Vísir Sunnudagsblað - 14.08.1938, Side 4

Vísir Sunnudagsblað - 14.08.1938, Side 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Breska stjórnin ver til vígbúnaðarþarfa einni miljón sterl- ingspunda á degi hverjum. Tilgangurinn er sá, eins og lýst hef- ir verið af stjórninni, að Bretar verði svo sterkir fyrir hern- aðarlega, að þeir þurfi ekki að óttast árás á Bretaveldi, og hafi aðstöðu til þess, að koma í veg fyrir styrjöld. Bresku ráðherr- arnir segja, að höfuðmarkmið þeirra sé ekki aukinn vígbún- aður, heldur að vernda friðinn í heiminum, en reynslan hafi kent Bretum, að þeir geti ekki beitt sér í þágu afvopnunar og friðar að fullu gagni, ef aðrar þjóðir vígbúast en þeir láta reka á reiðanum. Og engin þjóð í heiminum efast nú um, að Bretum er alvara. Þeir ætla sér að verða reiðubúnir undir hvað sem fyrir kann að koma. Auk þess, sem landher, sjóher og flugher eru útbúnir betur, er safnað miklu af matvælum og bensíni og öðru, sem ella kynni að verða skortur á ef til styrjaldar kemur Þjóðin öll er búin undir styrjöld, og almennri herskyldu verður komið á, undir eins og þátttaka Breta í styrjöld er orðin að veruleika. Árið 1938 verja Bretar alls yfir 340 miljónum sterlings- punda til víðbúnaðar. Minstur hluti þessarar gifurlegu upp- Iiæðar gengur til Jandhersins, heldur til flotans og flughers- ins. Til aukningar flotans er varið meira á yfirstandandi ári en nokkuru sinni áður á einu ári á friðartíma, eða 123.707.000 stpd. M. a. er verið að smíða tvö orustuskip, sjö beitiskip, eitt flugvélastöðvaskip og þrjá kafbáta. Það er fullyrt, að Bret- ar ætli ekki að smíða fleiri 35 ])ús. smálesta orustusldp, en það var hámarksstærð orustu- skipa samkvæmt flotainála- samningnum, sem nú er lir sög- unni, af þvi að Japanir skárust úr leik. En þeir ætla sér að smíða enn stærri herskip, og Bandaríkjamenn líka. Tala nýrra herskipa, að meðtöldum þeim, sem lokið verður smíði á þetta ár, að smá- skipum meðtöldum, er 139. Flugfloti Breta verður stækk- aður um helmnig á yfirstand- andi ári. í breska flugliðinu eru um 7000 flugmenn. Hjálpar- og varaflugliðið verður mikið aukið, flugstöðvar stækkaðar og nýjum komið upp. Nýlega hefir stjórnin samið um smíði á 1000 hraðfleygum liernaðarflugvél- um við Nuffield lávarð og Verð- ur feikna stór verksmiðja reist við Birmingham í þessu skyni. Landherinn héfir verið énd- úrskipulagður algerlega. Fásta- herinn breski ér ekki stór, en hann er prýðilega æfður og bú- inn öllum fullkomnustu hern- Hore Belisha. aðartækjum. í fastahernum eru að eins 212.000 menn. En Bret- ar geta aukið landher sinn á örstuttum tíma. Mikil áhersla hefir verið lögð á að efla virki Breta víða um heim. Frægast þeirra er Singa- pore, þar sem mesta flotastöð þeirra í Asíu er. Þar hefir verið unnið árum saman að því, að efla víggirðingarnar. Þar hefir verið komið fyrir fallbyssum, sem eru langdrægari en fall- byssur nokkurra herskipa. Mik- ill vígbúnaður er á Malta, eyju Bx-eta í Miðjarðarhafi. Þar hafa allar víggirðingar verið endur- bættar og þangað hafa verið sendar sex deildir af flugliern- um til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Bi’etar