Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ þegar hann réðst í þessa vikings- ferð. Það hefir lengi verið kyn- fylgja íslenskra stúdenta í Höfn, að þeir hafa haldið fast hóp og verið hverir öðrum svo hjálp- samir, að um það mætti gera langar frásagnir, en ef einhver þeirra ætlar sér æðra sess en hinum, þá er allra veðra von. Þó væri rangmæli að sá ímug- ustur, sem margir höfðu á þessu fyrirtæki Jóhanns, væri ein- göngu af slíkum rótum runn- inn. Mörgum sárnaði að ungur, gáfaður Islendingur skyldi segja sig í lög með dönskum rithöf- undum, töldu það einskonar lið- hlaup. Svo sem kunnugt er hafði það þá lengi tíðkast með Dön- um, að draga hvem þann Is- lending, sem að einhverju leyti hafði sýnt óvenjulega hæfileika, í sinn dilk og marka hann sinu marki, eins og þeir við og við voru að telja sér til ágætis þær framfarir, sem höfðu orðið hér eftir að þeir hættu að stjórna landinu. Óhreinlætið og skræl- ingjaskapurinn íslenski, sem dönskum blöðum varð stundum svo tíðrætt um, fengu aftur á móti að halda þjóðemi sínu. Á siðasta áratug hafa Danir lagt þessa óvenju niður að mestu leyti, en þegar Jóhann afréð að gerast rithöfundur á þeirra máli, var enn þá litinn bilbug á þeim að finna. Það var því eng- in furða, þótt mörgum ungum íslendingum stæði stuggur af öllu fóstbræðralagi við þá, og teldu Island fullsælt af pólitísk- um viðskiftum við þá, þótt ekki væri farið að blanda blóði við þá í bókmentum. Nokkurs kulda mun Jóhann hafa kent af þessum rökum, en þó voru aldrei verulega mikil brögð að þvi, enda var miklumeiraíhann spunnið en svo, að hann léti lagða sig, og vinsældir hans miklu meiri en svo, að nokkur slik tilraun gæti hepnast. Eg hygg líka, að það hafi tæpast verið vantrú á Jólianni sjálfum, hvorki á hæfileikum hans né íslensku lunderni, sem olli því, að margir önduðu köldu að hon- um i fyrstu, heldur annars konar vantrú, miklu illkynj- aðri og háskalegri, sem liefir fylgt Islendingum eins og skotta öldum saman og seint mun verða kveðin niður til fulls, þótt nú sé noklvuð farið að draga úr henni. Flestum mun ennþá minnis- stætt, hvílíka óbeit og gremju það vakti um lieim allan, þegar þýskir vísindamenn gerðust til þess í upphafi ófriðarins að verja aðfarir Þjóðverja gagn- vart Belgíu. Þeir töluðu þá með- al annars margt um vesaldarlíf smáþjóðanna, sem engan rétt ætti á sér gagnvart hinu stór- virka mannlífi, hinum feiknar- legu ætlunarverkum og' hinni örlagaríku framtíð stórþjóð- anna. Mönnum þótti þessi kenning hörð og ruddaleg, sem von var til, en þó er eg liræddur um að í lienni felist talsvert af beiskum og hræðilegum sann- leika. Hin litlu þjóðfélög eru öll í þeim liörmulegu álögum, að miðlungsvitið og miðlungslund- in þrífist þar að sama skapi vel, sem óvenjulegir hæfileikar þríf- ast illa. Til þess liggja mörg rök, sem hér verða ekki talin, enda liggja flest þeirra i aug- um uppi. En aðalrót meinsins er þetta, livað mennirnir minka og auðvirðast hver í annars augum í hinum litlu þjóðfélög- um, þótt hvergi kasti nú tólfun- um eins og þar sem, fásinnið er svo mikið, að menn verða að hafa sér það til dægrastytting- ar, að telja vörtumar og frekn- urnar liverir iá öðrum, þar sem menn þukla og káfa og þefa hverir af öðrum, þangað til allir eru orðnir þreyttir og leiðir, — og vantrúaðir bæði á sjálfa sig og alla liina. Þetta fyrirbrigði hefir þekst bæði fyr og síðar víða um veröldina. I Mai’kúsar- guðspjalli segir svo frá, að þeir í Nazaret vildu ekki trúa á kraftaverk Jesú af því að hann væri ekki nema „smiðurinn, sonur Maríu“ og systkini hans væru þar í bænum. „Og þeir hneyksluðust á honum“. Því er hætt við, að hann hafi engin veruleg kraftaverk getað gert þar, — „og hann furðaði sig á vantrú þeirra“. íslenskir prest- ar ættu að minna söfnuði sína sem oftast á þessa merkilegu frásögn. Því að rótgróin vantrú á mátt og megin hinnar íslensku kynslóðar og hvers íslensks ein- staklings liefir verið landlæg plága hér um langan aldur, þnátt fyrir talsverðan þjóðernis- gorgeir í orði. Og víst er umþað, að þegar það spurðist um Jó- hann Sigurjónsson, að hann ætlaði sér að keppa við útlenda rithöfunda, þá hneyksluðust margir landar lians á honum ekki sist vegna þess, að þeir töldu íslendingi slíkt ofraun. Þjóðarmetnaður þeirra var í rauninni minni en hans. Og sjálfum var honum fullljóst, af hverju þessi ímyndunarveiki íslendinga var sprottin. Eitt hið fleygasta spakmæli sem finst í ritum hans, er þessi setning í Fjalla-Eyvindi: „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“. Nú munu flestir játa, að bet- ur