Vísir Sunnudagsblað - 23.07.1939, Qupperneq 8
8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Np. 25
Þegar Tarzantvíburárnir liöfðu
beðið með öndina í hálsinum í
hálfa klukkustund, kom Paabu
með vopnin — spjót, langa hnífa
og boga og örvar. Nonni launaði
lionum þetta með þvi að gefa lion-
um annan vasahnífinn, sem
drengurinn hélt að gera myndi
hann að töframanni.
Þegar drengirnir gripu vopn villi-
mannanna, hvarf þeim allur ótti
og þeir urðu alveg rólegir og ör-
uggir, því að það voru einmitt
svona vopn, sem Tarzan notaði í
bardögum sínum gegn villimönn-
um og dýrum frumskóganna.
Þeir Iæddust varlega út úr kofan-
um og Ukundo fylgdi þeim á báð-
um áttum. Það var niðdimt við
kofann, en skamt frá kveiktu
mannæturnar undir stórum potti.
Það var potturinn, sem átti að
sjóða Bulala i.
Nonni tók að sér forystuna, en i
slað þess að halda til þorpshhðs-
ins, beygði hann til mannsafnað-
arins. „Hvert ætlarðu að fara með
okkur?“ spurði dvergurinn
hræddur. „Við björgum Bulala“,
svaraði Nonni.
En hann óttaðist að Ukundo vildi
ekki vera með í því, og ef dverg-
urinn yfirgæfi þá, þá var öll von
úti um björgun. Hann barði sér
á brjóst og sagði: „Eg er töfra-
maður. Eg get alt.“
Dvergurinn varð nú hugrakkari
við þessa fullyrðingu Nonna. Þeir
fóru liljóðlega í áttina til pottsins.
Kalli og Nonni voru hinir örugg-
ustu, því að þeir héldu að allir
væru þar.
En þeim skjátlaðist. Einmitt á
sama augnabliki gekk dökk vera
út úr einum kofanum til þe’irra.
Þessi vera hélt á stórri kylfu. —
„Ráðumst á hann!“ hvíslaði
Nonni.
En áður en af þvi yrði sagði Kalli:
„Nei, þetta er Intamo. Aður en við
getum ráðið niðurlögum hans get-
ur hann hrópað á hjálp, og þá
ke’mur allur hópurinn.“
Veran nálgaðist og Nonni var í
klípu. Arásin gerði e. t. v. ilt verra.
En þá fann Kalli ráð. Hann stakk
upp á því, að þeir feldu vopnin,
en þó svo, að þeir gæti náð í þau
tafarlaust.
Síðan settust þeir svo, að þau sá-
ust ekki og létust vera að horfa á
hátíðahöldin. Mannætan sá þá ekki
fyr en hann var kominn alveg að
þeim, og nam þá staðar undrandi.
„Hvers vegna eru þið ekki í kof-
anum?“ spurði hann lágt. Dreng-
irnir könnuðust við Intamo og
skildu hvers vegna hann var með
kylfuna. Hann liafði ætlað að
koma þeim fyrir kattarnéf sjálf-
ur!
„Hvor ykkar er töframaðurinn ?“
spurði hann. Nonni vissi, að hon-
um var illa við sig, en svaraði þeg-
ar, að hann væri það. Þá stökk
Intamo fram og reiddi kylfuna til
höggs.
FélagsprentsmiÖjan h.f