Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SujMJUMlcL (þueiul Á forustan í vísindum að vera gyðingleg eða xtorræn? o/j. þýðínfy dhjOLtmjOÁjmmdJcnúL i. Það hefir oft verið reynt — og einnig hér á landi, í minn- ingargrein eftir magister Ár- mann Halldórsson í Alþýðu- blaðinu 6 okt. s. 1. — að telja mönnum trú um að prófessor Sigmund Freud, sem látinn er fyrir skömmu, 83 ára að aldri, hafi verið einn af allra fremstu skörungum vísindanna. En eg hygg því fjarri fara. Það eru þá ekki til falsvisindi (pseydepi- teme, pseudoscience) ef ekki er rétt að nefna þannig mikið af þvi sem Freud kendi. Freud var ekki síst frægur fyrir rannsóknir sínar á draum- um, og hafa á síðari árum, fáir um það efni ritað án þess að láta hans getið. Um drauma- kenningar Freuds er eg vel fær að dæma, þvi að þar ræðir um það sem hefir verið rannsókn- arefni mitt í meir en 37 ár. Segi eg það hildaust, að Freud hefir einmitt ekki uppgötvað eðli draUmlifsins. Eitt aðalatriði í kenningum hans um þetta efni er, að í draumi veiti maðurinn sér það sem hann þráir, en get- ur ekki veitt sér i vöku (Wunschtraum). En þetta er fjarstæða,einsog vel kemUríljós þegar menn hafa skilið hversu mjög draumlíf manna skapast af áhrifum frá öðnun. Eg hefi nefnt þetta stillilögmálið: Law of determinants. En engum er meiri nauðsyn á að þekkja það lögmál en einmitt þeim sem vilja nota það sem prófessor Ág. H. Bjarnason hefir heppi- lega nefnt sálgrenslan og þá einkum draumagrenslan, til lækninga. Það er óhætt að segja, að sú tegund lækninga getur ekki komist á vísinda- stigið fyr en mönnum er kunn- ugt orðið um stilliiáhrif læknis- ins á sjúklinginn. Ií. Þó að Freud og lærisveinar hans geri mikið úr þýðingu draumarannsókna, þá er þýð- ing þeirra rannsókna ákaflega miklu meiri, djúptækari og há- leitari en hægt er að láta sér til hugar koma meðan menn þekkja ekki undirstöðueðh draumlífsins. En til þess að skilja það varð að fara sann- vísindalegar að, en gert hafði verið áður i þessum efnum. Þegar rétt er að farið, kemur í Ijós sambandseðli draumlífsins, sem er svo furðulegt, að í svefni getur komist á samband milli lífsins í alheimi, frá stjörnu til stjörnu. En allar hugmyndir um líf, sem ekki sé tengt við likama (organismus), eða með öðrum orðum, líf á einhverri stjörnu, eru gersamlega óvís- indalegar. Skilningurinn á eðli draumlífsins er hin ómissandi lijálp tl að skilja hinn undur- samlega tilgang lífsins. En liann er sá, að verða fullkomlega samstilt heild, sem leggur und- ir sig allieiminn, getur fært sér í nyt alla möguleika tilverunn- ar til góðs, en sigrast iá öllum þeim möguleikum sem eru til ills. En að segja, einsog nú er gert svo oft, að tilveran sé nú þegar ein samstilt heild, er ó- vit og fjarstæða, og sprettur af því, að menn liafa ekki hugleitt nægilega það sem jarðfræðin og liffræðin lcenna oss um hina merkilegu viðleitni lífeindanna á að skapa æ víðtækari lifsam- bönd, og hversu sú viðleitni liefir enn mistekist. Hér á jörðu er ennþá aðeins að ræða um ó- fullkomna tilraun til lífs, sem hin mesta hætta er á að mis- takist þannig með öllu, að ekki sé viðreisnar von. m. Tveir Gyðingar, Sigmund Freud og Albert Einstein, eru af mörgum taldir fremstu vís- indamenn vorra tima, og af ýmsum Freud þó fremri. Um verk Einsteins kann eg ekki að dæma, en því betur um það sem mestu