Vísir Sunnudagsblað - 14.08.1938, Side 7

Vísir Sunnudagsblað - 14.08.1938, Side 7
} VJtSIR SUNNUDAGSBLAÐ . 7 Vala og blóm- alfurinn. ------- Barnasaga ----------- Vala litla sat á hnjánum í'yrir framan arininn. Iiún var alein. Mamma hennar var farin út til ]>ess að gegna störfum utan heimilisins, en hún var fátæk og varð að sjá fyrir sér og Völu, án aðstoðar aimara. Stundum leiddist Völu, þegar mamma hennar var farin, en stundum harmaði hún það ekki, þótt hún færi, þvi henni var gjarnt að vilja sitja auðum liöndum og dreyma um álfa og ævintýri, og gleymdist henni þá stundum að gera það, sem mamma hennar liafði sagt henni. Og þá ávítaði mamma hennar hana, ekki fyr- ir það, að Vala litla var draum- lineigð, heldur liitt, að liún gerði eidci það, sem lienni var sagt. „Ef þú liefðir hugann á verk- um þínum“, sagði hún, „þá mundi þér veitast auðvelt að Ijúka þeini af fljótlega, — og að þeim loknum mundirðu þá fá nógan tíma til þess að dreyma um ævintýralönd — blómálfa og hvað eina.“ Og nú var Vala litla að hugsa um það, sem mamnia hennar hafði sagt. „Kannske liún hafi rétt fyrir sér“, sagði hún. Og hún tók gæsarvæng og fór að sópa gólf- ið og gera annað, sem gera þurfti. En þegar hún var búin að sópa kom vindgusa niður reykháfinn og rykið þyrlaðist upp, en aftur sópaði Vala litla, og þannig fór þrívegis, að hún vann verk sitt til ónýtis. Hún settist aftur, hugfallin, og lokaði augurium. Og hún fór að liugsa um hlómálfa — en þegar hún opnaði augun aftur, stóð dálítill blómálfur bíspertur fyrir framan hana. „Komdu sæl, Vala“, sagði hann. „Eg kom til þess að kenna þér lieilræði.“ Og liann brosti til hennar og það var hýrutillit í litlu augun- um hans. Vala litlá hló. „Þú ert litli blómálfurinn, sem mig var að dreyma um — þú ert alveg eins og hann, nema þú ert í grænum jakka en ekki rauðum. Hvaða ráð ætlarðu að gefa mér?“ „í fyrsta lagi að bera öll ó- hreinindin í burtu, þegar þú ert búin að sópa. f>á þarftu ekki að vinna verkið tvisvar.“ Þetta fanst Völu þjóðráð — og brá þegar við. Og þegar najsta vindhviða kom fór ekki eins og áður. Og blómálfurinn gaf Völu mörg önnur ráð og smábend- ingar og afleiðing þess varð sú, sem vænta mátti, að Vala gerði á skömmum tímá alt, sem gera þurfti. „Eg kom til þess að eins“, sagði blómálfurinn, „að fá þig til þess að liugsa um störf þín. Að störfum loknum er ánægj- an þeim mun meiri — mín og þín — er þú liugsar til mín.“ Og hlómálfurinn hrosti. Og Vala litla brosti. Hún settist með hönd undir kinn og hugs- aði um svo margt, margt fall- egt. Og þegar hún vaknaði upp úr draumahugleiðingum sinum var blómálfurinn farinn. En nú var mamma hennar að koma. Og þegar hún sá, að alt var lireint og þokkalegt, og að Vala litla liafði gert alt, sem liún liafði sagt lienni, brosti hún bliðlega til litlu dótturinnar sinnar. Og það var ánægjulegast af öllu. ÍÞRÓTTIR. ÞÝSKALAND 93 st- DANMÖRK 87 st. Danir og Þjóðverjar keptu nýlega i frjálsum íþróttum í Ilamborg og sigruðu Þjóðverjar með litlum mun. Úrslit urðu sem hér segir: 100 m. hlaup: 1. Rohrson (Þ) 11,0 sek. 2. H. Hansen (D) 11,1 sek. 400 m. hL: 1. Schumacher (Þ) 50,6 sek. 2. G. Christensen (D) 51,4 sek. 800 m. hl.: 1. Schumacher (Þ) 1:55.5- 2. Rose (D) 1:56.2. 