Vísir Sunnudagsblað - 14.05.1939, Síða 6
6
VfSIR SUNNUDAGSBLAÐ
yfirrráðum Tyrkja. Og á meöan
hinn heimsfrægi félagi hennar,
Lawrence Arabiu-ofursti barð-
ist hverja orustuna á fætur ann-
ari við fjandmannaliðið, stofn-
aði Gertrude Bell lífi sínu á
annan hátt í voða. Iivílík afrek
liún hefir leyst af liendi í þágu
ættjarðarinnar myndum við þá
fyrst skilja til fullnustu, ef
stjórnmálaleg og hernaðarleg
leyndarskjöl Bretaveldis yrðu
gerð heyrin kunn.
Staðið í skugganum.
Hin stöðuga dvöl meðal ara-
hisku þjóðarinnar, liættulegar
eyðimerkurferðir og óbrotið lif
í Beduinatjöldum setti alt sinn
svip á líf Gertrude Bell. Hún
unni arabisku þjóðinni af lífi
og sál og hún barðist eldheitri
baráltu fyrir fullkomnu sjálf-
stæði liennar. Ef til vill var það
liinn gneistandi sannfæringar-
kraftur hennar, sem varð þess
valdandi, að hinir tortrygnu
Arabahöfðingjar urðu vinir
liennar og háru til hennar ó-
takmarkað traust. Það álit, sem
hún naut i heimkynnum sínum
var einnig svo mikið, að hún
var kvödd á friðarráðstefnuna
í Versölum til að leggja á ráð-
in um stjórnarfarsmál Araba.
Þeklcing hennar á lifi þeirra, og
aðstæðum öllum var lögð til
grundvallar við stofnun hins
mesopotamiska ríkis.
Englendingar áttu mikið í
liúfi. Það voru fyrst og fremst
oliulindirnar í Mossul — hin
dýrmæta lífæð hreska flotans í
vesturhluta Austurlanda. í öðru
Iagi varð að samræma liags-
muni Englendinga við loforð
þau, sem þeir höfðu gefið Ar-
öbum, ef þeir brytust undan yf-
irráðum . Tyrkja. I þessum til-
gangi var hið sjálfstæða ríki
Irak stofnað og Englandi falin
umsjá með því. — Það þurfti
að sigrast á mörgum og miklum
erfiðleikum. í Sýrlandi og
Mesopotamiu þurfti að bæla
niður uppreist gegn hreskum
og frönskum yfirráðum. Eng-
lendingurinn Sir Percy Cox var
sendur sem fulltrúi Breta aust-
ur til Bagdad til að ráða mál-
um þeirra þar. Að honum tókst
það — og tókst það svo vel,
sem raun har vitni um, átti
hann fyrst og fremst sinni
hægri hönd að þakka -— en það
var Gertrude Bell.
í þágu Feisals konungs.
Á stúdentsárum sínum hafði
Gertrude Bell einhverju sinni
verið kynt arabiska furstanum
Feisal. Það var í París. Úr
þeim skjótu kynnum varð síð-
ENN MARGIR MUNNAR, SEM FÆÐA ÞARF —
Þrátt fyrir að borgarastyrjöldin á Spáni sé um garð gengin, er enn mikill fjöldi flóttamanna í
Frakklandi — og meðal þeirra fjölda mörg hörn, sem liafa mist foreldra, vini og vandamenn,
og eiga enga að. Myndin er tekin í einum landamærabænum, þar sem franskir hermenn ganga
um beina fyrir munðarlaus, spænsk böra.
ar lifstíðar vinátta. Gertrude
Bell og Lawrence ofursti hörð-
ust fyrir því af eldheitum á-
kafa, að Feisal yrði gerður að
konungi i Irak I stöðu sinni sem
aðalritari austurlenskra mála á
hresku stjórnarskrifstofunn i í
Bagdad bauðst henni tækifæri
til að undirbúa jarðveginn að
þessum áhugamálum sínum.
Stjórnarfarslegt öryggi Iraks og
val Feisals til konungs var að
langmestu leyti Gertrude Bell
að þakka. Hún varð enn á ný
að semja við arabiska höfð-
ingja, snúa þeim til fylgis við
sig, hæla niður tortrygni, eyða
andúð og vekja ást til hins
væntanlega konungs. Loks sá
hún ávexti iðju sinnar. Feisal
vinur hennar var krýndur til
konungs. Vinátta þeirra hélst
áfram, og hann hefir aldrei
gleymt þeirri konu, sem stofn-
aði lianda honum nýtt konUngs-
ríki.
Árum saman var Gertrude
Bell áhrifamesta og voldugasta
manneskjan í Mesopotamiu.
Stjórnarvökl landsins veittu
engum þeim áheyrn, sem voru
i ónáð lijá henni, og þar var
ekkert gert og ekkert fram-
kvæmt nema með samþykki
hennar. Meira að segja eftir
lcrýningu Feissals hélt liún á-
fram að vera hin ókrýnda
drotning landsins. Hún réði öllu
um byggingu konungshallar-
inar, til liennar komu allir
æðstu menn ríkisins og allir
tiginbornir Norðurálfubúar,
sem komu til Bagdad, og til
hennar komu allar umkvartan-
ir, óskir og beiðnir frá ibúun-
um sjálfum. Hún var mann-
eskja sem þeir virtu, treystu og
elskuðu takmarkalaust.
Þegar Gertrude Bell dó í júlí-
mánuði 1926 slóð lífsstarf
hennar þegar á föstum grunni.
Draumur hennar um arabiskt
konungsríki hafði ræst. Hún
unni hinni irönsku þjóð, og svo
heitt, að hún vildi heldur vera
meðal hennar, en lieima
á ætljörð sinni, með vin-
um sínum og foreldrum þar.
Síðustu æfiárin var hún heilsu-
veil — erfið ferðalög við skort
og allskonar þrautir inni í eyði-
mörkum Jandsins skildu eftir
spor sín í lifi þessarar konu,
enda þótl bún liefði verið
hraustlega bygð. Foreldrarnir
óskuðu eftir henni lieim —- hún
skrifaði þeim hjartnæm og ást-
rík bréf — en sjálf fór hún ekki
fet. Hún var byrjuð að leggja
fornminjafræði fyrir sig að
nýju, og nokkurum mánuðum
áður en liún dó, stofnaði hún
þjóðminjasafnið í Bagdad.
Við andlát hennar var haldin
minningarræða um hana í
parlamentinu enska. Annars er
það heiður sem jafnan er ekki
veittur öðrum konum en drotn-
ingum. En bréfin hennar sjálfr-
ar, sem gefin liafa verið út,
múnu samt reisa benni ódauð-
legastan minnisvarða — þessarx
sérstæðu og stórbrotnu konu,
sem stofnaði konungsríki og
setti vini sína til valda.
ERIvIFJANDI GLÆPAMANNA
Þetta er skopmynd af Edgar
Hoover, sem er yfirmaður G-
mannanna i Ameriku, en þeix-ra
hlutverk er að hafa hendur í
liári þeirra glæpamanna, sem
smogið hsfa gegnum öll venju-
leg „lögreglunet“. — G-menn-
irnir hafa haft sig mjög í
frammi upp á siðkastið og
„lireinsað til“ í fjölda mörgum
amerískum borguxxi.