Vísir Sunnudagsblað - 24.07.1938, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
3
I marsmánuöi síðastliðnum
var uppreist ger i Mexico, enn
einu sinni og hafði þá um nokk-
urt árabil verið heldur rólegt
í landinu. Sá, er fyrir uppreist-
inni stóð lieitir Saturnmo Ced-
illo og þar sem hann liefir leik-
ið allstórt hlutverk í sögu Mexi-
kó hin síðari ár, skal liér sagt
frá æfisögu hans að nokkuru:
Uppreistarferill Cedillos hófst
þegar hann og bræður hans
tveir gengu í lið með Francisco
I. Madeiro í uppreist þeirri, er
laulc með þvi, að einvaldinum
Diaz var steypt af stóli árið
1911. Fengu þeir hræðurnir þá
völdin í Huarteca-héraðinu.
Þegar Mameiro liafði skamma
stund setið að völdum, urðu
þeir hræður ósátlir við hann
og hófu uppreist. Voru þeir
sekir skógarmenn öll árin frá
1913—1920 og voru mestan
þann tíma i bandalagi við In-
díánann Emiliano Zapata, Sem
var foringi bændahreyfingar
einnar i landinu og er Zapata
frægari í Mexikó en sjálfur
Panclio Villa.
í uppreistinni í maimánuði
féllu hræður Cedillos. Þeir
fengu milcið orð á sig fyrir að
vera óragir við að sprengja
upp járnbrautarlestir með
dynamíti. En Saturnino var
ekki eins fífldjarfur og liélt
því lífi. Árin 1913—20 réðu
þeir Gedillo-bræður lögum og
lofum milli San Luis og Tam-
pico og þurftu þó oft að fara
liuldu höfði mánuðum saman.
Árið 1920 var Venustians
Garranza, íorseti og liershöfð-
ingi, myrtur og Alvaro Obreg-
on settist í veldisstól. Félst Ce-
dillo á að þjóna honum og var
þá gerður að hershöfðingja i
mexikanska hernum.
Þegar búið var að friða land-
ið varð Cedillo æðsti maður
hermálanna i liéraðinu San
Luis og gerðist brátt einvald-
ur þar. Þá fékk hann skyndi-
lega mikinn áhuga fyrir akur-
vrkju. Var Cedillo svo öllu
ráðandi í San Luis um mörg
ár. —
Árið 1923 lióf Adolfo de la
Huerta uppreist sína. Cedillo
safnaði liði til hjálpar stjórn-
inni, en þegar liann var tilbú-
inn til hardaga, var búið að
hæla uppreistina niður. Árið
1929 féklc Cedillo aftur tæki-
færi til að styðja stjórnina. Þá
liófst „Christeros“ (kaþólska)
uppreistin. Háði Cedillo þá
eina stórorustu, en lið lians
FRÁ STÖR-ÞÝSKALANDI.
Myndin liér að ofan er frá Vínarborg og sýnir undirbúning
undir þjóðaratkvæðagreiðsluna i Þýskalandi og Austurriki.
© CEDILLC
þótti ekki standa sig sem hest,
enda þótt það væri svo hepp-
ið að taka mikilsráðandi ka-
þólskan mann til fanga. Til
þess að hjarga lifi hans gengu
„Christeros“ Cedillo á liönd.
Cedillo studdi Calles um
nokkurt árabil, en árið 1934
fór að kólna vináttan, þvi að
Calles var að hugsa um að
gera Manuel Perez Trevino,
hershöfðingj a, að forseta. Ce-
dillo studdi Cardenas og sigr-
aði að lokum.
Menn bjuggust þá við, að Ce-
dillo myndi verða ráðherra i
fyrstu stjórn Cardenas, en í
þess stað urðu margir vinir og
einn sonur Calles ráðherrar. I
júní 1935 slitnaði upp úr með
Calles og Cardenas og studdi
þá Cedillo hinn síðarnefnda og
var að launum gerður að land-
húnaðarráðherra.
Cedillo kunni aldrei við sig
í stjórninni og varð aldrei eins
miklu ráðandi innan sinnar
stjórnardeildar, eins og aðrir
ráðherrar innan sinna deilda.
í ágúst hótaði Cedillo að segja
af sér, ef hann fengi ekki full-
tingi forsetans til að hegna
mótþróagjörnum nemendum í
landbúnaðarskólanum í Clia-
pingo. Cardenas svaraði hon-
um með skeyti, á þá leið, að
liann féllist á lausnarbeiðni
hans.
Cedillo hélt þá til húgarðs
síiis, „Las Palomas“, og fór að
búa sig undir að hefna liarma
sinna. Þeirri uppreist lauk þó
brátt með ósigri hans, eins og
menn muna.
Cedillo fæddist í Ciudad
Maiz, en veit ekki sjálfur ná-
kvæmlega livenær. Liklega er
hann þó fæddur á árunum
1880—90.
Náði sér niðri, karlinn!
— Þú manst víst livernig þeir
fóru með mig í strætisvögnun-
um í vor, þegar við vorum sam-
an?
— Já, eg man það.
— En nú náði eg mér heldur
en ekki niðri á þeim i gær.
— Hvernig þá?
— Bara svoleiðis, skal eg
segja þér, að eg keypti farmiða
alla leið inn að Ivleppi, en fór
ekki lengra en að Tungu!
SLYS I LONDON.
Vísir skýrði frá þvi fyrstur allra hlaða, er ægilegt slys varð fyrir skemstu i neðanjarðarjárn-
brautargöngum í London. Hér sjást menn flytja særðan mann á brott.