1500 m. hl.: 1. Körting (Þ) 4:00.5. 2. Slieglitz (Þ) 4:02.4. 5000 m- hl.: 1. Siefert (D) 15:07.0. 2. Warnemiinde (Þ) 15:36.6. 110 m. grhl.: 1. S. Thomsen (D) 15,1 s. 2. E. Larsen (D) 15,5. 1000 m. boðhh: 1. Þýskaland 2:00,2. 2. Danmörk 2:00,2 Stangarstökk: 1. E. Larsen (D) 3,60 m. 2. S. Thomsen (D) 3,60, m. Hástökk: 1. Poul Otto (D) 1,85 m. 2. Kongerskov (D) 1,80 m. Langstökk: 1. P. Otto (D) 7,01 m- 2. Weber (Þ) 6,89 m. Kringlukast: 1. Sievert (Þ) 43,56 m. 2. Bövers (Þ) 43.09 metra. Kúluvarp: 1. Hartnagel (Þ) 14,81 m. 2. Sievert (Þ) 14,67 metra. EIRE SIGRAR ULSTER. Ulster (Norður-Irland) kepti nýlega við Eire (Irska frírikið) í frjálsum iþróttum í Dublin og sigraði Eire. Hér fara á eftir nöfn þeirra, er sigruðu í hin- um ýmsu greinum: 100 yds: De Lacy E. 9,8 sek. 220 yds: Sami 23,1 sek. 440 yds: De Vere E. 52,2 sek. 880 yds: A. Ilaire U. 2:01,8 E. míla: McNeil E. 4:36,9. 120 y. grhl. Wallace E. 16,0 sek. Hástökk: Rafferly E. 1,80 m. Stangarstökk: Clarke U. 3,20 metra. Langstökk: CaiTol E. 7,13 m. Kúluvarp: Horan E. 13,32 m. Sleggjukast: Healton E. 5,84. Spjótkast: Ballie U. 46.38 m- Kringlukast: Horan E. 39.34 metra. FINNLAND 87'/2 st. UNGVERJALAND 73'/2 st. Dagana 10. og 11. júlí síðastl. keptu Finnar og Ungverjar í Helsinkfors og sigruðu Finnar. Úrsht urðu þessi: 100 m. hl.: Gyenes U.10.8 sek. 2. Nagy U. 10.8 sek. 200 m. hl.: 1. Kovacs U. 22.0 sek. 2. Gyenes 22.2 sek. 400 m. hl-: 1. Görköi U. 48.6 sek. 2, Tammisto F. 48.7 sek. 800 m. lil.: 1. Peussa F. 1:53-8 sek. 2. Teileri F. 1:54.2. 1500 m. hl-: 1. Hartikka F. 3:52.0. 2. Szabo U. 3:53.6. 5000 m. hl.: 1. Pekuri F* 14:37.8. 2. Máki F. 14:39.2. 10 km. hb: 1. Salminen F. 30:44.8- 2. Szilgyi U. 30:59.2. — (Nýtt ungverskt met.) 110 m, gr.hl-: 1. Kovacs U. 15.2 sek. 2. Jussila F. 15.2 sek. Hástökk: 1. Kalima F. 1.97 m. 2. Kotkas F. 1.97 m- Stangarstökk: 1. Zauffka U. 3.80 m. 2. Reinilíka F- 3.60 m. Langstökk: 1. Laine F. 7.01 m. 2. Simola F. 6-88. Spjótkast: 1. Nikkanen F. 74.50 m. 2. Járvinen F. 74-48 m. Kúluvarp: 1. Bárlund F. 15.65 m. 2. Bacliman F. 15.54. Kringlukast: 1. Kotkas F. 49.94 m. 2. Kulitzy U. 46.46 m. WALT DISNEY er frægur um heim allan fyrir teikningar sínar, m. a. Mickey Mouse og Mjallhvít og dvergana sjö. Var hann gerður lieiðurs- doktor við Yaleháskólann fyrir teikningar sínar, og sést hann hér að ofan í fullum skrúða i tilefni þessarar sæmdar. Hann er einnig heiðursdoktor við Harvard-háskólann og háskóla Suður- Califoi’niu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.