Stúlkan ypti öxl-
um og leit undan.
Þegar sest var að morgun-
verði tveimur stundum síðar
byrjaði móðirin að leita hóf-
anna méð bægð hjá Elisabeth,
en hún virtist vera eins og út
á þekju og svaraði fáu.
„Ef þú ert að þessu bak-
tjaldamakki, Betty, og þarft
ekki minna ráða með, þá þú
um það, en þú getur að minsta
kosti sagt mér hvert þú ætlar
að fara á eftir.“
„Eg ætla að fara í heimsókn
til hinna og þessara kunningja
minna“.
„Þú ættir nú að vera hrein-
skilin við mig. Þér er það óhætt,
Betty, að sýna mér fylsta traust
sem góðum vini“.
„Góðir vinir virða þögn hvors
annars, og þeir hlutir eru til,
sem ekki er unt að skýra frá,
eða best er að séu geymdir í
þögn“.
Undir og niðri í varð móðir
hennar óð og uppvæg, þótt hún
léti ekki á því bera. Til þess var
hún of lifsreynd og hyggin og
hún vissi að æskan vildi fara
sínar eigin brautir. Þegar dóttir
hennar var farin út hringdi hún
til blaðasala og hað hann um
að senda sér Vikuritið, en ef
liún hefði farið inn á skrifstofu
mannsins síns, hefði hún getað
sparað sér það ómak, þvi að
þar lá ritið í hrúgum. Frú Hall
Davies gat hinsvegar ekki skil-
ið það, að menn gæfu sér tíma
til að lesa bækur og hún sá
gálaus —
er-------------?
vandlega um það að hurðin að
bókasafninu væri höfð liarð-
lokuð, og hún þoldi ekki lykt-
ina af þessum gömlu og ryk-
föllnu bókum. Þess vegna fór
hún í mesta lagi einu sinni á
ári inn í bókasafnið. Maðurinn
liennar eyddi hinsvegar öllum
kvöldum við lestur og hélt sig
inni í bókaherberginu, en þetta
tvent þurfti ekki að standa i
neinu sambandi livort við ann-
að.
Á næst öftustu siðu í viku-
ritinu fann frú Hall Davies það
sem hún hafði óttast mest, und-
ir fyrirsögninni „Vinátta og
lijúskapur“. Þar var auglýsing
svohljóðandi:
„Einmana stúlka, sem leið-
ist lífið vegna leiðinlegra
ungra manna, óskar eftir að
kynnast mentuðum og
skemtilegum manni. Áður en
viðkynning hefst vill hún fá
að sjá hann og ákveða sig
því næst. Tilboð sendist Ella-
ine Box 331“.
Þegar Betty kom heim aftur
um sexleytið, köld og róleg eins
og ekkert hefði komið fyrir,
greip móðir hennar hana í
faðm sinn og sagði‘
„Kæra harn, segðu mér nú
allan sannleikann. Hvað hefir
komið fyrir? Eg skal reyna að
skilja þig og setja mig í þín fót-
spor“.
„Það hefir ekkert skeð. Eg
fór hara í nokkrar húðir“.
„Fáðu jiér sæti“, sagði frú
Hall-Davies alvarlega. „Þessi
leynd keyrir fram úr öllu hófi.
Eins og þú veist tek eg hlutina
yfirleitt ekki alvarlega, en eg
hlaut að taka eftir hinni ein-
kennilegu utanáskrift á bréfinu,
sem kom til þín í morgun. Eg
krefst þess, að fá að vita hvað
stóð í því. Móðirin á lika nokk-
urn rétt á því að láta börnin
sín ekki fara á bak við sig“.
Hún hafði dregið fram ritið
meðan að hún talaði og benti
með miklum hátiðleik á aug-
lýsinguna.
„Þótt mér þyki leitt, móðir
mín, þá verð eg að minna þig á
það, sem þú hefir altaf sagt
sjálf, að bréfin eru altaf einlca-
inál þess, sem í hlut á“.
Frú Hall-Davies reiddist, —
grátbændi og skammaðist en alt
kom fyrir ekki.
Að lokum sagði liún: „Jæja,
þá verð eg að snúa mér til lians
föður þíns. Þótt hann dragi alt-
af þinn taum, þá er það víst að
þetta mun hann laka föstum
tökum. Það er eg viss um“.
I þessu kom Hall-Davies sjálf-
ur inn.
„Er innanrikisófriður hjá val-
kyrjunum ?“ spurði hann góð-
látlega.
„John! Hún Betty fékk hréf
frá einhverjum dóna, og eg liefi
krafist þess áð- hún sýni það
öðru hvoru okkar, en hún neit-
ar að sýna mér það“.
„Jæja, eg skal lesa það fyrir
ykkur báðum“, sagði Betty.
„Þið skuluð vera við öllu búin“.
Hún opnaði skrautgripaskrin
sitt og dró fram bréfið.
„Hérna hafið þið það. Það er
svoliljóðandi“:
„Kæra Ellaine!
Lancelot er að verða gam-
all og er orðinn leiður á þessu
yfirhorðs siðferði í Galahad.
Ef hann gæti með góðu móti
vildi hann gjarnan komast
frá kastalamollunni og í
hreinna andrúmsloft. Kl. 5 e.
h. á föstudag skuluð þér
spyr ja yfirþjóninn að Margu-
ery-hótelinu eftir þvi, hvar
horð Lancelots sé.
Eg skal ekki líta upp, og
þér getið farið aftur án frek-
ari aðgerða, ef yður líst ekki
á mig álengdar séð“.
„Það er ekki fyr en á morg-
un“, hrópaði frú Hall Davies.
„Guði sé lof!“
„Já, móðir þín hefir á réttu
að standa, Betty“, sagði faðir
hennar með nokkurri geðshrær-
ingu. „Við skulum tala um
l>etta inni á skrifstofunni, Bettv.
Þú hýður liér á meðan“, sagði
hann við konu sína.
Kona hans andvarpaði og
kinkaði kolli til samþykkis.
Þegar þykka eikarhurðin var
fallin að stöfum nuddaði John
Hall Davies liökuna vandræða-
lega.
„Móðir þín fer yfirleitt lítið
að mínum óskum, sér þú til.
Hvað segir þú um það, að við
látum þetta niður falla — við
skulum segja — á báðar hlið-
ar“.
„Eg fór í margar búðir i dag»
pahbi, af því að eg vildi gjam-
an að Lancelot litist vel á mig.“
„Lancelot — fari hann norð-
ur og niður — gerir þú þig ekki
ánægða með 200 dollara?“
„Gætir þú ekki liaft það 300
dollara, —■ konur gera tölu-
verðar kröfur nú á dögum og
það er dýrt að fá sér föt, pabbi
minn“.
Þau skiftust á bréfum -— hún
félck tékkávísun, en hann bréf-
ið. Það var kveikt á eldspýtu
og bréfið fuðraði upp að þeim
áhorfandi.
„Sér þú til, vina mín“, sagði
John Hall-Davies. „Það getur
verið að eg hafi skrifað dýr-
ari hréf en þetta á mínum ungu
árum, en vitlausara bréf liefi eg
aldrei skrifað“.
MÚSSÓLlNI
hýður Hitler velkominn til Rómaborgar.