Vísir Sunnudagsblað - 24.07.1938, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 24.07.1938, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 VÍ SIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson. Skrifstofa: Hverfisgötu 12. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Verð 2 krónur á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Járnbrautarfélag eitt í Lond- on hefir ákveðið að verja 160 þúsund stpd. (næstum 3.9 milj. kr.) til að stytta ökutima milli örfárra járnbrautarstöðva í London. Á ökutiminn að stytt- ast um 5 mínútur! Mesti hiti, sem mældur liefir verið í Alaska, var mældur þ. 11. júli s. 1. Var þá 67° (F.), eða li. u. b. 20° á Celsíus, í skuggan- um. Fyrir tuttugu árum siðan stofnaði maður, er Louis Ivauf- man heitir, piparsveinaklúbb í London og skiftu félagar hundr- uðum. Nú er klúbburinn dauður og Kaufman kvæntur. Maður er nefndur George Jac- obs og er búsettur í Oakland í Californíu. Á dögunum var hann á gangi á bakka Merritt- vatnsins, sem er í Oakland og sá þá mann niðri í vatninu. — Jacobs staklc sér og ætlaði að bjarga manninum, en áður en það tækist var lögreglan búin að taka liann fastan og var hann ákærður fyrir að vera ch’uklc- inn á almannafæri. Jacobs liafði nefnilega séð spegilmynd sjálfs sín i vatninu. í Folkestone á Englandi fór nýlega fram stórgripasýning og var m. a. sýnt naut eitt mikið, sem var stærsta naut, er sést hefir á Englandi siðan 1785. Á því ári var gripasýning i Lond- on og vóg stærsta nautið þar 1371.6 kg. Ekki er gefið upp live Folkestonenautið sé þungt, þvi að menn eiga að spreyta sig á að geta sér þess til, er þeir liafa séð það. Það var opinberlega tilkynt í Róm nýlega, aðl50 ítalskir flug- menn hafi farist á Spáni, en ílalir liefði liinsvegar skotið nið- ur 580 flugvélar fyrir Valencia- stjórninni. Ellefu breskar eltingarflug- vélar flugu fyrir skemstu á 51 mín. frá París til Croydon við London. Er þessi tími nýtt met á þessari leið. Stysti flugtími var áður 57 mín. Breska kvikmvndafélagið Gaumont-British liagnaðist á s. 1. ári um 633.700 stpd., en árið 1936 var gróðinn 561.701 stpd. Amerískir læknar segjast liafa notað helium með góðum ár- angri til aðlækna asthma.Lækn- arnir segjast ekki geta fullyrt, að þetta sé óbrigðult meðal, en segjast liafa læknað allmarga með því. Skpítlup. Vatnsleysi. Ferðalangur segir frá: Og þarna sátum við nú á hinni voðalegu eyðimörk, viltir og ráðalausir, uppgefnir og von- lausir um frelsun. Hitinn var svo afskaplegur, að litlu mun- aði að við bráðnuðum með öllu. Engan höfðum við matar- bitann og það var nú fyrir sig. Hungrið yar náttúrlega slæmt, en þorstinn miklu verri. Við vorum bókstaflega liálfdauðir úr þorsta. Og' enginn vatns- dropi til nema einhver ofurlítill dreitill i vinstra hnénu á hon- um Jack, því að liann hafði fengið vatn á milli liða.... * * * Kurteisi? ■ — Nei, það verða ekki lijón úr okkur. Hann er þrautleiðin- legur og eg vil ekki sjá liann. — Þú lofaðir honum þó að kyssa þig í gærkveldi. — Já, það gerði eg. Þó að eg vilji ekki giftast einhverjum pilti, þá finst mér ekki alveg sjálfsagt að sýna Iionum beina ókurteisi! * * * Verri en kvenfólkið. Blaðamann nokkurn í frakk neskum smábæ langaði mjög til að staðreyna, hvort nokkuð væri liæft í því, sem sumir halda fram, að karlmenn séu engu síður liégómlegir en kven- fólk og jafnvel verri. Hann not- aði þá aðferðina, að liafa spegil á almannafæri og tók sér síðan stöðu þar sem lítið har á og at- Iiugáði, liversu margir vegfar- endur, karlar og' konur, spegl- uðu sig, er þeir gengi fram lijá. A fyrsta klukkutímanum litu i spegilinn og skoðuðu útlit sitt nákvæmlega 19 karlar og 18 konur. * * * Fyrirlesari (sein er að tala unt uppeldi stúlkna): — Þvi að við verðum að minnast þess, að hinar ungu stúlkur í dag, eru mæður á morgun. Áheyrandi: — Varla svo fljótt? Skiljanlegt. — Þetta hefði eg svarið fyrir! Þér liöfðuð fasta stöðu, gott kaup og góðan húsbónda, en nú gangi þér um og betlið! — Rétt er það. En þetta er skiljanlegt. Mig hefir nefnilega langað til þess árum santan, að reka sjálfstæða atvinnu. DUNCAN SANDYS, tengdasonur Churchills, sent kom upp uin það, hve Englend- ingar væri illa við loftárásum búnir. Myndin sýnir þýska skólaskipið „Adntiral Ivarpfanger“ (áður L’Avenir), sent fór frá Ástraliu til Þýskalands í febrúar s.l. Hefir ekki frést til þess síðan 1. mars og óttast menn, að það hafi far- ist. Á því eru um 50 sjóliðsforingjaefni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.