og ítahr hafa gert með sér samkomulag, sem að vísú er enn ekki komið til fram- kvæmda, enBretar ætla sér ekki að láta Itali eina um það, að Kingsley Wood. láta „blika á vopnin“ þar syðra. Ef Bretar liefði ekki verið veik- ir fyrir, þegar Mussolini lióf Abessiníustyrjöldina, er vafa- samt, að hann hefði nokkuru sinni liætt sér út í það ævintýri. Og livað sem sámningum líður hafa Bi-etar nú sannfærst urn, að vissara er að hafa vopnin í lagi og púði-ið þurt. Malta er í rauninni orðinn gríðarstór flugvöllur — öll eyj- an. Og svo mætti lengi áfram lxalda. Um gervalt Bretaveldi er verið að treysta landvarnir. En hvergi er viðbúnaðurinn meiri en lieirna fyrir — á Bret- landseyjum. Það er unnið að því, að efla loftvarnir Lundúna- Jxorgar og annara borga. Áætl-, un liefir verið gei'ð um það og undirbúningúr hafinn að því, að unt verði að flytja alla íbú- ana á örugga staði, er loftárás- ir standa yfir. Járnbrautarfélög- in ætla að vinna í samráði við stjórnina og á 72 klst. verður hægt að flytja burt xir borginni í 50 enskra mílna fjarlægð 3.500.000 manns. Allir íbúar Bretlands, ungir og gamlir, eiga að fá gasgrímur, skotheldar gryfjur verða gerðar í öllum skemtigöx-ðum og víða annars- staðar, og komið upp fulll- konmu kerfi til þess að aðvara menn gegn loftárásum. Ibúum borganna er kent hvernig þeir geti gert hús sín gasheld á kostnað- arlítinn hátt. Alt þetta verður skipulagt. Eftii’litsmenn hafa hver sitt svæði og sjá um, að alt fari frarn reglurn sam- kvæmt. Þegar hafa verið fram- leiddar 40 miljónir gasgríma. — Átta klukkustundum eftir að styrjöld hefst á hvert manns- barn í Bretlandi að hafa gas- grimu. Miljónum sterlings- punda er varið til þess að koma i veg fyrir, að hægt sé að eyði- leggja vatnsleiðslur stærstu borganna. Og miljónum ster- lingspunda er varið til þess að koma betra skipulagi á slökkvi- lið breskra borga, svo að ekki verði hægt að kveikja í heilum borgarhverfum með íkveikju- sprengjum. — Og svo mæt/ci lengi telja. Bretar eru eins og. alkunnugt er seinir til, en þjóða seigastir, þegar þeir hefjast handa. Þeir drógu á langinn að vígbúast, af þvi að þeir gerðu sér i lengstu lög vonir um, að hægt yrði að ná samkomulagi um allsherjar afvopnun. Það brást, og í skjóli þess, að Bret- ar voru veikir fyrir hernaðar- lega, var réttindum þjóða tx'aðk- að, þær sviftar sjálfstæði sínu. Bretar hafa verið ásakaðir um að vera hikandi og kallaðir hug- Jeysingjar, af þvi að þeir hafa ekki barið i borðið, þegar frekja Itala og fleiri þjóða hefir keyrt fram úr hófi. En þess sér nú merki, að aðstaða Breta sé nú aftur að verða svo sterk, að nokkur þjóð muni ætla sér út í styi'jöld, ef Bi'etar taka ákveðna stefnu móti þeim. Frú B.: —Eg ætlaði bai'a að segja yður, að myndiriiar, sem þér tókuð af mér og manninum mínum, eru afar slæmar. Mað- urinn minn er alveg eins og api. Ljósmyndari: — Það hefðuð þér átt að athuga, áður en myndirnar voru teknar. MÚSSÓLtNI OG HITLER, einræðisherrarnir, sem ætla að styðja Japani, ef til reglulegrar styrjaldar kemur milli Japana og Rússa.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.