hafi verið farið en heima setið. Nú munu flestir sammála um, að íslandi liefði ekki verið neinn gróði að því, þótt liann hefði urðað hæfileika sina hér Iieima, þar sem livorki er til leikhús né leikendur og þar á ofan sárfáir áhorfendur, sem leikhst kunna að meta. Hitt er auðvitað öllum góðum íslend- ingum hið mesta áhyggjuefni, ef iáframliald á að verða á þessu, að ungir íslenskir hæfileika- menn neyðist til þess að leita til annara þjóða, til þess að eitt- livað geti orðið úr þeim. Það er nú orðinn mikill siður, að ung- ir íslendingar yrki fyrir aðrar þjóðir eins og forfeður þeirx-a orktu fyrir útlenda liöfðingja. En það skilur, að hirðskáldin gömlu orktu á sinu eigin máh, svo að kvæði þeirra tilheyra ís- lenskum bókmentum með húði og hári. Nú eru islenskir ritliöf- undar lagðir á flótta út úr sín- um eigin bókmentum, og er það eitt víst, að sá flótti verður ekki stöðvaður með þjóðræknispré- dikunum eða skömmum. Það var ekld viturlegt að ámæla Kára fyrir það, að hann hljóp úr brennunni, í staðinn fyrir að láta svæla sig inni. Og virðist það eitt til bragðs að taka fyrir islensku þjóðina, að gera alt sein í liennar valdi stendur til þess, að rithöfundum geti orðið lift hér, bæði andlega og efna- lega. III. Þegar Jóliann brendi skip sin og bjóst til þess að klífa þrítug- an hamarinn, var hann vitan- lega barn bæði að aldri og reynslu. Hann liafði farið úr foreldrahúsum í skóla 1896, sest í annan bekk og útskrifast úb fjórða bekk 1899. Urn skóla- veru hans kann eg það eitt að segja, að liann reyndist frábær námsmaður, óvenjulega næm- ur og fljótskarpur. Sérstaklega lineigðist hann að miUúruvísind- um og stærðfræði. Við burtfar- arpróf úr fjórða bekk hlaut hann ágætiseinkunn i aflolmum greinum. Þess þarf ekki að geta um svo bráðhuga og bráðþroska mann, að á þeim árum orti hann feiknin öll af kvæðum. Sum þeirra lét liann prenta í dagblöðum, en auðvitað var þetta aðeins góugróður, sem hvarf fljótt og gleymdist bæði sjálfum honum og öðrum. Nú horfðist hann í fyrsta sinn í augu við alvöru lífsins. Hann varð þess fljótt var, að lista- mannsbrautin er ekki greiðfær, og áður en hann komst eitt fet áfram, hafði hann fullreynt, að hann mundi þurfa að taka á öllu sínu til þess að koma fram ferðinni yfir það torleiði. Hann liafði trúað á skjótan og full- kominn sigur, en nú lcomst hann í kynni við örðugleika, sem hann tæpast mun hafa gert ráð fyrir, heilan herskara af örðugleikum, sem steðjuðu að honum úr öllum áttum og þyrptust i kringum hann. Hann tók ýmis verkefni til meðferð- ar, en gat ekki ráðið við þau, þau voru honum ofurefli, uxu honum yfir höfuð eða smugu úr höndum hans. Og hann laug engu að sjálfum sér um það efni. Sjálfstraust hans var að vísu mikið, en hitt einkendi hann ekki síður, hvað hann var óvenjulega kröfuharður við sjálfan sig; óvenjulega strangur og miskunarlaus rannsóknar- dómari yfir sjálfum sér. Þó að hann í fyrstu væri ánægður með eitthvað, sem liann hafði gert, þá var ekkert vissara en að hann innan stundar mundi taka það til nýrrar meðferðar, og varð þá oft endirinn sá, að hann rakti alt úpp aftur og fitjaði svo upp á ný. Þessi einstaka vandvirlmi skapaði list lians, en hún varð líka stundum að smá- munalegri hótfyndni sem tafði ótrúlega mikið fyrir lionum og spilti jafnvel ritum lians á stundum. Yitanlega var þetta þyngsta þrautin, að ala upp sina eigin hæfileika, að láta svipu- liögg sjálfsprófunarinnar dynja á sjálfum sér, þangað til liann gat int slíkt verk af liöndum, sem hann sjálfur var ánægður með. En þó varð við mörgu öðru að sjá. Foreldrum lians og öðrum vandamönnum mun ekki hafa verið það ljúft í fyrstu, er liann liætti við námið og batt alla sína framtíð við svo „óbúsælt handverk" sem skáld- slcapinn. En þó er það sannast að segja, að faðir hans var sein- þreyttur að styrkja hann og styðja á allar lundir, og þegar útlitið var sem ískyggilegast um alla framtíð Jóhanns, lieyrði eg liann oft dást að raungæðum foreldra sinna og annara ætt- ingja. En það hrökk ekki langt þó hann fengi ríflegan fjárstyrk heiman að. Hann var ekki liófs- maður um neitt, ástriðurnar voru sterkar og óstýrilátar og fyrirlitningin fyrir smáskild- ingnum noklcurn veginn tak- markalaus. Hann hneigðist snemma til víns og liefi eg ekki séð örari mann við dryldiju- horð, en liann. Hann var þá óskabarn augnabliksins, kon- ungur allra skýjaborga og loft- kastala, — sjálfur Bakkus var i honum! En liann var ekki for- sjámaður til fjárvarðveislu þá stundina. Auðvitað komst hann

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.