máli skiftir í verki Freuds, eins og áður var á vik- ið. Og þó að eg hafi ekld þá stærðfræðiþekkingu sem þarf til að dæma um hvað áunnist kunni að hafa með rannsókn- Um Einsteins, þá kann eg vel að sjá hvað ekki liefir og ekki get- ur áunnist með slíku verki, og þó er hin mesta nauðsyn á að vinna, ef koma skal visindun- um fullkomlega í framfara- horfið. Það er þegar séð, að hin Gyðinglega forusta á vísinda- sviðinu dugar ekki til þess að réttu takmarki verði náð. Mín- ar rannsóknir, mín tilraun til að átta mig á tilverunni er nor- rænasta tilraunin af þvi tagi, sem gerð hefir verið. Með henni og ekki fyr en með henni, er til fulls haldið áfram af heims- fræðitilraun spekinganna grisku á 6. og 5. öld f. Kr. með þessari tilraun, sem gerð hefir verið við svo erfiðar ástæður og dauf- ar undirtektir, er fyrst til fulls hafin norræn forusta í vísind- um jarðar vorrar. Og að vísu má vel skilja, ef rétt er metið það sem Islendingar liafa þegar lagt til heimsmenningarinnar, að sú tilraun mundi einmitt á íslandi, hafin verða. IV. Vitrir menn — sem ekki telja alveg sjálfsagt að neita að taka hér á viti sinu, af því að landi þeirra á í hlut -— munu auð- veldlega geta gert sér Ijóst, að það er ekkert markleysutal sem eg er að fara með. Til þess að skilja það nægir að líta á, hvernig eg hefi í rannsóknum minum sameinað sálufræði, líf- fræði og heimsfræði. Og það má bæta jarðfræðinni við, minni uppáhaldsvísindagrein. Eg hefi sýnt alveg nægilega liverjum þeim sem vit hefir og vill skilja, hvernig draumarannsólcnin get- ur orðið leið til að rannsaka al- heiminn og lífið i alheimi. Og ennfremur, hvernig með þvi að skilja eðli draumlífsins er fund- inn lykill að gátu, sem margir ágætir visindamenn — og þeirra á meðal prófessor William Mc- Dougall sem mag. Ármann Halldórsson nefnir i grein sinni „núlifandi“, þó að hann dæi raunar nokkru á undan Freud — hafa reynt sig við árangurs- litið. Og það sýnir alveg nægi- lega hversu fjarri þvi fer, að Sigmund Freud hafi upp- götvað hið sanna eðli drauma, að hann var sannfærður um, að allur átrúnaður spiritista væri hégóminn einber, þó hefi eg séð þess getið, að hann hafi á síð- ustu árum æfi sinnar verið liorfinn frá þvi að neita, að hugsanaflutningur (Telepati) gæti átt sér stað. 26. okt. (Helgi Pjeturss. Hjá þér - - Þau jól eru liðin, sem átti ég ungur og úti sá dans, er eg smádrengur sté; og stundum er hugur minn hljóður og þungur, þótt heimurinn skreyti sín jólatré. Og leiður ég sit hér við lampann minn inni, — það leggur um gættirnar framandi þef — með hönd undir kinn, inni’ í kompunni minni, og lweð svo mín fátæku jólastef. Út í tómið hið kalda, scm umlykur alla, sem eiga’ ekki lengur af fögnuði neitt. Og brotnar og liæglátar hendingar falla. Mitt hjarta’ er að lcólna og sál mín er þreylt. En handan við áranna sorgir og sgndir, í sóleyjarbrekku, þar lágu mín spor, enn eru bláar þær uppsprettulindir, sem úðanum feyktu’ um mitt týnda vor. Þar leiddir þú, móðir mín, barn þitt í blænum, og brosandi stiltir þess angur, þess tár, og myrkrið og næturnar sváfu í sænum. Sólin var andvaka, himininn blár. Svo brúa eg djúpið til bernskunnar landa, — því bjargvættur gleðinnar minningin er, —- og jólin mín lifi eg aftur í anda, sem átti eg, fagnandi sonur, hjá þér. J. K. Jóh.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.